Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Page 4
4
LAUGARDÁGUR 26. ÁGÚST 1995
Fréttir
Fjárdráttarkæra HSÍ á hendur HaUdóri Jóhannssyni hefur refsingu að meginmarkmiði:
Virðast telja litlar líkur
á að f á peningana
- 400 Svíar dæmi um þá sem sneru við vegna gullgrafaraæðis Islendinga, segir Valdimar Grímsson
Eins og staðan er í dag í kærumáli
Handknattleikssambands íslands á
hendur Halldóri Jóhannssyni, einka-
söluaðila aðgöngumiða á leiki HM í
handbolta, er nokkuð ljóst að HSÍ
telur sig ekki eiga miklar líkur á að
innheimta þær 17-19 milljónir króna
sem það telur Halldór skulda sér.
Kæran, sem er fyrir íjárdrátt, það er
undanskot á miðasölupeningum, fel-
ur í sér að meginmarkmiði aö Hall-
dór verði á endanum dæmdur til
refsingar í sakamáli - ekki að meg-
inkröfu að hann greiði skuldina -
peninga sem Halldór segir að um
standi ágreiningur um uppgjör.
Við að forsvarsmenn HSÍ, sem
standa að kærunni, höfða ekki einka-
mál til greiöslu á skuldinni eða reyna
enn til þrautar að innheimta hana
og höfða þess í staö kæru- og þar
með sakamál er því ljóst að refsing
er aðalatriðið. Hins vegar hefur HSÍ
sagt að það vilji fá RLR til að rann-
saka „hvar peningarnir séu“.
Peningarnir viröast ekki til
Samkvæmt upplýsingum DV hefur
Halldór ekki getað sýnt fram á að
þær 17-19 milljónir sem HSÍ telur sig
eiga hjá honum samkvæmt samningi
séu yfir höfuð til. Skuldin átti að
vera greidd í júní. Halldóri hefur
verið boöið að greiða peningana inn
á sérstakan geymslureikning á meö-
an ágreiningur hans og HSI yrði til
lykta leiddur fyrir gerðardómi sam-
kvæmt ákvæðum samningsins en
því var hafnað.
í viðtali í DV í gær sagði Halldór
eftirfarandi: „Þetta er einkamál sem
ber að reka sem slíkt vegna þess að
þarna er ágreiningur um það hver
skuldi hverjum. Á þeim nótum á að
vinna þetta mál en ekki ata mig auri
með því að kæra mig sem saka-
mann.“
Gullgrafaraæðið fældi ferða-
menn frá
Þegar Halldór fékk einkasöluleyfi
á miðum lagði hann fram áhættufé
Svíunum vonbrigðum - þeir ákváðu
síðan að fara á Lotto-cup í Danmörku
í staðinn. Þar með komu 400 færri
handboltaáhugamenn en ella varð til
íslands í vor.
„Þetta er bara eitt dæmið. Það voru
miklu fleiri svona dæmi. Verðið var
allt of hátt, það ætluðu allir að
græða,“ sagöi Valdimar sem hefur
ekki fengið öll sín laun greidd hjá
Halldóri.
Tók mesta áhættu og er nú
kærður
í fjölmiðlum í vetur og vor var
Halldór yfirleitt talsmaður þess að
miðaverðið væri ekki of hátt. Hvað
sem því líður var reiknað með hátt
í 100 prósent fleiri erlendum ferða-
mönnum á HM í vor en raun bar
vitni. Slöku gengi íslenska hðsins er
einnig kennt um minni tekjur.
Það var hins vegar ekki aöeins
Halldór sem ætlaði sér um of heldur
einnig aörir íslenskir aðilar sem
komu að því að laða handboltafólk
til landsins. Valdimar Grímsson
bendir í þessu sambandi á að allar
aðstæður heföu verið fyrir hendi hér
á landi, þekking og kunnátta. Talandi
dæmi um áhugann og eftirspumina
eru t.d. sjónvarpsútsendingamar
héðan sem hafa aldrei verið eins
miklar eins og frá HM á íslandi í
vor. Kunnátta og aðstæður vora fyr-
ir hendi hér á landi til að taka á
móti fjölda fólks og áhugi ferða-
mannanna - en þeir voru fældir frá
vegna gróöavonar íslendinga.
Samkvæmt öllu framansögðu ligg-
ur fyrir að Halldór tók áhættu, reikn-
aði eins og aðrir með of mörgu fólki
til landsins, átti í rekstraröröugleik-
um og gerir nú ágreininig við HSÍ
um samning sem hann gerði sjálfur,
væntanlega vegna breyttra for-
sendna, en er nú kærður og refsingar
krafist þar sem hann hefur ekki get-
að sýnt fram á að þeir peningar sem
hann skuldar séu til.
Fyrir utan handbolta og þá kunnáttu og reynslu sem mótshaldarar HM á íslandi hlutu I vor einkennast endalok
mótsins af því I dag að eigandi aðgöngumiðanna, HSÍ, hefur kært einkasöluaðilann til lögreglu fyrir að standa
ekki skil á peningum. Ljóst þykir að mun færri erlendir áhorfendur komu til landsins vegna þess að flug, gisting
og miðar voru á of háu verði. DV-mynd BG
og saup vissulega af því seyðið t.a.m.
síðastliðinn vetur. í þessu sambandi
er talað um a.m.k. tugmilljóna króna
áhættufé. Miöasöluframkvæmdir
fóru í gang með sínum tilkostnaði
þegar á síðasta ári án þess að Halldór
fengi af því nokkrar tekjur. Starfs-
fólk Halldórs fór tvisvar í setuverk-
fall í vetur vegna þess að hann
greiddi því ekki laun. Þau hafa þó
að mestu leyti verið gerö upp nú
enda fór sumt af fólkinu með máliö
til lögfræðings.
Til að gera langa sögu stutta gerðu
menn sér verulegar hagnaðarvonir
áöur en HM á íslandi var haldiö -
a.m.k. var reiknað með miklum mun
fleiri útlendingum til landsins. Radd-
ir heyröust allt fram yfir keppni að
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
miðasöluverð væri of hátt, svo og
verð á gistingu og flugferðum. Alhr
sem gátu ætluðu að græða. Þetta
þýddi að verðið varð svo hátt að út-
lendingar sem hugðust koma hættu
við.
Ég missti af 400 Svíum
Valdimar Grímsson, landsliðsmað-
ur í handbolta, starfaði sem sölumaö-
ur hjá Halldóri Jóhannssyni síðast-
liðinn vetur. Til hans leituðu for-
svarsmenn 400 skólakrakka sem
höfðu safnað peningum í eitt ár til
að komast á HM ’95 á íslandi. Valdi-
mar var tjáð að hver Svíi hefði safn-
að 8.500 krónum sænskum og gert
ráð fyrir því að eyða þeirri upphæð
í flug, gistingu og aðgöngumiða.
Valdimar sagði við DV að samkvæmt
„meðalsanngjörnu" verði sem ís-
lendingar njóta t.a.m. í flugferðum
til útlanda hefði þessi upphæð ekki
verið óraunhæf hjá þessum stóra
sænska hópi.
Valdimar kannaöi það verð sem
honum hafði verið uppálagt að selja
sínar ferðir á og varð síðan tilneydd-
ur að tilkynna Svíunum að því miður
fengist hver pakki á mann ekki und-
ir 12.000 krónum sænskum. Þetta olli
Evrópukeppnin í knattspymu:
Góður möguleiki hjá Skagamönnum
-mætaskoskaliðinuRaithRovers - KR leikur gegn Everton
Dregið var á Evrópumótunum í
knattspyrnu í gær. Bikarmeistarar
KR-inga mæta ensku bikarmeist-
urunum í Everton í Evrópukeppni
bikarhafa og íslandsmeistarar
Skagamanna drógust gegn skoska
úrvalsdeildarliðinu Raith Rovers í
UEFA-keppninni.
Skagamenn eiga fyrri leikinn í
Skotlandi 12. september og síðari
leikurinn á fara fram á Akranesi
26. september. KR á fyrri leikinn á
heimavelli sínum 14. september og
síðari leikurinn á að fara fram á
Goodison Park 28. september.
í UEFA-keppninni em helstu
leikirnir þessir:
Barcelona (Spáni)-Hapool Cheva (fsrael)
Lazio (ítaliu)-Omonia Nicosia (Kýpur
AC Milan (ftalíu)-Zaaglelbie (Póllandi)
Volgograd (Rússl.)-Man. Utd (Englandi)
MyPa-47 (Finnlandi)-PSV (Hollandi)
Bayern M (Þýskal.)-Lokomotic (Rúss-
landi)
Malmö (Svíþjóð)-Nott. Forest (Englandi)
Monaco (Frakklandi)-Leeds (Englandi)
Bröndby (Danmörku)-Lilleström (Noregi)
Raith Rovers (Skotlandi)-ÍA (íslandi)
Inter (Ítalíu)-Lugano (Sviss)
W. Bremen (Þýskal.)-Glenavon (N-írlandi)
Vladikavkaz (Rússl.ý-Liverpool (Englandi)
i Evrópukeppni bikarhafa eru helstu
leikir þessir:
Liepaja (Lettlandi)-Feyenoord (Hollandi)
Molde (Noregiý-Paris SG (Frakklandi)
Gladbach (Þýskal.)-FC Sileks (Mekedóniu)
KR (fslandi)-Everton (Engiandi)
FC Teuta (Albaníu)-Parma (Ítalíu)
Deportivo (Spáni)-Apoel Nicosia (Kýpur)
Dyn. Batumi (Georgiu)-Celtic (Skotlandi)
Bratislava (Slóvakíu)-Zaragoza (Spáni)
AEK Aþena (Grikklandi)-Sion (Sviss)
í meistaradeildinni, sem hefst 13.
september, eru riðlarnir þannig
skipaðir: I A-riðli leika: Nantes,
Porto, Dynamo Kiev og Panathinai-
kos. í B-riðh: Legia Varsjá, Rosen-
borg, Blackburn og Spartak
Moskva. í C-riðli em: Borussia
Dortmund, Juventus, Steaua Búk-
arest og Glasgow Rangers. í D-riðli
eru svo: Ajax, Real Madrid, Grass-
hoppers og Ferencvaros.
Nýliðar í Evrópukeppni
Mótherjar Skagamanna í UEFA-
bikarnum, Raith Rovers frá Skot-
landi, era að leika í Evrópukeþpni
í fyrsta skipti. Þeir mættu fær-
eysku meisturunum GÍ frá Götu í
forkeppninni og sigruðu, 4-0, í
Skotlandi en liðin skildu síðan jöfn
í Færeyjum, 2-2.
Raith Rovers er 112 ára gamalt
félag en vann síðasta vetur sinn
fyrsta stóra titil í skosku knatt-
spyrnunni þegar það lagði Celtic
að velh í úrslitaleik deildabikar-
keppninnar, 6-5, eftir framleng-
ingu og vítaspyrnukeppni, og það
færði félaginu Evrópusætið. Raith
sigraði ennfremur í skosku 1. deild-
inni síðasta vetur og tryggði sér
með því sæti í úrvalsdeildinni eftir
eins árs fjarveru.
Raith, sem kemur frá bænum
Kirkcaldy á austurströnd Skot-
lands, miðja vegu milli Glasgow og
Aberdeen, hefur yfirleitt leikið í
neðri deildunum. Liðið komst í úr-
valsdeildina á ný fyrir tveimur
árum eftir 24 ára hlé en féll rak-
leitt aftur. Síðasta vor vann Raith
1. deildina með einu stigi og er því
aftur á meðal þeirra bestu.
Sérfræðingar spá Raith erfiðum
vetri í skosku úrvalsdeildinni og
liðiö þykir líklegt til að falla á ný.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Jimmy Nicholl sem á árum áður
lék meö Manchester United og
norður-írska landsliöinu. Heima-
völlur Raith, Stark’s Park, rúmar
aðeins 9.200 áhorfendur.
Attfaldir meistarar
Lið Everton þarf varla að kynna
fyrir íslenskum knattspyrnu-
áhugamönnum en það hefur löng-
um verið í fremstu röð í ensku
knattspyrnunni þótt það hafi
sloppið naumlega við fall í fyrra.
Everton hefur átta sinnum orðið
enskur meistari og varð bikar-
meistari í fimmta sinn síðasta vor
með því að sigra Manchester Un-
ited, 1-0, í úrslitaleik á Wembley.
Everton varð Evrópumeistari bik-
arhafa árið 1985.
Everton hefur áður leikiö hér á
landi en liðið sigraði Keflvíkinga í
Evrópukeppni meistaraliða haust-
ið 1970, 3Á) á Laugardalsvellinum
og 6-2 í Liverpool. Everton leikur
á hinum fræga velli, Goodison
Park, sem rúmar 40 þúsund áhorf-
endur.