Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Page 38
46
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
%■
M
Straumur ungs fólks úr landi:
Þolum ekki annan
vetur eins og í fyrra
- segir Magnús Már Sigurðsson trésmiður sem er farinn til Noregs þar sem næg atvinna bíður
„Það eru fjórir mánuðir síðan við
fórum að huga að því að sennilega
væri eini kosturinn fyrir okkur að
leita aö vinna í útlöndum. Afkoman
hefur alls ekki veriö nógu góð. Síö-
asti vetur var mjög erfiður fyrir
iðnaðarmenn yfirleitt og búast má
við að sá næsti verði jafnvel enn
verri. Svo virðist vera aö ekkert sé
að gera i þessari grein nema smá-
ræði á sumrin en síðan virðist
botninn detta úr þessu. Við gætum
ekki þolað annað vetur eins og í
fyrra,“ segir Magnús Már Sigurðs-
son trésmiöur sem hélt til Noregs
í gær þar sem hann hefur fengið
atvinnu. Sambýliskona hans, Eyr-
ún Eyþórsdóttir, bíður í starthol-
unum meðan húsnæði er fundið og
vonast til að innan mánaðar geti
hún einnig flutt út með barnið,
búslóð og bíl.
Eyrún og Magnús eru ein af þeim
fjölmörgu ungu hjónum sem hafa
gefist upp á lífsbaráttunni hér á
landi og ætla að reyna fyrir sér
annars staðar. Fjölmargir kunn-
ingjar þeirra, allir úr stétt iönaðar-
manna, eru þegar farnir utan. All-
nokkrir til Noregs en einnig til
Danmerkur og Þýskalands. Aðrir
kunningjar eru að hugleiða flutn-
ing en ætla fyrst að sjá hvemig
vinunum vegnar á erlendri
grundu.
Landflótti ungs fólks
Um það hafa verið fróttir að und-
anförnu að stórir hópar af iðnaðar-
og flskvinnslufólki hafi farið utan
í atvinnuleit. Skipafélögin hafa
fengið á milli fimmtíu og sextíu
fyrirspurnir um búslóðaflutninga í
hverri viku og muna ekki eftir öðru
eins. Þessi flótti frá landinu er ákaf-
lega slæmur fyrir þjóðfélagið því
reynslan hefur kennt íslendingum
að þegar heilu fjölskyldurnar fara
utan kemur aldrei nema hluti
hennar til baka aftur. Þetta er fólk
sem íslendingar eru búnir að ala
upp og mennta og þess vegna sorg-
legt að sjá á eftir því til útlanda.
ísland, þetta fámenna land, hefur
ekki efni á að missa allt þetta unga
fólk.
Magnús Már segir aö þó atvinnu-
ieysið sé versti hlutinn þá séu laun-
in, ef vinna gefst, það lág aö von-
laust sé fyrir ungt fólk, sem er að
koma þaki yfir höfuðið, að ná end-
um saman. Magnús og Eyrún festu
kaup á nýrri lítilli íbúð í Grafar-
vogi og töldu sig vel getá ráðið við
afborganir af henni. Hins vegar
hafi vinna dregist svo mikið saman
á síðasta ári að nær vonlaust var
fyrir þau að standa í skilum. Þau
hugðust reyna að selja íbúðina en
þá kom í ljós að fasteignasala er
lítil sem engin. Nú hafa þau leigt
íbúðina og telja að með því geti hún
rekið sig sjálf.
„Ef maður vill vinna sjálfstætt
sem atvinnurekandi er áhættan
mjög mikil þar sem langur tími
getur liðið milli verkefna. Þegar
maður vinnur hjá öðrum eru laun-
in svo lág að engin leið er aö lifa
af þeim,“ segir Magnús.
Litlar framkvæmdir
„Ég fann fyrst fyrir þessu ástandi
í fyrravetur. Allir halda að sér
höndum og litlar framkvæmdir eru
Buslooin er komin ofan í kassa og bíður þess að verða flutt til Noregs. Magnús er þegar kominn til Noregs og Eyrún fer með barnið á næstu
dögum þegar húsnæði verður klárt. Þau eru bara ein af fjölmörgu ungu fólki sem er að yfirgefa landið. DV-mynd JAK
í gangi. Ef næg atvinna hefði verið
hér á landi væri maður ekki á leið
úr landinu og þá hefði verið auð-
velt fyrir okkur að borga af íbúö-
inni og lifa.“
Magnús segir að það séu ungu
iðnaðarmennirnir sem eru að ílýja
landið, hinir eldri þola frekar áfall-
ið. Hann segir að það sé auðvelt að
fá vinnu annars staðar, atvinnutil-
boðin hafa streymt til hans á und-
anfömum dögum.
Magnús hafði sent flestum at-
vinnumiðlurum á Norðurlöndum
fyrirspumir og einnig hafði hann
samband við íslending sem starfar
við uppbyggingu í A-Þýskaiandi.
Sá aðili hafði fengið atvinnubeiöni
frá nokkrum íslendingum en þar
sem dróst að hann svaraði um-
sóknunum voru allir þeir menn
sem óskuðu eftir vinnunni farnir
úr landi þegar hann hafði samband
og komnir í vinnu annars staðar.
Magnús hafði þá einnig fengið at-
vinnutilboð frá Noregi. „Eg hef
fengið jákvæð svör frá öllum aðil-
um sem ég sendi til,“ segir hann.
Um það hefur verið rætt að svo
margir iðnaðarmenn séu þegar
farnir úr landi að á sumum stöðum
á landinu hafi skapast vandræði
vegna þess. Magnús segist hafa
heyrt þetta og telur að ástandið eigi
jafnvel eftir að versna enn.
Næg vinna í Noregi
Það var í gegnum kunningja sinn
sem Magnús fékk vinnuna í Ósló.
Þar er mikill uppgangur og mörg
atvinnutækifæri. Hann mun starfa
við byggingu í miðborg Óslóar þar
sem verið er að steypa gipsveggi.
Launin eru tvöfalt hærri en hér á
landi, skattar lægri, barnabætur
hærri en lífsnauðsynjar á svipuöu
veröi. „Ég tel að viö munum geta
lifað ágætislífl af launum mínum
þar,“ segir hann. „Hér heima höf-
um við ekkert getað veitt okkur,
einstaka sinnum farið í bíó á
þriðjudögum þegar hægt er að
kaupa tvo miöa fyrir einn.“
Magnús og Eyrún eru með barn
á öðru ári og eiga von á öðru barni
sínu um áramótin. „Alhr okkar
kunningjar, sem þegar eru farnir
út, segja aö það sé mun auöveldari
lífsbaráttan í Noregi og samfélagið
barnvænna."