Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Side 38
54
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995
Afmæli
DV
Dóra Guðbj artsdóttir
Dóra Guöbjartsdóttir. húsfreyja og
ekkja Ólafs Jóhannessonar forsæt-
isráöherra. Aragötu 13. Reykjavík.
er áttræöídag.
Starfsferill
Dóra er fædd aö Laugavegi 30b í
Reykjavík og ólst upp í höfuðborg-
inni en hún var mörg sumur í sveit
í Kollsvík á Rauöasandi hjá fööur-
frændum sínum. Dóra varð gagn-
fræðingur frá Gagnfræöaskóla
Reykjavíkur 1932 og stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1935.
Hún lauk prófi í forspjallsvísindum
og sótti tíma í efnafræði fyrir lækna-
stúdenta.
Dóra starfaöi á atvinnudeild Há-
skólans að loknu námi og þar til hún
giftist.
Dóra hefur starfað mikið í Fram-
sóknarflokknum oger m.a. einn af
stofnéndum Félags framsóknar-
kvenna í Reykjavík. Hún hefur
einnig starfað í Thorvaldsensfélag-
inu.
Fjölskylda
Dóra giftist 21.6.1941 Ólafi Jó-
hannessyni, f. 1.3.1913, d. 20.5.1984,
lögfræðingi, prófessor, alþingis-
manni og ráðherra. Foreldrar hans:
Jóhannes Friðbjarnarson, bóndi og
kennari, og kona hans Kristrún
Jónsdóttir, húsfreyja.
Börn Dóru og Ólafs: Kristrún, f.
6.3.1942, kennari við Vesturbæjar-
skólann í Reykjavík, gift Einari G.
Péturssyni, handritafræðingi við
Árnastofnun, þau eiga tvo syni, Ólaf
Jóhannes laganema og Guðbjart
Jón menntaskólanema; stúlka, f.
15.3.1944, dó skömmu eftir fæðingu;
stúlka, f. 15.3.1944, dó skömmu eftir
fæðingu; Guðbjartur, f. 6.11.1947,
d. 2.2.1967; Dóra, f. 22.3.1951, gjald-
keri hjá lögreglustjóranum í
Reykjavík.
Systkini Dóru: Jón, f. 23.10.1913,
d. 16.4.1979, framkvæmdastjóri hjá
Kristjáni Ó. Skagtjörð, var kvæntur
Unni Þórðardóttur, þau eignuðust
tvö börn; Ólafur Hafsteinn, f. 23.3.
1917, húsgagnasmiður og bóndi í
Kollsvík á Ráuðasandi, síðar búsett-
ur í Reykjavík, var kvæntur Sól-
rúnu Önnu Jónsdóttur, látin, þau
eignuðust átta börn; Jóhanna Júl-
íana, f. 26.9.1918, d. 11.2.1982, hús-
freyja í Reykjavík, var gift Jean
Emil Claessen, látinn, stórkaup-
manni, þau eignuðust fjögur börn;
Benedikt Ársæll, f. 1.1.1924, stýri-
maður í Reykjavík, kvæntur Mar-
gréti Maríu Pétursdóttur, þau eiga
fjögurbörn.
Foreldrar Dóru: Guðbjartur Ólafs-
son, f. 21.3.1889, d. 15.5.1961, skútu-
og togaraskipstjóri, hafnsögumaöur
og forseti SVFÍ í nærri 20 ár, og
kona hans, Ástbjörg Jónsdóttir, f.
25.8.1888, d. 1.11.1963, húsfreyja.
Guðbjartur, sem var frá Keflavík í
Rauðasandshreppi, var af Kollsvík-
urætt en Ástbjörg, sem var frá
Akranesi, var af Klingenbergs- og
Deildartunguætt.
Dóra tekur á móti gestum á heim-
Dóra Guðbjartsdóttir.
ili sínu frá kl. 16-19 á afmælisdag-
inn.
Einar J. Ingólfsson
Einar Jónas Ingólfsson vélfræðing-
ur, Stigahlíð 43, Reykjavík, er sex-
tugur í dag.
Starfsferill
Einar er fæddur í Reykjavík og
ólst upp þar og í Gufunesstöð. Hann
lauk gagnfræðanámi frá Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar 1952 og
stundaði nám í vélvirkjun í Vél-
smiðjunni Héðni 1954-57. Einar lauk
vélskólaprófi 1959 og prófi frá raf-
magnsdeild sama skóla ári síðar.
Einar var vélstjóri á skipum Jökla
1960-66 en starfaði síðan hjá Vél-
smiðjunni Héðni til 1970 og svo hjá
Fiskiðjunni Freyju á Súgandafirði.
Hann stofnaði Vélsmiðju Jónasar
1976 og hefur rekið hana síðan.
Fjölskylda
Einar kvæntist 18.12.1957 Arndísi
Ingunni Sigurðardóttur, f. 18.12.
1939, húsmóður. Foreldrar hennar:
Sigurður Ingvarsson eldsmiður, og
Svafa Magnúsdóttir, húsmóðir.
Börn Einars og Arndísar Ingunn-
ar: Unnur Sigríður, f. 27.6.1957,
tiskuhönnuður í Reykjavík, maki
Ásbjörn Jónsson, sonur Unnar Sig-
ríðar er Árni Einar Birgisson, f. 5.2.
1975, nemi; Svafa Björg, f. 2.2.1961,
glerlistarkona í Nottingham á Eng-
landi, maki Lharne Tobías Shaw,
þau útbjuggu menningarverðlaun
DV1993, þau eiga son, Óskar Inga
Shaw, f. 27.5.1990, dóttir Svöfu er
Kristel Kristjánsdóttir, f. 30.8.1979;
SigurðurEinar, f. 12.10.1962, renni-
smiður í Reykjavík, maki Helga
Guðmundsdóttir, þau eiga þrjá syni,
Tryggvi, f. 10.7.1986, Einar, f. 18.3.
1991, og Guðmund, f. 7.2.1994.
SystkiniEinars: Jónína, f. 12.3.
1939, starfms. Pósts og síma, Reykja-
vík; Jóhannes, f. 9.11.1933, látinn,
skipstjóri og síðar deildarstjóri
Reykjavíkurhafnar.
Foreldrar Einars: Ingólfur Matthí-
asson, f. 15.9.1903, d. 18.6.1950,
stöðvarstjóri stuttbylgjustöðvar í
Gufunesi, og Unnur Sigríður Ein-
arsdóttir, f. 6.8.1904, d. 26.2.1976,
húsmóðir.
Ætt
Ingólfur var sonur Matthíasar Ól-
afssonar og Marsibilar Ólafsdóttur.
Þau bjuggu í Haukadal í Dýrafirði.
Unnur Sigríður var dóttir Einars
Einarssonar bátasmiðs og Jónínu
Þorsteinsdóttur. Þau bjuggu í
Reykjavík.
Einar er aö heiman á afmælisdag-
inn en afmælismóttaka er fyrirhug-
uð síðar.
Einar Jónas Ingólfsson.
Gunnar K. Þorvaldsson
Gunnar Kristinn Þorvaldsson, raf-
magnseftirlitsmaður hjá Rarik í
Árnessýslu, Arabæjarhjáleigu,
Gaulverjabæjarhreppi í Flóa, verð-
ur fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Gunnar er fæddur í Lambhúskoti
í Biskupsstungum og alinn upp í
Syðri-Gróf í Villingaholtshreppi í
Flóa til 16 ára aldurs en fluttist þá
til Selfoss. Hann tók sveinspróf í
rafvirkjun 1969.
Gunnar vann hjá Mjólkurbúi
Flóamanná frá 1961-64, hjá Raflögn-
um sf. á Selfossi 1964-69, Lands-
virkjun - Búrfelli 1970, hjá Skúla
B. Ágústssyni rafvirkjameistara
1971-1973 og á eigin verkstæði á
Eyrarbakka 1973-1977, var fanga-
vöröur á Litla-Hrauni 1977-78 og
hefur unnið hjá Rarik á Selfossi frá
1978.
Gunnar bjó á Eyrarbakka frá
1973-78, á Selfossi 1978-90 og fluttist
þá að Arabæjarhjáleigu.
Gunnar var formaður Ungmenna-
félags Eyrarbakka frá 1973-77, félagi
í Flugklúbbi Selfoss frá 1975 og rit-
ari þar um skeiö. Formaður Vélflug-
deildar Flugmálafélags íslands
1985-93, sat í stjórn Félags rafiðnað-
armanna á Suðurlandi um tíma og
var í samninganefndum rafvirkja
hjá Rarik.
Fjölskylda
Gunnar hóf sambúð 1990 með
Guðríði Steindórsdóttur, f. 9.12.
1956, og kvæntist henni 15.8.1992,
húsmóður og handverkskonu. Hún
tók kennarapróf 1993. Foreldrar
hennar: Steindór Marteinsson, f.
6.11.1923, gullsmiöur úr Reykjavík,
og Jóhanna María Bjarnadóttir, f.
16.6.1919, d. 22.2.1992, húsmóðirfrá
ísafirði. Þau bjuggu lengst af í
Reykjavík.
Börn: Hafsteinn Þór, f. 26.6.1964.
Börn með fyrri konu: Andrea, f.
24.11.1964, í sambúð með Sturlu
Örlygssyni, þau búa í Reykjavík,
hún á þrjú börn; Brynja, f. 8.12.1965,
gift Ásbirni Morthens, þau búa á
Seltjarnarnesi og eiga tvö böm.
Börn Gunnars og Guöríðar: Þor-
valdur, f. 19.6.1991; Gunnar Þor-
björn, f. 13.6.1994; Steindór Kári, f.
13.6.1994, d. 14.6.1994; Fósturböm,
dætur Guðríðar: Jóhanna M.E.
Matthíasdóttir, f.11.7.1975; Sunja
Gunnarsdóttir, f. 8.5.1985.
Systkini Gunnars: Guðmundur
Hafsteinn, f. 28.4.1931, fv. fram-
Gunnar Kristinn Þorvaldsson.
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður-
lands, kvæntur Ragnhildi Ingvars-
dóttur, f. 13.8.1929, þau búa á Sel-
fossi; Eysteinn, f. 23.6.1932, lektor
við Kennaraháskóla íslands; Svav-
ar, f. 5.8.1937, sölustjóri hjá Blindra-
vinnustofunni, kvæntur Hrafnhildi
Árnadóttur, f. 27.8.1953.
Foreldrar Gunnars: Þorvaldur
Guðmundsson, f. 25.9.1900, d. 26.6.
1975, bóndi, og Lovísa Aðalbjörg
Egilsdóttir, f. 7.9.1908, d. í febrúar
1994. Þau bjuggu lengst af á Suður-
landi, síðustu árin á Selfossi.
Gunnar verður að heiman.
Sigurður
Agnarsson
Sigurður Agnarsson verkamað-
ur, Skúlagötu 52, Reykjavík, verður
fertugur á mánudaginn.
Fjölskylda
Sigurður er fæddur í Reykjavík.
Hann hefur starfað hjá Reykjavík-
urborgí22ár.
Systkini Sigurðar: Sigurrós, f.
18.12.1956; Gísli Lindal, f. 13.7.1954;
Karl Óskar, f. 19.6.1952; Daníel, f.
11.6.1960; Ragnar, f. 16.6.1962.
Foreldrar Sigurðar; Agnar Lindal
Hannesson, látinn, verkamaður
hjá Eimskip, og Guðríður Karls-
dóttir, látin, húsmóöir. Þau bjuggu
íReykjavík.
Sigurður dvelst í sumarbústaö á
afmælisdaginn.
Sigurður Agnarsson.
afmælið 7. ágúst
100 ára
Sigriður Jónsdóttir,
Hringbraut 50, Reykjavík.
90ára
Björn Egilsson,
Sveinsstöðum, Lýtingsstaðahreppi.
80 ára
Áki Kristján Jensson,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Hreiðar Sigurjónsson,
Baughóli 27, Húsavik.
Elín Sigurðardóttir,
Skaftahlíð42, Reykjavík.
70 ára
Árni Baldur Bald vinsson,
Hrafnistu, Reykjavík.
Friðrik Jón Jónsson,
Bárustíg 11, Sauðárkróki.
Jón GeirÁgústsson,
Hamragerði 21, Akureyri.
Aðalheiður Daviðsdóttir,
Heiöarbrún 18, Hveragerði.
Karitas Sigurbjörg Melsteð,
Ösp, Biskupstungnahreppi.
50 ára
Guðbjörg Árnadóttir,
Jömndarholti 106, Akranesi.
Hrauntúni9, Vestmannaeyjum.
Bára Hafsteinsdóttir,
Bleiksárhlíö 29, Eskifirði.
Sigurður Gislason,
Garðhúsum 6, Reykjavík.
Karl Guðmundsson bóndi,
Bæ 2, Suöureyrarhreppi.
Hanneraðheiman.
Guðmundur Marísson,
Kleppsvegi34, Reykjavík.
Guðmundur örn Einarsson,
Baldursgötu 10, Keflavík.
Guðrún Magnúsdóttir,
írabakka 4, Reykjavík.
Örn Ingólfsson vörubifreiðar-
stjóri,
Faxabraut34d,
Keflavik.
Eiginkonahans
erLovísa Guð-
rúnJóhanns-
dóttir, starfs-
stúlkaHlé-
vangs.
Þaueruað
heiman.
40ára
Elisabet Sævarsdóttir,
Fífumóa4,Njarðvík.
Aðalheiður G. Hauksdóttir,
Öldugranda 3, Reykjavík.
Guðrún Bára Ólafsdóttir,
Hiaröarbrekku 2, Heliu,
Geir Sædal Einarsson,
Háseylu 30, Njarðvík.
Hrafnhildur Waage,
Barmahlíð 52, Reykjavík.
JónGunnar Jónsson,
Sogavegi 88, Reykjavfk.
Halldóra Lilja Júlíusdóttir,
Faxabraut 65, Keflavík,
ÞóraG.D. Þorsteinsdóttir,
Móabarði 34, Hafnarflrði.
Eyjólfur Bjarnason,
Urðarvegi24, ísafiröi.
PálIGislason,
Setbergi, Sandgerði.
Ólafur Kristmannsson,
Tungubakka 8, Reykjavík.
Bryndís H. Snæbjörnsdóttir,
Lindarbraut29, Seltjarnarnesi.
Sigurgísli Sveinbjörnsson,
Miögerði, Eyjafjarðarsveit.
Jónas Pétur Jónsson,
Botnahlíö 7, Seyðisfirði.
Freygarður E. Jóhannsson,
Heiöarhrauni 54, Grindavík.
Hjörleifur Kristinn Jensson,
Búhamri 3, Vestmannaeyjum.
Erna Arnardóttir,
Stakkhömrum31, Reykiavík.