Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 24
24
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
/
Þau eru ósköp venjuleg hjón um
fimmtugt, eiga fjögur börn og koma
vel fyrir. Ekkert bendir til þess að
þau hafi átt við mikil vandamál að
stríða. En síðustu ár hafa verið
þeim mjög erfið vegna yngstu dóttur
þeirra. Fjórtán ára fór hún að týn-
ast um helgar, hlutir hurfu af heim-
ilinu, vln sem foreldrarnir áttu
hvarf og að sögn þeirra var stelpan
oft mjög undarleg í háttum þegar
hún lét sjá sig heima. Þau reyndu að
tala við hana um þetta en ekkert
gekk. Stelp an þvertók fyrir að hún
væri í einhverri neyslu. En hún var
farin að líta mjög illa út. Einkunnir
hennar í skóla hröpuðu niður úr
öllu valdi, hún hljóp út úr tímum og
var í alla staöi mjög erfið bæði
heima fyrir og í skólanum. í lokin
var hún hætt að mæta í skólann.
„Hún var mikið hjá sálfræðing-
um á þessum tíma,“ segir móðir
hennar. „Hún var mjög ör í skapi og
átti við agavandamál að stríða. Þeg-
ar vínið bættist við fyrir um tveim-
ur árum, þegar hún var á fjórtánda
ári, versnaði allt til muna. Það var
hræðileg upplifun þegar hún lét sig
hverfa i nokkra daga. Við vissum
ekkert hvar hún var og gátum lítið
gert. Það gekk ekkert að tala við
hana. Hún æsti sig upp og svaraði
okkur fullum hálsi og venjulega
endaði allt í hávaðarifrildi."
Lifðum í
stöðugum ótta
„Helgamar voru virkilega erfiðar
fyrir okkur,“ segir móðirin. „Á
föstudögum beið maður eftir hvort
hún kæmi heim úr skólanum og í
Rætt er um að loka meðferðarheimili unglinga, Tindum. Margt ungt fólk hefur fengið hjálp þar eins og meðfylgj andi
viðtöl sýna. Mynd þessi er þó óviðkomandi viðtölunum og samsett á DV.
DV-tölvumynd ÞÖK
heim af hræðslu við að einhver
kæmist að því hvernig ástandið
var,“ segir faðirinn. „Við einangr-
uðum okkur og fórum aldrei neitt.
En með hjálp prógrammsins á Tind-
um fórum við að þora að opna okk-
ur örlítið og tala um vandamálið.
Hægt og rólega gerðum við okkur
grein fyrir að við þyrftum ekkert að
skammast okkar fyrir að senda
barnið okkar í meðferð. Það hjálp-
aði okkur mikið að vita að við vor-
um ekki ein um þetta vandamál.
Það voru fleiri sem áttu við þetta
vandamál að stríða. Og það var al-
veg meiri háttar að geta loksins tal-
að um hvemig okkur hafði liðið all-
an þennan tíma og þurfa ekki að
setja upp einhverja grímu og frosið
bros. Ég get sagt að núna þegar ég
brosi meina ég það virkilega. Og ef
mér líður illa þá sýni ég það. Til
hvers að vera að fela tilfinningar
sínar, byrgja þær inni þangað til
maður springur? Samkvæmt
prógramminu er nauðsynlegt að
fara að hugsa um sjálfan sig á nýjan
leik. Ef manni líður ekki vel er mað-
ur alls ófær um að hjálpa öðrum og
gerir jafnvel illt verra."
Hrikalegt að
loka eigi Hndum
„Sumarið hefur verið frekar
sveiflukennt hjá dóttur okkar,“
segja þau. „Stundum virðist hún
detta í sama gamla farið. Hún nær
sér þó alltaf upp aftur en á heildina
litið er þetta vægast sagt allt annað
líf. Hún hefur gjörbreyst, er miklu
rólegri og það er loksins hægt að
tala við hana. Nú er hún á leið í
Foreldrar stúlku sem lenti í fíkniefnavandamálum:
Við lifðum í
stöðugum ótta
hvernig skapi hún væri. Myndi hún
láta sig hverfa þessa helgina? Ég
vakti oft heilu næturnar og beið eft-
ir að síminn hringdi, skíthrædd um
að það yrði hringt frá spítulunum.
Við lifðum í stöðugum ótta. Þetta
var ömurlegt ástand. Vi$ vissum
ekkert hvert við áttum að snúa okk-
ur eða við hvern við áttum að tala.
Ég fór einu sinni niður í bæ og leit-
aði að henni og fann hana klukkan
fjögur að nótfu blindfulla. Þetta var
ömurlegur tími og okkur leið hrika-
lega illa,“ segir móðir stelpunnar.
Að lokum var hún send á fóstur-
heimili úti á landi, fiórtán ára göm-
ul. Þar var hún í hálft ár og líkaði
ágætlega dvölin þar. „Hún sagði
okkur þó að hún hefði drukkið
nokkrum sinnum á meðan á þeirri
dvöl stóð,“ segir faðir hennar. „Það
fór allt í sama farið aftur þegar hún
kom heim. Og gamla vanlíðanin tók
völdin á heimilinu."
„Maður tiplaði á tánum í kring-
um hana og reyndi að gera allt til að
þóknast henni,“ segir móðirin, „allt
til þess að hafa hana góða.“
„Félagsfræðingar og sálfræðingar
bentu okkur á að við mættum ekki
kenna okkur um hvernig farið hafði
en það var erfitt,“ segir faðirinn.
„Við vorum full sjálfsásökunar og
okkur fannst þetta allt saman okkur
að kenna. Okkur fannst við hafa
brugðist henni.“
Fj ölskyldu vandamál
sem enginn
mátti vita um
Síðastliðinn vetur fór hún í nokk-
ur viðtöl við ráðgjafa sem vinnur á
Tindum. í framhaldi af því var
ákveðið að hún færi í áfengismeð-
ferð þar. Meðferðin þar var erfið og
hún strauk nokkrum sinnum en
kom þó alltaf aftur. Hún lauk fullri
meðferð og flutti síðan á áfanga-
heimili og var þar út skólaárið. Hún
flutti svo heim aftur nú í vor.
„Það var erfið ákvörðun að senda
hana í meðferð á Tinda," segir móð-
irin. „Okkur fannst eins og við vær-
um húin að stimpla hana alkó-
hólista fimmtán ára gamla. En eitt-
hvað þurfti að gera. Það var ekki
hægt að lifa við þetta lengur.“
Á meðan stelpan var í meðferð
tóku foreldrar hennar fullan þátt í
fiölskylduprógramminu. „Ég sæti
ekki hér í dag ef ég hefði ekki tekið
þátt í þessu fiölskylduprógrammi,“
segir móðirin, „því þetta prógramm
hefur hjálpað mér alveg rosalega
mikið. Það var komið þannig fyrir
mér að ég var hætt að tala við
nokkurn mann. Þetta var fiölskyldu-
leyndarmál og enginn mátti komast
að því. Á yfirborðinu sýndist allt
slétt og fellt, maður brosti og lét
eins og allt væri í himnalagi. Á
sama tíma var maður með stöðugan
kvíöahnút í maganum, titrandi og
skjálfandi," segir móöirin. „Við
veigruðum okkur við að taka gesti
áframhaldandi nám sem er alger-
lega hennar ákvörðun.“
„Okkur finnst alveg hrikalegt að
það eigi að loka Tindum," segir fað-
ir inn. „Það er fullt af fólki, bæði
börnum og foreldrum, sem þurfa á
þessari hjálp að halda. Ég skil ekki
af hverju á að loka þama. Þetta
virðist vera einhver samkeppni um
peningana en á endanum bitnar
þetta á börnunum okkar.
í lokin vil ég benda á að það er
búið að stofna Alanon-deild fyrir
foreldra og aðstandendur barna með
vímuefnavandamál. Deildin er til
húsa í Hallgrímskirkju og er fundur
haldinn einu sinni í viku, klukkan
fimm á laugardögum."