Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
Vísnaþáttur______
Taxtakaupið
tíðum brást
Bjarni Ásgeirsson fæddist 1. ág-
úst 1891 í Knarrarnesi á Mýrum.
Foreldrar hans voru Ragnheiöur
Helgadóttir og Ásgeir bóndi
Bjarnason. Bjarni lauk prófi í
Verslunarskólanum í Reykjavík
1910 og í Bændaskólanum á Hvann-
eyri 1913. Bjarni var bóndi í Knarr-
arnesi 1915-1921 og á Reykjum í
Mosfellssveit 1921 til dauöadags en
dvaldist erlendis síðustu ár
æfinnar.
Bjarni gegndi ýmsum ábyrgðar-
stöðum í þágu samfélagsins. Hann
var formaður Búnaðarfélags ís-
lands 1939. í bankaráði Landsbank-
ans 1928-30. Landbúnaðarráðherra
var hann um skeið og síðast sendi-
herra í Noregi, svo að eitthvað sé
nefnt.
Skúli Guömundsson gekk jafnan
berhöfðaður og þegar hann kom til
þings 1940 var hann kominn með
yfirvaraskegg. Voru menn ekki á
einu máli um prýði þessa búnings.
Þá kvað-Bjarni:
Skúli yrði alþjóð hjá
í æði háu mati,
ef hann skipti í skyndi á
skeggi og höfuðfati.
í umræðunum um þegnskyldu-
vinnuna var Jóhannes úr Kötlum
meðal andmælenda og kom fyrir í
ræðu hans orðið „taxtakaup".
Bjarni henti þetta á lofti og sendi
honum þessa vísu:
Teygað hefur þorstlát þjóð
af þínu boönarstaupi.
Ortir þú samt öll þín Ijóð
undir taxtakaupi.
Jóhannes úr Kötlum, sem fullu
nafni hét Jóhannes Bjarni Jónas-
son, svaraöi þannig:
Taxtakaupið tíðum brást
tregu ljóösins barni,
en ef það skyldi eitt sinn fást
yrði ég þægur Bjarni.
Bjarni kvað er Jón á Akri flutti
sig úr sæti viö hlið hans á Alþingi:
Hann flutti yfir fjöll til mín
í félag drottins barna,
en hélt svo aftur heim til sín
helvítið að tarna.
Áki Jakobsson lögfræðingur
flutti ræðu sína á sumarþinginu
1942. Þótti forseta neðri deildar,
EmO Jónssyni, þingmanni Hafn-
firðinga, Áki svo hvassyrtur að
hann taldi sig knúinn til áminning-
ar. Þá kvað Bjarni:
Rægimála rýkur haf,
- rastir hvítar brýtur.
Reiðiskálum Emils af
Áka-víti flýtur.
Svo lýsir Bjarni haustkvöldi á
Reykjum:
Alltaf kvöldar meir og meir,
myrkriö völdin þrífur.
Andar köldu um rós og reyr.
Reykur í öldum svífur.
Bjarni og Guðmundur Jónsson,
skólastjóri á Hvanneyri, deildu um
færslu búreikninga. Taldi Guð-
mundur að bændur ættu að færa
Vísnaþáttur
Valdimar Tómasson
þá sem nákvæmast en Bjarni kvað
bændur hafa lítinn tíma til þess og
enn minni áhuga. Guðmundur
mótmælti þessu. Spyr þá Bjarni
hvernig ætti þá að færa ef bóndi
kæmist yfir fé á vafasaman hátt.
„Og hiklaust tekjumegin," svaraði
Guðmundur um hæl. Þá kvað
Bjarni:
Nákvæmt allt mitt uppgjör sé
eignin mæld og vegin
en mundu að illa fengiö fé
færist tekjumegin.
Bjarni og Sigurður búnaöarmála-
stjóri voru eitt sinn saman í klefa
á skipi en vínföng voru geymd í
skáp einum þar inn af. Var Sigurð-
ur að aðstoða sjóveikar konur þar.
Sagði skipstjóri í gamni við Sigurö
að hvorki væri víni né konum
óhætt fyrir honum og yrði hann
því settur í land í næstu höfn nema
aö Bjarni vildi ábyrgjast hann.
Svaraði Bjarni því svo:
Sigga halda fæstir frá
flöskum eða konum.
Ég skal taka ábyrgð á
öllu nema honum.
Gísli Jónsson alþingismaður
kvað eitt sinn nokkuö fast að orði
í ræðu. Var hann þá spurður hvort
hann talaði fyrir hönd síns flokks.
Kvað hann svo ekki vera heldur
talaði hann fyrir hönd skynsem-
innar. Þá orti Bjarni:
Þar gekk einn fram ófeiminn
ávarpaði hina
ekki fyrir flokkinn sinn
en fyrir skynsemina.
Afnot af íbúð
í Davíðshúsi, Akureyri
Eins og áður hefur komið fram gefst fræðimönnum og lista-
mönnum kostur á að sækja um 1-6 mánaða dvöl í lítilli
íbúð í Davíðshúsi til að vinna að fræðum sínum eða listum.
Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um
afnot af íbúðinni árið 1996 renni út 15. september nk.
Umsóknir ber að senda til Akureyrarbæjar, c/o Ingólfur
Ármannsson menningarfulltrúi, Strandgötu 19 b, 600 Ak-
ureyri.
Nánari upplýsingar á skrifstofu menningarmála, sími 462
7245.
Matgæðingur víkuimar___________________________dv
Kjúklingarétt-
ur frá Hollandi
„Ég ákvað að bjóða upp á uppá-
haldsmat dætra minna, þær eru
miklir sælkerar en er einnig annt
um hvað þær borða. Þessi kjúkl-
ingaréttur hefur fylgt mér frá því
ég var barn og kemur frá föður
mínum sem bjó í Hollandi og var
með filippíska heimilishjálp. Mikill
hvitlaukur er í þessari uppskrift
og var það stundum til vandræða
á meðan íslendingar borðuðu ekki
hvítlauk en það hefur nú breyst,
sem betur fer,“ segir Hildur Sveins-
dóttir, félagsráðgjafi hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkur og mat-
gæðingur vikunnar.
Hildur segist hafa verið mjög
dugleg hér áður fyrr að prófa nýja
rétti en sé orðin frekar löt við það
nú orðið. „Dætur mínar, Eva
Bryndís, Ásthildur og Þóra, eru
duglegar í eldhúsinu, sérstaklega
ef um pastarétti er að ræða,“ segir
Hildur.
Eista dóttir hennar, Eva Bryndís,
er laganemi en hinar tvær þekktar
íþróttakonur og aö sögn Hildar
vandlátar á hvað þær setja ofan í
sig. En þá er það uppskriftin:
Adopo
1 kjúklingur
1/2 bolli Kikkoman sojasósa
1/4 bolli vínedik
3 lárviðarlauf
1 hvítlaukur
10 hvít piparkorn
1/2-1 kjúklingateningur
hnetuolía eða ólífuolia til steiking-
ar (salt og pipar eftir smekk en
Hinhliöin
Hildur Sveinsdóttir er matgæöing-
ur vikunnar.
sojasósan er sölt þannig að salt er
oftast óþarft).
Kjúklingurinn er brytjaður niður
og lagður í sojasóuna og edikið
ásamt mörðum hvítlauknum. Látið
bíða í um þaö bil eina klukku-
stund. Þá er kjúklingurinn steiktur
í olíunni þar til hann verður fallega
brúnn. Allt látið í pott ásamt legin-
um sem kjúklingurinn var marin-
eraður í, piparkornunum, lárviðar-
laufi og kjúklingateningi og soðið í
45 mínútur.
Ef uppskriftin er margfölduö þá
ráðlegg ég hálfan hvítlauk fyrir
hvern aukaskammt.
Með þessu eru borin fram hrís-
grjón og hrásalat, einnig mæli ég
með rætunni sem hún Steinunn
var með í síðasta blaði. Ég er með
sérvisku varðandi hrísgrjónin og
nota því helst þau tælensku úr
Blómavali.
Uppáhaldsostakaka íjölskyld-
unnar er frá samstarfskonu minni,
Sólveigu Jónsdóttur sálfræðingi,
aðeins breytt þó.
S'\
Ostakaka
400 g rjómaostur
250 g skyr
1/3 bolli sykur
3 tsk. vanilludropar
1 peli þeyttur rjómi
Osti, skyri, sykri og vanilludrop-
ar hrært vel saman og þeyttum
rjómanum bætt varlega út í.
Botn
1 2/3 bolli hafrakexmylsna
7 msk. brætt smjör
5 msk. sykur
100 g Siríus suðusúkkulaði (brytj-
að).
Þessu er blandað saman og sett í
botninn á formi.
Ostaskyrblandan er sett ofan á
og látin bíða í ísskáp svolítinn tíma.
Áður en borið er fram er sett týtu-
berjasulta yfir frá Den gamle fabrik
eða sólberjasulta.
Hildur ætlar að skora á æskuvin
sinn, Sigurð Árnason krabba-
meinslækni, að vera næsti mat-
gæðingur en hún segir að hann sé
besti kokkur sem hún viti um.
Aldrei á ævinni
fengið sumarfrí
- segir dr. Gunnar Lárus Hjálmarsson úr hljómsveitinni Unun
„Alltaf þegar ég hef lesið „Hina
hliöina" í Helgarblaöi DV hef ég
ímyndað mér að ég væri í sporum
þess sem sýnir á sér hina hliðina.
Ég var því ekki seinn á mér að segja
já þegar blaðamaður DV spurði
mig aö því hvort ég væri til,“ sagði
Gunnar Lárus Hjálmarsson, bassa-
leikari í hljómsveitinni Unun.
Flestir sem þekkja til Gunnars
kannast helst við hann undir nafn-
inu „dr. Gunni“.
Fullt nafn: Gunnar Lárus Hjálm-
arsson.
Fæðingardagur og ár: 7. október
1965.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Engin, ég nota Hreyfil og
strætó.
Starf: Plötusali og poppari.
Laun: Yfir hungurmörkum.
Áhugamál: Notkun skilningarvita.
Hefur þú unnið í happdrætti eða
lottói? Já, minnsta vinning í HHÍ
og 3 rétta í lottói.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að sinna frumþörfum líkam-
ans.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér leiöast svo eldhúsverkin.
Uppáhaldsmatur: Spergill og tún-
fiskur.
Uppáhaldsdrykkur: ískalt krana-
vatn.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur i dag? Grímur Atlason
Gunnar Lárus Hjálmarsson.
badmintonmeistari.
Uppáhaldstímarit: Film Threat,
Option Private og Húsfreyjan.
Hver er fallegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Heimur-
inn er fullur af fallegu kvenfólki
sem ég get ómögulega gert upp á
milli.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjórninni? Andvígur.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Klónað eintak af sjálfum
mér.
Uppáhaldsleikari: Pee Wee Her-
man.
Uppáhaldsleikkona: Edith Massey.
Uppáhaldssöngvari: Hallbjörn
Hjartarson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Zhír-
inovskíj.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Tinni.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ren &
Stimpy og Simpsons.
Uppáhaldsmatsölustaður/veitinga-
hús: Mokka (kaffi og samloka) og
Grænn kostur (réttur dagsins).
Hvaða bók langar þig mest að lesa?
Ljóðabókina hennar Diddu.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Rás 1.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þessi á
X-inu er fínn og þessi dimmraddd-
aði sem sér um harmoníkuþáttinn
á Gufunni.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður:
Hemmi Gunn er bestur en Bogi er
töff í fréttunum.
Uppáhaldsskemmtistaður/krá:
Kaffi list, 22 og Kaífibarinn eru allt
ágætisbúllur.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Breiða-
blik og QPR.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að skúra gólfið heima
hjá mér.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
hef aldrei á ævinni fengið sumarfrí
en þegar ég fæ frí er það til að fara
að spila einhvers staðar.
Menningarfulltrúi