Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Dökkar hliðar ferðahelgar Ellefu stúlkur leituðu til Stígamótakvenna vegna nauðgunar eða nauðgunartilraunar á einni útihátíð um verslunarmannahelgina í fyrra. Svipuð tilvik koma upp á öðrum hátíðum þar sem unglingar, ungt fólk og jafn- vel böm safnast saman um þessa miklu útivistarhelgi. í blaðinu 1 dag er greint frá dómi í nauðgunarmáli sem átti sér stað á útihátíð um verslunarmannahelgina fyrir ári. Þar virti karlmaður ekki andmæh og mótspymu ungrar stúlku og kom fram vilja sínum með ofbeldi. í frétt í blaðinu í gær sagði m.a. af hópnauðgun um versl- unarmannahelgi fyrir tveimur ámm. Þetta em ljót dæmi um dökku hliðamar á útihátíðum verslunarmannahelgarinnar. Löng hefð er fyrir því að ungt fólk safhist saman á útihátíðum þessa fyrstu helgi í ágúst. Flestir em glaðir og kátir, sjálfum sér og sínum til sóma. En þeir em aht of margir sem vafra um grund- ir útúrdmkknir eða liggja afvelta og útældir á milh þúfna. Það er hryggðarmynd að sjá og telst varla til skemmtunar. Það er við þessar aðstæður sem ósköpin gerast. Starfskona Stígamóta lýsti því í DV í gær að nauðganir á útihátíðum væm með öðmm hætti en þær nauðganir sem samtökin fengjust við endranær. Það sem yfirleitt gerist er að ungmennin, oftast stúlkur en stund- um piltar, verða ofurölvi og vakna síðan upp sem fóm- arlömb nauðgara. Undanfarið hefur verið unnið að því að vekja athygli fólks á því sem getur gerst á útihátíðunum. Almenningur er hvattur til að halda vöku sinni, stúlkur haldi hópinn um leið og ungmennin era beðin um að stiha áfengis- drykkju í hóf og helst að láta hana eiga sig. Fíkniefna- neysla er og vandamál á fjölmennum unglingasamkom- um. Fíkniefnasalar sækja slíka staði heim í von um skjót- fenginn gróða. Sérstaklega er fylgst með þessu af fíkni- efnalögreglu. Verslunarmannahelgin er mesta ferðahelgi ársins hér- lendis. Umferðarþungi á þjóðvegum landsins er því gífur- legur. Þessari miklu umferð fylgir aukin slysahætta og ríður því á að menn séu agaðir í akstri og fari að reglum. Lögregla og Umferðarráð era með mikinn viðbúnað vegna þessa. Á því er enda full þörf því að undanfarinn áratug hafa frá 8 upp 1 26 manns slasast í umferðinni um hverja verslunarmannahelgi. Eftirht með ölvunar- akstri er aukið um þessa helgi og er ekki vanþörf á. Um síðustu verslunarmannahelgi var 51 ökumaður tekinn ölvaður við akstur og flestir hafa 111 ökumenn verið tekn- ir fullir undir stýri um verslunarmannahelgi. Tilhlökkun þeirra sem nú era að leggja land undir fót er mikh. Þeir hafa beðið eftir þessari löngu helgi. Það er gaman að ferðast um landið nú um hásumarið, sýna sig og sjá aðra. En menn verða að kunna sér hóf. Aht of margir fljúga of hátt og brotlendi menn getur sú lend- ing orðið harkaleg. Um það vitna ofangreind dæmi. Menn era því beðnir um að fara með góða skapið út í umferðina, spenna beltin og muna að áfengi og akstur fara ekki saman. Unga fólkið skal á það minnt að ganga hægt um gleðinnar dyr. Unglingar innan sextán ára ald- urs hafa ekkert að gera einir á útihátíðir. Á það hefur jafnvel verið bent að þann aldur mætti hækka. Það þurfi þroska th þess að takast á við það sem fram fer á þessum samkundum. Þá skal það nefnt enn og aftur, vegna tíðra nauðgana á útihátíðum, að nei þýðir nei. DV óskar mönnum góðrar ferðar og þess að allir komi heilir heim, jafnt á sál sem líkama. Jónas Haraldsson „Bosnía var hvellhettan sem setti sprenginguna 1914 af staö,“ segir Gunnar m.a. I greininni. - Breskir liðsflutningar til Evrópu í ágúst 1914. Einu sinni var -oger Fólk á Vesturlöndum lifir enn í landafræði síns skóla. Það sem fólki var kennt að væru ákveðin ríki, afmörkuð af sjálfsögðum landamærum, eins og ísland af hafmu, var viðtekiö sem óumbreyt- anlegt af þeim sem þennan vísdóm hafa numið, stundum með ærinni fyrirhöfn. Nú er þetta allt upp í loft, ekkert er eins og það er sam- kvæmt skólabókum. Sem fyrr eru það Balkanlönd sem öllu hleypa í bál og brand. Vís maður (Churchill) sagöi í upphafi þessarar aldar að ef til allsherjar- uppgjörs kæmi einhvern tímann í Evrópu yrði það út af fáránlegum hlutum á Balkanskaga. Fáránlegir hlutir gerðust í júlilok 1914 þegar Serbía neitaði að sætta sig við úrslitakosti Austurríkis- Ungverjalands vegna mo'rðsins á erkihertoga Austurríkis í Sarajevo í Bosníu sem var verk serbneskra anarkista. Rússar tóku málstað Serbíu, Frakkar málstað Rússa, Þjóðverjar málstað Austurríkis- Ungverjalands, Bretar stóöu með Frökkum gegn Þjóðveijum en með Rússum. Afleiðingin varö sú styrjöld sem hefur mótað allt sem gerst hefur á 20. öld. Nú eru fáránlegir hlutir að gerast á Balkanskaga og ekki er annað að sjá en þau vandamál, sem voru óleyst 1914 (í kjölfar ósigurs Tyrkja gegn Rússum 1878 og Balk- anstríðin 1908-13), séu enn óleyst. Nú og þá En fólk lifir í nútímanum. Aust- urríki - Ungverjaland er nú Þýska- land - Króatía. Þaö sem eftir Ver- salasamningana 1919 var kallað konungsríki Serba, Króata og Sló- vena og síðar Júgóslavía, eða land Suður-Slava Oúgo merkir suður) er nú margklofið í lönd sem fólk KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður sem lærði sína landafræöi sam- viskusamlega á sínum tíma kann- ast ekki við. Ef einhver man eftir voru Bosnía og Króatía hluti Austurríkis-Ung- verjalands (og Króatía undir kon- ungdæmi Ungverja) en Austurríki- skeisari hafði af skammsýni sinni eignað sér Bosníu sem jafnvel góða dátanum Sweijk í sögu Jaroslavs Haseks fannst heimskulegt. Bosnía var hvellhettan sem setti spreng- inguna 1914 af stað. Það vekur upp spumingar um hversu mikið hafi í rauninni breyst. Að mínu fánýta áliti harla fátt; stórveldin heita öör- um nöfnum. Brotalína En landafræðin blífur. Serbar, Makedóníumenn, Búlgarar, Grikk- ir og trúlega Svartfellingar annars vegar (að ógleymdum Rúmenum); patríarkinn í Konstantínópel móti páfanum í Róm og tilheyrandi; sem sagt vesturkristnum sið. Þetta er hin raunverulega brotalína. Þarna mætast hin kristna kirkja sem fyrir hálfu öðru árþúsundi tók á sig tvær myndir, austræna og vestræna. Þarna mætist skammlíf- ur kommúnismi og vestrænn neysluhugsunarháttur, þarna mætast hin nýju ríki fyrrum Sovét- ríkja og þau ríki sem kenna sig við Norður Atlantshaf eða NATO (að Grikkjum og Tyrkjum meðtöld- um). Á milli lenda múslímar í Bos- níu, fyrrum þý Tyrkja sem kölluð voru Bogomilar. Þetta er hin nýja brotalína aust- urs og vesturs sem er hvergi nærri ný en hefur gengið í endurnýjun lífdaganna. Bosnía var - og er - mörk þessarar hnu. Gunnar Eyþórsson „Nú eru fáránlegir hlutir að gerast á Balkanskaga og ekki er annað að sjá en þau vandamál, sem voru óleyst 1914 1 kjölfar ósigurs Tyrkja gegn Rússum 1878 og Balkanstríðin 1908-13), séu enn óleyst.“ Skoðanir annarra Umferðin framundan „Verum minnug þess að við erum ekki ein í um- ferðinni; við berum einnig ábyrgð á lífi og heilsu farþeganna í bílnum og samferðarmanna okkar. Gleymum því heldur ekki að það er samasemmerki á milh mikils hraða og alvarlegra áverka ef eitthvað útaf ber. Því meiri hraði - því alvarlegra slys.“ Ragnheiður Davíðsdóttir forvarnarfulltrúi í Mbl. 3. ágúst. Framboð á landsvísu? „ Ég leyfi mér að efast um að sameiginlegt framboð á landsvísu muni skila sigri á borð við sigur Reykja- víkurhstans. Flokkarnir hafa ekkert til að sameinast um og Sjálfstæðisflokksgrýlan dugar vart á svo stór- an mælikvaröa... Ég á ekki neitt sameiginlegt með fólki sem boðar jafnrétti en vinnur samkvæmt regl- um misréttis; fólki sem lítur á lönd þar sem öll vinnu- réttindi eru brotin sem fyrirmynd sína; fólki sem er andsnúið aðild íslands að Evrópusambandinu; fólki sem tekur ríkisforsjá fram yfir allt annað; fólki sem lítur á fyrirtækisrekstur sem fyrirbæri frá kölska sjálfum." Hrönn Hrafnsdóttir viðskiptafr. í Alþbl. 3. ágúst. Niðurskurður nauðsynlegur „Ríkisstjómin hefur sett sér að halli ríkissjóös á árinu 1996 verði 4 mihjarðar króna. Til þess aö ná því markmiði er mikill niðurskurður útgjalda nauð- synlegur. Skattheimta er þegar af þeirri gpáðu að hún verður ekki aukin til þess að mæta þessari þörf... Það hefur ekki gengið eftir að fjármagna húsnæðiskerfið á frjálsum markaði, og samkeppni er orðin mjög mildl á innlendum verðbréfamarkaði. Sveitarfélög og einkafyrirtæki leita inn á hann í vax- andi mæh. Þetta þýðir aukna skuldasöfnun erlendis, sem eru alvarleg tíðindi.“ Úr forystugrein Tímans 3. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.