Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
Fréttir
Stingur 1 augu að sjá kindur í tveimur reyfum:
Ullin getur borgað áburð-
inn hjá sauðfjárbændum
- ef vel er á málum haldið, segir Jón Viðar Jónmundsson hjá Bændasamtökunum
Verð á ull til bænda
Haustrúin ull á landlnu öllu í tonnum
30
'89
Verð á ull til bænda eftir gæðamati
— verð í krónu
623
1 523
-1
«c «5
e o
O 5=
jse
o
Þegar ferðast er um landið, að
minnsta kosti suma landshluta, er
eftirtektarvert hve mikið er um að
sauðfé sé í tveimur reyfum. Að sjá
kindurnar að sumrinu í gömlu ull-
inni, sem náttúran ætlast ekki til að
endist nema til vorsins, ber ekki vott
um góða umhirðu á skepnunum þar
sem þeim líður illa í svo þykkri ull.
Auk þess getur þaö beinlínis verið
hættulegt, þar sem úr ull, sem er að
losna af, getur auðveldlega myndast
ullarhaft. Þá þvælist ullin um fætur
kindanna og heftir þær.
Tími hagalagða liðinn
Þar sem sá tími er liðinn að böm
tíni hagalagða til að selja í kaup-
staðnum verður ullin sem kindurnar
skilja eftir eins og hver önnur meng-
un í náttúrunni.
Þetta vekur upp þá spurningu
hvort bændur nenni ekki að rýja
lengur eða hvort hreinlega fáist ekk-
ert verð fyrir ullina. Það heyrist
nefnilega að sauöfjárbændur séu
ekki of vel haldnir fjárhagslega.
DV leitaði til Jóns Viðars Jón-
mundssonar hjá Bændasamtökun-
um til að reyna að fá svar við þessu.
„Það er nokkuð víst að margir sem
ekki sinna þessu hafa ekki nógu góð-
ar aðstæður til að fá verðmikla ull.
Húsin þurfa að vera hlý og góö, það
þarf að rýja kindurnar um leiö og
þær fara inn á haustin. Þannig fæst
ullin hrein og fyrsta flokks," sagði
Jón Viðar Jónmundsson.
Rúið á haustin
„Það eru um það bil tíu ár síðan
farið var að rýja á haustin. Afgangur-
inn af gömlu ullinni er síðan tekinn
af í marsmánuði, svokallað snoð, en
þá eru ullarskilin komin, þ.e. nýja
ullin farin að vaxa.
Ef menn hafa aðstöðu til og sinna
þessu vel gerir ullin betur en borga
áburðarverðið sem er stærsti út-
gjaldaliður sauðfjárbænda.
Það sem aðallega fellir ullina í
verði er hlandbruni og flóki,“ sagði
Jón Viðar.
Hann sagði enn fremur að það
væri ágætt að ná þremur kílóum af
ull á kind en það væri ekki svo mik-
ið að meðaltali yfir landið.
Sumir bændur rýja sjálfir en aðrir
fá sérstaka menn til að vinna verkið.
Verð á fjárklippum er mismunandi
og þær eru til á 34 til 36 þúsund krón-
ur og síöan alveg upp í um það bil
85 þúsund krónur en þær eru meira
fyrir atvinnumenn.
800-1.000 krónur
af hverri kind
„Það hefur orðið gífurleg breyting
á síðustu árum, við erum að fá mjög
góða ull og hún er alltaf að batna.
Ég held nú að bændur haldi margir
hverjir að húsin hjá þeim séu ekki
nógu góð fyrir haustrúning en það
er oft á misskilningi byggt. Það þyrfti
kannski að kynna þetta betur.
Það er hægt að fá 800-1.000 krónur
fyrir ull af hverri kind yfir árið. Þær
þurfa eitthvað meira fóður og ekki
er hægt að stóla eins á vetrarbeit
meö því að rýja á haustin en flestir
hafa nú nóg af heyjum síðan sauðfé
fækkaði svona rnikið," sagði Þórar-
inn Þorvaldsson, bóndi á Þórodds-
stöðum i Hrútafirði og stjórnarfor-
maður í ístexi.
Fyrirtækið ístex er eina fyrirtækið
á landinu sem safnar ull hjá bændum
á skipulagðan hátt. Handverksfólk
sækir þó stöðugt í sig veðrið en það
er ekki mikið magn sem það kaupir.
Guðjón Kristinsson, framkvæmda-
stjóri ístex, vildi leggja sérstaka
áherslu á að stórstígar framfarir
hefðu orðið í meðhöndlun bænda á
ull á síðustu árum. Munaði þar mest
um haustrúninginn en hann gæfi
langbestu ullina.
Hundrað tonna aukn-
ing á einu ári
Arið 1989 voru 30 tonn af ull tekin
af fénu að haustinu á landinu öllu,
430 tonn 1993 og 530 tonn árið 1994,
þar var aukningin 100 tonn á milli
ára.
Verð á ull til bænda er mjög mis-
munandi eftir gæðum og einnig lit-
um. Hvíta ullin er verðmest en ef
tveir litir eru í sama reyfinu fellur
verðið verulega.
Fyrir besta flokk, úrvalsull, fá
bændur 623 krónur fyrir kílóiö, 1.
flokk 523 krónur og 2. flokk 434 krón-
ur. Guðjón sagði að yfir 60% af allri
ull færu í þessa þijá flokka. Verð á
ull í hreinum sauöalitum, svörtu,
gráu og mórauðu, er 434 krónur á
kílóið, 3. flokks ull er á 109 krónur
kílóið og mislit ull, þ.e. með tvo liti
í sama reyfinu og einnig grámórauð
ull, á 74 krónur kílóið. Fyrir kíló af
3. flokks mislitri ull fást 7 krónur og
ef ullin er mjög hlandbrunnin eða
mikið af heyi í henni og mikill flóki
fæst ekkert fyrir hana.
Norðlenskir bændur
standa sig best
Emma Eyþórsdóttir, formaður ull-
armatsnefndar, sagði að ef rúið væri
á vorin eins og tíðkaðist áður á ís-
landi væri ullin oft ónýt, hún væri
þófin, sérstaklega ef raki væri í hús-
um, og heymoð í henni.
Emma sagði að bændur á Norður-
landi stæðu sig best með haustrún-
inginn. í Borgarfirði og á Suður-
landi, þar sem veðrátta væri mildari
en fyrir norðan, væri tregða hjá sum-
um bændum að taka upp haustrún-
ing þar sem þeir væru vanir að láta
féð liggja við opið. Hún sagði að ef
kindurnar fengju að vera inni í 2-3
vikur eftir rúning væri komin það
mikil ló á þær að þær gætu farið út
nema í sérlega vondum veðrum.
Ennfremur sagði Emma að bændur
væru óðum að taka við sér með
haustrúninginn en auðvitaö tæki
þetta tíma.
Texaco-Hydro:
Skulda-
bréfin
seldustá
fyrstadegi
Skuldabréf Texaco-Hydro, sem
boðin voru út hjá Kaupþingi hf.
á fimmtudag, seldust upp sam-
dægurs. Skuldabréfaútboðið var
að nafnveröi 260 þúsund krónur
og var ætlunin aö útboöiö stæöi
í einn mánuð. Bréfin eru til fimm
ára, verðtryggð með 6,5 prósenta
nafnvöxtum. Friðrik Halldór
Þorsteínsson, starfsmaður hjá
Kaupþingi hf., segir að bréfm
hafi svo til eingöngu farið til
stofnanafjárfesta enda minnsta
eining fimm milljónir króna.
Skuldabréfaútboöið átti að
standa í einn mánuð en fékk svo
góðar viðtökur aö skuldabréfln
kláruðust strax á fyrsta degi.
Þetta er í annað skipti sem haldið
er útboð á skuldabréfum fyrir
erlent stórfyrirtæki hér á landi
en skuldabréf AGA ab í Svíþjóð
voru boöin út í vetur.
„Viðtökurnar voru góðar og við
fógnum því náttúrlega. Þetta er
vísir að þvl að erlend fyrirtæki
sæki sér fjármagn hingað í
tengslum við starfsemi sina á ís-
landi. Það er aö okkar raati mjög
gott fyrir fjármagnsmarkaðinn
hérna,“ segir Friðrik Halldór.
-GHS
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið:
Margir vilja verða
ráðuneytisstjórar
- ýmsir framsóknarmenn taldir liklegir umsækj endur
Taugatitringur er innan heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytisins vegna
óvissu um hver hreppir stöðu ráðu-
neytisstjóra sem auglýst var laus til
umsóknar nýverið. Umsóknarfrest-
ur um stöðuna rennur út 20. sept-
ember og er sýnt að margir sýna
henni áhuga. Páll Sigurðsson lætur
af starfinu fyrir aldurs sakir í lok
ársins.
Innan ráðuneytisins telja menn lík-
legt að Guðjón Magnússon skrif-
stofustjóri og Dögg Pálsdóttir lög-
fræðingur og dóttir Páls Sigurðsson-
ar, muni sækjast eftir stöðunni.
Ófriður og valdabarátta hefur hins
vegar ríkt í ráðuneytinu um nokk-
urra missera skeiö og þykir því
mörgum vænlegur kostur fyrir ráð-
herra að leita út fyrir ráöuneytið.
Ýmsir framsóknarmenn þykja lík-
legir umsækjendur um stöðuna, þar
á meðal þeir Haukur Ingibergsson,
sem veitt hefur Hagsýslu ríkisins
forstöðu, Guðmundur G. Þórarins-
son, formaður stjórnar Ríkisspítal-
ánna, Bolli Héðinsson, fyrrverandi
formaður stjórnar Tryggingastofn-
unar, og Valdimar K. Jónsson pró-
fessor.
í Ijósi þess skipulagsvanda sem ríkt
hefur innan heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins þykir mörgum
vafasamt að læknir verði ráðinn í
stöðuna þrátt fyrir að læknar sæki
það stíft. Vænlegra þyki að ráða
mann til starfsins sem reynslu hafi
af stjómun og rekstri.
-kaa
Frá Egilsstöðum til Suðumesja:
í starf þingmannsins
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Þetta leggst vel í mig. Það er mik-
ið að gerast í skólanum - mjög öílugt
og gott starf þar,“ sagði Ólafur Arn-
björnsson í samtali við DV.
Hann tekur við starfi skólameist-
ara við Fjölbrautaskóla Suðumesja
af Hjálmari Árnasyni alþingismanni.
Hjálmar fékk leyfi frá störfum viö
skólann í fjögur ár.
Ólafur Árnbjörnsson var áður
skólameistari við Menntaskólann á
Egilsstöðum. Á áttunda hundrað
nemendur stunda nám í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja í vetur og hátt í 200
verða í kvöldskóla þar.
Djúpavík:
Hóteliö í
kvennabragg-
anumlOára
Regína Thorarensen, DV, Selfosá:
Tíu ár eru nú frá því Eva Sigur-
björnsdóttir hóf hótelrekstur í
kvennabragganum á Djúpuvík
ásamt Ásbirni eiginmaimi sínum.
Afmælisins var núnnst um helg-
ina og mættu á annað hundrað
manns, flestir úr Árneshreppi, til
afmælisveislunnar sem tókst
með miklum ágætum.
Þau hjón, Eva og Ásbjöra, hafa
getið sér gott orð fyrir hótelrekst-
ur sínn. Eru vinsæl í hreppnum
eins og hjá ferðamönnum viða
um land sem hafa sótt kvenna-
braggann skemmtilega á Djúpu-
vik heim.
Reykholtsskóli:
Umsóknirof
Daníel Ólafeson, DV, Akranest
Sjötíu umsóknir um skólavist
hafa borist Fjölbrautaskóla Vest-
urlands um nám við nýja náms-
braut við Reykholtsskóla í Borg-
arflrði. Að sögn Þóris Ólafssonar
skólameistara hafa umsóknir
borist jafnt og þétt. Ekki verður
hægt að verða viö þeim öllum því
gert er ráð fyrir 55-60 nemendum
í skólanum í vetur.