Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 !^^"V Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Áuglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Kemur ykkur ekki við Þingmaður nokkur lýsti því yfir í viðtali við DV, að kjör þingmanna ættu ekki að vera til umræðu meðal al- mennings. Þessi ruglaði þingmaður, sem aldrei hefur sýnt, að hann hafi neitt til síns ágætis umfram venju- legt fólk, virðist telja sig yfir þjóðina hafinn. Þetta er svipuð hugsun og ríkti hjá evrópskum aðli fyrir frönsku byltinguna. Þá taldi yfirstéttin, að ekki ættu sömu reglur að gilda um sig og þegnana í þjóðfé- laginu. Þar á meðal lét fína fólkið gilda allt aðrar og mildari skattareglur um sig en aðra landsmenn. Með stjórnarbyltingunni fyrir rúmlega tveimur öld- um og hliðstæðu uppgjöri í öðrum löndum var þessari skoðun hafnað á Vesturlöndum. Komið var á lýðræði, sem fól meðal annars í sér, að allir skyldu vera jafnir fyrir lögunum. Það hefur síðan verið homsteinn lýð- ræðisins. í tvær aldir hafa Vesturlandabúar ekki verið þegnar í ríki aðalsmanna, heldur frjálsir borgarar. Þetta kerfi er búið að vera lengi í gildi hér á landi. Því er athyglisvert, að margir íslenzkir þingmenn líta á sig sem eins konar aðalsmenn, sem lúti öðrum reglum en annað fólk. Deilan um kjör þingmanna snýst ekki um, hvaða laun þeir eigi skilið. Fæstir landsmenn telja sig hafa þau laun, sem þeir eigi skilið. Þeir, sem gagnrýna þing- menn núna, eru ekki að segja, að þeir hafi hæfileg laun, heldur, að sömu reglur eigi að gilda um þá og aðra landsmenn. Margir þingmenn verja skattsvikin með því að segja sig illa launaða, til dæmis í samanburði við aðra til- greinda hópa í þjóðfélaginu. Það kann vel að vera rétt, en kemur ekki beinlínis því máli við, sem olli spreng- ingu í þjóðfélaginu í þessari viku. Málið er skattfrelsið. Það er því miður eitt helzta einkenni siðspiUtrar yfir- stéttar stjórnmálanna á íslandi, að hún fer að tala um annað, þegar þrengt er að henni á einu sviði. Þegar hún er ákærð fyrir að vernda skattsvik sín með lögum, tal- ar hún um, hvað hún búi við skarðan hlut í lífinu. Kenning hinna siðspiUtu er, að þeir hafi farið haU- oka á einu sviði og megi því bæta sér það upp á aUt öðru sviði. Ef þeir þurfi að kaupa dýra kjóla tU notkun- ar í samkvæmum, réttlæti það á einhvern óskUjanleg- an hátt, að þeir setji um sig sérstök skattsvikalög. Með sama hætti getur hinn venjulegi þjófur úti í bæ sagt við sig, að hann eigi fjárhagslega bágt, af því að hann hafi tU dæmis misst vinnuna, og þess vegna sé réttlætanlegt að hann bæti sér það upp með því að brjótast inn í næsta fyrirtæki og stela þar peningum. Þessi yfirfærsla röksemda miUi óskyldra hluta er því miður lýsandi dæmi um ástandið á Alþingi. Þar fer lítið fyrir heUbrigðri rökræðu, heldur ryðjast æ fleiri þing- menn fastar um í skefjalausri þjónustu við sérhagsmuni gæludýra úti um land og við sína eigin hagsmuni. Alþingi skaffara og ríkisstjórn helmingaskipta eru síðbúið afturhvarf tU stjórnarhátta, sem lögðust af fyrir tveimur öldum. Mismunun fer vaxandi, annars vegar miUi yfirstéttar og venjulegs fólks og hins vegar miUi gæludýra og venjulegra fyrirtækja eða atvinnugreina. Flest benti tU þess í sumar, að þjóðin mundi láta þessi örlög yfir sig ganga, en skattfríðindi þingmanna urðu kornið, sem fyUti skyndUega mælinn. Því miður er þetta einstök reiðisprengja, sem veitir fólki útrás, en veldur ekki varanlegum þrýstingi á siðbætur í stjórnmálum. Það lagast ekki fyrr en kjósendurfara kerfisbundið að taka pólitíska afstöðu sem neytendur og skattgreiðend- ur, sem frjálsir borgarar í jafnréttis- og lýðræðisríki. Jónas Kristjánsson Tilraun til að hafa Rússa góða Að þrem mánuðum liðnum verða þingkosningar í Rússlandi. Fulltrú ar gamalla sovét-gilda, þjóðernis sinnar, kommúnistar og Bænda flokkur stjórnenda samyrkjuþú anna, ætla eftir megni að láta þær snúast um stríðið í ríkjunum sem urðu til við upplausn Júgóslavíu. Þessi öfl sjá sér leik á borði eft- ir að flugfloti NATO hóf verulegar og samfelldar árásir á hernaðar mannvirki Bosníu-Serba. Skír- skot að er til að Rússland sé snið- gengið og niðurlægt með þessum aðförum vestræna hernaðar- bandalagsins gegn slavneskri þjóð á svæði í Evr ópu þar sem Rússar hafi um langan aldur kallað til ítaka. Eftir að Dúman, neðri deild Rúss landsþings, var kölluð sam- an til fundar um þetta mál, efndi Boris Jeltsín forseti til fundar með frétta mönnum, þar sem hann leitaðist við að taka vind úr seglum and stæðinga sinna á þingi. Tók hann aðgerðir NATO í Bosníu til dæmis um það sem ger- ast myndi, ef bandalagið færði út kvíarnar í austur, allt að landa- mærum Rúss lands. Af gæti hlot- ist „ófriðarbál um alla Evrópu“. Degi síðar kom Dúman saman og samþykkti með 258 atkvæðum gegn tveim að skora á Jeltsín að svara loftárásum NATO á Bosníu- Serba með þvi að stöðva fram- kvæmd á samstarfssamningi Rússlands við bandalagið. Þar að auki var krafist afsagnar Andrei Kosíréfs utanrik isráðherra, sem Gennadi Sjúganof, leiðtogi komm- únista, kallaði „ráð herra þjóðar- svívirðu". Til áfloga kom í Dúmunni. Kommúnisti sleit kross af presti rétttrúnaðarkirkjunnar sem situr á þingi og þjóðernissinnaleiðtog- inn Vladimir Zhírínovskí hár- reytti og barði þingkonu. Nær 200 þingmenn sóttu ekki fundinn, Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson flestir vegna andstöðu við málatil- búnað meiri hlutans. í viðtali við fréttaritara New York Times segir Alexander Potsinof, þingmaður úr einum flokki um bótasinna, að því fari fjarri að Rússar líti á Serba sem bræður sína, frekar illræðismenn: „En þeg ar um virðingu voldugs ríkis er að tefla er annað uppi á teningnum. Enginn mun nokkru sinni sætta sig við að það sé stað- reynd að Banda ríkin séu orðin eina risaveldið í heimi.“ Bandaríkjastjórn er nú að bregð ast við þessum tíðindum frá Rúss landi. Strobe Talbot aðstoð- arutan ríkisráðherra með Rúss- landsmál á sinni könnu fór til Moskvu á fimmtudag að ræða þar við forsæt isráðhérra og utanrík- isráðherra. Samtímis heldur sá aðstoðarutan ríkisráðherra Bandaríkjanna sem stýrir friðar- umleitunum í Bosníu, Richard Holbrooke, á fund forseta Króatíu og Bosníu eftir dægurlang an fund með Slobodan Milosevic Serbíu- forseta. Þar segir hann hafa miðað í átt til samkomulags um ráðstafanir til að tryggja öryggi Sarajevo, en það er skilyrðið fyrir að lofthern- aði NATO á herstöðvar Bosníu- Serba linni. Óstaðfestar fregnir herma að Holbrooke hafi sett það mark að samkomulag um friðar- gerð í Bos níu verði í höfn fyrir 25. september. Þá á að hefjast misseristímabil brottfarar friðargæsluliðs SÞ frá Bosníu, en við á að taka af því lið frá NATO með það verkefni að fylgjast með framkvæmd væntan legs friðarsamkomulags. Við Sara- jevo skal Serbum gert að fjar lægja þungavopn sín, en þó ekki öll fyrr en komið er á vettvang rússneskt lið til að tryggja öryggi Serba á svæðinu sem þeir hafa ráð ið í nágrenni borgarinnar og ein stökum úthverfum. Með þessu er greinilega ætlun Bandaríkjastjórnar að slá margar flugur í einu höggi. Veita á Rúss landi virka aðild að framkvæmd friðarsamkomulags í Bosníu ásamt NATO. Opna á Ratko Mlad- ic, yfir hershöfðingja Bosníu- Serba, leið tfl að fullnægja skil- málum NATO án þess að um sé að ræða algera upp gjöf af hans hálfu við Sarajevo. Og lofthernaði gegn Bosníu-Serbum á að hætta nógu snemma til að sem minnstar líkur séu. á að hann hafi áhrif á úrslit þingkosninganna í Rússlandi. Allt er þetta þó sýnd veiði en ekki gefin. Bosníustjórn verður vafa laust þvert um geð að fá í ná- grenni höfuðborgarinnar rúss- neskt her lið, sem hún telur lík- legt til að draga taum Serba. Þar að auki er her hennar nú í sókn um miðja og vestanverða Bosníu ásamt Króöt um, og hefur unnið verulegt svæði og hernaðarlega mikilvæga staði af Serbum, og slíkar aðgerðir hafa tilhneigingu til að vinda upp á sig. mælt hafði gegn málflutningi þjóðernissinna á fundi Dúmunnar um stríðið í Bosníu. Símamynd Reuter skoðanir annarra IAf lélegri kjörsókn í Noregi „Léleg kjörsókn í þetta skipti er áskorun til allra órnmálaflokkanna. Það er allt að því hægt að tala a ófremdarástand í stjórnkerfinu þegar svo marg- kjósa að sitja heima í stað þess að nýta sér rétt m til aö velja fulltrúa í sveitar- og fylkisstjórnir. eitarstjórnalýðræðiö þolir einfaldlega ekki marg- kosningar í röð með svona lélegri kjörsókn. Það augljóst að kerfiskarlarnir verða að taka þetta al- rlega.“ Úr forustugrein Nationen 13. september. áöst að Colin Powell „Þegar á heildina er litið, er Powell-æðið ekkert til : ao hafa áhyggjur af. Það sem flest fólk virðist dá í tfari Colins Powells hershöfðingja er aðdáunarinnar virði: Hann var alinn upp við fábreytt kjör en komst til æðstu metorða, hann er ímynd styrks og forustu, | hann átti velgengni að fagna sem leiðtogi í stríði, hann leggur áherslu á gamaldags dyggðir og hann neitar staðfastlega að gera mikið eða lítið úr kyn- þætti sínum.“ Úr forustugrein Washington Post 14. aeptember. George Bush klúðrar enn „George Bush virðist á einhvern óskiljanlegan hátt vera skemmt yfir framkomu Kínverja við þátt- takendur kvennaráðstefnunnar í Peking. í eigin heimsókn til Kina í vikunni, sagði Bush: „Ég vor- kenni Kínverjum dálítið fyrir að hafa (kvenréttinda- konuna) Bellu Abzug á þönum um Kína.“ Þessi hugs- unarlausa athugasemd er móðgandi í garð Abzug en sýnir um leið skilningsleysi gagnvart ruddalegum tilraunum Kínverja tfl að þagga niður í konunum.“ Úr forustugrein New York Times 14. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.