Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Qupperneq 37
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
51
Afmæli
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur Jóhann Sigfússon, al-
þingismaður og varaformaður Al-
þýðubandalagsins, Gunnarsstöðum
í Svalbarðshreppi í N-Þingeyjar-
sýslu en dvalarstaður hans er að
Brekkuseh 19 í Reykjavík, er fertug-
urídag.
Starfsferill
Steingrímur er fæddur á Gunnars-
stöðum og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA1976, B.Sc,-
prófi í jarðfræði frá HÍ1981 og prófi
í kennslu- og uppeldisfræði frá HÍ
1982.
Steingrímur var vörubifreiða-
stj óri sumrin 1978-82 og við j arð-
fræðistörf og jafnframt íþrótta-
fréttamaður hjá Sjónvarpinu
1982-83. Steingrímur hefur verið al-
þingismaður frá 1983. Hann var
landbúnaðar- og samgönguráðherra
1988-91.
Steingrímur var formaður þing-
flokks Alþýöubandalagsins 1987-88
og hefur verið varaformaður Al-
þýðubandalagsins frá 1989. Hann
var fulltrúi nemenda í skólaráði MA
1975-76, í stúdentaráði 1978-80 og
hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörf-
um innan ungmenna- og íþrótta-
hreyfingarinnar. Steingrímur var í
stjórnamefnd ríkisspítalanna
1983-87. Hann var kjörinn 1984 í
samstarfsnefnd með Færeyingum
og Grænlendingum um sameiginleg
hagsmunamál. Steingrímur sat í
Vestnorræna þingmannaráðinu
1986-88 og aftur frá 1991. Hann sat
allsherjarþing SÞ1991.
Fjölskylda
Eiginkona Steingríms er Bergný
Marvinsdóttir, f. 4.12.1956, læknir á
röntgendeild Landspítalans. For-
eldrar hennar: Marvin Frímanns-
son, bifvélavirki á Selfossi, og Ingi-
björg Helgadóttir, húsmóðir.
Synir Steingríms og Bergnýjar:
Sigfús, f. 29.11.1984; Brynjólfur, f.
23.3.1988; Bjartur, f. 4.8.1992.
Systkini Steingríms: Kristín, f.
13.3.1949, framhaldsskólakennariá
Akureyri; Jóhannes, f. 14.5.1953,
bóndi á Gunnarsstöðum; Árni, f.
22.7.1957, tæknifræðingur á Akur-
eyri; Ragnar Már, f. 20.10.1959,
bóndi á Gunnarsstöðum; Aðalbjörg
Þuríður, f. 18.7.1967, húsmóðir á
Sauðárkróki.
Foreldrar Steingríms: Sigfús A.
Jóhannsson, f. 5.6.1926, bóndi á
Gunnarsstöðum, og Sigríður Jó-
hannesdóttir, f. 10.6.1926, húsfreyja.
/Ett
Sigfús er sonur Jóhanns, b. í
Hvammi í Þistilfirði, Jónssonar, b.
og skálds í Hávarsstöðum, Samson-
arsonar. Móðir Sigfúsar var Kristín
Sigfúsdóttir, b. í Hvammi, Vigfús-
sonar, b. í Hvammi, Sigfússonar, b.
í Hvammi, Jónssonar, bróður Kat-
rínar, langömmu Gunnars Gunn-
arssonar rithöfundar.
Sigríður er dóttir Jóhannesar, b. á
Gunnarsstöðum, bróður Sigríðar,
ömmu Björns Teitssonar, skóla-
meistara á Ísaíirði. Bræður Jóhann-
esar voru Gunnar, skrifstofustjóri
hjá Búnaðarfélaginu, og Davíð, faðir
Aðalsteins orðabókahöfundar. Syst-
ir Jóhannesar var Ingiríður, jmma
Árna Haröarsonar söngstjóra. Syst-
ir Jóhannesar var einnig Sigríður,
móðir Bjarna ráðunautar og verk-
fræðinganna Guðmundar og Stein-
gríms Arasona. Jóhannes var sonur
Árna, b. á Gunnarsstöðum, Davíðs-
sonar, b. á Heiði á Langanesi, Jóns-
sonar. Móðir Árna var Þuríður,
systir Jóns á Skútustöðum, langafa
Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttar-
dómara. Jón var einnig langaíi
Magnúsar Torfasonar hæstaréttar-
dómara, Jónasar Jónssonar búnað-
armálastjóra og Hjálmars Ragnars-
sonar tónskálds. Þuríður var dóttir
Árna, b. á Sveinsströnd í Mývatns-
sveit, bróður Kristjönu, móður Jóns
Sigurðssonar, alþingismanns á
Gautlöndum, forföður Gautlanda-
ættarinnar. Árni var sonur Ara, b.
á Skútustöðum, Ólafssonar. Móðir
Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhannesar var Ambjörg Jóhann-
esdóttir, systir Árna, föður Ingi-
mundar söngstjóra. Móðir Sigríðar
var Aðalbjörg, systir Árna læknis á
Vopnafirði, og Guðmundar kaupfé-
lagsstjóra, afa Ármanns kaupsýslu-
manns og Halldórs Reynissonar,
prests í Hruna. Guðmundur er afi
Kára Eiríkssonar hstmálara. Aðal-
björg var dóttir Vilhjálms, b. á Ytri-
Brekkum á Langanesi, Guðmunds-
sonar, og konu hans, Sigríðar Dav-
íðsdóttur.
Steingrímur er í ijallgöngu á af-
mælisdaginn.
80 ára
Einar Sölvi Elíasson,
Miðstræti 8a, Neskaupstað.
Sigurður Kristinsson,
Snorrabraut56, Reykjavik.
mmm mm : Jr '
75 ara
Sveinn Pétursson,
Boðahlein4, Garðabæ.
Hanneraðheiman.
Þorsteinn Svardaugsson,
Víðilundi 21, Akureyri.
Eyrún Guðmundsdóttir,
Stigahhð 41, Reykjavik.
70 ára
Margrét Einarsdóttir,
Holtagerði 64, Kópavogi.
Eyjólfur Egilsson,
Hverahlíðl3, Hveragerði.
Jarþrúður Guðmundsdóttir,
Jöldugróf 22, Reykjavík.
60 ára
Óskar Jón Konráðsson,
Viðjugerði 2, Reykjavík.
Þórir Sigurðsson,
Nýbýlavegi 80, Kópavogi.
Helga Aðalsteinsdóttir,
Vogabraut 18, Akranesi.
Jóhanna Rakel Jónasdóttir,
Háaleitisbraut 105, Reykjavík.
Saga Helgadóttir,
Þorgautsstöðum, Hvítársíðu-
hreppi.
Systir Theresia Margr.,
Bárugötu 2, Reykjavík.
GrettirPálsson,
Teigaseh 1, Reykjavík.
GuðmundurB. Guðmundsson,
Fjörugranda4, Reykjavík.
50 ára
Óiafur Rey nir Ólafsson,
Botnahliö 12, Seyðisfirði.
Baldur Snævaxr Tómasson
byggingafulltrúi,
Kjartansgötu 23, Borgarbyggð.
Kona hans er Lilja Sigriður Guð-
mundsdóttir.
Þau taka á móti gestum á sveita-
setri sínu, Hofi í Ólafsfirði, á af-
mælisdaginn.
Sigríður S. Jóhannsdóttir,
Hraunhólum 13a, Garðabæ.
Sigursveinn Guðjónsson,
Lyngum, Skaftárhreppi.
Gísley A. Þorláksdóttir
bankastarfs-
maður,
Hamragerði2,
Akureyri.
Maðurhennar
er Kristinn Örn
Jónssonöku-
kennari.
Þaueruaö
heiman.
Jóhannes Sigurðsson,
Grettisgötu 66, Reykjavík.
Sigurjóna Guðnadóttir,
Presthúsum, Garði.
Pálmi Sigurðsson,
Klúku, Kaldrananeshreppi.
Magnús Björgvinsson,
Krókvelh, Garði.
Guðrún Blöndal (á afmæli 8.8),
Krummahólum 6, Reykjavik.
Eiginmaður
hennarerGylfi
Magnússon.
Þautakaámóti
gestum í sum-
arhúsiRarikí
Grímsnesi
sunnudaginn 6.
ágústeftirkl.
17.
40ára
Jórunn Sigríður Birgisdóttir,
Heiðarbraut 7c, Keflavík.
Gísli Hlíðberg Guðmundsson,
löggiltur endurskoöandi,
Bakkaseli 27, Reykjavík.
Ámi Frimann Jónsson,
Laugarásvegi 40, Reykjavík.
Gunnar Helgi Emilsson,
Aratúni 17, Garðabæ.
Karl Viggó Karlsson,
Lindarbergi 70, Hafnarfirði.
Axelina Maria Garðarsdóttir,
Amartanga 6, Mosfeilsbæ.
Magnús Rúnar Pétursson,
Kársnesbraut 105, Kópavogi.
Guðný María Amþórsdóttir,
Langholtsvegi 169,Reykjavik.
Baldur Jón Vigfússon,
Bogahlíð 14, Reykjavík.
Alma Eydís Ragnarsdóttir,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Stefán Jóhannsson
Stefán Jóhannsson ráðgjafi, 340 Ha-
verlake Circle Apopka, FLA 32712,
Bandaríkjunum, varð sextugur í
gær.
Starfsferill
Stefán er fæddur í Reykjavík.
Hann nam rafvirkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi
1957 og fékk meistarabréf tveimur
árum síðar en meistari hans var Jón
Sveinsson. Stefán útskrifaðist úr
rafmagnsdeild Vélskóla íslands 1965
en fékk lágspennulöggildingu 1964.
Hann útskrifaðist sem ráðgjafi í
áfengismeðferö frá Hazelden í Min-
nesota 1981, lauk BA1993 og MA
1994 frá University of America.
Stefán starfaði hjá Ljósvakanum
1957-70, Stefáni Jóhannssyni hf.
1970-78, ráðgjafi á Vistheimihnu
Vífllsstöðum 1976-80, ráðunautur
hjá Áfengisvarnarráði Reykjavíkur
1981-83, meðferðarstjóri Ithica Place
í Flórída 1983-84 og framkvæmda-
stjóri Cornerstone Institute,
Florida, frá 1984.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 1980 seinni eigin-
konu sinni, Marion C. Jóhannsson,
f. 6.2.1935 í Bandaríkjunum. Stefán
var áður kvæntur (1956) Sveinsínu
Tryggvadóttur, f. 30.11.1935 í
Reykjavík, d. 19.11.1987. Þau skildu.
Foreldrar Sveinsínu: Tryggvi Bjarni
Kristjánsson, f. 2.9.1900 í Ólafsvík,
d. 22.8.1964, verkamaður, og Magn-
fríður Sigurbjarnardóttir, f. 22.11.
1907 á Hellnum í Breiðuvíkur-
hreppi, d. 1993.
Börn Stefáns og Sveinsínu: Lára,
f. 9.3.1957, tölvufræðingur, maki
Gísli Gíslason framkvæmdastjóri,
þau eiga tvö börn, Hildi Jönu, f. 17.8.
1976, og Gísla Tryggva, f. 22.10.1986;
Fríður Birna, f. 4.10.1960, sölumað-
ur, hún á tvö böm, Martein Öm, f.
10.12.1979, ogKatrínuÝr, f. 30.9.
1981; Jóhann Gunnar, f. 21.4.1964,
sölustjóri, maki Sigrún Dóra Jóns-
dóttir, þau eiga tvo syni, Davíð, f.
Stefán Jóhannsson.
17.12.1983, og Stefán Gunnar, f.
21.12.1990.
Systkini Stefáns: Ingibjörg, dans-
kennari í Reykjavík, maki Helgi V.
Jónsson lögfræðingur; Jóhann,
sölumaður í Reykjavík.
Foreldrar Stefáns: Jóhann Gunn-
ar Stefánsson, f. 21.7.1908 á
Hvammstanga, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri Olíufélagsins hf., og
Lára Jóhannsdóttir, f. 23.9.1910 í
Sveinatungu í Norðurárdalshreppi,
d. 19.2.1973.
Ævar Þ. Sigurvinsson
Ævar Þór Sigurvinsson netagerðar-
meistari, Hringbraut 77, Keflavík,
erílmmtugurídag.
Starfsferill
Ævar er fæddur og uppahnn í
Keílavík. Hann gekk í Bamaskól-
ann, Gagnfræðaskólann ogsíðan
Iðnskólann í Keflavík og lauk námi
þaðan 1969. Hann varð meistari
1978. -
Ævar hefur unnið við netagerð frá
árinu 1962, í Keflavík, Vestmanna-
eyjum og á Siglufirði. Hann var
einnig til sjós af og til en vinnur
núna hjá Hampiöjunni hf. í Reykja-
vík. Hann hefur alla tíð búið í Kefla-
vík nema árin 1977-1985, þá bjó
hann í Garði. Ævar er meðeigandi
með Ómari Einarssyni í mb. Skúmi
KE122.
Fjölskylda
Ævar kvæntist 27.11.1965 Jennýju
Steindórsdóttur, f. 25.12.1947, hús-
móður. Þau slitu samvistum. For-
eldrar hennar: Steindór A. Stein-
dórsson og Elsa Guðmundsdóttir í
Reykjavík. Sambýhskona Ævars er
Bára Hauksdóttir, f. 9.1.1954, frá
Stykkishólmi.
Börn: Júlía Elsa, f. 21.5.1966, maki
Ómar Ö. Borgþórsson, f. 29.12.1964,
börn þeirra eru Jenný Hildur, f. 6.11.
1989, og Sunneva, f. 25.5.1994; Dag-
björt Þórey, f. 23.11.1968, maki Hall-
grímurl. Sigurðsson, f. 19.11.1965,
börn þeirra eru Davíð Örn, f. 7.10.
1986, og Sigurður Þór, f. 30.9.1994;
Franklín Steindór, f. 6.12.1970.
Systkin Ævars: Guðfmnur, f. 6.7.
1936, skrifstofustjóri hjá Flugum-
sjón í Keflavík; Agnar Breiðfjörð, f.
1.11.1940, flugvirki í Lúxemborg;
Bergljót Hulda, f. 13.8.1942, húsmóð-
ir í Mosfellsbæ; Ólafur, f. 21.12.1947,
d. 7.8.1977, rakari, síðan lögreglu-
maður á ísafirði; Ástríður Helga, f.
Ævar Þór Sigurvinsson.
12.9.1953, húsmóðir í Keflavík; Páll
Breiðfjörð, f. 22.12.1955, matsveinn
í Danmörku.
Foreldrar Ævars: Sigurvin Breið-
fjörð Pálsson, f. 20.3.1910, d. 7.7.1987,
vélstjóri og Júlía Guðmundsdóttir,
f. 1.7.1915, húsmóðir. Þau bjuggu í
Keflavík.
Fööurætt Ævars Þórs er Helga-
fellsætt (Stykkishólmi) og móður-
ættin frá Eyrarbakka.
Helga Ámadóttir
Helga Arnadóttir húsmóðir, Vestur-
götu 17a, Reykjavík, verður sextug
á sunnudaginn.
Fjölskylda
Helga er fædd í Vestmannaeyjum
en ólst upp í Ölfusinu og í Reykja-
vík. Hún var í Húsmæðraskólanum
áLaugarvatni.
Maður Helgu var Sverrir Úlfsson,
f. 10.11.1937, bifreiðarstjóri, þau
skildu. Foreldrar Sverris: Úlf Jóns-
son lögfræðingur og Vilborg Kol-
beinsdóttir kennari, þau eru bæði
látin, þau bjuggu á Ljósafossi.
Böm: Ragna, húsmóöir í Borgar-
firði, hún á tvö börn, maður Rögnu
er Guðmundur Árnason; Kolbeinn,
bifreiðarstjóri í Reykjavík.
Systkini Helgu: Sigurður Kristján,
f. 20.9.1925, húsasmíðameistari á
Seltjarnarnesi; Ragnar Guðbjartur,
f. 24.9.1926, verkamaður í Þorláks-
höfn; Magnea Sveinbjörg, f. 12.9.
1930, húsmóðir í Reykjavík; Sigrún,
f. 25.1.1932, búsett í Reykjayík;
Ragnhildur, f. 6.8.1938, sjúkraliði í
Reykjavík.
Foreldrar Helgu: Árni Magnús-
son, f. 17.2.1902, d. 1.10.1961, bóndi
og sjómaður, ogHelga Sveinsdóttir,
f. 10.8.1900, d. 2.8.1994, húsmóðir.
Helga Arnadóttir.
Þau bjuggu að Kröggólfsstöðum í
Ölfusi og síðar í Þorlákshöfn.
Helga verður að heiman á afmæl-
isdaginn.