Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 * 6 ★' miönd ■* * Stuttar fréttir Gro Harlem Brundtland vekur hrifnlngu á kvennaráðstefnu: Nýlega fannst illa rotnað lik ungs manns á saleroi læknabið- stofu í Stokkhólmi og er taliö aö það hafí legið þar í tvo mánuði. ) leyfw herstöðvar Rússa Eduard She vardnadze, ieiðtogi Geon íu, undirritac samkomulag við utanrikií ráðherra Rúsc lands í gær ser kveður á um a Rússar fái aö halda þremur her- stöðvum í Georgíu gegn því að veita landinu efnahagsaðstoð. Alþjóölegi ósondagurinn er í dag og af því tilefhi verður haldin ráðstefna um ósonlagið í Þýska- landi í næstu viku. Lægriiaunsljóranna Nýr aöstoðarbankastjóri Eng- landsbanka hvatti forstjóra landsins til að lækka viö sig laun- in til aö öölast aftur traust al- mennings. Nauðganir sem vopn SÞ segja aö nauöganir séu í auknum mæli notaöar sem vopn i styrjöldum um allan heim. Eiturhótun Finnska áfengiseinkasalan hætti allri sölu á frönskum vín- um í gær, eftir að bréf barst um að blásýra hefði verið sett í fimm flöskur. ílögguskoðun LítLll flokkur norskra kynþátta- hatara, Hvíti kosturinn, hefúr verið kærður fyrir brot á lögum sem barrna kynþáttafordóma. Játa mannasmygl Fimm litháískir sjómenn játuöu fyrir rétti í gær aö hafa smyglað 73 afgönskum flóttamönnum til Danmerkur. Lágt rafmagnsverð Sænsk fyrirtæki greiða lægst rafmagnsverð í Evrópu og með þvi lægsta í heiminum. Havel af hendir verðlaun Vaclav Havel Tékklaiídsfor- seti afhendir á sunnudag rúss- neska mann- réttindafröm- uðinum Sergej Kóvaþov nýja viöurkenningu sem kennd er við Númberg og er veitt fyrir baráttu fyrir mann- réttindum. RættumSchengen íslendingar og Norðmenn ræddu við ESB í gær um aö Schengen-samkomulagiö um af- nám vegabréfaskyldu nái einníg til þeirra. Reuter, Ríteau, NTB, FNB, TT Breyting í Asíu Smávægilegar breytingar hafa orð- ið á hlutabréfavísitölunni í erlendum kauphöllum. í Tokyo hækkaði vísi- talan um 900 stig og 400 stig í Hong Kong. Minni breytingar urðu hins vegar á vísitölunni í New York, Lundúnum og Frankfurt. Lítið hefur gerst á olíumörkuðum og hefur verð á 92ja og 98 oktana bensíni haldist svo til óbreytt þó að smávægileg verðhækkun hafi orðið á 98 oktana bensíni í byijun síðustu viku. Hráolíuverð fór hins vegar upp og niður alla vikuna þó að sveiflum- ar væm alls ekki stórvægilegar. í lok vikunnar fór hráolían úr 16,84 doll- urumtunnaní 17,10 dollara. -GHS Konur eru aðal- fyrirvinnurnar „Konur sætta sig ekki lengur við það hlutverk að vera annars flokks þegnar. En frelsi, jafnfrétti og tæki- færi koma ekki af sjálfu sér. Konur verða að sjá til þess að þær nýti sér þau réttindi sem þær öðlast,“ sagði Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, í lokaræðu kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Peking í gær. „Hálfan himininn, helming valds- ins,“ hrópaði hópur kvenna frá Róm- önsku Ameríku fagnandi þegar Gro lauk ræðu sinni í gær. Ásamt hundr- uðum annarra kvenna fognuðu þær gífurlega eftir svo til hvem einasta kafla ræðunnar og voru fagnaðar- lætin til marks um þær væntingar sem gerðar voru til norska forsætis- ráðherrans og staðfesting á stööu hennar meöal margra innan vébanda SÞ. „Það hafa verið erfiðar umræður um hvemig Pekingráöstefnan eigi aö skilgreina mannréttindi kvenna, eins og þaö ætti að vera til listi yflr réttindi karla og annar, meö fleiri takmörkunum, fyrir konur,“ sagði Gro. Hún sló því föstu að grundvallar- reglur um mannréttindi yrðu að gOda um heim allan og fyrir allar konur. Menningarhefðir veittu enga undantekningu, hvort sem um væri að ræða ofbeldi gegn konum eða umskurð. Hún sagði að konur yrðu aö láta að sér kveða á öllum sviðum, m.a. í stjórnmálum. „Þegar ég varð fyrst forsætisráð- herra fyrir fimmtán árum var það menningarlegt áfall fyrir marga Norðmenn. í dag spyrja fjögurra ára börn mæður sínar hvort karlmenn geti líka orðið forsætisráðherrar," sagði Gro. I ræðu sinni réðst Gro einnig á þá goðsögn að karlar væru fyrirvinnur en konur væru fyrst og fremst mæð- ur sem önnuðust aðra. „Konur eru helstu fyrirvinnur heimsins," sagði Gro Harlem Brundtland. TT, NTB Breski eðlisfræðingurinn og heimsmyndunarfræðingurinn Stephen Hawking gekk að eiga Elaine Mason, fyrrum hjúkrunarkonu sína, í Cambrigde í gær. Að athöfninni hjá borgardómara lokinni smellti Hawking rembingskossi á nýju konuna sína. Hawking þjáist af svokallaðri Lou Gehrig-veiki. Hann er bundinn við hjólastól og talar með aðstoð tölvu. Hann hefur skrifað metsölubókina Sögu tímans sem komið hefur út á íslensku. Símamynd Reuter Leiðir inn til Sarajevo opnar Bosníu-Serbar eru byriaðir að flytja þungavopn sín burt frá Sarajevo og eru hjálparleiðir inn í borgina í lofti og á láði nú opnar. Hershöfðingi NATO segir þó að Serb- ar verði að gera betur til að hægt sé að kalla þetta brottflutning vopna. Sameinuðu þjóðimar tilkynntu að hjálparflug til Sarajevo hæfist aftur í dag og er áætlað að fara átta ferðir. Tvær flugvélar SÞ lentu þó í Sarajevo í gær í fyrsta sinn í fimm mánuði. I hinni fyrri voru táknræn hveitisending og Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakklands. Þá komu fyrstu bílar með hjálpargögn til borgarinnar og önnur bílalest var áleiðinni. Reuter Páfi hveturtil nopa JóhannesPáll páfi sagöi í gær að múslímar og kristnir menn, sem kcppast um sálir Afr- íkubúa, verði að virða trú hveijir annarra og hann fordæradi heittrúar- menn sem drepa í nafni guðs. Páfi er í sjö daga heimsókn til Afríkuríkja, hinni elleftu í röð- inni, og í gær var hann í Kamer- ún. Þessar skoðanir hans koma fram í 150 síöna skjali sem birt var eftir messu sem páfi söng þar í gær. í skjalinu er að finna hug- leiðingar hans um fraratíð krist- innar kirkju í Afríku, sem á í haröri samkeppni við önnur trú- arbrögð. Framfærslu- byrðineykstí Færeyjum ■ Vegna gífurlegs brottflutnings ungra íjölskyldna frá Færeyjum hefur framfærslubyröi þeirra sem eftir eru á eyjunum og starfa þar aukist töluvert. Á fimm ára tímabili, frá 1989 til 1994, hefur vinnufærum mönnum á aldrin- um 20 til 40 ára fækkað um fimmtung. Á sama tima hefur orðið 4 prósenta aukning þeirra sem komnir eru yfir sextugt. í nýrri skýrslu, þar semlífsskil- yrðin í Færeyjum ogí Danmörku eru borin saman, kemur fram að einkaneysla Færeyinga er þriðj- ungi minni en hún er í Dan- mörku. Mikill munur er á launum milfi landanna tveggja. Þannig þénar ófaglærður Dani 34 prósentum meira á ári en ófaglærður Færey- ingur, eða um 220 þúsund dansk- ar krónur á ári. Evrópusamband fagnarfiskveiði- samningi Evrópusambandiö fagnaöí því í gær að fulltrúar á fundi Norð- vestur-Atlantshafsfiskveiðisam- takanna (NAFO) skyldu sam- þykkja tvíhliða fiskveiöisamning ESB og Kanada. Þar með er bund- inn endi á deilur ura grálúðuveið- ar í Norður-Atlantshafi. Lykilatriði samningsins er út- hlutun kvóta á grálúðu fyrir árið 1996. ESB fékk 11.070 tonn, eöa rúm 53 prósent af 20 þúsund tonna kvóta. Kanadamenn fengu þijú þúsund tonn. Myndabók um Viktoríu krón- pnnsessu Unnendur sænsku kon- ungsfjölskyld- unnar geta skundaö út í bókabúöir Svíarikis keypt sér sfðna bók um Viktoríu krónprinsessu sem prýdd er fjölda mynda. Upphaflega stóð til að bókin kæmi út á átján ára afmælisdegi krónprinsessunnar þann 14. júlí í sumar, en þá varö hún myndug. Konungur faðir hennar vildi hins vegar aö i bókinni yrðu myndir frá afmælisdeginum og hátíða- höldunum. Snjall leikur hjá kóngi. „Þannig er bókin ekki aðeins bók um fíf Viktoríu heldur einnig söguleg heimild," segir forleggj- arinn ánægður. Reuter, Ritznu, TT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.