Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 37
£"$% # # # # 4 # # # # # # # # LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 Friðrik sýndi gamla takta - Hannes Hlífar er sigurvegari mótsins Ellefta og síðasta umferð Prið- riksmótsins var tefld í Þjóðarbók- hlöðunni í gær. Áður en taflið hófst var Hannes Hlífar Stefánsson með vinningsforskot og öruggur með a.m.k. deilt efsta sæti. Hannes Hlífar er vel að sigrinum kominn; tefldi af öryggi og hafði ekki tapað skák fyrir lokaumferð- ina. í næstsíðustu umferð vann hann Bent Larsen, að því er virtist áreynslulaust. Larsen lagði mikið á stöðu sína að vanda með einni af sínum framúrstefnulegu byrjunum. Hannes lét hann ekki slá sig út af laginu, tókst að ná stöðuyfirburðum og herti tökin uns yfir lauk. Skák Jón L Árnason Líklega hafa áhorfendur haft mestan áhuga á skákum Friðriks. Raunar var áberandi hve margir af eldri kynslóðinni lögðu leið sína í Þjóðarbókhlöðuna, loks þegar Frið- rik var sestur við skákborð á ný. Ef- laust hefur hann valdið aðdáendum sínum vonbrigðum í fyrri hluta mótsins en þegar á leið brá fyrir gömlum töktum. Þannig tefldi hann magnaða skák við Sofíu Polgar í 8. umferð, góða skák við Gligoric í 9. umferð og afar tvísýna og spenn- andi skák við Margeir í 10. umferð. Rétt er að líta á tvær þær fyrr- nefndu. Friðrik lét fórnirnar dynja á stöðu ungversku skákdrottningar- innar. Fyrst fórnaði hann manni, síðan skiptamun og svo öðrum manni. Fórnirnar báru þann ávöxt að Sofla varð að gefa drottningu sína gegn hrók en hafði engu að síð- ur liðsyfirburði. Friðrik átti aðeins drottningu og biskup eftir og varð að sætta sig við þráskák. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Sofía Polgar Retí-byrjun. 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Rf6 4. d3 Bf5 5. 0-0 h6 6. Rbd2 e6 7. Del Be7 8. e4 Bh7 9. De2 a5 10. Hdl a4 11. a3 0-0 12. e5 Rfd7 13. Rfl c5 14. h4 Rc6 15. Bf4 He8 16. Rlh2 Uppbygging Friðriks er vel þekkt, þar sem svartur hefur hvítreita biskup sinn enn þá á c8. Með bisk- Friðrik Olafsson: Þegar leið á mótið brá fyrir gamalkunnum töktum hjá honum. DV-mynd ÞÖK upinn á h7 er svarta kóngsstaðan mun öruggari. 16. - f6 17. exf6 Bxf6 18. Rg4 e5 19. Be3 e4 20. dxe4 Bxe4 21. c3 Ra5 22. Hel Db6 23. Hadl Had8 Friðrik og Gligoric hafa marga hildi háð um dagana og hefur geng- ið á ýmsu. Gligoric tókst ekki að finna viðhlítandi svar við frumleg- um drottningarleik Friðriks í byrj- uninni, sem Friðrik hefur raunar beitt áður með góðum árangri. Hvítt: Svetozar Gligoric Svart: Friðrik Ólafsson Nimzo-indversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 c5 6. Rf3 d5 7. 0-0 dxc4 8. Bxc4 b6 9. De2 Bb7 10. Hdl Dc8l? 11. Bd3 Rbd7 12. Bd2 cxd4 13. exd4 Bxc3 í skák við Cuellar í Stokkhólmi 1962 lék Friðrik 13. - Dc6 og áfram tefldist 14. Hacl Bxc3 15. bxc3 Hfe8 16. Bb5 Dd6 17. Bg5 a6 18. Ba4 b5 19. Bb3 Bd5 og svartur á gott tafl. 14. bxc3 Dc6! 15. Hel Hfe8 16. Hacl E.t.v. er vissara fyrir hvítan að leika 16. Dfl til að valda g2 en frum- kvæðið er bersýnilega ekki lengur í höndum hvíts. 16. - a6 17. Bf4?! Rh5 18. Be3 e5 19. Bf5 Rhf6 20. Bc2 exd4 21. cxd4 Dd6 22. Bb3 Bd5 23. Bxd5 Rxd5 Nú á svartur trausta stöðuyfir- burði. 24. Dc4 b5 25. Db3 Hac8 26. Hxc8 Hxc8 27. Bd2 R7b6 28. a3 Dc6 29. Bb4 f6 30. Bc5 Ra4 31. Hcl De6 32. Hel Df7 33. Bd6 Hc3 34. Da2 Hc6 35. Bb4 He6 36. Hcl? Vonast eftir 36. -Rxb4?? 37. Hc8+ He8 28. Hxe8 mát. 24. Bxh6!? gxh6 25. Rxh6+ Kg7 26. Dd2 Be7 Opnar drottningunni leið til varn- ar en 26. - Rc4!? sem er svarað með 27. Df4 var annar möguleiki. 27. Hxe4! dxe4 28. Rf5+ Kh8 29. Df4 exf3 Svartur hefur í mörg horn að líta. Svara má 29. - Dg6 með 30. Hxd7 Hxd7 31. Re5 Hdl+ 32. Kh2 með ýmsum ógnunum en 29. - De6!? 30. Dg4 Dg8 er varnarmögu- leiki. 30. Hd6! Dxd6 31. Rxd6 Bxd6 32. Dh6+ Kg8 33. Dg6+ Kh8 34. Dh6+ Kg8 35. Bxf3!? Rb6 36. Dg6+ - Og jafntefli eftir 41 leik með þrá- skák. y' I f; | & : .. : V é é W Á ■ i i . - A * i & Á Á K|SISSftK Á A & :|iA A ■.'? i A ■ ABCDEFGH 38. Hxc3 Ef 38. Dc2 Re2+ og vinnur skipta- mun. 38. - Hel+ 39. Rxel Dxa2 40. Kfl a5 41. Rc2 b4 42. axb4 axb4 43. Hc8+ Kf7 44. Hc7+ Kg6 - Og Gligoric gafst upp. bridge Bikarkeppni Bridgesambands íslands: Úrslitin ráðast um helgina Undanúrslit og úrslit í Bikar- keppni Bridgesambands íslands verða spfluð um helgina í húsnæði Bridgesambandsins við Þöngla- bakka 1. í átta liða úrslitum sigraði sveit Sigurðar Vilhjálmssonar (nú sveit +-film) sveit Landsbréfa, sveit Hjól- barðahallarinnar sigraði sveit Roche, sveit Samvinnuferða/Land- sýnar sigraði sveit Estherar Jakobs- dóttur og sveit Verðbréfamarkaðar íslands- banka sigraði sveit Potom- ac frá ísafirði. í undanúrslit drógust saman sveitir Hjólbarðahaflarinnar og +- Film og sveitir Samvinnu- ferða/Landsýnar og Verðbréfamark- aðar tslandsbanka. t undanúrslitum eru spiluð 48 spil og hefst spilamennska W. 11 á laug- ardag. í úrslitaleiknum verða spiluð 64 spil og hefst spilamennska kl. 10 á sunnudag. Áætlað er að sýna þrjár síðustu lotur úrslitanna á sýningart- öflu en keppnisstjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Flestir bjuggust við að sveit Landsbréfa með þrjá fyrrverandi heimsmeistara innanborðs og tvo Norðurlandameistara myndi vinna auðveldan sigur á sveit Sigurðar Vilhjálmssonar frá Súðavík. Sú varð þó ekki raunin því Súðvíking- ar unnu auðveldan sigur á meistur- unum, unnu raunar aflar fjórar lot- urnar. Þegar grannt er skoðað þá kemur hins vegar í ljós að Súðvík- ingar eru með allframbærilegt lið. Má þar fremstan telja Jakob Krist- insson, Val Sigurðsson, Sigurð Vfl- hjálmsson, Guðmund Sveinsson og Rúnar Magnússon. Við skulum skoða eitt spil frá leiknum. N/Allir * Á109762 Á8 ÁG10 * Á5 var 0-5. Auðvitað er geimið hart en það var alls ekki vonlaust. Umsjón ♦ K * G973 ♦ D83 * D10742 N 4 D54 * D104 * K94 * KG96 ♦ G83 M K652 ♦ 9752 ♦ 83 Norður Austur Suður Vestur 1 lauf pass 1 tígull pass 1 spaði pass 2 spaðar pass 4 spaðar pass pass pass í opna salnum sátu n-s Rúnar og Jakob en a-v Guðmúhdur Páll Arn- arson og Þorlákur Jónsson. Laufopnunin var 16+ og tígulsögnin Stefán Guðjohnsen Austur spilaði út laufi sem norð- ur drap með ás. Hann tók nú spaða- ás og þegar kóngurinn kom frá vestri spilaði hann sig út á laufi. Vestur drap laufslaginn og spiláði litlum tígli. Sagnhafi lét tíuna Jog austur drap með kóng. Síðan var auðvelt að sækja spaðadrottning- una, taka síðan trompið og svína aftur tígli. Unnið spil og 620. Á hinu borðinu sátu n-s Jón Bald- ursson og Sævar Þorbjörnsson en a- v Valur og Guðmundur. Þar gengu sagnir á þessa leið: Norður Austur Suður Vestur 1 lauf pass 1 tígull pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 spaðar pass 3 spaðar pass pass pass Laufið var sterkt, tígullinn neikvætt svar, grandið krafa. Það er ekkert við því að segja að stoppa í þremur spöðum en í þetta sinn kostaði það 10 impa. Innflytjendur - smásalar Umboðsaðili óskast fyrir ameríska ísskápa o.fl. Þekkt vörumerki. Skilyrði að viðkom- andi hafi viðgerðarþjónustu eða geti útveg- að hana. Hér á landi er staddur maður frá fyrirtækinu til frekari viðræðna. Uppl. í s. 568-9968 eða 896-1415. Pétur. J3 % Innritun stendur yfír í gömlu dansana og „Lanciers“ /^OFNðV. * IÚN\ í síma 587-1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Tamningamenn Bændasamtök íslands óska eftir reyndum tamningamönnum í 5-12 mánuði að Stóð- hestastöðinni, Grunnarsholti. Umsóknarfrestur er til 25. september nk. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Bænda- samtaka íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell Karlsson á kvöldin í síma 483-4507. S v. u Sófasett - áklæði úr lec Svefnsófar «1 Stakir sófar ■■h Stakirstólar Homsófar áklæði 6 sæta, á aðeins kr. 69.000 Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 +-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.