Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 13
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 13 Sviðsljós Dóttir Jacks Nicholsons á von á sér: Pabbi var steinhissa á fréttunum Jennifer Nicholson, dóttir leikar- ans fræga, Jacks Nicholsons, hefur lagt kvikmyndaframann á hilluna en hún á von á barni í febrúar. Jennifer lék síðast í kvikmyndinni Crossing Guard, auk þess sem hún hefur leik- ið í sjónvarpsmyndum. Unnusti Jennifer er atvinnumaður á segl- bretti. Hann heitir Mark Noríleet og er frá Hawaii. Hann er þremur árum yngri en hún. Systir Marks, Tracy, er vinkona Jennifer og það var ein- mitt hún sem kynnti þau fyrst fyrir sex árum á Hawaii. Vegna aldurs- munarins varð þó aldrei neitt sérs- takt á milli þeirra. Tracy bauð bróður sínum í heim- sókn í tilefni þriggja ára afmæli son- ar síns en hún býr í Los Angeles eins og Jennifer. Mark bauö vinkonunni út og þau voru óaðskiljanleg í tvær vikur. Mark hélt síöan aftur til Hawaii og þau héldu símsambandi. Síðan var ákveðið að þau færu saman til skíða- svæðisins í Aspen þar sem faðir Jennifer á hús. „Það var yndislegur tími. Þremur vikum síðar fór ég til Hawaii og dváldi þar tvo mánuði. Ég ætlaði aldrei að vera svo lengi en það var einmitt þar sem ég komst að því að ég væri ófrísk," segir Jennifer. Þegar Jennifer tilkynnti Mark að hún væri ófrísk varð hann ekkert sérstaklega hrifmn í byrjun enda taldi hann sig ekki tilbúinn til aö takast á við fóðurhlutverkið. Hún var hins vegar tilbúin aö eignast barn enda höfðu þau ekki gert neinar varúðarráðstafanir. „Fjölskylda er mér meira virði en frami í starfi.“ Jennifer segir að þegar hún hafi tilkynnt fóöur sínum símleiðis að hann yrði bráðum afi hafi hann sagt: „Hvað, - ætlarðu að fá þér nýjan hund?“ Ég sagði: „Nei, ég á von á barni.“ Hann varð steinhissa og spuröi hvort ég væri á leið að gifta mig, Ég sagðist ekkert vita það.“ Jack Nicholson á ung börn, Lorra- ine, 5 ára, og Raymond, 3ja ára. „Við grínumst oft með litlu frændsystkin- in og Lorraine hlakkar mikið til að fá lítið barn til að leika viö.“ Volvo 440/460frá 1.488.000 kr. Volvo 850frá 2.388.000 kr. BIFREIÐ SEM ÞU GETUR TREYST Opið laugardag og sunnudag kL 12:00 -17:00 Q BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.