Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Qupperneq 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995
Afmæli
Jóhann Klemens Bjömsson
Jóhann Klemens Bjömsson, fyrrv.
b. að Brunnum í Suðursveit, til
heimilis að Kirkjubraut 28 á Höfn,
er níutíu og funm ára í dag.
Starfsferill
Jóhann fæddist að Sléttaleiti en
ólst upp aö Brunnum. Hann gekk í
farskóla og gerðist síðar bóndi aö
Brunnum. Jóhann sat í hreppsnefnd
og skattanefnd, var virðingar- og
úttektarmaður og sat í stjórn
sjúkrasamlagsins auk fleiri nefnd-
arstarfa. Hann var meöhjálpari i
Kálfafellsstaöarkirkju í mörg ár.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 1.11.1930 Sigur-
borgu Gísladóttur, f. 3.2.1904, d.
20.12.1982, húsfreyju. Hún var dótt-
ir Gísla Bjarnasonar og Ingunnar
Jónsdóttur á Uppsölum í Suður-
sveit.
Börn Jóhanns og Sigurborgar eru
Þóra Hólm, f. 23.6.1930, húsmóðir á
Höfn, gift Erni Eriksen verkamanni
og eru kjörsynir þeirra Jóhann Karl
og Bjöm Gísli sem kvæntur er
Ragnheiði Gestsdóttur og eiga þau
tvö böm; Björn, f. 18.12.1935,
drukknaði 15.9.1961, stýrimaður;
Gísli, f. 28.12.1941, verkamaður á
Höfn.
Systur Jóhanns: Björg, f. 13.11.
1896, d. 18.1.1983; Sigríöur, f. 11.8.
1898, d. 25.8.1946, húsfreyja í Hest-
gerði; Helga, f. 11.4.1905, ljósmóðir
á Brunnavöllum; Jóhanna Dagmar,
f. 25.11.1906, saumakona í Reykja-
vík.
Foreldrar Jóhanns voru Björn
Klemensson, f. 25.11.1869, d. 19.11.
1911, oddviti, og k.h., Jóhanna Jó-
hannsdóttir, f. 23.11.1863, d. 14.4.
1955, húsfreyja. Þau bjuggu að
Skálafelli, Siéttaleiti og að Brunn-
um.
Ætt
Meðal fóðurbræðra Jóhanns voru
Klemens, faðir Sigtryggs ráðuneyt-
isstjóra og bankastjóra og Sigríðar,
konu Halldórs Pálssonar búnaðar-
málastjóra, og Jón, faðir Kristínar,
móður Jóns Sigurgeirssonar, smiðs
í Árteigi. Bjöm var sonur Klemens-
ar, b. á Geirbjarnarstöðum Jónsson-
ar, b. á Gnýstöðum, bróöur Sigurð-
ar, langafa Jakobs skipstjóra, föður
Jakobs fiskifræðings. Móðir Klem-
ensar var Una Jónsdóttir, b. á 111-
ugastöðum, Gíslasonar. Móðir Unu
varlngveldurfráHoltiíSvínadal, ,
systir Þóru, móður Helga í Gröf,
föður Þorbjargar, móður Guðmund-
ar Björnssonar landlæknis. Helgi
var afi Jósefínu, móður Sigurðar
Nordals og Jóns Eyþórssonar veö-
urfræðings. Þóra var dóttir Sigurð-
ar Jónssonar, ættfööur Eiðsstaða-
ættar, Bjarnasonar.
Móðir Björns var Sigríður Péturs-
dóttir, i Brúnagerði, bróður Guð-
rúnar, langömmu Áma alþm. frá
Múla, föður Jóns Múla og Jónasar.
Önnur systir Péturs í Brúnagerði
var Guðrún, amma Kristbjargar,
ömmu Bjama Benediktssonar for-
sætisráðherra. Móðir Sigríðar var
Halldóra Pálsdóttir, systir Sigur-
bjargar, ömmu Jónasar frá Hriflu.
Jóhanna var dóttir Jóhanns, b. í
Borgarhöfn, Magnússonar, prests í
Eyvindarhólum, Torfasonar, prests
á Breiðabólsstað, Jónssonar, prests
í Hruna, Finnssonar, biskups í Skál-
holti, Jónssonar. Bróöir Jóhanns í
Borgarhöfn var Torfi, faðir Magnús-
ar sýslumanns og Ríkhards, afa
Þórs þjóðminjavarðar. Annar bróð-
ir Jóhanns var Guðni í Forsæti, afi
Brynjólfs Bjarnasonar heimspek-
ings og ráðherra og langafi Ingi-
bjargar, móður Davíðs forsætisráð-
herra. Jón í Hruna var bróðir Hann-
esar, biskups í Skálholti, afa Níelsar
Finsens nóbelsverðlaunahafa og
Steingríms Thorsteinssonar skálds.
Systir séra Jóns í Hruna var Mar-
grét, langamma Margrétar, móður
Jóns Þorlákssonar forsætisráð-
herra. Móðir Jóhanns í Borgarhöfn
var Guðrún Ingvarsdóttir í Skarði
Landsveit, systir Kristínar, ömmu
Kristinar, ömmu Gunnars Thor-
oddsen forsætisráðherra.
Móðir Jóhönnu, móður Jóhanns,
var Björg Björnsdóttir, b. í Borgar-
Jóhann Klemens Björnsson.
■ höfn, Jónssonar, b. þar Bjömssonar,
b. á Reynivöllum, Brynjólfssonar,
prests á Kálfafellsstað, Guðmunds-
sonar. Móðir Bjöms í Borgarhöfn
var Björg Steinsdóttir, systir Þórðar
langafa meistara Þórbergs og afa
Sigurðar, langafa Egils Jónssonar
alþm.
Til hamingju með afmælið 29. ágúst
95 ára
Ólafia Finnbogadóttir,
Bálkastöðum n, Staðarhreppi.
85 ára
Ingibjörg Stefánsdóttir,
Breiðahvammi, Þorlákshöfn.
Július Steingrímsson,
Ljósheimum 22, Reykjavík.
ungarvíkur,
Miðstræti 9, Bol-
ungarvík.
Kona hans er
LucieEinarsson
húsmóðir.
Sólbergveröur
ásamtíjölskyldu
sinniaðheimaná
afmælisdaginn.
Sigurþór Tómasson,
Neðstaleiti 6, Reykjavík.
80 ára
50 ára
Sólveig Þorleifsdóttlr,
Stekkholti 1, Selfossi.
Sæbjörg Jónasdóttir,
Kleppsvegi 18, Reykjavík.
75 ára
Hjalti Samúelsson,
Furugrund 17, Akranesi.
Sveinn Árnason,
Hólmagrand 16, Sauöárkróki.
Freysteinn Bjarnason,
Nesbakka4, Neskaupstað.
Ingibjörg Tryggvadóttir,
Akurgerði 5 A, Akureyri.
Einar Andrés
Einarsson,
Grýtubakka 6,
Reykjavík.
Einar Andréser
aðheiman.
Kristjana Ágústsdóttir,
Vesturgötu 63, Akranési.
Agnar Pálsson,
Hólavegi 21, Siglufirði.
Sigurlina Pálsdóttir,
Grenivöllum 24, Akureyri.
Þóra Margrét Einarsdóttir,
Álfhóisvegi 43, Kópavogi.
Vilmundur Þór Gíslason,
Rjúpufelli 11, Reykjavik.
Páll Björgvin Ingimarsson,
Lágengi3, Selfossi.
Gunnar Páll
Friðriksson,
skrifstofumað-
ur,
Hrauntungu 91,
Kópavogi.
Eiginkona hans
er Hulda Frið-
þjófsdóttir
sjúkraliði.
70ára__________ 40 ára
Þorbjörg Þorbjörnsdóttir,
Suðurgötu 71, Akranesi.
Hulda Gigja Geirsdóttir,
Háteigsvegi 9, Reykjavik.
Magnea Sigurðardóttir,
Engihjalla 11, Kópavogi.
Aðalbjörg Vilfríður Karlsdóttir,
Álfaskeiði 96, Hafnarfirði.
60 ára
Sólberg Jónsson,
sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Bol-
Jóhanna Steinvör Pálmadóttir,
Baughúsum 28, Reykjavík.
Amdís Albcrtsdóttir,
Skógarási 7, Reykjavik.
Sigurður Kjartan Jónmundsson,
Ölduslóð 12, Hafnarfirði.
Ingólfur Friðbjörn Ingvarsson,
Sóleyjargötu 13, Akranesi.
Margrét Guðjónsdóttir,
Ánalandi 6, Reykjavík.
Afmælisbörn!
Bjóðum ókeypis fordrykk og
veislukvöldverð á afmælisdaginn.
^ HÓTEL ÖDK
^ Hveragerði, sími 483 4700, fax 483 4775
Vilhjálmur Rafnsson
Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir og
dósent, Ljósheimum 7, Reýkjavík,
erfimmtugurídag.
Starfsferill
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR1966, embættisprófi í
Íæknisfræði frá HÍ1973, öðlaðist
lækningaleyfi á íslandi 1976 og í
Svíþjóð 1977, varð sérfræðingur í
heimilislækningum í Svíþjóð 1979
og á íslandi 1980, sérfræðingur í at-
vmnulækningum, í Svíþjóð 1981 og
á íslandi 1982 og varði doktorsrit-
gerð við Gautaborgarháskóla 1981.
Vilhjálmur var læknir á íslandi
og í Svíþjóð, m.a. héraðslæknir í
Ólafsvíkurlæknisumdæmi í tvö ár.
Hann er yfirlæknir viö Atvinnu-
sjúkdómsdeild Vinnueftirlits ríkis-
ins frá 1982. Þá var hann lektor í
heilbrigðisfræði við læknadeild HÍ
frá 1987 og er dósent þar frá 1990.
Vilhjálmur situr í líffræðideild og
læknisfræðideild Vísindaráðs, í vís-
indanefnd Hjartaverndar, lækna-
deildar HÍ og Krabbameinsfélags
íslands, í ritnefnd Læknablaösins
Hringiðan
Þaö ‘veitti ekki af nokkrum
pylsum til þess að seðja hung-
ur starfsmanna Höfðabakka-
brúarinnar í veislunni í tilefni
opnunar brúarinnar á föstu-
dagskvöldið enda duglegur
hópur sem kom brúnni upp á
góðum tíma. Café Royal kokk-
arnir, Helgi og Elva, höfðu því
í nægu að snúast við að elda
ofan í skarann.
DV-mynd TJ
frá 1987 og áby rgðarmaður þess frá
1993, í ritstjórn Nordisk Medicin frá
1989, er ritrýnir fyrir erlend lækna-
blöð sem fjalla um atvinnusjúk-
dóma og umhverfismengun og hef-
ur ritað fjölda greina um læknis-
fræði í Læknablaðið og erlend
læknablöð erfjalla aðallega um dán-
armein og krabbamein einstakra
starfshópa.
Fjölskylda
' Fyrri kona Vilhjálms var Anna
Ingólfsdóttir, f. 18.9.1946, kennari.
Hún er dóttir Ingólfs Jónssonar og
Ingibjargar Björgvinsdóttur. Vil-
hjálmur og Anna skildu.
Vilhjálmur kvæntist 15.8.1987
seinni konu sinni, Álíheiöi Stein-
þórsdóttur, f. 13.1.1946, sálfræðingi.
Hún er dótir Steinþórs Sæmunds-
sonar og Sólborgar Sumarrósar Sig-
urðardóttur.
Börn Vilhjálms og Önnu eru
Linda, f. 7.9.1971, nemi í félagsfræði
við HÍ; Þrúður, f. 31.3.1973, nemi
við Leiklistarskóla íslands; Ingólf-
ur, f. 15.3.1976, nemi viö MH.
Systkini Vilhjálms eru Sigrún, f.
Vilhjálmur Rafnsson.
19.7.1938, meinatæknir í Reykjavík;
Sveinbjörn, f. 22.3.1944, prófessor í
Reykjavík; Jón Stefán, f. 20.12.1946,
d. 27.1.1985, tannlæknir.
Foreldrar Vilhjálms voru Rafn
Jónsson, f. 9.10.1911, d. 17.3.1994,
tannlæknir í Kaupmannahöfn og í
Reykjavík, og Hulda Olgeirsson Vil-
hjálmsdóttir, f. 26.6.1917, d. 28.12.
1985, verslunarmaður.