Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 „Líf mitt er ekki búið. Ég er í hjólastól en það eru bara smámunir. Ég ætla ekki að vera í hjólastól alla ævi. Ég skal standa upp og ég skal fá fullan mátt i fíngurna." Jóhannes Ágúst Stefánsson ætlar ekki að gefast upp. í mars síðastliðn- um greindist hann með MS (Muitiple Sclerosis), sjúkdóm sem herjar á heila og miðtaugakerfi. Um 270 íslendingar eru með MS. Konur eru í meirihluta þeirra sem fá sjúkdóminn. Sjúkdómseinkennin geta verið margvísleg, eins og til dæmis sjóntruflanir, tvísýni, mátt- leysi, taltruflanir, þvaglátstruflanir, dofi og lömun. Jóhannes, sem er 34 ára, hafði fundið fyrir nokkrum þessara einkenna í fjögur til fimm ár áður en hann lét rannsaka sig. Flúði af sjúkrahúsinu „Þetta byrjaði á því að ég fór að haltra en ég hafði enga verki. Ég hélt að um væri að ræða afleiðingar gamalla íþróttameiðsla frá því að ég var í lyftingum og fór til sjúkraþjálf- ara. Þegar hann minntist á að ég þyrfti vottorð frá lækni til að Trygg- ingastoJVI tæki þátt í kostnaðin- um lé^rmig hverfa. Ég mátti ekki ,Eg ætla ekki að leggjast fyrir og fara að gráta. Eg ætla að halda áfram að styrkja mig líkamlega og andlega. DV-myndir GVA skepnuskapur af þeim sem yfirgáfu mig. Menn eru líklega bara hræddir að horfast í augu við þetta. Fyrst þegar ég fór í hjólastólinn var grát- ið mikið yfir öxlina á mér. Ég sagði bara að þetta væri allt í lagi, núna væru menn búnir að sjá mig.“ Fermingarsystkini Jóhannesar tóku sig til í upphafi mánaðarins og buðu honum heim á bernskustöðv- arnar, Vestmannaeyjar. „Það var ógleymanleg stund. Skólafélagar mínir báru mig en mér fannst ég geta lesið úr svip þeirra: Af hverju? Auðvitað hef ég spurt mig að þessu sjálfur og í sjálfu sér er manni vor- kunn, bara 34 ára gömlum. En ég ætla ekki að leggjast fyrir og fara að gráta. Ég er ekki verst haldni mað- ur í heimi. Það eru margir sem eiga hrikalega bágt.“ Fær styrk í trúnni Jóhannes segist fá styrk í trúnni. „Ég er trúaður maður. Ég gekk í Krossinn í Kópavogi áður en ég veiktist. í dag veit ég ekki hvaða stefnu ég ætti að taka í þeim málum. Ég er sáttur við sjálfan mig og til- veruna í kringum mig.“ Hann viðurkennir þó að hann sakni ýmislegs sem hann getur ekki lengur gert: „Ég spilaði á píanó en segir Jóhannes Ágúst Stefánsson MS-sjúklingur sem neitaði í mörg ár að leita sér hjálpar heyra minnst á lækni og hætti,“ seg- ir Jóhannes. Fyrir tveimur árum missti hann sjón á öðru auganu. „Það var eins og gluggatjald hefði verið dregið fyr- ir. Þá dreif ég mig loks til læknis og var lagður inn á taugadeild þar sem ég átti að fara í rannsóknir. En ég hélst ekki inni á sjúkrahúsinu nema í sólarhring. Foreldrar mínir hvöttu mig til þess að láta rannsaka mig en ég þrjóskaðist við. Það er náttúrlega mikil vitleysa að gera sjálfum sér þetta.“ Hættur að geta unnið Síðastliðinn vetur var Jóhannes, sem verið hafði dagskrárgerðarmað- ur á Aðalstöðinni, hættur að geta stundað vinnu og leitaði aðstoðar Félagsmálastofnunar Kópavogs þar sem hann bjó. „Mér var auðvitað bent á að kanna hvort ég gæti ekki fengið örorkubætur en þá hefði ég þurft að fara til læknis," segir Jó- hannes. Það var svo i mars síðastliðnum sem hann leitaði sér loks hjálpar. „Það var bara einhver kraftur sem leiddi mig að símanum. Ég hafði heyrt einhvern tala um MS-sjúk- dominn og ég hringdi í 03 og spurði um símanúmer MS-félagsins. Ég ræddi við sjúkraþjálfara hjá félag- inu og sagði honum frá því hvað ég væri búinn að vera lengi slappur. Ég nánast lamaðist þegar ég fór í heita sturtu. Ég þoldi einnig ákaf- lega illa kulda. Ég var stirður og með spasma í fótunum, það er ég átti erfitt með að rétta úr þeim.“ Ómetanleg aðstoð Jóhannes fékk tíma hjá lækni. Við rannsóknir kom í ljós að hann var með MS. Jóhannes fór í dagvist- un hjá MS-félaginu sem nýlega hef- ur reist hús fyrir þrjátíu sjúklinga á Sléttuvegi, skammt frá Borgarspítal- anum. Þangað er Jóhannes kominn upp úr hálfníu á morgnana og dvel- ur þar fram eftir -degi. „Ég er hér í sjúkraþjálfun og fer einnig í sund. Hér fær maður einnig mat og kaffi. Aðstoðin og hjálpsemin frá MS-fé- laginu verður aldrei borguð til baka í gulli að mínu mati. Það er líka góð- ur félagsandi hér í húsinu," segir Jóhannes með áherslu. Hann kveðst hafa eignast nýja fé- laga eftir að hann settist í hjólastól en einnig misst nokkra af þeim gömlu. „Ég segi ekki að það sé get það ekki lengur. Ég get varla skrifað nafnið mitt. Það fer mest í mig núna. Og ef röddin fer missi ég tekjulind. Ég er sáttur við fæturna i bili. Aðalatriðið er að ná einhverj- um bata. Ég ætla að halda áfram að styrkja mig bæði líkamlega og and- lega.“ Vona að ég fái sprautu í rassinn Að því er Jóhannes greinir frá eru sjúkdómseinkennin verri ef hann er haldinn streitu. „Þetta fer eftir því hvað maður tekur inn á sig. Ef maður tekur inn á sig streitu stífnar maður upp. Það er best að vera ekkert að hjóla í það sem getur espað mann upp. Það er jákvæðnin sem hjálpar manni. Og ég á mikið af góðu fólki sem aðstoðar mig. Bróðir minn býr hjá mér um stundarsakir og sækir mig í MS-heimilið. Ég veit ekki hvernig maður færi að því að komast í gegnum þetta ef maður væri einhvers staðar eins og mús úti i horni.“ Jóhannes tekur það fram að hann geri sér grein fyrir því að óvíst sé hvort hann geti notað fæturna aftur. „En við erum að ganga inn í 21. öld- ina og við vitum ekkert hvað lækna- vísindin koma til með að geta. Þau eru stórkostleg. Ég vona að ég fái einhvern tíma sprautu í rassinn og mánuði eða tveimur mánuðum seinna verði ég farinn að hlaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.