Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 11
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
11
Utlönd
Friðarviðræður Krajina-Serba og stjómvalda í Zagreb fóm út um þúfur:
Allsherjarstríð haf ið
milli Króata og Serba
Mikill fjöldi serbneskra flóttamanna er nú samankominn í bænum Banja Luka vegna sóknar stjórnarhers Króatíu
gegn uppreisnarmönnum Serba I Krajina-héraði í Króatiu. Simamynd Reuter
dv Stuttar fréttir
Lyfgegnalnæmi
Nýjar rannsóknir benda til þess
aö „lyfjakokkteiH" úr samblandi
af AZT og 3TC reynist betur i
baráttunni gegn alnæmi en hvort
lyf um sig.
Jeltsínséstáný
Boris Jeltsín, forseti Rússlands,
lýsti því yfir í ræðu aö hann væri
bjartsýnn á friðsamlega lausn
deilunnar um Tsjétsjeníu en það
var í fyrsta sinn sem Jeltsín sést
opinberlega eftir vægt hjarta-
áfall.
Carter og Björk
Jimmy Cart-
er, fyrrum
Bandaríkjafor-
seti, veröur
heiðursgestur á
breskri listahá-
tíð sem haldin
verður í Wales
þann 11. ágúst.
Meðal annarra gesta á hátíðinni
má telja Saiman Rushdie, Saul
Bellow og Björk.
Andsvar Frakka
Frakkar svöruðu fyrir sig
vegna mótmæla Ástrala gegn
kjarnorkutilraunum þegar þeir
kváðust mundu endurskoða
marga viðskiptasamninga land-
anna.
Rifta ekkí samningum
Ástralskir embættismenn sögð-
ust sannfærðir ura að Frakkar
myndu ekki rifta samningum um
kolakaup og kaup á úraníum frá
Ástralíu.
Krefjastafsagnar
Stjórnarandstæðingar Ernest-
o’s Samper Kólumbíuforseta
skora á hann aö segja af sér vegna
þess að hann er talinn hafa þegið
fé af kókaínbarónum.
Ofbeldishrina
Að minnsta kosti 22 hafa verlö
drepnir í ofbeldishrinu í Karachi,
höfuðborg Pakistans.
Einangrunarstefna
Warren
Christopher,
utanríkisráð-
herra Banda-
ríkjanna, hefur
'áhyggjur af þvi
aö vaxandi ein-
angrunarstetna
Bandaríkjanna
og spamaðaráform muni draga
úr áhrifum landsins í Asíu.
Þrælahald í Ameriku
Sjö menn eiga yfir höföi sér
ákæru í Bandaríkjunum vegna
innflutnings á Tælendingum sem
látnír vom vinna fyrír smánar-
laun í fataverksmiöjum.
Smygl á kjamorku
Smygl á efnum til kjamorku-
framleiðslu frá fyrmm Sovétríkj-
unum hefur aukist mjög frá árinu
1994 og er orðin alvarleg ógnun
við heimsfriðinn.
Sprengja í Kína
Heimatilbúin sprengja nítján
ára unglings sprakk á markaði i
borginni Guangzhou í Kína og
slasaði þrjá lífshættulega.
Reuter
Króatíski herinn hefur hafið stór-
sókn yfir vopnahléslínur Sameinuðu
þjóðanna gegn uppreisnarmönnum
Serba í Krajina-héraði eftir að friðar-
viðræður þeirra fóru út um þúfur í
Genf í Sviss í gær. Svo virðist sem
Króötum hafi orðið nokkuö ágengt á
fyrstu klukkustundum stríðsins.
Friðargæsluliðar SÞ í Krajina
sögðu aö stórskotaliössveitir Króata
hefðu gert árásir á héraðið í dögun
í morgunog að króatískt fótgöngulið
og skriðdrekasveitir hefðu fylgt á
eftir og gert árásir úr bæði noröri
og vestri.
Formælandi Sameninuðu þjóö-
anna sagði að tuttugu króatískir
skriðdrekar æddu í austurátt frá
bænum Gospic yfir „aöskilnaðar-
svæði“ SÞ og inn á Medak-svæðið
sem er 65 kílómetra norðvestur af
höfuðvígi Krajina-Serba í bænum
Knin.
Heimildarmenn innan króatíska
stjórnkerfisins sögðu að megin-
markmið sóknarinnar væri að gera
flugskeytaskotpalla Serba, sem beint
er gegn höfuðborginni Zagreb aðeins
fimmtíu kilómetrum norðar, óvirka.
Allt var með kyrrum kjörum í Zagreb
í morgunsáriö.
Stórskotaliðsbyssur króatíska
stjórnarhersins létu skothríðina
dynja á Knin og yfirmaður sveita SÞ
þar sagði að svo virtist sem mann-
fall hefði orðið í bænum.
Ríkissjónvarpið í Króatíu lék ætt-
jarðartónlist og Franjo Tudjman for-
seti útvarpaði orðsendingum til
Krajina-Serba, en uppreisn þeirra
1990-1991 varð upphafið að átökun-
um í fyrrum Júgóslavíu, og sagði
þeim að gefast upp gegn því aö þeim
yrði veitt sakaruppgjöf.
„Króatíska ríkið hefur neyðst til
að grípa til hernaðaraðgerða til þess
aö innlima aftur hernumiö land eftir
Fjórðabarnið
finnstmyrtíBret-
landiáeinniviku
Þrettán ára gamall drengur fannst
myrtur á golfvelli á Norður-írlandi í
gær, fjórða barnið sem myrt er í Bret-
landi á einni viku. Það var belgískur
ferðamaður sem fann nakið lík pilts-
ins, Darrens Fawns, sem haföi verið
saknað í þrjá daga.
Annar skólapiltanna tveggja, sem
voru myrtir um síðustu helgi í norð-
vesturhluta Englands, var kyrktur
en hinn var stunginn til bana. Þetta
kom fram við réttarrannsókn í gær.
Steven Heaney, 36 ára gamall verka-
maður í verksmiðju, hefur verið
ákærður fyrir morðin á piltunum
tveimur. Maður, sem lögreglan í Wales
yfirheyrði í tengslum við morðið á
hinni sjö ára gömlu Sophie Hook, var
látinn laus i gær en handtekinn strax
aftur vegna annars máls.
Morðin á börnunum hafa valdið
miklu uppnámi meðal bresku þjóðar-
innar. Reuter
að allar tilraunir okkar til friðsam-
legrar sameiningar, þar á meöal við-
ræðurnar í Genf í gær, báru ekki
árangur," sagði Tudjman.
„Ég hvet sveitir Serba til að leggja
niður vopn og gefa sig á vald króat-
ískum yfirvöldum, með tryggingum
fyrir þvi að þeim verður veitt sakar-
uppgjöf í samræmi við króatísk lög.“
Bardagarnir í nótt og morgun hóf-
ust aðeins nokkrum klukkustundum
eftir að Öryggisráð SÞ hvatti deiluað-
ila til að forðast allsherjarstríð.
Króatíustjórn hafði búið sig undir
átökin með því að safna saman eitt
hundrað þúsund manna liði með-
fram vopnahléslínunni og með því
að hertaka stór landsvæði Serba í
Bosníu í síðustu viku.
Hervé de Charette, utanríkisráð-
herra Frakklands, fór í skyndingu
heim frá fyrrum Júgóslavíu í morg-
un án þess að hitta Franjo Tudjman
Króatíuforseta að máli, eins og fyrir-
hugað var. Reuter
InnHutningur hjálpar ekki íslenskum
- Við höfum reynsluna afEFTA!
Veljum ISLENSKT.
25 ára 1991
Opið alla virka daga, laugardaga og sunnudaga kl. 8-21
Grunnfúavörn
Metró verð frá kr. 3621.
Terpentína
Metró verð frá kr. 1431.
Metró innimálning
10% glans, verð frá kr. 5951.
Pallaolía, ljósgræn
Metró verð frá kr. 4731.
METRÓ - Málarinn, Skeifunni 8,
sími 581 3500
JMlMnitó
miðstöð heimilanna
Metró útimálning
Verð frá 585 1.
Filtteppi
Metró verð frá kr. 385 ferm.
- Hallarmúla 4,
sími 553 3331