Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Page 21
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
/
21
Unga fólkið streymir á útihátíðimar:
Margir ætla á
Uxahátíð á Klaustri
Kom
meo
á hagstæðum kjörum við allra hæfi.
Nýi bæklingurinn kemur út á þriðjudaginn.
Náóu þér í bækling á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboósmönnum eöa á feróaskrifstofunum.
Verslunarmannahelgin, mesta
ferðamannahelgi ársins, er að heíj-
ast. Að venju eru skipulagðar útihá-
tíðir á landsbyggðinni og þangað
flykkist fólk í þúsundatali. í ár eru
venju fremur fáar stórhátíðir og ekki
nema þijár útihátíðir sem búa sig
undir að taka á móti stórum hópum
fólks.
Þjóðhátíð í Eyjum er alltaf fastur
punktur í tilverunni og mótshaldar-
ar þar verða eflaust óánægðir ef tala
gesta fer ekki að minnsta kosti yfir
fimm þúsund. Bindindismótið í
Galtalæk á dyggan stuðning fjöl-
skyldufólks og hefur sjaldan brugð-
ist. En það sem flestir virðast tala
um nú er „Uxi“, tónleikahátíð sem
haldin er á Kirkjubæjarklaustri.
Svo virðist sem straumur fólks,
aðaliega í yngri kantinum, liggi að
mestu þangað. Enda er þar margt
sem trekkir, íslenska alþjóðastjam-
an Björk verður meðal gesta og fjöld-
inn allur af íslenskum og erlendum
poppsveitum.
Veðurspáin spillir varla fyrir þó aö
ekki sé búist við mikilli sól. Um leið
og fréttist að straumurinn liggi á
ákveðinn stað magnast bylgjan enn
frekar með snjóboltaáhrifum og það
virðist að einhveiju leyti eiga við um
Uxahátíðina á Klaustri í ár. Blaða-
maður hitti nokkra unglinga á aldr-
inum 15-17 ára hjá Vinnuskóla
Reykjavíkur að skógræktarstörfum
í Heiðmörk og ræddi við þá um áætl-
anir fyrir komandi helgi.
Nikkan með í för
„Ég fer á Uxa, það er engin spurn-
ing. Það er allt of sjaldgæft núorðið
að maður geti barið svona margar
góðar sveitir augum á einum stað og
ég læt það ekki fram hjá mér fara.
Ég fer með rútuferðum BSÍ á hátíð-
ina,“ sagöi Pétur Jökull Jónasson.
„Ég er svo heppinn að fá far meö
kunningjum mínum í bíl en auðvitað
fer ég á Uxa, það er engin spurn-
ing,“ sagði Sigurbjörn Orri Ólafsson.
„Ætli maður taki ekki með sér sviða-
kjamma, harðfisk og hákarl í nesti
og einhverja drykki þarf maður víst
að hafa með sér. Þó að það sé mikið
af góðum hljómsveitum á svæðinu
ætla ég að taka harmoníkuna með
mér,“ sagði Sigurbjörn.
„Ég fer á Uxa af því að straumurinn
liggur þangað, þaö eru allir að fara
þangað. Þetta er reyndar í fyrsta sinn
sem ég fer á útihátíð um verslunar-
mannahelgi," sagði Edda Kristins-
dóttir.
„Það verður mjög gaman að sjá
Björk á Uxa en maður fer ekki ein-
göngu út af henni því það verður
fullt af öðrum góðum sveitum á
Kirkjubæjarklaustri. Ég fer þangaö
í bíl með vinum mínum. Vinirnir í
mínum hópi skemmta sér væntan-
lega án áfengis,“ sagði Harpa Ingólfs-
dóttir.
Einhverjir í hópi unglinganna í
Heiðmörk höföu reyndar ekki gert
ráð fyrir því að fara neitt út úr bæn-
um. Sumir höíðu á orði að þetta
væri of dýrt dæmi fyrir þá og hugð-
ust eyða aurunum í annað. Harpa
Sævarsdóttir var þó ekki á því og gat
ekki hugsað sér að sleppa Uxahátíð-
inni. Aðspurð hvort það væri ætlun-
in að taka með sér einhverja sterkari
drykki en te og gosdrykki sagði
Harpa: „Það er bannað að spyrja
unglinga sem ætla á útihátíðir svona
spurninga." -ÍS
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskurferðafélagi
Pétur Jökull Jonasson og Sigurbjörn Orri Ólafsson ætluöu ekki að láta
Uxahátíðina á Kirkjubæjarklaustri fram hjá sér fara.
DV-myndir JAK
Edda Kristinsdóttir, Harpa Ingólfsdóttir og Harpa Sævarsdóttir voru ákveðn-
ar i þvi að fara á Uxa til að berja Björk og aðra listamenn augum og komast
í góðan félagsskap jafnaldra sinna.
ngju!
Viö óskum vinningshafanum, sem
vann rúmlega ~7, 6 milljónin knóna á
laugandaginn var, til hamingju.
Miðinn var seldur í Keflavík.
Er röðin komin að þér?
^í>Ubúmirt»öfáÞérn,Í!a?
Sendum landsmönnum bestu kveðjun á fnídegi venslunanmanna!
-alla laugardaga