Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Side 25
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
25
Langaði virkilega að
hætta þessu rugli
- segir ung stúlka sem var langt leidd í vímuefnaneyslu
„Ég byrjaði að drekka fyrir Qór-
um árum, þrettán ára gömul,“ seg-
ir hún. „Til að byrja með drakk ég
sjaldan og lítið. Nokkru seinna datt
ég svo í þaö. Það var alveg hrika-
legt. Ég varð blindfull og lá ósjálf-
bjarga niðri í bæ. Ég man voða lítið
eftir því. Mér leið ógeðslega illa
daginn eftir en samt lét ég eins og
það hefði verið rosagaman þegar
ég var spurð.
Tveimur eða þremur mánuðum
seinna byrjaöi ég að taka sjóveiki-
töflur. Ég var með vinkonu minni
og við tókum fimm töflur hvor.
Mánuði seinna var ég hætt að
mæta í sumarvinnuna og tók sjó-
veikitöflur á hverjum einasta virk-
um degi en um helgar datt ég í
það. Það var svo skrýtið að mér
fannst víman ógeðsleg en samt hélt
ég þessu áfram. Ég gat ekki hætt.
Ég og vinkona mín töluðum oft um
að hætta þessu en næsta dag vorum
við aftur komnar í vímu.“
Hún segir það hafa verið lítið mál
að útvega sjóveikitöflurnar og þá
sérstaklega í einu apóteki í mið-
bænum. „Við gátum keypt eins
mikið af sjóveikitöflum og viö vild-
um,“ segir hún. „Afgreiöslufólkið
virtist ekkert gruna, jafnvel þó að
við færum oft inn sama dag.“
Þetta haust hætti hún að nota sjó-
veikitöflurnar á virkum dögum og
fór að nota þær um helgar ásamt
áfengi. Þá tók hún tíu töflur og
drakk mikinn landa með. „Eitt sinn
var ég í partíi uppi í Breiðholti og
hafði drukkið mikið. Þá tók ég átta
eða níu sjóveikitöflur og fór í al-
gjört „blackout". Þegar ég rankaði
við mér var lögreglan að fara með
mig út í bíl. Þeir keyrðu mig kol-
ruglaöa á spítala en þá var víst
orðið of seint að dæla upp úr mér.
Eitrið var komið út í blóðið. Þar
var ég látin drekka einhverja
svarta ógeðslega mixtúru sem átti
að eyða eitrinu úr líkamanum. Ég
var veik í marga daga á eftir og líð-
anin alveg ömurleg. En svo kom
næsta helgi og ég gerði nákvæm-
lega sama hlutinn aftur. Ég veit
ekki hvað var að mér,“ segir hún
hugsi á svip.
Innbrot og þjófnaðir
Þegar líða tók á veturinn fór hún
að umgangast eldri krakka sem
reyktu mikið hass. „Ég leit upp til
þessara krakka og fannst þetta
vera töff lið. Ég kom alltaf of seint
heim, ef ég þá á annaö borð lét sjá
mig. Það var oft riflst heima og
stundum slegist en ég notaði þá
venjulega tækifærið og lét mig
hverfa í einhverja daga. Eg fór ofsa-
lega illa með mömmu. Við náðum
ekkert saman og áttum erfltt með
að umgangast hvor aðra. Síðustu
tvær vikurnar áður en ég fór í
meðferð á Tindum voru hreint út
sagt ömurlegar. Ég bjó á götunni
ásamt félögum mínum. Við brut-
umst inn í tómar íbúðir á nóttunni
til að fá svefnpláss og stálum bílum
á daginn.
Þegar ég kom heim sagði mamma
mér að hún hefði pantað pláss á
Tindum en ég var ekkert á því að
fara þangað, stakk mömmu af og
hitti liðið niðri í bæ. Við rændum
tveimur bílum og svo byrjaði eitt
allsherjar sukk. Eg man mjög lítið
eftir þessari helgi, nema hvað mér
leið ógeðslega illa. Það kom að því
að lögreglan náði okkur og ég var
keyrð beint upp á Tinda.
Eg gerði mér ekki grein fyrir því
að ég væri kominn á Tinda fyrr en
eftir tvo-þrjá daga. Ég svaf meira
og minna fyrstú dagana þar. En það
var sjokk að vera komin þangað.
Ég var ekkert sátt viö að hætta að
drekka fjórtán ára gömul. Fyrst var
erfitt að ná sambandi við mig. Ég
var annars hugar og átti erfltt með
að einbeita mér. En hægt og rólega
fór ég að opna mig og vinna verk-
efnin og fór að kynnast krökkunum
þarna. Það var erfltt að vera á
Tindum en um leið mjög gott. Ég
fann fyrir miklu öryggi og starfs-
fókið var alveg frábært.“
Vorkennir fíklum
„Ég kláraði fulla meðferð en náði
ekki að vera edrú nema tvær vik-
ur. Ég fór að umgangast gömlu
neyslufélagana mína og datt sam-
stundis inn í gamla ruglið aftur.
Ég reykti mikið hass og prófaði
einnig „spítt'* og sýru. Það var
ömurleg upplifun. Sem betur fer
varaði þetta tímabil ekki nema í
stuttan tíma og ég fór aftur á Tinda
og þá e.t.v. með réttu hugarfari.
Mig langaði virkilega að hætta öllu
þessu rugli og fara að lifa eðlilegu
lífi.
Nú eru liðin tvö ár frá því ég út-
skrifaðist úr þeirri meðferð og hef
verið edrú síöan. Líflð hefur ekki
verið dans á rósum þessi tvö ár.
Ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa
líflnu án vímugjafa. Sem betur fer
er sérstök eftirmeðferð fyrir þá sem
koma úr meðferð á Tindum og
hjálpaði hún mér mjög mikið. Þar
heldur maður t.d. sambandi við
krakkana sem voru méð manni í
meðferð. Ég bý hjá mömmu og
samband okkar er allt annað og
betra. Við getum talað saman og
hún er farin að treysta mér aftur.
Það er miklu skemmtilegra að
vera edrú en vímaður - það er ekki
spurning. Stundum þegar ég fer í
bæinn og sé þrettán fjórtán ára
krakka á fylliríi líður mér illa. Ég
vorkenni þessum krökkum ef þeir
þurfa að ganga í gegnum þaö sama
og ég gerði. Það eru margir krakk-
ar sem þurfa á meðforð að halda
og því finnst mér ofboðslega leiðin-
legt að það eigi að loka Tindum.
Þar fékk ég lífið aftur og það væri
sorglegt ef þessir krakkar fá ekki
sama tækifæri og ég.“
Setti hvað sem var ofan í mig
Hann er tuttugu og eins árs og byrj-
aði að drekka tólf ára gamall.
Drykkjan varð fljótt vandamál hjá
honum og fjórtán ára kom oft fyrir
að hann drykki föstudaga, laugar-
daga og jafnvel sunnudaga. Svo fór
mánudagurinn eða fimmtudagurinn
að bætast við. „Ég var orðinn æði
skrautlegur," segir hann og brosir.
Fimmtán ára leiddist hann út í
flkniefni og ekki leið á löngu þar til
hann fór að reykja hass daglega.
„Mér leið orðið ansi illa,“ segir hann.
„Það komst lítið annað að en að vera
í vímu. Ég bjó hjá ömmu og afa því
samband mitt við mömmu og stjúpa
var mjög stirt. Pabba kynntist ég
ekki fyrr en ég var þrettán ára. Því
má segja að ég hafi mestmegnis alist
upp hjá gömlu hjónunum. Ég fór
mjög illa með þau, sérstaklega eftir
að ég kynntist fíkniefnunum. Ef ég
var ekki undir áhrifum var ég gjöri
samlega brjálaöur í skapinu og bitn-
aði það mikið á þeim. Svo átti ég það
til að hverfa heilu helgarnar og
stundum heilu vikurnar og kom það
ekki til hugar að láta vita af mér.
Mér var skítsama um allt og vildi
bara fá að vera í friði. Mér leið best
undir áhrifum því þá gat ég losnað
um stund við óþægilegan og grimm-
an raunveruleikann."
Hent út af Vogi
„Þegar ég var íjórtán eða fimmtán
ára heyrði ég orðið meðferð í fyrsta
sinn. Mamma sagði þá að ég þyrfti
að fara í meðferð. Þetta var eftir eina
helgina þar sem lögreglan hafði kom-
iö mér heim eftir slagsmál og fyllirí.
Einnig hafði ég búið í Rauða kross-
húsinu á þessum tíma og þar hafði
ég hitt krakka sem hætt höfðu
neyslu.
Sextán ára fór ég inn á Vog en var
fljótlega hent þaðan út. Ég passaði
einhvern veginn ekki inn í hópinn. í
fyrsta lagi var ég langyngstur og mér
fannst vera litið á mig sem einhvern
krakka sem væri ekki búinn að
hlaupa af sér hornin.
Eftir dvölina á Vogi byrjaði ég strax
að dópa mig, lenti upp á kant við fjöl-
skylduna og var rekinn að heiman.
Ég var mikið í Rauða kross-húsinu
og kynntist meðal annars fólkinu í
útideildinni. Það kom mér í samband
við ráðgjafa hjá unglingadeildinni.
Hann spurði hvort ég vildi ekki fara
inn á nýja meðferðarstöð sem væri
sérstaklega fyrir yngra fólk. Ég var
einn af þeim fyrstu sem fóru í með-
ferð á Tinda.
Áður en ég fór hafði ég verið í gífur-
legri neyslu, m.a. hassi, amfetamíni,
sveppum og sýru. Ég setti beinlínis
hvað sem var ofan í mig. Því meira
því „betra".
Mér var hent út af Tindum fimm
dögum eftir að ég kom þangað en
hálfum mánuði seinna komst ég aft-
ur inn og kláraði fulla þriggja mán-
aða meðferð.
Það var erfltt að fara af Tindum.
Síðustu dagana var ég kvíðinn,
hræddur við að fara út og takast á
við allt sem beið úti í hinum kalda
heimi. Sem betur fer er sérstök eftir-
meðferð starfandi. Þá hittir maður
ráðgjafa og krakkana sem höfðu ver-
ið með manni í meðferð. Eftirmeð-
ferð Tinda veitti rosalega mikið að-
hald og hjálpaði mér að komast aftur
inn í samfélagið.
Edrú í þrjú ár
Ég hef verið edrú í þrjú ár og lifi
ósköp venjulegu lífi. Ég fer á AA-
fundi til að halda mig við efnið og
þarf að passa mig á öllum vímuefn-
um, hvort sem það er áfengi eða eitt-
hvað annað. Ég lifði í algjöru helvíti
þegar ég var að dópa. Stundum finnst
mér ótrúlegt að ég skuli ekki hafa
fundið fyrir vímuáhrifum síðustu
þrjú árin. Nú hef ég tækifæri til að
gera þá hluti sem mig hefur alla tíö
dreymt um að gera en bjóst aldrei
við að ég gæti gert. Ég flosnaði t.a.m.
úr skóla fljótlega eftir að ég býrjaði
neyslu vímuefna en nú stefni ég á
aö byrja aftur. Tilhugsunin um að
vera nýtur þjóðfélagsþegn en ekki
kolruglaður róni, sem hugsar aðeins
um hvar hann geti reddað næstu
vimu, er bara mjög góð.“
MALNING15-50% GOLFDUKAR 15-50% STÖK TEPPI15%
GÓLFTEPP115-50% FLÍSAR ÚTIOGINNI15-50%
DYRAMOTTUR OG DREGLAR 15-50%
BLÖNDUNARTÆKI15-50%
HREINLÆTISTÆKI15-50%
JK
METRÓ
- miðstöð heimilanna
ouick step pmn 15%
únuós/imuós 15%
OPIÐ ÖLL KVÖLD OG ALLAR HBLGAR
' V
Reykjavík
Málarinn Skeifunni 8
581 3500
T
Reykjavík
Hallarmúla 4
553 3331
Reykjavík
Lynghálsi 10
567 5600
Akureyri
Furuvöllum 1
461 2785 461 2780
Akranesi
Stillholt 16
431 1799
Isafirði
Mjallargötu 1
456 4644