Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 9 DV Prestar skattSagðir Prestar í Danmörku standa nú í deilum við skattayfirvöld vegna nýrra skattareglna. Deilan stend- ur um skattgreiðsur af keyrslu prestanna í embættisermdum. Prestar eru nú skattlagðir fyrir þjónustu sem þeir framkvæma i húsvitjunum þegar þeir þurfa að keyra um prestakallið. Skatta- reglm-nai* gerðu áður ráð fyrir að prestarnir gátu fengið fastan frádrátt frá skatti fyrir akstur í embættiserindum. Breytingam- ar á reglunum nú gera ráð fyrir að prestar þurfi að hlita sömu reglum og aðrir þegnar landsins sem fá engan skattafrádrátt fyrir akstur til og frá vinnu. Deilan snýst um það hvort húsvitjanir teljist til atvinnusvæðis presta. Skattayfirvöld telja kirkjuna eina atvinnusvæðið en prestar líta svo á að allt prestakali þeirra sé at- vinnusvæðið. Hitistjórnar geðsveiflum Lögregla í Bretlandi hefur haft óvenjumikið að gera í þeirri hita- bylgju er nú ríður yfir landið. Hún hefur þurft að sinna hundr- uðurn aukaútkalla vegna deilu- mála nágranna, drykkjuláta og reiðra ökumanna. „Veðrið fær fólk til þess að svitna meira, það verður árásargjarnara og skap- meira en venjulega,“ sagöi tals- maður lögreglu. Hitinn hefur undanfarna daga verið yfir 30 gráður i Bretlandi. Vegna hitanna er fólk gjarnara á að skreppa á krána og fá sér einn eða tvo kalda bjóra sem aftur gerú bræðisköst- in líklegri. Sönnunargögn hlaðastupp Tölvuútskrift gæti orðið til þess að sanna sekt Timothy’s McWeigh varðandi sprengjuárás- ina á háhýsið í Oklahoma fyrr á þessu ári sem varð 167 manns að bana. Meö því að nota kennitölu McWeighs tókst að rekja fiöl- margar úttektarfærslur á nafni Robert’s Kling en talið er að McWeigh hafi notað það dul- nefni. Nafn Robert’s Kling var notað af persónunni við leigu á trukknum sem notaður var við sprengjuárásina. Vitni hafa borið að McWeigh sé maðurinn sem leigði þá bifreið. Rannsöknar- memt hafa einnig rakið kennitölu McWeigh’s til nafns Shawn Ri- vers en það var notað til að leigja húsnæði í Kansasfylki þar sem meint sala á sprengiefninu ammónium nítrati fór fram. Láníóláni Umferðaróhapp, sem flutninga- bílstjóri varð fyrir, kom sér sér- lega vef fyrir marga íbúa bæjar- ins Maine í Island Fails í Banda- rikjunum. Flutningabílsfiórinn flutti 6.350 kg farm af humri en varð fjrir því óhappi að velta bif- reið sinni þegai* hann hugðist keyra inn á liraðbraut. Humar- inn dreifðist á götuna og bílstjór- inn, sem taldi sig ekki geta bjarg- að farminum aftur í frost, sá eng- in önnur ráð en að biðja lögregl- una um að dreifa góðgætinu til íbúa staðarins. Velflestir ibúar bæjarins lentu þvi í ókeypis hum- armáltíð. ReuterogRitzau Útlönd íslendingar segja úthafsveiðisamning SÞ gefa sér rétt til Smuguveiða: Norðmenn ekki sam mála túlkun íslands Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra og Jan Henry T. Olsen, starfsbróðir hans í Noregi, vildu engu slá föstu um hvernig túlka beri samningsdrög úthafsveiðiráðstefnu SÞ með tilliti til veiöa bæði í Smug- unni og Síldarsmugunni að aflokn- um klukkutíma löngum fundi þeirra í New York í gærkvöldi. Það sem kann að valda frekari erf- iðleikum í samskiptum íslands og Noregs, samskiptum sem þegar eru fremur stirð, er það ákvæði í úthafs- veiðisamningnum sem segir að t'aka skuli tillit til þeirra strandríkja sem byggja efnahagslíf sitt nær eingöngu á fiskveiöum, eins og íslendingar gera. Þorsteinn Pálsson sagði áður en hann fór til New York að þetta ákvæði gæti haft afgerandi þýðingu fyrir íslendinga vegna kröfu þeirra um kvóta í Barentshafi. Norðmenn hafa aftur á móti hafnað þeirri túlkun þar sem ísland liggi ekki að Barentshafinu. Þorsteinn sagði við norska fiöl- miðla í New York að enn væri of snemmt að segja til um hvort ákvæð- ið hefði einhveija þýðingu fyrir ís- lendinga í Smugunni en jafnvel svo hófsöm afstaða stríðir gegn norskum sjónarmiðum. Þorsteinn sagði að út- hafsveiðisamningurinn væri góður fyrir íslendinga, bæði sem strandríki og sem úthafsveiðiþjóð. Allir eru sammála um að samning- urinn á ráðstefnu SÞ feli ekki í sér tafarlausa og endanlega lausn deil- unnar um Smuguna en nú virðist enn óljósara en áður hvernig hægt verður að leysa hana. Norðmenn og Rússar buðu íslendingum þorsk- kvóta í Barentshafi í aprfi en Islend- ingar afþökkuðu. Síðan hafa ekki verið neinir fundir milli ráðamanna þjóðanna. Deiluaðfiar segja aö SÞ-samningur- inn sé góður grunnur til að semja frekar út frá. Jan Henry sagði að þeir Þorstéinn ætluðu nú að athuga hvort ekki væri hægt að hefia við- ræður um Smuguna að nýju síöar í þessum mánuði. Þorsteinn hitti einnig Vladímír Korelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, og Brian Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada, í New York. NTB Skemmtikrafturinn aldni, Bob Hope, er mikill vinur amerískra hermanna. Hér hefur hann stillt sér upp við jeppa frá timum heimsstyrjaldarinnar siðari á fundi með fréttamönnum þar sem hann kynnti sérstakan sjónvarpsþátt um ferðalög sín um heiminn til að skemmta hermönnum. Símamynd Reuter ug iijuuu iiiöiiiö i iiciiiiiuui^um rmgiciua. Nýi bæklingurinn kemur út á þriðjudaýinn. Náöu þér íbækling á söluskrifstoíúm Flugleiöa, hjá umboðsmönnum eóa á ferðaskrifstofunum. FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.