Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 40 imm Hjólreiðamenn treysti engum í umferðinni Nú er sumarið að mestu að baki og flestir lesendur Trimm- síðunnar orðnir steinþreyttir á endalausum hlaupaæfingum sumarins. Þessvegna er hollt að skipta um takt og draga fram gamla hjólhestinn því enn eru götur auðar og auðvelt að ferðast á hjóli og hjólreiðar eru holl og þægileg þjálfun. Þeir líkamshlut- ar sem njóta góðs af hjólreiðum eru fyrst og fremst hjartað, æða- kerfið og fæturnir. Hjólreiðar reyna sérstaklega á stóra vöðvann á framanverðum lærum en aðrir vöðvar og vöðva- hópar í fótum og lærum fá einnig þjálfun. Hjólreiðar leiða til stinn- ari fóta og formfegurri og það sama á við um læri og þjóhnappa. Hjólreiðar eru vægt átak á fótlim- ina og því eru meiðsli við hjól- reiðarnar sjálfar fremur sjaldgæf þó auðvitað geti allir dottið og meitt sig. Hjólreiðamaður, sem hjólar 16 kílómetra á hálfum klukkutíma, brennir 400 hitaein- ingum sem er talsvert mikil brennsla enda umtalsverður hraði. Lengri og hægari hjólatúr- ar hafa áhrif á þol manna fremur en snerpu og er almennt mun hollara fyrir byrjendur að fara hægar og vera heldur lengur. Best er að hjóla í lágum gír og Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson stíga hjólið ótt og títt eða um 80-90 sinnum á hverri mínútu og reyna að halda taktinum sem jöfnustum með þvi að nota gírana og stíga þannig hjólið alltaf jafn- hratt, hvort sem hjólað er undan brekku, á sléttu eða upp í móti. Breyttu reglulega um steliingar á hjólinu með því að hagræða þér í hnakknum eða standa upp á fót- stigunum og hjóla þannig um stund. Þetta dregur úr álagi á sitjand- ann en hann er sá líkamshluti sem einkum verður fyrir álagi hjá óvönum hjólreiðamönnum. Treystu engum. Láttu vita af þér. Bílstjórar aka ekki viljandi á eða yfir hjólreiðamenn en þeir verða að vita af þér. Vertu sérstaklega á varðbergi við gatnamót og gættu að því að gangandi vegfarendur víkja ekki sjálfkrafa fyrir þér. Þegar hjólað er eftir göngustíg- um, þar sem von er á skokkurum, er rétt að gefa hljóðmerki með bjöflunni áður en farið er fram úr þeim. Hjólaðu ekki með vasadiskó. Það er stórhættulegt og enginn ætti að vera úti að hjóla eða skokka með slíkt apparat á hausnum. Það sem á að vera á höfði hjólreiðamanna er hjálmur. Hjálmur er ódýrt öryggistæki sem getur bjargað mannslífum. Á undanförnum árum hafa verið gerðar nokkrar endurbætur í Reykjavík til hagsbóta fyrir hjólreiðamenn. Stígum fjölgar og eftir því sem hjólandi fólki fjölgar minnkar sofandaháttur öku- manna gagnvart þeim einnig. Rétt er þó að hafa huga að nú á haustdögum vex umferð mjög á götum borgarinnar og hjólreiða- menn eru eðli málsins sam- kvæmt berskjaldaðir gegn um- ferðinni. Besta ráðið er að treysta því aldrei að bílstjórar hegði sér við hjólreiðamenn eins og umferðar- lögin segja til um. Klæddu þig vel. Þó mörgum finnist ef til vill óþarfi að fata sig sérstaklega upp til þess að fara út að hjóla er rétt að muna að vindurinn kælir snarpt og hraðinn, sem auðvelt er að ná á góðu reiðhjóli, er slíkur að vindkælingar gætir langt fram yfir lofthita. Þess vegna er rétt að hugsa um klæðnaðinn og vera í hlýjum fatnaði og vindþéttum galla utan yfir. Ekki gleyma góðri húfu og hentugum vettlingum. Mikill hluti hitatapsins fer um höfuð og hendur sem, dofna fljótt upp í miklum kulda. Þeim sem eiga ekkert hjól skal hér með bent á sérverslanir með reiðhjól og fylgihluti og fatnað og búnað fyr- ir hjólreiðamenn. íslenski fjalla- hjólaklúbburinn býður svo þeim félagsskap sem vilja gera hjól- reiðar að meira en tóm- stundagamni því hjólreiðar eru auðvitað lífstífl þess sem hafnar einkabílnum og kýs að fara ferða sinna á hollan og mengunarlaus- an hátt. Hjá íslenska fjallahjólaklúbbn- um fá menn og hagnýtar upplýs- ingar um búnað, hópferðir og hvað eina sem byrjendur kann að varða um. Símanúmer klúbbsins er 562 0099 og hann á pósthólf nr. 5193 125 Reykjavík. Nú er rétti tíminn til þess að draga fram hjólhestinn og spretta úr spori um þurrar og auðar götur, að minnsta kosti sunnanlands. Hjólreiðar eru hollur og umhverfisvænn ferðamáti sem hentar nútímamönnum vel. DV-mynd ÞÖK hundar Sumir hundaeigendur hafa sagt í áheyrn Trimmsíðu að þeir megi hvergi vera með hundinn sinn í bandi úti að ganga eða skokka. Þannig verði bæði þeir og aðrir að skáskjóta sér inn á Miklatúnið framhjá öflum skiltunum sem gefa til kynna að þar sé umferð hunda óæskileg. Hvort sem þessir kvein- stafir hundaeigenda eru hinn rétti tónn eður ei er algengt að mæta göngufólki og skokkurum með hunda á almennum útivistarsvæð- um innan og utan borgarmarka Reykjavíkur. Margir hafa hunda sína í bandi eins og lög munu gera ráð fyrir og engar athugasemdir hægt að gera við það. Hitt er annað mál að á þessu verður misbrestur og það hendir að grandalaus skokk- ari mætir fríhlaupandi hundi sem er kominn langt fram úr eiganda sínum sem silast á eftir. Við þessu er ekkert að segja enda 1 eðli hunda að kanna og rannsaka nánasta um- hverfi sitt. En sannast sagna bregð- ur mörgum trimmara harkalega þegar hann stendur andspænis 10 til 40 kílóum af hundi af óþekktri teg- und einum síns liðs á afskekktum slóðum. Víki hundurinn sér að skokkaranum til þess að taka nán- ara þefsýni verður skelfdum skokk- ara það oftast fyrir að stökkva yfir hundinn því þetta skeður oftast á augabragði á fullri ferð og lítill tími til yfirvegaðra viðbragða. Ef við viljum horfa á björtu hliðarnar þá er það ágætis æfing í sjálfu sér að stökkva yfir hunda. Slíkt þjálfar snerpu og hreysti og alveg sérstakt vöðvasett í fótunum sem er varla notað í annað. Það mætti jafnvel hugsa sér að gera þetta að sérstakri keppnisgrein sem væri skipt í flokka eftir stærðum hunda frá púðulflokki upp í sankti bernharðs- flokk. En mörgum þætti best ef þeir þyrftu aldrei að stökkva yfir hund og mættu þeim ekki nema í bandi þar sem eigandinn er á hinum end- anum. Trimmarar og Mörgum trimmurum er illa við að mæta hundum ann á hinum endanum. nema í bandi með eigand- Heilsu- hlaup í heilsu- bæjum Næsta laugardag verða haid- in sérstök heilsuhlaup fyrir alla fjölskylduna í Hafnar- firði og Hveragerði og á Hornafirði og Húsavík en þessir staðir hafa hlotið nafnbótina heilsubæir og þar hefur í sumar verið reynt að snúa lífi íbúanna til heilbrigðari lífshátta í sam- ræmi við það. Hlaupið hefst á hverjum staö klukkan 14.00 og verða hiaupnir 3 kíló- metrar. Ekki verður tekinn tími á keppendum og ekki veitt verðlaun önnur en út- dráttarverðlaun. Nánari upplýsingar gefa íþróttafufl- trúar í hverjum þessara heilsubæja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.