Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
Spumingin
Hvert ætlar þú
um helgina?
Hafsteinn Már Sigurðsson nemi: Ég
ætla að keyra eitthvað.
Ásdís Gunnlaugsdóttir húsmóðir: í
útilegu þar sem góða veðrið verður.
Jóhann Helgi Harðarson sjómaður:
Ég ætla að skemmta mér á Austfjörð-
um.
Ásta Aðalsteinsdóttir hótelstjóri: í
útilegu á Seljavelli.
Húnbogi Valsson netagerðarmaður:
Þaö veit ég ekki.
Sævar Helgason háskólanemi: Ég
ætla að slappa af eins og venjulega.
Lesendur
Hvað gerist um versl-
unarmannaheigina?
Enok Eyjólfsson skrifar:
Hvað ætla foreldrar að gera til að
forða börnum sínum frá óhöppum
sem oftar en ekki ber því miður að
um verslunarmannahelgina víða um
land? Er hægt að forðast þau með
einhverju móti? Heyrðuð þið, lesend-
ur góðir, svörin sem einn talsmanna
Uxa-hátíðarinnar og stúlkan frá
Stígamótum gáfu Kolfinnu, frétta-
manni á Stöð 2, þann 27. júlí si.? Ég
efast um að talsmaðurinn sé ábyrgur
orða sinna.
Hann sagði m.a.: „Ég get lítið gert
að því þótt síðasti ræðumaður (tals-
maður Vímulausrar æsku) æth að
selja dóp á Klaustri." - Og þetta er
málpípa og talsmaður Uxa og útihá-
tíðar, sem svona talar. Hann á engin
gild svör til, aðeins kjánaleg tilsvör,
og þau vöktu andúð mína.
Mér fannst stúlkan frá Stígamótum
taka stórt upp í sig er hún fullyrti
að á útihátíðum yrðu nauðganir, en
hún lét ekki svo lítið að mæla eitt
einasta varnaðarorð um vímuefni.
Var hún að tala fyrir hönd tilvonandi
fórnarlamba nauðgana? Þarna kom
og fram að fulltrúum samtaka um
vímulausa æsku var neitað að koma
fram í viðtalsþátt þennan.
Ég hvet foreldra til að vera vel á
varðbergi og hafa húsaga á börnum
sínum, þótt þau séu orðin 16 ára eða
eldri. Þátttaka í útihátíðum er mjög
dýr, þar sem búast má við mesta fjöl-
menninu. Auk þess er þátttakan
mikil áhætta fyrir yngstu þátttak-
endurna. Þegar aht er saman talið,
aðgangseyrir, matur og annar útbún-
aður, má reikna með að kostnaður
verði vart undir 20 þús. króna. Þetta
Með samtakamætti ábyrgra aðila, ekki síst foreldra og löggæslu, er hægt
að inna af hendi kraftaverk, segir bréfritari. - Frá útihátið á síðustu verslun-
armannahelgi.
er hár útgjaldaliður fyrir einstakling
sem ef til vill er ekki íjáður fyrir.
Nú, eða þá fyrir foreldrana.
Ég vona samt að útihátíðir þær sem
haldnar eru um næstu helgi verði
slysalausar og engum til tjóns,
hvorki á sál né líkama. Með samtaka-
mætti ábyrgra aðila, ekki síst for-
eldra og löggæslu, er þó hægt að inna
af hendi kraftaverk, og nú þarf sann-
arlega á því að halda.
Gjaldtaka fyrir björgunarstörf?
Ragnar Sigurðsson skrifar:
Margir Islendingar óskapast mjög
yfir þeim kostnaði sem felst í því að
sækja útilífsfólk úr óbyggðum eftir
að borist hefur hjálparbeiðni. Það
hefur líka verið rætt að ekki eigi að
bjarga erlendum feröamönnum
nema gegn gjaldi. Annað gildi um
íslendinga, þeim eigi aö bjarga án
umhugsunar og án gjaldtöku.
Nýlega voru spænskir ferðalangar
sóttir í óbyggðir þar sem farið var
að óttast um að þeir væru komnir í
ógöngur. Engin beiöni hafði borist
frá þeim eða þeir haft samband við
mannabyggðir. Þeir urðu undrandi
þegar leitarflokkur birtist og vildi
heimta þá úr helju. Auðvitað kostaði
umstangið sitt, en varla hefur nokk-
ur ætlast til að þessum ferðamönn-
um yrði sýndur reikningur fyrir
ómakinu.
Þeir eru alltof margir sem ganga á
vit náttúrunnar á hvaða árstíma sem
er, allt upp í öræfi landsins, án þess
að eiga þangað nokkurt erindi annað
en að svala ævintýraþorsta sínum. í
þessum feröum er oftar en ekki teflt
á tæpasta vað. Það þykir hins vegar
sjálfsagt að heimta slíka ofurhuga
úr helju þegar þeir hafa orðið sér úti
um skakkafóll. Enginn minnist á
greiðslu fyrir.
Engu að síður er rétt að setja skýr-
ar reglur um hverjir eigi að sjá um
björgunarstörf á hálendi og hvaöa
reglur skuli gilda um greiðslur vegna
þessara björgunarstarfa?
GeysiríHaukadal:
Hverfandi náttúruperla?
Jón Ben. skrifar:
Geysir í Haukadal nýtur þess heið-
urs að vera tahnn mestur goshver
jarðar, enda hafa goshverir lilotið
nafn hans og nefndir „geysers" á
ensku. Til Geysis og Gullfoss er
stefnt flestum ferðamönnum sem
koma til landsins með erlendum
skemmtiferðaskipum.
Líklegt er að margur ferðamaður-
inn, sem lagt hefur á sig langa leið
og skipulagt ferð að Geysi til þess að
sjá frægasta goshver jarðar gjósa,
verði fyrir vonbrigðum að sjá aðeins
skál með lygnu vatni. Aldrei, svo
mér sé kunnugt, hafa verið færö rök
MMmþjónusta
allan sólarhringinn
Aðeíns 39,90 rnínútan
-eða hringið í síma
563 2700
miíli kl. 14 og 16
„I dag fer lítið fyrir frægasta goshver jarðar og fáir sem leggja leið sína
að hveraskálinni," segir m.a. i bréfinu.
fyrir því hvers vegna bannað var að
setja sápu í Geysi, svo ferðamenn
mættu njóta þessa mikla sjónarspils.
íslandsfarar sögðu þær furðufréttir
er heim kom að þeir hefðu séð gjós-
andi hveri, sem þeyttu sjóðandi vatni
og gufu hátt í loft upp. Alveg fram á
síðustu öld voru íslensku goshver-
imir svo til þeir einu sem menn
höfðu haft spurnir af. Evrópumaður
kom ekki að Yellowstonesvæðinu í
Bandaríkjunum fyrr en 1810 og
svæðið þar var ekki þekkt fyrr en
eftir miðja öldina.
Jarðhitinn við Geysi hefur ekki
ávallt verið á sama stað. Hann hefur
breyst mikið, m.a. við jarðskjálfta.
Nokkru fyrir 1895 hafði dregið mjög
mikið úr Geysisgosum, en eftir jarð-
skjálftana miklu á Suðurlandi 1896
gaus Geysir oft á dag.
Óskiljanlegt er því hvernig hægt
er að varðveita goshver með því að
láta hann ekki gjósa, vegfarendum
til ánægju.
í dag fer lítið fyrir írægasta goshver
jarðar og fáir sem leggja leið sína að
hveraskálinni. Strokkur bætir ef til
vill upp sárustu vonbrigðin, þvi hann
gýs með nokkurra mínútna millibili.
Úthafsveiðar
taka við
Gísli Þórðarson hringdi:
Ekki er nokkur vafi á því að
fiskveiðar okkar íslendinga eru
nú á tímamótum. ísfiskskip og
frystiskip á úthafsveiðum taka
nú við af hinum hefðbundnu
veiðum. Það er ekki lengur nein
framtíð í aö veiða fyrir fisk-
vinnsluna í landi í jafnríkum
mæli og áður var. Líklega á þetta
þó eftir að breytast enn meira og
ekki loku fyrir það skotið að land-
að verði beint í stór móðurskíp á
miðunum, þar sem einnig megi
fá olíu og kost til framhaldsveiða
eftir umskipun aflans. Við verð-
um að vera við öllu búnir í upp-
stokkun í sjávarútvegi okkar.
Jafnvel gjörbyltingu.
Sýnum Björk
sóma
Sævar skrifar:
Nú er Björk Guömunds vænt-
anleg til landsins vegna útihátíð-
arinnar við Kirkjubæjarklaustur
um helgina. Björk er orðin það
þekkt andlit í heiminum að varla
verður lengra komist í frægðinni.
En frægðin endist ekki alltaf til
eilíföamóns. Því eigum við að
sýna Björk mikinn sóma þegar
hún kemur hingað um helgina
og heiðra hana með einhverjum
hætti. Sæma hana td. orðu eða
öðru sem sýnir að við metum
liana þaö mikils. Móttaka á
Bessastöðum væri líka hugsanleg
eða þá í Ráöhúsi Reykjavíkur
með borgarstjóra.
Hættavegna
S.Ó. hringdi:
Ég var að lesa bréf í DV ura
íbúabyggð á hættusvæðum. Það
er timabært að ræða þetta af al-
vöru. - Víða er mannabyggð á
hættusvæðum en blessunarlega
hefur borgaryfirvöldum tekist að
forða því að byggð rísi þar sem
vitað er um jarðsprungur undir
eða önnur merki um hugsanlegar
hættur. Það var mikið lán þegar
borgarstjóm Reykjavíkur tók af
skarið að byggja ekki á Rauða-
vatnssvæðinu eins og þáverandi
minnihluti borgarstjórnar vildi.
Svona skyldi hka framhaldið
vera í skipulagninu byggðar í
þéttbýhnu.
Enn svíkur
Framsókn í
atvinnumálum
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Það glumdi í sjónvarpi oft á dag
fyrir kosningar að Framsóknar-
flokkurinn myndi skapa 12000 ný
störf fyrir aldamót. i fyrradag tll-
kynnti ráöherrann í'rá Akranesi
fyrrverandi starfssystur sinni að
þær heföu of há laun og að
100-200 mættu búast við uppsögn,
Þær sem eftír stæðu bættu svo
við sig þeim störfum á sömu laun-
um. Þetta myndi leysa allan
vandann. Annað hefur ekki
heyrst frá Framsókn 1 atvinnu-
málum. Ég vona að ráðherrann
láti ekki slæma ráðgjafa spilla
mannorði sinu sem hefur veriö
gott til þessa.
Tapaðibankabók
og peningum
Guðlaugur skrifar:
Hinn 1. ágúst sl. týndi ég banka-
bók í plasthulstri ásamt u.þ.b. 60
þús. kr. í reiðufé sem ég var nýbú-
inn aö taka út úr Búnaðarbank-
anum í Seljaútibúi. Bókin týndist
í grennd við Olís við Álfabakka.
Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir
mig, ungan námsmann. - Sá sem
kann að hafa fundiö bókina eöa
peningana hringi vinsamlega í
síma 588 1919. Fundarlaunum
heitið.