Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
Nær tíræður og býr einn í Haga í Skorradal:
Hlustar manna
mest á útvarp
Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi:
Þórður Runólfsson, bóndi í Haga í
Skorradal, er þjóðkunnur maður.
Hann er viðræöugóður, viðmótið
hressilegt og augsýnilega stutt i
strákinn þó farið sé að styttast í tí-
ræðisaldurinn. Hann er fæddur í
Efri-Hrepp í Skorradal 18. september
1896 þannig að 99. afmælisdagurinn
nálgast. Þórður hefur lifað tímana
tvenna, bæði í eigin lífi sem og sögu
þjóðar og veraldarinnar allrar. Þegar
Island varð lýðveldi árið 1944 var
Þórður kominn hátt á fimmtugsald-
ur. Þegar hann er spurður hvort
hann muni ekki eftir heimsstyrjöld-
unum svarar hann með glettnissvip;
„Hann Ómar Ragnarsson segir það.“
Þórður býr einn í Haga. „Öskar
sonur minn er í Reykjavík. Hann er
kominn á ellilaun, enda yfir sjötugt.
Svo er Dóra, dóttir mín, hún er á
Grímarsstöðum." Þóröur er þó ekki
eins einn og ætla mætti. Nágrannar
fylgjast með honum, auk þess sem
sumarhúsaeigendur í nágrenninu
líta til hans af og til.
Minniö í góöu lagi
Svimi og höfuðverkur hefur hrjáð
Þórð undanfarið. „Ég skil ekkert í
því sjálfur að ég skuli ekki hafa tapað
minninu með þessum svimafjanda.
Þegar maöur getur varla staðið á fót-
unum þá er sviminn orðinn aðgangs-
harður," segir Þóröur. Ýmsir telja
að Þórður ætti að leggjast inn á
sjúkrahús til lækninga.
„Sigurður Ólafsson hringdi í mig
fyrir svona mánuði, hann er aðal-
maöurinn við sjúkrahúsið á Akra-
nesi. Hann vildi vita hvort ég hefði
ekki gott af að koma og vera hjá þeim
á spítalanum eins og tjóra daga. Ég
sagði að þaö þýddi ekki nokkurn hlut
enda bæri það ekki nokkurn árangur
að fara út eftir og liggja þar þegar
ég gæti alveg séð um mig hérna
heima.“
Sigurði hefur áöur gengiö betur aö
fá Þórð til að leggjast inn á Sjúkra-
húsið á Akranesi. „Þaö eru nú nokk-
uð mörg ár síðan. Það var Arnþór,
sem er nýlega látinn, sem hringdi og
sagði:
„Afi, viltu ekki að ég komi upp eft-
ir og fari með þig út á Akranes?" Ég
afþakkaði það en eftir fáar vikur
hringdi Sigurður Ólafsson og spurði
hvort ég vildi ekki að þeir, hann og
Ari (Jóhannesson yfirlæknir), kæmu
að sækja mig. Þá gat ég einhvern
veginn ekki neitað því úr því ég var
búinn að neita Arnþóri. Ég sagði við
Sigurð að það væri líklega best að
þiggja það. Síðan fór ég út eftir og
var þar líklega einar þrjár vikur. Ég
hafði áður dottið niður eins og skot-
inn en eitthvað var hægt að slá á þaö
- en svo ekki meir. Læknunum hefur
ekki tekist að fjarlægja þennan
svima sem sækir svo mikið á mig.
Ég hef einnig fundið fyrir máttleysi
með svimanum og það fer verst með
mig. Ég má vara mig með orfiö og
ljáinn," segir Þóröur en er fljótur að
vinda sér yfir í aðra sálma.
„Sáuð þið þetta sem hann Ómar
setti í Sjónvarpið? Steinn Guð-
mundsson, skólastjóri Iðnskólans,
hringdi til mín og sagði að menn
hefðu verið hrifnir af þessu innskoti.
Ég sagði honum að Ömar væri nú
enginn óvaningur. Hann er oft búinn
að koma í sjónvarp með sína þætti.
Þetta var í sjöunda skipti sem hann
heimsótti mig. Ég fór með orfið hérna
„Það ber ekki nokkurn árangur að fara á sjúkrahus," segir Þórður Runólfs-
son sem verður 99 ára i næsta mánuði en hefur fundið fyrir máttleysi og
svima að undanförnu.
upp á tún með honum. Það var nú
aðalerindið, fannst mér, aö fá mig til
þess að nota orf og ljá. Þetta er fariö
að verða alveg úr móð. Vélamenn-
ingin tekur öll verk af gamla laginu."
Kærirsigekki
um sjónvarp
Þórður sá ekki sjálfan sig í sjón-
varpinu enda hefur hann aldrei verið
með sjónvarp og kærir sig ekkert um
það. Hins vegar segist hann hlusta
manna mest á útvarpið og þá á rás 1.
„Ég hef aldrei haft neinn hug á að
fá sjónvarp. Ætli það sé ekki vegna
þess að þegar sjónvarpið byrjaði
hafði ég útvarpið og heyrði viðtal við
bónda sem hafði fengið sér sjónvarp.
Hann sagðist hafa fariö að heiman
en konan hugsað um búið á meðan.
Eitthvað var af börnum á bænum og
skildi hún þau eftir hjá sjónvarpinu
meðan hún mjólkaði kýrnar. Þegar
hún kom frá verkunum kom 6 ára
sonur hennar í fangið á henni. Hún
spurði hvernig stæði á því að hann
væri ekki að horfa á sjónvarpið. Þá
hafði drengurinn svarað því til að
aðeins hefði verið búið að drepa
Córa. Þetta fór í taugarnar á mér og
hefur aldrei farið úr þeim aftur. Þetta
sagði barn sem aldrei hafði haft neitt
af sjónvarpi að segja. Ég get aldrei
Þóröur býr einn en bændur á næstu
býlum og sumarhúsaeigendur fylgj-
ast vel með honum.
gleymt þessu.“
Þórður hefur nánast allt sitt líf
búið í Skorradal, fyrst í Efri-Hrepp,
eða þar til foreldrar hans fluttu að
Hálsum í Skorradal, en þá var hann
enn barn að aldri. Eitt ár bjó Þórður
á Draghálsi í Svínadal en flutti þaðan
að Haga og hefur búið þar síðan,
samtals í 72 ár. Þegar hann tók við
jörðinni hét hún Svangi en hann
breytti nafninu í Haga. „Þetta nafn,
Hagi, hefur mér reynst ágætt,“ segir
hann. Áður hafði Þórður verið
vinnumaður í Skorradal, 4 ár á
Efstabæ hjá Sveinbirni Björnssyni
og 4 ár á Fitjum hjá Stefáni Guð-
mundssyni. En Þórður fór ungur að
vinna fyrir sér.
„Þegar ég var 11 ára var mér ofauk-
ið heima. Eldri bræður mínir tveir
voru alveg nógu duglegir að aðstoöa
pabba við heyskapinn. Það talaðist
þannig til að ég færi að Vatnshömr-
um til Jóns og Sigríðar. Ég átti að
sitja yfir 55 ám. Það þótti víst alveg
ótrúlegt að láta svona ungan- strák
sitja yfir 55 ám. Jæja, ég fór að Vatns-
hömrum og sat yfir ánum í þrjá daga.
Ég var grenjandi alla dagana, óham-
ingjusamur yfir að vera sendur úr
foreldrahúsum. Hjónin komu sér
saman um að svona gæti þetta ekki
gengið. Jón bóndi hafði á sér misjafnt
orð og svo haföi vist verið frá fyrstu
tíð.
Karlinn kom til mín og sagði:
„Þórður, nú vandast málið. Ef þú
ferð hef ég engan til að hugsa um
ærnar og þá er engin leið fyrir mig
að ná ánum í kvíar til að mjólka
þær.“ Hann átti sex tamda hesta en
þá var venjan að hestar væru tamdir
að sumrinu enda mikið notaðir viö
heyskapinn. Hann átti bleikan hest,
sex vetra gamlan, alveg sérstakan
^ifiest sem ég gleymi ekki meðan ég
lifi. Og karlinn sagði: „Nú máttu taka
hvern hestinn sem þú vilt en það er
bara til að þú náir ánum og komir
þeim í kvíar að kvöldinu til að hægt
sé að mjólka þær. Og ef þér tekst
þetta ætla ég að gefa þér fallegt lamb
í haust.“
Hvernig heldurðu að hafi nú farið
um mig, svona smástrák, frá fátæku
heimili, að eiga von á fallegu lambi?
Ég var nú víst fæddur með að vera
mikiö fyrir sauðfé.
Sumarið leið og mér gekk vel að
koma ánum í kvíarnar sem reyndar
þótti með eindæmum en hestarnir
þurftu oft að hlaupa hratt.
Um haustið var farið á markaðinn
fram á Grund (í Skorradal). Jón á
Vatnshömrum fór með fráfæring og
eitthvað af dilkum því hann átti ein-
ar 50 ær meö dilkum. Hann kom við
á Hálsum en pabbi var ekki heima.
Jón skildi þó eftir lambhrút sem
hann sagði að ég ætti að eiga. Þetta
þótti óvenjulegt af karlinum en hann
þótti alltaf dálítið sérkennilegur. Ég
hef þó ekkert nema gott um hann að
segja. Ég fékk þarna úrvals fallegan
lambhrút."
Gekk slasaður hátt
í 40 kílómetra
Þórður slasaðist töluvert á vinnu-
mannsárum sínum, brenndist og
brotnaði á hendi og þurfti aö ganga
langa leið til læknis í Stafholtsey.
Þangaö eru milli 30 og 40 kílómetrar
frá Fitjum og liggur leiðin yfir háls.
„Ég var eitt sinn á Fitjum að
höggva hrís en það var mikið brennt
af því. Þá kom Jóhann Jóhannsson,
sem var í Vatnshorni, til mín, vopn-
aður byssu. Hann var á leið í rjúpu
og vildi fá mig með, sem honum
tókst.
Viö lögðum af stað inn í skóginn
og alla leið upp á Stórafell. Þar lét
hann mig fá byssuna. Ég var vanur
skotveiöi og hafði leyfi hjá Stefáni.
Ég mátti skjóta rjúpu og eiga það sem
ég gæti komið í verð. Það kom alltaf
bátur á Hrafnseyri vikulega og ef ég
gæti komið rjúpu í hann var hægt
að koma henni í verð. Við héldum
af stað í skotveiðina en ég hefði aldr-
ei átt að fara.
Þegar ég ætlaði að skjóta kom í ljós
aö pinninn hafði frosið á byssunni
þannig að þegar ég hleypti af fóru
höglin fram úr byssunni en púðrið
aftur. Ég brenndist heilmikið á ann-
arri hendinni. Ég varð síðan að fara
niður að Staíholtsey fótgangandi.
Ég gekk út að Háafelli og fékk fylgd
þar. Þegar ég var kominn niður að
Skarði varð ég að leggjast niður því
ég gat ekki gengið lengur. Ég hélt þó
áfram niður að Skálpastöðum því
móöursystir mín, Guðbjörg, bjó þar.
Ari Guðmundsson á Skálpastöðum
fylgdi mér niður að Stafholtsey en
þegar þangað kom var Jón Blöndal
læknir blindfullur eins og hann var
oft. Það var alveg dæmalaust að hann
skyldi hafa fengið þetta allt til að
gróa saman. Mig minnir að beinið í
þumalfingrinum hafi verið í tveimur
eða þremur stykkjum.
Ég þurfti síðan að fara þrettán
sinnum til h<ms gangandi. Yfirleitt
var hann fullur en það kom aldrei
til að hann setti í mig ónot. En mikið
vorkenndi ég vesalings konunni
hans, Vigdísi. Ég man að ég fékk
engar góðgerðir meðan ég dvaldi
þar.“
Þórður vann með búskapnum, oft
fullan vinnudag, og þurfti þá að fara
töluverða leið á vinnustað. Vinnu-
dagurinn var því oft langur.
„Ég var í vegavinnu hjá Ólafi á
Þórisstöðum í 20 ár. Ég fór héðan
klukkan 5 og reið yfir að Þórisstöð-
um. Þegar ég kom þangaö var Ólafur
tilbúinn að fara í vinnuna. Ég man
ekki hvenær við hættum, ætli það
hafi ekki verið 6 eða 7 á daginn.
Stundum kom fyrir að ég fór í flag
eða eitthvað þegar heim kom og var
þá fram undir klukkan 12 að vinna.
Svona voru nú búskaparárin hjá
mér.
Seinna vann ég átta ár við skóg-
ræktina á Stálpastöðum. Þá reri ég
alltaf inn á morgnana á bátnum og
svo heim á kvöldin. Þá varð ég nátt-
úrlega alltaf að vinna heima á kvöld-
in.
Búið að eyðileggja
veiðina í vatninu
Ég átti góðan bát og stundaði veiði
í vatninu á meðan eitthvað gafst. Nú
veiðir maður varla handa tveimur í
soðið. Virkjunin er búin að eyði-
leggja þetta fyrir manni, ekki nokkur
vafi. í fjöldamörg ár notaði ég síldar-
vörpudrasl í net, það var fyrir tíma
nælonsins, en þá réð ég ekkert við
silunginn sem nóg var af.“
Þórður býr enn með skepnur þó
hann sé orðinn þetta aldraður.
„Ég var með á milli 20 og 30 kindur
í vetur. Einnig á ég 5 eða 6 lömb.
Kunningjar mínir, Björn á Snartar-
stöðum og Gísli á Fossum, hann hef-
ur verið mér allra manna hjálpsam-
astur, hafa geymt lömbin til að spara
mér að sækja vatn á daginn handa
þeim. Ég hef aldrei sótt fullorðinni
kind vatn og hefur mér þó tekist
manna best að fóðra. Þaö gerir beitin
hér, hún er alveg framúrskarandi.
Mínir dilkar hafa alltaf verið væn-
ir,“ segir Þórður Runólfsson og lætur
hvergi deigan síga þó aldraður sé.