Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 36
14
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
íslensk kona, búsett í Bandaríkjunum síðastliðin 24 ár:
Kom til að taka
þátt í Reykjavík-
urmaraþoni
- sagði Amfríöur Kristjánsdóttir, eina íslenska konan í heilu maraþoni
Maraþonhlauparinn Arnfríður Kristjánsdóttir hefur verið búsett í Bandarikj-
unum í 24 ár. Hún var að vonum ánægð með þau verðlaun sem hún fékk
í hlaupinu. DV-mynd JAK
Það vakti athygli í Reykjavíkur-
maraþoninu að af þeim 10 konum
sem skráöu sig til keppni var aðeins
ein íslensk kona. Hitt vita færri að
íslenski keppandinn, Arnfríður
Kristjánsdóttir Bhasker, hefur verið
búsett í Bandaríkjunum siðustu 24
árin. Arnfríður náði ágætum tíma í
hlaupinu og endaði í þriðja sæti
kvenna og í fyrsta sæti í sínum ald-
ursflokki (40^49 ára).
„Ég kom úr rúmlega 40 stiga hita
í kuldann hér á landi. Mér fannst þó
ekkert sérstaklega kalt í hlaupinu en
rokið gerði manni erfitt fyrir. Ég hef
reyndar aldrei hlaupið erfiðara
uta.usi i m\k
I
Hafið þið einhvern tíma skrökvað
krakkar? Ef þið segið nei, þá eruð
þið örugglega að skrökva. Flestir hafa
skrökvað einhvern tíma, en eins og
þið vitið, þá er það alls ekki fallegt.
Fyrir utan það að alltaf kemst upp
um ykkur fyrr eða síðar þegar þið
hafið sagt ósatt. Allir þekkja eflaust
ævintýrið um hann GOSA, hann var
stundum óheiðarlegur og sagði ósatt,
og-við það lengdist nefið á honum. Við
skulum vona að það sama hendi ykkur
ekki. Krakkaklúbbur DV og Sam-mynd-
bönd efna til litaleiks í tilefni af útgáfu
myndbandsins GOSA.
Litið myndina og sendið inn til okkar
merkt:
Krakkaklúbbur DV.
Gosa-litalelkur
Þverholti 14,
105 Reykjavík
Verðlaunin eru
5 Gosa videospólur
10 Gosa úr
10 Gosa bakpokar
30 Gosa veggspjöld
Síðasti skiladagur er miðvikudagurinn 6. sept.
Dregið verður úr pottinum 7. sept. og hljóta 55
meðlimir glæsileg verðlaun frá Sam-mynd-
böndum. Nöfn vinningshafa verða birt lau-
gardaginn 9. sept. í Krakkaklúbbshorninu.
BJBfBJBJBlBJBJBJBlBlBlBJBlBfBJBlBJBJBlBJBlBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBJBlBJBlBJBlBJBJBJBJBlBJBJBJBl
maraþon á ævinni, enda á versta
tíma hingað til frá því ég byrjaði að
keppa í maraþoni," sagöi Arnfriður
Kristjánsdóttir en tími hennar í
hlaupinu var 3 klst., 45 mín. og 40
sekúndur. Hún fékk fjölda verð-
launagripa fyrir afrekið, 300 dollara
verðlaun og forláta hlaupaskó.
Bleytan til vandræða
„Ég átti samtal við bróður minn,
Kristján, og hann sagði mér aö hann
stefndi á að hlaupa 21 km í Reykja-
víkurmaraþoninu. Ég sagði honum
að ef hann væri til í að hlaupa heilt
maraþon þá myndi ég koma til lands-
ins og hlaupa með honum. Hann var
til í það og þess vegna varð af þess-
ari ferð.
Ég mátti til með að prófa hvernig
væri aö hlaupa maraþon á íslandi
því ég hef hlaupiö viö allt aðrar að-
stæöur hingað til. Rigningin var ekki
svo mikið mál en það var rokið sem
gerði mér erfiðast fyrir.
Besti tími minn hingað til í mara-
þoni er um 3 klst. og 25 mínútur, Þó
tíminn hafi verið frekar slakur nú
gæti ég vel hugsað mér að reyna aft-
ur við maraþon hér á íslandi."
Au pair til
aó læra ensku
yÞegar ég var 17 ára gömul og bjó
á Islandi ól ég með mér þann draum
að læra ensku. Til þess að láta þann
draum rætast ákvaö ég að gerast au
pair-stúlka úti í Bandaríkjunum. Ég
var að vinna á hóteli á þessum tíma
og hafði þá engin áform um að flytj-
ast til Bandaríkjanna, ætlaði bara að
vera í eitt ár þar.
Ég fékk vinnu hjá fjölskyldu sem
bjó í New Jersey og var hjá henni í
7 mánuði. Fjölskyldan fluttist búferl-
um á þeim tima frá New Jersey alla
leið til Albaquerque í Nýju-Mexíkó.
Þar kynntist ég fyrri manni mínum.
Eftir 7 mánaða dvöl ytra kom ég aft-
ur til íslands og var þar í 3 mánuði.
Á þeim tíma gerði ég mér grein fyrir
að ég vildi búa úti í Bandaríkjunum.
Mig langar ekkert sérstaklega til
að flytja heim til íslands aftur en ég
sakna þó alltaf fjölskyldu minnar.
Það er nú fyrst og fremst af því að
' engir íslendingar hafa verið nálægir
þar sem ég hef búið. Síöustu 12 árin
hef ég búið í bænum Socorro sem er
um 70 mílur suður af Albaquerque.
Nýja-Mexíkó er frekar gróður-
snautt en ef farið er til næsta ríkis,
Colorado, er þar mun gróðursælla
og mun líkara því sem gerist á ís-
landi.“
í samtalinu tók blaðamaður eftir
því að Arnfríður þurfti nokkrum
sinnum að hugsa sig um áöur en hún
fann réttu orðin á íslensku.
„Ég er aðeins farin að tapa íslensk-
unni og þarf að hugsa um hvert orð
sem ég segi, enda er enskan orðin
mitt móðurmál. Eina íslenskan sem
ég tala er þegar ég hringi heim til
íslands. Tvö elstu börnin mín skilja
nokkuð í íslensku, enda hafa þau
verið á íslandi sumarlangt."
Heilsugæslu-
stöð og hótel
„Eiginmaður minn er læknir og við
rekum heilsugæslustöð i bænum
Socorro. Það eru ekki einu umsvifm
hjá okkur því við opnuðum, í sam-
vinnu við önnur hjón, Holiday Inn-
hótel í bænum sem er með 80 her-
bergjum. Það gengur mjög vel og
hefur verið nánast fullbókað frá því
að við opnuðum. Ég á tvö börn með
fyrri manni mínum og tvö börn með
núverandi eiginmanni mínum en
hann á eitt fyrir. Það eru því fimm
börn á heimilinu núna, ef börn má
kalla, því þau eru á aldrinum 10-21
árs.“
- Hvers vegna viltu frekar eiga
heima í Bandaríkjunum en á íslandi?
„Það er auðveldara að gera hina
og þessa hluti úti og mun ódýrara
að framfleyta sér. Auk þess hefur
munurinn á veðrinu mikið að segja.
í Nýju-Mexíkó er mjög oft sól en rign-
ingin kemur á ákveðnum tímabilum
og þá rignir mikið. Ég kann miklu
betur við þaö heldur en hið óvissa
veðurlag á íslandi. Hitasveiflur eru
samt miklar í Nýju-Mexíkó og þar
verður nokkuö kalt á veturna. Með-
altal köldustu mánaöa er um 5 gráð-
ur á Celcius og er ekki óalgengt að
snjói þar. Svo er algengt aö hitinn
fari yfir 40 gráður á heitustu mánuð-
um.
Maðurinn minn hefur komið tvisv-
ar hingaö til lands og ferðast heilmik-
ið. Honum fmnst það gaman en hann
getur ekki hugsað sér að flytja hing-
að, til þess er Island allt of kalt. Hann
er vanur miklum hitum, enda af ind-
versku bergi brotinn."
Breyta hlaupaleiðinni
- Varstu ánægð með skipulagningu
Reykjavíkurmaraþonsins?
„Ef ég réði skipulagningunni í
Reykjavíkurmaraþoni myndi ég
breyta hlaupaleiðinni. Það er mjög
leiöinlegt að þurfa að hlaupa tvisvar
sinnum s_ama hringinn. Þaö er þó
kannski ekki hægt aðstæðnanna
vegna því þá yrði sennilega að
hlaupa mikiö í brekkum.
Ég hóf að æfa hlaup fyrir um tveim-
ur og hálfu ári og þetta er fimmta
maraþonkeppnin sem ég tek þátt í.
Ég æfi nokkuð stíft, hleyp 6 daga vik-
unnar en tek mér alltaf frí á sunnu-
dögum.
Þegar ég byrjaði að æfa var þetta
nokkuð erfitt en ég hef 'orðið mjög
gaman af þessu. Ég fer alltaf út að
hlaupa eldsnemma á morgnana,
kortér yfir sex. Ætli ég hlaupi ekki
að meðaltali um 100 km á hverri
viku. Hlaupin gera mér svo sannar-
lega gott. Mér líður mjög vel, hef
meiri kraft til allra verka, gengur
betur að vakna á morgnana og frá
því að ég byrjaði hef ég ekki orðiö
lasin 1 yfir 2 ár. Ég er alveg ákveðin
í að hlaupa þangaö til ég er orðin
áttræð. ^
Ég hef reyndar alltaf verið mikið
fyrir íþróttir þó að stutt sé síðan ég
fór að æfa langhlaup. Ég spilaði fót-
bolta í mörg ár og hef mikið verið á
skíðum, bæði venjulegum og snjó-
bretti.
Ég hleyp annað heilt maraþon í St.
George í Utah þann 7. október en
hljqp fyrr á árinu í Las Vegas. Ég næ
því þremur á þessu ári. Ég stefni aö
því að taka þátt í Boston-maraþoninu
á næsta ári á 100 ára afmæli hlaups-
ins í borginni," sagði Arnfríður.
-ÍS