Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Síða 15
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 15 Nýir samningar Norðurhafið Þau furöulegu tíðindi berast frá úthafsveiðiráðstefnu SÞ í New York að þar ríki mesta bróðerni milli samninganefnda íslands og Noregs. Fjölmiðlar hér birta þetta umhugsunarlaust. Það eru víst hvergi óábyrgari íjölmiðlar en á íslandi. Allir sæmilegir skákmenn sjá að Norðmenn eru hér að leika biðleik. Þeir eru að láta íslendinga tapa réttinum til veiðanna í Norð- urhafinu. Noregur hefir nefnilega „loðnusamninginn" frá 1980 sem þeir hafa túlkað sem samþykki ís- lands um að þeir eigi allan rétt á að stjórna veiðum í Norðurhafinu og hafa reyndar sett um það sér- staka norska reglugerð útgefna í Ósló af frú Gro Harlem Bruntland, víst í ágúst í fyrra. Það mun hafa verið skömmu eftir að loðnusamningurinn viö Noreg KjaUaiinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Viðbrögð íslenskra stjórnvalda voru engin nema smávegis drýldni í fjöl- miðlum af hálfu fiskiráðherrans. Slíkt hefur lítil áhrif á málefnið en sefar kannske ráðherrann sjálfan.“ var framlengdur af íslands háifu með samþykki LÍÚ en þau samtök hefðu átt að vera í btjóstvörn um að gæta hagsmuna íslands til þess- ara veiða. Illu heilh var svo ekki. Viðbrögðin á ísiandi Meðan úthafstogarinn Már er hrakinn frá höfnum í Noregi sam- kvæmt skipunum norskra stjórn- valda með netatrossuna í skrúf- unni senda sömu norsku stjóm- völd 30 norsk loðnuskip til veiða í íslenskri fiskilögsögu. Viðhrögð ís- lenskra stjómvalda vom engin nema smávegis drýldni í fjölmiðl- um af hálfu fiskiráðherrans. Slíkt hefir lítil áhrif á málefnið en sefar kannski ráðherrann sjálfan. Á meðan standa Norðmenn í bak- tjaldamakki við Rússa og láta Rússa hóta íslendingum töku ís- lenskra veiðiskipa í Smugunni eftir að úthafsráðstefnunni í New York ljúki fljótlega. Viðbrögðin á íslandi eru hin sömu: Digurbarkaleg drýldni í sjónvarpi. Hverjum skyldi þetta gagna? Almenningur lætur ekki blekkj- ast af slíku, og staða LÍÚ bara versnar. Gott meðan Rússum er ekki hótað átökum á hafinu eða kannske forhlaðningum svo sem þekkt er af sögu síðustu ára. Þetta Á meðan úthafstogarinn Már er hrakinn frá höfnum í Noregi samkvæmt skipunum norskra stjórnvalda senda sömu stjórnvöld 30 norsk loðnu- skip til veiða I íslenskri fiskilögsögu. er svo barnalegt að íslendingar fyr- irverða sig fyrir að hafa slík stjórn- völd. Forsenda samstöðu Meðan loðnusamningnum við Noreg er ekki sagt upp er staða íslands fáránlega veik gagnvart Noregi og öðrum ríkjum sem eiga veiðirétt í Norðurhafinu. Það væri eðlilegt að ísland hefði samstöðu við Færeyjar og Rússa um veiðar utan fiskilögsögu í Norðurhafinu sem andsvar við sjálftöku Noregs á veiðistjómun þar. En þetta er ekki hægt meðan ísland er bundið af þessum löngu úrelta loðnusamn- ingi við Noreg. Hvorki Rússar né Færeyingar geta rætt við ísland um slíka sam- stöðu meðan ísland hefir ekki sagt þessum samningi upp við Noreg. Forsenda slíkrar samstöðu um stjórnun veiða í Norðurhafinu er því að þessum úrelta tvíhliða samningi verði sagt upp. í stað hans ætti að koma sameiginlegur samningur allra þeirra fjögurra ríkja sem eiga fiskilögsögu sem liggur að Norðurhafinu. Þetta er því mál sem ganga hefði átt frá fyrir endalok úthafsveiði- ráðstefnu SÞ í New York. Það er vítaverð vanræksla af hálfu ís- lenskra stjómvalda að þetta hefir ekki verið gert og þetta getur haft alvarlegar afleiðingar fyrr en varir. Önundur Ásgeirsson „Þegar menn eru að spá í hvað gott veðt hvað sé veður verða þeir aö hafa það í huga við hvaða að- stæður verið er að Eru menn t.d. að fjalla um það þegar þeir vilja vera við einhverja skemmtilega iðju úti við. Ef svo er þá þurfa menn líka að átta sig á því hvað þaö er viö útiveruna sem heillar. I’ mínum huga eru það laxveiðar. Viö laxveiðimenn erum afskap- lega mikið upp á rigninguna komnir og á stundum er ástandið svo slæmt að hún er alger for- senda þess að við getum stundað þetta skemmtilega sport. Stund- um er svo lítið vatn í ánum að við getum ekkert átt við veiði- mennskuna og þá þykir okkur gott að fá hellidembu og það sem lengst. Þegar bjart er þurfum við að fara miklu varlegar í veiði- mennskunrú heldur en þegar rigningin gárar árnar og skýja- farið gerir skyggniö minna þann- ig að laxinn varar sig ekki. Það er miklu til fómaö fyrir veiðimánninn að fá rigningu og við teljum ekki eftir okkur að galla okkur upp til þess aö verða ekki hoidvotir þegar við stöndum úti í straumharðri á og bíðum þess að einn vænn bíti á agniö.“ Leiðindavandamál Vesturlanda Heimur versnandi fer, segir mál- tækið. En hvers vegna fer heimur- inn versnandi? Fáir velta því fyrir sér. Það er ekki í tísku á Vestur- löndum í dag að velta sér upp úr orsökum hluta. Miklu frekar er í tísku að lýsa atburðum án skiln- ings á þeim. Endalausum peningum er varið til að reyna að stemma stigu við sístækkandi vandamálum, á borð við eiturlyfjanotkun, ofbeldi, glæpi, slys og aðra vanlíðan, sífellt fleiri þegna vestursins. En aUt kemur fyrir ekki. Alls staðar sígur á ógæfu- hliðina. Það er kallaður stórsigur ef tekst að stöðva skipulegt undan- hald á einhverri þessari vígstöð okkar tímabundið. Svo er komið fyrir okkur í dag án þess varla að nokkur taki eftir. En hvemig stend- ur á þessu öllu saman? Guði rænt Líklegast má að mesu leyti þakka upplýsingastefnunni og helsta verkfæri hennar, vísindunum, fyr- ir flest þessi ógæfuspor menningar okkar. Hin svokaUaða skynsemis- stefna með vísindin og vísinda- menn heimsins að vopni er að ræna vestrænar þjóðir trú sinni og sam- bandi þeirra við Guð sinn. SkUaboö hins vélvædda og vis- indalega iðnaðarsamfélags til al- þýöunnar var að ekki væri lengur þörf fyrir Guð í þjóðfélögum jarð- arinnar. Að hópurinn og einstakl- ingarnir gætu fullkomlega staðið á Kjallarirm Magnús H. Skarphéðinsson skólastjóri Sálarrannsóknarskólans eigin fótum án sambands við hann eða orkulögmál hans og sendiboða hans, hvað þá aö biðja hann ásjár í vandamálum okkar og vanhðan. Slíkt var ekki bara fjarstæða held- ur alltof niðurlægjandi fyrir viUta vestrið hér að biðja sér æðri veru um hjálp. Vei þeim sem slíka hjálp eða leiðsögn ákaUaði. Skoðanalög- regla vísindanna var strax mætt á staöinn og gerði sjálfsvirðingu við- komandi upptæka í allra augsýn. Niðurstaöan varð sú að nánast eng- inn maður með mönnum hefur opinberlega lengur samband við Guð sinn eða sér æðri máttarvöld án stanslauss áreitis skoðanalög- reglunnar og viðhlægjenda henn- ar. Eftir stendur því að maðurinn hefur (a.m.k. tímabundið) tapaö sambandi sínu við Guð sinn og má heldur ekki leita hinstu röksemda tílverunnar né lífs síns án árása á sig. Ekki má lengur hafa samband við aðra heima utan efnisheimsins eða leita að tilgangi lífs síns án áreitis hinna opinberu skoðana- stjóra. Hasar á hverju horni Eftirköstin af legu Vesturlanda í skUvindu efnishyggjunnar og skoð- anastjóra hennar í tvær aldir eru augljós: Þegnum þeirra hundleið- ist! Þeir sjá engan tilgang í lífi sínu lengur. Líf þeirra er án upphafs eða endis. Sem dæmi er ekkert líf eftir dauðann að mati skoðanalögregl- unnar eða helsta stjómtækis henn- ar: menntakerfisins og því er engin refsing eða umbun fyrir gott eða vont æviverk til staðar fyrir lýðinn. Flestöll gömlu gUdi lífsins hafa misst merkingu sína. Það er ekkert lengur tíl að stefna að. Þess vegna leiddist fjöldinn út í afþreyingar- iðnaðinn. Honum leiðist svo óstjórnlega frá degi tU dags. í af- þreyingunni fær hann hasar, of- beldi og undirferli á hverju horni. Þetta er aö verða næstum það eina sem gefur lífi hins tilgangslausa Vesturlandabúa einhveija spennu- losun út úr öllum leiðindunum hér. En er ekki mál að hnni? Inntak lífsins aftur inn, segja alhr hugs- andi menn. Út meö þessa fólsku heimsmynd sem boðuð er hér alla daga án þess að nokkurn tímann hafi verið greitt atkvæöi um það í menningunni. Magnús H. Skarphéðinsson — „Eftirköstin af legu Vesturlanda í skil- vindu efnishyggjunnar og skoðana- stjóra hennar í tvær aldir eru augljós: Þegnum þeirra hundleiðist. Þeir sjá engan tilgang í lífi sínu lengur. Líf þeirra er án upphafs eða endis.“ pilsum „Ég sé nú í fljótu bragði ekki annað en að það mæli nánast allt gegn rigning- ardögum eins og hafa verið þessa dagana. Þá tala ég HinrUtAudunason.vcrsl- bæði sera unarmaOuráSvarla karimaður og s''anlnum verslunarmaður. Þegar rigningin lemur götur og stræti kemur færra fólk inn i búð til manns til þess að fá sér ís og tilheyrandi. Og þegar rigningin bunar á hil- rúðuna hjá manni þá eru engar líkur til þess að maður sjái stelp- ur í stuttum piisum og flegnum bolmn. Þegar sóhn skín getur maður notið þess að fara í sund, spóka sig á bakkanum með sól- gleraugu á nefinu og Mta í kring- um sig um leið og maður fær smábrúnku á kroppinn. Það er fátt sem ergir mann meira í umferðinni en taktfóst hijóðin í vinnukonunum sem berjast við að haida rúöunum hreinum á meðan maöur bíöur þess að „maðurinn með hattinn“ tekur þvi rólega á græna Ijósinu fyrir framan mann. Skíni sólin þarf maður ekki að vera aö pirra sig á því að vera ekki staddur á sólarströnd. Láti maður freistingarnar ráða í þvi sambandi léttist pyngjan nefni- lega óþarflega mikið. Mér finnst rigningin ekki góð.“ -SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.