Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
Skák
Síðasta
vígið
fallið
Fyrir sjö árum fylgist þjóöin
agndofa meö einvígi Jóhanns
Hjartarsonar og Viktors Kortsnoj í
Saint John í Kanada þar sem Jó-
hann hafði sigur eftir afar spenn-
andi baráttu. Eins og vera ber í
slíku einvigi gekk á ýmsu, jafnt
utan skákborösins sem innan.
Frægt var t.a.m. þegar Kortsnoj
blés tóbaksreyknum framan í Jó-
hann er tímahrakið var í algleym-
ingi þrátt fyrir reykbann við skák-
borðiö.
Þykkur tóbaksreykur hefur löng-
um þótt einkenna langar setur við
skákborð, eins og gjarnan má sjá á
gömlum ljósmyndum. Fremstu
skákmeistarar aldarinnar hafa
heldur ekki bætt ímyndina;
Emanuel Lasker með vindilinn öll-
um stundum og síðar kappar og
keðjureykingamenn eins og Tal og
Kortsnoj.
Nú er reykingabann við skák-
borðið samkvæmt FIDE-reglum en
mótshöldurum er þó gert að sjá til
þess að tóbaksfíklar fái afdrep í
sjónlínu við taflborðið til að stunda
vafasama iðju sína. Þeir sem ekki
reykja fá því loks að sitja í hreinu
lofti og þykir öllum sjálfsagt, jafnt
þeim sem reykja og hinum sem
anda.
Kortsnoj ánetjaðist tókbaksfíkn-
inni fyrir yfir fjörutíu árum. í ný-
legu viðtah í þýska skákritinu
Schach sagði hann að sér hefði á
stundum fundist sígarettan samof-
in hugsuninni; aö hann ætti hæg-
ara með að einbeita sér með vindl-
ing í hönd. Svo fann hann verk fyr-
ir brjósti einn góðan veðurdag fyrir
skemmstu og ákvaö á stundinni að
drepa í síðustu sígarettunni.
Kortsnoj er sem sagt hættur að
reykja og þykir þá mörgum skák-
unnandanum siðasta vígi tóbaks-
trúarinnar falliö. Ekki síst ef haft
er í huga aö svo virðist sem
Kortsnoj hafi aldrei teflt betur en
eftir að þokunni létti.
Fyrr á árinu sigraði Kortsnoj á
sterku móti í San Francisco og i
vor varð hann einn efstur á stór-
móti í Madrid, af 16. styrkleika-
flokki FIDE, en skákmót gerast
vart öllu sterkari - meðalstig 2629
á Elo-kvarða. Kortsnoj þakkaði
raunar ekki einvörðungu hreina
loftinu sigurinn - nefndi einnig
skokk og skíðagöngu og svartan
kavíar við morgunverðarboröið.
Kortsnoj hefur ávallt verið ákaf-
lega kraftmikill skákmaður sem
vílar ekki fyrir sér að taka áhættu
og hefur ímugust á stórmeistara-
jafnteflum - teflir allar skákir til
vinnings. Enn teflir hann frísklega
þótt kominn sé af léttasta skeiði.
Lítum á sína hvora skákina frá
mótunum í San Francisco og
Madrid. Fyrst óvenjulegá skák
Kortsnojs við stórmeistarann Ro-
bert Hubner, sem varð að játa sig
sigraðan með hvítu eftir aðeins 18
leiki.
San Francisco 1995
Hvitt: Robert Hubner
Svart: Viktor Kortsnoj
Frönsk vörn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 RfB 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4
8. Rxd4 Db6!?
Ætlun svarts er að seilast eftir
„eitraða peðinu" eftir 9. Dd2 Dxb2,
sem leiðir til tvísýnnar baráttu.
9. Rcb5 a6 10. Rf5 Bc5 11. Bxc5 Dxc5
12. Rbd6 + Kf813. Dh5 Rd814. Rxg7
Þessi fórn er frá enska stórmeist-
aranum og stærðfræðidoktornum
John Nunn komin. Eftir 14. - Kxg7
15. Dg5+ Kf8 16. Dh6+ Ke7 17.
Df6+ Kd7 18. Dxh8 Db4+ 19. c3
Dxb2 20. Bb5 + ! axb5 21. 0-0 náði
Nunn betri stöðu gegn Zuger á
skákmóti í Sviss fyrir fimm árum.
Kortsnoj hefur náð að endurbæta
þessa skák.
14. Db4 + ! 15. c3 Dxb2 16. Hdl
Dxc3+ 17. Hd2
E
A iAá
A tbi * A A #
§11 A
A 2 A A
& A n
ABCDEFGH
17. - h6!!
Með því að koma í veg fyrir aö
drottning hvíts hreiðri um sig í
ógnandi stöðu á h6 hrindir
Umsjón
Jón L. Árnason
Kortsnoj frekari sóknaraðgerðum.
Auðvelt er að láta sér sjást yfir svo
lítinn og „ómerkilegan" peðsleik
sem þó breytir stööunni í einni
svipan. Hvíta staðan er einfaldlega
töpuð.
18. Rge8 Re4
- Og Hubner taldi réttast að gef-
ast upp.
Madrid 1995
Hvitt: Viktor Kortsnoj
Svart: Nigel Short
Nimzo-indversk vörn.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
b6 5. Re2 Ba6 6. Rg3 c5 7. d5 (M) 8.
e4 He8 9. f3 d6 10. Be2 exd5 11. cxd5
Bxe2 12. Rxe2 b5 13. 0-0 a6 14. a4
Rbd7 15. axb5 Db6 16. bxa6 Hxa6 17.
Hxa6 Dxa6 18. Rg3 Re5 19. Bg5 Rfd7
20. f4 Rc4 21. De2 f6 22. Bh4 Bxc3 23.
bxc3 Da4 24. Hbl Rcb6 25. h3 g6 26.
Dg4 Dc2 27. Hxb6! Rxb6 28. BxfB Kf7
29. Dh4! h6 30. fo Hg8
8
7
6
5
4
3
2
1
31. Bd8! Ddl+ 32. Kh2 g5 33. Dxh6!
Hxd8 34. f6 Hg8 35. Dh7+ Kxf6 36.
Dxg8
- Og þótt textaleikurinn sé vissu-
lega síðri en 36. e5+ dxe5 37. Re4
mát, gafst Short upp.
i
% i iii
i A m & & «
A 4) A
A
ABCDEFGH
Matgæðingur vikunnar
Matarmikil
súpa og salat
Sigríður Halblaub, fyrrverandi
tækniteiknari og húsmóðir í Breið-
holti, er matgæðingur vikunnar að
þessu sinni. „Þó að réttirnir hjá
mér séu ekki séríslenskir er ég af-
skaplega hrifin af gamalli íslenskri
matargerð, því súrmeti er afskap-
lega hollur matur,“ sagði hún.
„Uppskriftin, sem fer hér á eftir,
er uþprunalega indversk og síðan
koma tveir grænmetisréttir, enda
er mikiö notað grænmeti á mínu
heimili. Ég reyni að nota mikið ís-
lenskt grænmeti í mína rétti.“
Mulligatawnysúpa
-fyrir8-10manns
1 poki rauðar linsubaunir
1 kjúklingur
2-3 paprikur
2-3 gulrætur
2-3 tómatar
2 laukar
1 púrrulaukur
2-3 stengur sellerí
1/2 bolli rúsínur
1 dós tómatkraftur
salt og pipar
paprikuduft
kj úklingakraftteningar
Garam Masala karrí
Ólívuolía
Kjúklingurinn soðinn í 2 lítrum
af vatni með' kjötkraftinum, salti
Sigriður Halblaub.
og pipar. Linsurnar soðnar í öðrum
potti í 2 lítrum af vatni. Suðutími
samkvæmt leiðbeiningum á um-
búðum. Laukur skorinn smátt og
soðinn í olíunni með karríinu. Allt
saman ásamt öllu grænmetinu nið-
urskornu og rúsínum sett saman
við linsurnar og soöið áfram. Tóm-
atkrafti og kryddi bætt í ásamt soð-
inu af kjúklingnum og ef til vill
meira af vatni. Bragðbætt meö
rjóma. Súpuna má gjarnan setja í
matvinnsluvélina, ef grænmetið er
ekki smátt skorið, áður en kjúkl-
ingurinn er settur smátt skorinn
út í. Borið fram með heimabökuðu
brauði og ef til vill hvítvíni. Kraft-
mikil súpa sem gott er að borða
þegar kalt er úti.
Kínakálssalat
Núna fæst gott nýtt íslenskt kína-
kál og er salat úr því gott meðlæti
með ýmsum réttum. Káliö skorið
smátt og sett í skál og kryddað með
Herbamare jurtakryddi (fæst í
heilsubúðum og stórmörkuðum).
Því næst er káhð stappað, til dæm-
is með áhaldinu sem fylgir til að
ýta ofan í hakkavéhna. Gott að láta
bíða í ísskápnum í minnst 1/2 klst.
Söxuð steinselja sett yfir áður en
borið er fram.
Annað gott salat er úr hráum
rauðrófum. Ósoðin rauðrófa flysj-
uð og rifin niður. Grænni ólívuolíu
og safa úr sítrónu er blandað sam-
an, kryddaö með Herbamare og
hálfum smátt skornum lauk. Öllu
blandað saman og látið bíða smá-
stund í ísskápnum. í Austur-Evr-
ópu er rauðrófan notuð mikiö í
heilsufæði, ekki síst fyrir krabba-
meinssjúka.
Sigríður skorar á Sólveigu Ei-
ríksdóttur, sem rekur matstofuna
Grænan kost á Skólavörðustíg, að
verða næsti matgæðingur. Að sögn
Sigríðar lumar hún á mörgum góð-
um uppskriftum.
Eftir helgina má fá uppskriftina
í símatorgi DV. Símanúmerið er
904-1700.
Hmhlíðin
Islenska lamba-
kjötið og mjólkin
- er í uppáhaldi hjá Viðari Oddgeirssyni, fréttaritara Sjónvarpsins
Viðar Oddgeirsson, sem sýnir á
sér hina hliðina að þessu sinni, er
fréttaritari ríkissjónvarpsins á
Suðurnesjum. Fjölmargir hafa
heyrt pistla frá Viðari en sjaldan
séð manninn og kunna enn síður á
honum nokkur deili.
„Starf mitt sem fréttaritari hérna
á Suðumesjum er alveg sérstak-
lega líflegt og fjölbreytt," sagði Við-
ar en hann myndar einnig töluvert
fyrir Sjónvarpið fyrir utan frétta-
ritarastarfiö.
Fullt nafn: Viöar Oddgeirsson.
Fæðingardagur og ár: 3. ágúst 1956.
Maki: Edda Sólrún Einarsdóttir.
Börn: Davíð, 16 ára, og Þórir, 11 ára.
Bifreið: Dodge Aries 1989.
Starf: Fréttaritari ríkissjónvarps-
ins.
Laun: Viðunandi.
Áhugamál: íþróttir og stangaveiði.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Já, lítinn háskólavinning.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Vinna með fólki sem kann til
verka.
Hvað fmnst þér leiðinlegast að
gera? Strauja.
Uppáhaldsmatur: íslenskt lamba-
kjöt.
Uppáhaldsdrykkur: Mjólk og kók.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Geir Sveinsson.
Uppáhaldstímarit: Sportveiðiblaðiö.
Viðar Oddgeirsson.
DV-mynd Ægir
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Þær eru
svo rosalega margar aö erfitt er að
gera upp á milli.
Ertu hlynntur ríkisstjórninni?
Hlutlaus.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Körlu litlu, fósturbarn
sem fiölskyldan á í Mexíkó.
Uppáhaldsleikari: Alan Arkin.
Uppáhaldsleikkona: Jamie Lee
Curtis.
Uppáhaldssöngvari: Anny Lennox.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tinni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og
íþróttir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Bautinn
á Akureyri.
Hvaða bók langar þig mest til að
lesa? Enga sérstaka í augnablikinu.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best: Rás 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig-
urður G. Tómasson á rás 2.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Geri
ekki upp á milli þeirra á Sjónvarp-
inu, þeir eru allir ágætir.
Uppáhaldsskemmtistaður: Strikið í
Keflavík og Kaffi Reykjavík.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Suður-
nesjaliðin og þá sérstaklega Kefla-
vík.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að halda því sem ég á
og auka gæði þess eftir bestu getu.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Fara norður í land með fiöl-
skylduna.