Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
íþróttir_________________
Fyrstileikurinn
hjjá Eyjóifi
Eyjólfur Sverrisson lék um
helgina sinn fyrsta leik meö
Hertha Berlín í þýsku knatt-
spyrnunni en Hertha vann þá
auöveldan sigur á Mettlach, 0-4,
í bikarkeppninni. Eyjólfur, sem
hefur verið að jafna sig eftir
meiösli sem hann hlaut í lands-
leiknum við Sviss, kom inn á sem
varamaöur 10 mínútum fyrir
leikslok.
Araavanntvöfalt
Opna Bakkakotsmótið í golfi fór
fram á laugardag. Kort Asgeirs-
son, GKG, sigraöí í karlaflokki
án forgjafar á 86 höggum og Gúst-
af Alfreðsson, GKG, sigraði i
keppni með forgjöf á 52 höggum.
Arna Kr. Hilmarsdóttir, GKJ,
sigraöi bæði í keppni án og með
forgjöf á 83 og 56 höggum.
FaldoogOlazabal
í Evrópuúrvalið
Kylfingarnir Nick Faldo og Jose
Maria Olazabal voru valdir í Evr-
ópuúrvalið i golfi í gær sem mæt-
ir því bandaríska í Ryder-keppn-
inni í næsta mánuði. Fyrirliði
Evrópuúrvalsins er Bernard Gal-
lagher og hann valdi þessa tvo
snjöllu kylfinga í lið sitt.
Þjálfarinn hættur
hjáSalzburg
Otto Baric, þjálfari austurrisku
meistaranna SV Salzburg, sagði
starfi sínu lausu í gær. Baric, sem
er 62 ára gamall Króati, var mjög
óánægður með lið sitt eftir 0-3 tap
fyrir Austria Vín um helgina og
eftir ágreining við stjórnarmenn
ákvað hann að segja upp störfum.
Hermann Stessel mun taka við
liðinu í stað Baric.
Góðþátttaka
í Reykjalundar-
hlaupinu
Góð þátttaka var i Reykjalund-
arhlaupinu ’95 sem haldið var um
helgina. Sjö hundruð manns tóku
þátt í þessu almenningshlaupi
sem haldið var nú í 8. skiptið.
Flestir fóru skokkandi eða gang-
andi en 43 hlauparar hlupu 14 km
leiðina. Helga Zoega varð fyrst í
mark kvenna en Sigurður P. Sig-
mundsson varð fyrstur í karla-
flokki.
Tryggviog
Sveinbjörn unnu
Opna sparisjóðsmótiö í golfi var
haldið á Hvaleyrarholtsvelli sl.
laugardag. Tryggvi Traustason,
GK, sigraði í keppni án forgjafar
á 70 höggum. I öðru sæti varð
Guðmundur Sveinbjörnsson, GK,
á 74 höggum og í þriðja sæti varð
Þórdís Geirsdóttir, GK, á 75 högg-
um. i keppni með forgjöf sigraði
Sveinbjörn Jóhannesson, GO, á
64 höggum, x öðru sæti hafnaði
Kjartan Einarsson, GR, á 65 og
þriðji varð Lúðvík Arnarson, GK,
á 66 höggum.
Eurocard-mótÍFA
Þriðja Eurocard-sveitakeppni
ÍFA í golfi verður haldin fimmtu-
daginn 31. ágúst nk. á golfvelli
Oddfellowa í Urriðavatnslandi í
Heiðmörk. Ræst verður út klukk-
an 9. Upplýsingar og skráning lijá
ÍFA í síma 581 3377.
Firmakeppni FH
Firmakeppni knattspyrnu-
deildar FH fer fram nk. sunnu-
dag. Mótiö hefst klukkan 11 og
þeir sem vilja taka þátt eru beðn-
ir að hringja í síma 565 2534.
DV
Bjami Fríðrlksson júdómaður á enn þá nóg inni:
„Ólympíuleikarnir
freista mín mikið"
- frábær árangur í Bandaríkjunum kom honum þægilega á óvart
ég ætla að stefna á ólympíuleikana í
Atlanta þarf ég að taka þátt í svoköll-
uðum A-mótum en þau eru tíu talsins
á hverju ári, þrjú bestu mótin telja hjá
keppendum. Fyrsta A-mótið, sem byri-
ar að telja, verður í Sviss í desember.
Þessi mót eru þau einu sem gefa mönn-
um keppmsrétt á ólympíuleikum fyrir
utan sjö efstu sætin á heimsmeistara-
móti. Það er í og með þess vegna sem
ég hef áhuga á að fara á heimsmeist-
aramótið í Japan. Það er auðveldara
að ná þar réttindum á ólympíuleikum
heldur en á A-mótunum. í dag segja
reglumar fyrir um að aðeins megi níu
keppendur frá Evrópu keppa í hverj-
um þyngdarflokki. Þanrng að sam-
keppnin um sætin níu er gífurlega
hörð og má segja aö menn leggi allt
undir því þetta er mun erfiðara en
áður.“
Fullur áhugi fyrir þátttöku
á heimsmeistaramótinu
„Það kemur stundum yfir mig að ég
nenni þessu hreinlega ekki en samt
kitlar þetta mig óneitanlega. Það er
óhemjuvinna sem fer í æfingar og artn-
að því tengdu en engu að síður væri
gaman að kljást við verkefnin sem
framundan eru. Eins og er er fullur
áhugi fyrir þátttöku á heimsmeistara-
mótinu ef ég fæ heimild. Ef allt gengur
upp get ég ekki neitað því að ólympíu-
leikar freista mín mikið," sagði Bjarni
í spjallinu við DV. \
Frá árinu 1993 hefur Bjarni tekið
þátt í fjórum mótum: HM í Hamilton,
Opna írska, þar sem hann sigraði, mót
í Austurríki og loks Opna bandaríska.
í máli Bjarni kom fram að júdóið væri
sterkt um þessar mundir. Keppendur
legðu meiri rækt við lyftingar og hlaup
en áður þekktist og það skilaði mönn-
um sterkari þegar á hólminn væri
komið.
Bjarni Friðriksson, okkar sterkasti
júdómaður um árabil, sýndi það og
sannaði á dögunum á Opna bandaríska
meistaramótinu að hann er ekki dauð-
ur úr öllum æðum. Á þessu móti voru
samankomnir allir bestu júdómenn
heimsins og var það nokkurs konar
prufumót fyrir ólympíuleikana í Atl-
anta næsta sumar. Bjarni gerði sér lít-
ið fyrir og hreppti bronsverðlaunin í
-95 kg þyngdarflokki. Fyrir tveimur
árum hafði Bjarni í hyggju að hætta,
eða í það minnsta að draga mikið úr
æfingaiðkun og þátttöku á mótum hér
heima og erlendis.
Árangur Bjarna vekur grun margra
um að hann hafi æft í sumar og sé jafn-
vel með hugann við þátttöku á ólymp-
íuleikunum í Atlanta. Er þessi grunur
ýmsra á rökum reistur, Bjarni?
Árangurinn kom mér
þægilega á óvart
„Ég tók mig til í júnímánuði að fara
aö æfa af fullum krafti með hlaupum
og lyftingum. Ég veit satt best að segja
ekki hvað býr mikil alvara að baki
þessu. Árangurinn á Opna bandaríska
meistaramótinu kom mér þægilega á
óvart og ýtir jafnvel undir það að ég
helli mér út í þetta af fullri alvöru. Ég
er að gæla við þátttöku á heimsmeist-
aramótinu í Japan í lok september. Þar
yrði ég að keppa í þungavigt því aðeins
einn keppandi frá hveiju landi má
keppa í sínum þyngdarflokki," sagði
Bjami Friðriksson júdókappi í samtali
við DV.
Bjarni sagði að styrkleiki mótsins í
Bandaríkjunum hefði komi sér mjög á
óvart. Þarna hefðu mætt sterkustu
júdómenn heimsins. Georgíumenn
hefðu verið með geysilega öfluga sveit
en í þeim hópi eru heims- og ólympíu-
meistarar. Bretar, Kanadamenn og
Brasilíumenn voru líka með sín sterk-
ustu lið.
Ákvað á síðustu stundu
að skella mér með
„Þegar ég fór að æfa í júní af ein-
hveiju viti var þátttaka á Opna banda-
ríska ekki markmið. Ég ákvað bara á
síðustu stundu að skella mér með. Ef
• Bjarni Frirðiksson júdókappi í kunnuglegri stellingu. Kominn með andstæðing sinn í fastatak og að innbyrða enn
einn sigurinn í löngum ferli. DV-mynd Brynjar Gauti
Frjálsaríþróttlr:
FH og UMSS
sigurvegarar
-1 bikarkeppni FBÍ í tugþraut og sjöþraut
Bikarkeppni FRI í tugþraut karla
og sjöþraut kvenna fór fram á Laug-
arvatni um helgina, FH-ingar sigr-
uðu í karlakeppninni þar sem tveir
bestu tugþrautarárangrarnir gilda til
stiga og UMSS varð í öðru sæti.
UMSS sigraði síðan í kvennakeppn-
inni en FH varð í öðru sæti.
Sveinn með tvö sveinamet
Sveinn Þórarinsson, FH-ingurinn
efnilegi, setti tvö íslensk sveinamet í
flokki 15-16 ára þegar hann hljóp 110
m grindahlaup á 16,4 sekúndum og
náði 5636 stigum í tugþraut. í báðum
tilvikum sló Sveinn met Stefáns Þórs
Stefánssonar sem sett voru fyrir 16
árum.
Björn vann tugþrautina
Sigurvegari í tugþrautarkeppninni
varð Bjarni Þór Traustason, FH, en
hann hlaut 6239 stig og sýndi svo
ekki verður um villst að tugþraut er
hans framtíðargrein. Theódór Karls-
son náði 6 þúsund stiga markinu og
varð í öðru sæti og Sveinn Þórarins-
son varð þriðji af 9 keppendum sem
kláruöu tugþrautina.
Þórunn vann sjöþrautina
Þórunn Erlingsdóttir, UMSS, sigraði
í sjöþrautinni og Silja Úlfarsdóttir,
FH, varð í öðru sæti. Báðar stúlkurn-
ar eru aöeins 14 ára og hafa mikla
hæfileika til að verða afburða góðar
sjöþrautarkonur í framtíðinni. Þór-
unn hlaut 3495 stig en Silja 3367 stig.
Golf:
Helgivarð
Bláalónsmeistari
Hundrað tuttugu og þrír kylf-
ingar tóku þátt í lokamóti Bláa-
lónsgolfmótsins í Leirunni um
helgina. Þetta er í þriðja skipti
sem Bláalónsmótin em haldin á
þremur golfvöllum á Suöumesj-
um, hjá GG, GSG og GS. Öll mót-
ín em sjálfstæð hvað verðlaun
varðar en að þeim loknu'm em
efstu menn með og án forgjafar
valdir úr og þeim gefin stig eftir
árangri. í lokamótinu voru þeim
síðan veitt vegleg verðlaun og
sæmdir heiðrinum Bláalóns-
meistari.
Helgi Birkir Þórisson, GS,
klúbbmeistari, tryggði sér titilinn
í keppni án forgjafar og telst því
Bláalónsmeistari. Hann lék mjög
vel um helgina eins og reyndar
hann er búinn að gera í allt sum-
ar. Hann fékk 63 stig en í öðru
sæti varð Guðmundur R. Hall-
grímsson, GS, með 44 stig og
þriðji varð ívar Hauksson, GKG,
með sama stigafjölda. i keppni
meö forgjöf sigraöi Halldór Svan-
bergsson, GK, með 50 stig, annar
varð Sæmundur Hinriksson, GS,
með 40 stig og þriöji varð Ólafur
Skúlason, GKG, með 33 stig.
Þorvaldur fær góða dóma
Þorvaldur Örlygsson, sem leikur með
enska 1. deildar liðinu Stoke, hefur fengið
mjög góða dóma í enskum fjölmiðlum fyrir
frammistöðu sína í fyrstu þremur leikjum
liðsins. Þorvaldur fékk 8 í einkunn hjá ensk-
um dagblöðum í leikjum Stoke gegn Reading
og Leicester og hann fékk ýmist 7 eða 8 í
einkunn eftir leik gegn Port Vale á sunnu-
dag þar sem Stoke tapaði, 0-1. Lárus Orri
fékk þokkalega dóma fyrir sömu leiki og
einkunnina 6 í flestum enskum dagblöðum.
Gautaborg í ef sta sæti
Eyjólfur Harðarson, DV, Sviþjóð:
Gautaborg er eitt í efsta sæti í sænsku
úrvalsdeildinni en 17. umferðinni lauk í gær
með fjórum leikjum. Úrslitin í gær urðu
þessi: AIK - Trelleborg 3-0, Gautaborg-
Öster 3-1, Malmö - Halmstad 2-1, Norrköp-
ing-Hammarby 1-1. Gautaborg er með 30
stig, Malmö 29, Helsingborg 28, Halmstad
26, Djurgárden 25, Örebro 24, AIK 22, Nor-
rköping 22, Örgryte 22.
Boskamp til Anderlecht
Hollendingurinn Johan Boskamp tók í
gær við þjálfun belgísku meistaranna í Aqd-
erlecht. Hann tekur viö starfi Þjóðveijans
Herberts Naumanns sem rekinn var frá fé-
laginu í síðustu viku í kjölfar slaks árangur
liðsins í fyrstu leikjunum á tímabilinu.
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
17
DV
DraumaliöDV:
Essoskálinn
jókforskotið
Essoskálinn er kominn meö 20
stiga forystu í draumaliðsleik DV
eftir að áður frestaður leikur ÍBV
og Fram bættist við í síðustu
viku. Þar bætti Essoskálinn við
sig finim stigum á meðan skæð-
asti keppinauturinn um toppsæt-
ið, Þrándur þrumari, fékk ekki
stig.
Það voru fyrst og fremst lið með
Leif Geir Hafsteinsson innan-
borðs sem græddu á leik ÍBV og
Fram. Hann skoraði annað
marka ÍBV og var valinn maður
leíksins i DV og hlaut því 7 stig.
Staöa efstu þátttakenda í leikn-
um er þannig þegar 13 umferðum
er að fullu lokið í 1. deíld:
1. Essoskálinn......126
2. Þrándurþrumari...106
3-4. Alltbúiö.......100
3-4. NTF......... 100
5-6. Bland í poka....97
5-6. Bibbi...........97
7. Leggurinn.........96
8. Ragnarl.......... 95
9-10. Fontur.........93
9-10. Viggóviðutan...93
Ingi Björn Albertsson stjórnaði sinni fyrstu æfingu hjá FH í Kaplakrika í gær og hér er hann ásamt nokkrum leik-
mönnum FH í lok æfingarinnar. DV-mynd ÞÖK
Enn ein þjálfaraskiptin í 1. deildinni í knattspyrnu:
Aukinspennaí
ágústkeppninni
Spennan í keppninrú um titilinn
„þjálfari ágústmánaðar" jókst
hins vegar. Ragnar I„ sem var
með 15 stiga forystu, tapaði
tveímur stigum á ieik ÍBV og
Fram á meðan önnur bættu við
sig. Þar er Essoskáiinn orðinn
harðasti keppinauturinn, 9 stig-
um á eftir Ragnari. Segja má að
iandsbyggðin sláist um sigur-
launin í ágúst þvi Ragnar I. er frá
Bolungarvík en Essoskálinn frá
Blönduósi.
Stigahæstu þátttakendur í ág-
ústkeppninni þegar einni umferð
er ólokið þar:
1. Ragnarl 49
2. Essoskáúnn 40
3. Sumarliðið 37
4.-5. Cremmbeóll 36
4.-5. Skallarnir 36
6. Ammanýja 35
7.-9. Koddinn ......33
7.-9. Jökull 33
7.-9. Blesa 33
.0. K.hvöt 32
Leifur Geir kominn
í fjóróa sætið
í stigakeppni leikmanna 1. deild-
ar í draumaliðsleiknum fór Leif-
ur Geir Hafsteinsson upp í 4. sæti
með frammistöðu sinni gegn
Fram en haim var í 7.-9. sæti fyr-
ir leikínn. Tryggvi Guðmunds-
son, félagi hans, bætti enn fremur
við sig 2 stigum.
Þessir eru stigahæstir:
Ólafur Þórðarson, ÍA........38
Páll Guðmundsson, Leiftri...29
Haraldur Ingólfsson, ÍA.....24
Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV...23
TryggviGuðmundsson, ÍBV.....19
Ólafur Ingólfsson, Grindavík...,17
Jón Þór Andrésson, Leiftri..17
Gunnar Oddsson, Leiftri.....16
Guömundur Benediktsson, KR.16
Rastislav Lazorik, Breiðabl.15
Umferð annað kvöld
Fjórtánda umferð 1. deildar er
leikin á morgun og á fimmtudag
og með henni lýkur ágústkeppn-
imú í draumaliösleiknum.
•! eifur Geir Hafsteinsson
skaust upp í 4. sætið í stiga-
keppni leikmanna.
Ingi Björn til FH
- í stað Ólafs Jóhannessonar sem sagði upp störfum 1 gær
Þjálfaraskipti urðu hjá 1. deildar
liði FH í knattspyrnu í gær. Ólafur
Jóhannessön lét þá af störfum og við
starfi hans tók Ingi Björn Albertsson,
sem fyrr í sumar var vikið frá störf-
um sem þjálfari 1. deildar liðs Kefl-
víkinga.
Knattspyrnudeild FH sendi frá sér
fréttatilkynningu um málið í gær og
þar stendur: „Ólafur Jóhannesson
þjálfari 1. deildar liðs FH hefur sagt
upp starfi sínu. Viöskilnaður Ólafs
við Knattspyrnudeild FH er gerður
með samþykki beggja aðila og í fullri
vinsemd og sátt. Knattspyrnudeild
FH þakkar Ólafi fyrir vel unnin
störf.“
í þriðja skiptið sem
Ingi þjálfar hjá FH
Ingi er ekki alveg ókunngur FH en
Ensku meistararnir í Blackburn
Rovers töpuðu sínum þriðja leik í röð
í gærkvöldi þegar þeir töpuðu á
heimavelli fyrir Manchester United,
1-2, í fjórðu umferð ensku úrvals-
deildarinnar.
Sigur Manchester Urúted var í
heildina sanngjarn en í þrígang
björguðu leikmenn Blackburn á
marklínu.
Lee Sharp kom United yfir á upp-
hafsmínútum síðari hálfleiks eftir
mjög þunga sókn en Alan Shearar
jafnaði metin fyrir meistarana 10
þetta er í þriðja skiptið sem hann-
gerist þjálfari hjá félaginu. Hann
þjálfaði og lék með liðinu í 1. deild
1981, í 2. deild 1985 og í 1. deild 1986.
Það bíður Inga erfitt verkefni hjá
FH en liöið er í neðsta sæti 1. deildar
þegar fimm umferðum er ólokið. FH
byrjaði íslandsmótið vel, vann KR
og Grindavík í fyrstu tveimur um-
ferðunum en síðan 27. maí hefur lið-
inu ekki tekist að vinna sigur og er
með aðeins 8 stig.
Sannfærður um að
liðið bjargarsér
„Ég geri mér alveg grein fyrir því að
staðan er ekki góð en þrátt fyrir það
er engin ástæða til þess að vera með
svartsýni. Eina sem menn þurfa að
gera er að taka sig saman í andlitinu
og hafa trú á sjálfum sér. Þetta er svo
mínútum síðar með góðu skoti utan
vítateigs. Það var síðan hinn ungi
David Beckham sem skoraði sigur-
markið af stuttu færi eftir stórsókn
United 20 mínútum fyrir leikslok.
Skömmu síðar fékk Roy Keane, mið-
vallarleikmaður Manchester United,
sitt annað gula spjald og var vikið
út af en manni færri tókst „rauðu
djöflunum" að halda fengnum hlut.
Þar með hefur Manchester United
unnið þrjá leiki í röð eftir slæmt tap
gegn Aston Villa í fyrstu umferðinni.
nýtilkomið að dagurinn á morgun (í
dag) mun fara í að átta sig á hlutun-
um og skoða mannskapinn betur.
Eina markmiðið hjá mér er auðvitað
að halda liðinu uppi og ég er sann-
færður um að það muni takast,“
sagði Ingi Björn við DV í gær en
hann gerði eins mánaðar samning
við knattspyrnudeild FH.
Þetta er fjórða þjálfarabreytingin í
1. deildinni í sumar. Ingi Björn Al-
bertsson var látinn hætta með Kefla-
vík í upphafi íslandsmóts og við
starfi hans tóku Þórir Sigfússon og
Þorsteinn Bjarnason. Framarar létu
Martein Geirsson fara og réðu Magn-
ús Jónsson og fyrir skömmu ákváðu
Valsarar að gera breytingu með því
að láta Kristin Björnsson taka við
starfi Harðar Hilmarssonar.
í kvöld
1. deild kvenna í knattspyrnu:
ÍA-Breiðablik............18.30
ÍBV-Valur................18.30
KR-ÍBA...................18.30
Stjarnan-Haukar..........18.30
3. deild karla:
Dalvík-Leiknir...........18.30
Höttur-Haukar............18.30
Fjölnir-Selfoss..........18.30
BÍ-Þróttur N.............18.30
Ægir-Völsungur...........18.30
4. deild - úrslitakeppni:
Tindastóll-Reynir S......18.00
Ármann-Sindri............18.00
KVA-KS...................18.00
Grótta-Léttir............18.00
• Leikurin fer fram á Varmár-
velli
Enska knattspyman:
United á skriði
- vann Blackbum sem tapað hefur þremur 1 röð
Skagamenn
ekki sáttir
Stjórn knattspyrnudeildar ÍA var
ekki ánægð með að þurfa að fresta
1. deildar leik sínum gegn KR sem
fara átti fram á morgun. Leiknum
var frestað til fimmtudags vegna bik-
arúrslitaleiksins á sunnudag. Ein
ástæða óánægju Skagamanna er sú
að þeir ætluðu að senda Loga Ólafs-
son þjálfara til Skotlands og fylgjast
með Raith Rovers í deildarbikarleik
gegn Celtic á fimmtudagskvöld en
það eru eins og kunnugt er andstæð-
ingar Skagamanna í UEFA-keppn-
inni.
mr
Urslitakeppni 4. deildar
Ármann-Sindri
Ármannsvellinum, Sigtúni
kl. 18 í dag
Mætum öll, frftt inn!
Netfang Ármanns FC
Http://www.rhi.hi.is./~magnusjo
__________Iþróttir
Daum undirpressu
Daníel Ólaísson, DV, Akranesi:
Christoph Daum, þjálfari Be-
siktas í Tyrklandi, fyrrum liðs
Eyjólfs Sverrissonar, er undir
mikúli pressu þessa dagana. Lið-
ið var slegið út í forkeppni Evr-
ópukeppni meistaraliða og hefur
ekkert gengið sérstaklega í tyrk-
nesku deildinni. Hafa tyrkneskir
fjölmíðlar gert mikið úr því að
Daum ætti að segja af sér sem
fyrst. Miklar vonir voru bundnar
við lið Besiktas í Evrópukeppn-
inni og einnig í tyrknesku deild-
arkeppninni.
Vilja kaupa sjón*
varpsréttáHM
Sjónvarpsfyrirtækið Bertel-
mans og bandaríska markaðsfyr-
irtækið IMC vilja kaupa sjón-
varpsréttinn að heimsmeistara-
keppninni í knattspyrnu árið
2002. Verðið er 1,5 milljarðar
þýskra markra eða sem svarar
67,5 milljarðar íslenskra króna.
Leik Englandsog
Króatíuaflýst
Hætt hefur verið við vináttu-
landsleik Englendinga og Króata
sem fara átti fram 6. september
nk. en í stað þess munu Englend-
ingar leika landsleik við Kólumb-
íumenn. Eins og kunnugt er
þurfa Englendingar ekki að taka
þátt í undankeppni EM-landsliða
í knattspyrnu þar sem þeir eru
gestgjafar. Englendingar hafa
einnig ákveðið að leika vináttu-
landsleiki við Norðmenn og
Svisslendinga í október og nóv-
ember.
Walter Zenga úr leik
Walter Zenga, markvöröur it-
alska 1. deildar liðsins Sampdor-
ia, meiddist úla á hné á æfingu
fyrir helgina og verður að öllum
Úkindum ekki með í baráttunni í
vetur. Læknir Sampdoria sagði
að Zenga, sem er oröinn 35 ára
gamall, gæti fyrst farið að spá í
að leika aftur eftir 6 mánuði en
hann gekkst undir aðgerð um
helgina. Stöðu Zenga í markinu
tekur Angelo Pagotto og lék hann
sinn fyrsta leik í 1. deild á sunnu-
daglnn þegar Sampdoria gerði 1-1
jafntefli gegn Roma.
Breytingar á leikjum
Vegna bikarúrslitaleiks Fram
og KR á sunnudaginn hefur þurft
að gera breytingar á leikdögun-
um í l. deildinni. Leik KR og ÍA,
sem íram átti að fara á miðviku-
dag, hefur verið seinkað um einn
dag og sömuleiös viðureign Fram
og Grindavíkur. Þá hafa þrír leik-
ir verið færðir frá laugardeginum
yfir á mánudag. Það eru leikir
Keflavíkur og Fram, ÍA og
Grindavíkur og Vals og KR.
Gottskorí
Stykkishólmi
Opna Hótel Stykkishólmur
golfmótið var haldiö sl. laugardag
á Víkurvelli golfklúbbsins
Mostra í Hólminum. Alls tóku 67
kylfingar þátt í mótinu og var
skor með besta móti. Úrslit urðu
þau að Ólafur Guðmundsson,
GMS, sigraði með forgjöf í karla-
flokki á 59 höggum og Sigurður
O. Sigurðsson, GMS, vann í
keppni án forgjafar á 73 höggum.
í kvennaflokki sigraði Ragnhild-
ur Sigurðardóttir, GR, bæði í
keppni með og án forgjafar á 67
og 70 höggum.
íslandsmótöldunga
íslandsmót öldunga i fijálsum
íþróttum fer fram í Laugardaln-
um um næstu helgi. Keppni hefst
klukkan 18 á föstudaginn og verð-
ur íramhaldið á laugardeginum.
Keppt verður í landskeppnis-
greinum.