Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 7
I^'V LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995
Ný reglugerð sett um stærri möskva 1 Smugunni:
Sjálfgefið aí við fylgjum sömu
reglum og á heimamiðum
- segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
„Eg gaf í dag út reglugerð sem ger-
ir skipum, sem veiða á þessu haf-
svæði, skylt að vera með 155 millí-
metra möskva í átta öftustu metrum
veiðarfæra sinna. Þetta eru sömu
reglur og gilda um þorskveiðar á
heimamiðum," sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra í samtali
við DV í gær.
Eins og DV skýröi frá í gær er
stærstur hluti íslenska togaraflotans
með smærri riðil í aftasta hluta veið-
arfæra sinna í Smugunni en á heima-
miðum, eða 135 millímetra í stað 155.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú
brugðist við þessu máli með setningu
reglugerðar. Þorsteinn segir að fleiri
ráðstafanir hggi til að fyrirbyggja
slæma meðferð afla í Smugunni.
„Það er alveg augljóst af þeim
mælingum sem við höfum gert að
þarna er mjög mikið af smáfiski. Þó
að þær mælingar standist norskar
reglur þá höfum við gert mun strang-
ari reglur og ég tel sjálfgefið aö við
fylgjum sömu reglum varöandi notk-
un veiðarfæra í Barentshafi og á
okkar heimamiðum. Það kom okkur
satt best að segja á óvart að skipin
væru með 135 millímetra möskva,"
segir Þörsteinn.
Hann segir koma til greina að grípa
til skyndilokana ef smáfiskur verði
mikill í afla.
„Það kemur að sjálfsögðu til greina
Jóhann A. Jónsson:
Eigum að nota
sama búnað og
á heimamiðum
„Það eru engin rök til þess að við
séum einir að beita skyndilokunum
í Smugunni á grundvelli okkar
reglna á sama tíma og aðrir eru að
veiða eftir öðrum viðmiðunum við
hhð skipa okkar. Það er þó númer
eitt að við eigum að nota sömu
möskvastærðir og við notum á heim-
amiðum," segir Jóhann A. Jónsson,
útgeröarmaður á Þórshöfn og form-
aður Úthafsveiðinefndar LÍÚ vegna
veiða íslenskra togara í Smugunni
og gagnrýni sem fram hefur komið
vegna smáfiskadráps á þessum slóð-
um. -rt
Þorsteinn Pálsson:
Mikill misskilning-
urhjáJan Henry
„Þetta er auðvitað mikill misskiln-
ingur hjá Jan Henry T. Olsen og því
aðeins hafa menn verið að kanna
möguleika á viðræðum um lausn
þessa máls að í þeim fehst viður-
kenning á einhverjum kvóta til ís-
lands,“ segir Þorsteinn Pálsson
vegna þess áhts Jan Henry T. Olsen
að íslendingar eigi ekkert tilkall til
kvóta í Smugunni á grundvelli samn-
ings sem undirritaður var á Úthafs-
veiðiráðstefnunniísumar. -rt
Kvennalandsliðið:
Rússarnir létu
ekki sjá sig
Rússneska kvennalandshðið í
knattspyrnu, sem á að mæta því ís-
lenska í Evrópukeppninni á Laugar-
dalsvehinum annað kvöld, kom ekki
til landsins í gær eins og tilkynnt
hafði verið. Knattspyrnusamband
íslands hafði í gær engar upplýsingar
fengið um ástæður þess að hðið kom
ekki. Eina flugið sem Rússamir gætu
komiö meö er væntanlegt klukkan
23.00 í kvöld. Eftir því flugi er nú
beðiðmeðeftirvæntingu. VS
að grípa til skyndilokana en við höf-
um talið eðhlegt að miða við norsku
mörkin í þeim efnum. Það breytir þó
ekki því að betri árangur fæst með
því að stærri möskvi verði notaður,"
segir Þorsteinn.
Hann segir jafnframt í athugun að
grípa til enn frekari ráðstafana til að
tryggja betri meðferð aflans.
„Við erum að athuga hvort ekki sé
rétt að gera kröfur um annan búnað
í 'þessum veiðarfærum. Þar kemur
til greina sérstakur gluggi eða smá-
fiskarist en það eru atriði sem þarfn-
ast nánari skoðunar,“ segir Þor-
steinn. -rt
„Við borðum Checrios hringi... á meðan jórðin hringsnýst um möndul sinn...!“
Cheerios
sólarhringurinn
Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú
hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus
við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum.
Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem
hungrið segir til sín - á nóttu sem degi.
-einfaldlega hollt
allan sólarhringinn!