Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 afmæli Dagblaðsins * DB og DV hafa veitt framúrskarandi listamönnum viðurkenningu í sautján ár: Langlífustu menningar- verðlaun á íslandi - vel á annað hundrað listamenn hafa verið verðlaunaðir Hef alltaf fagnað Menningarverðlaunum DV - segir Thor Vilhjálmsson rithöfundur „Það hefur nú ekki verið veitt mikið af verðlaunum til lista á fs- landi í gegnum tíðina og því hef ég alltaf fagnað Menningarverðlaunum DV og þótt það mjög skemmtilegt uppátæki," segir Thor Vilhjálms- son, rithöfundur og tvöfaldur Menn- ingarverðlaunahafi DV. Hann segir útnefningar DV oftast hafa tekist vel. Þau séu veitt að bestu manna yfirsýn og gott fólk sé valið til dómnefndarstarfa. Þótt ekki sé um peningaverðlaun að ræða þá séu þau listamönnum hvatning og veki athygli á þeim. „Mér finnst þetta hleypa fjöri í menningarlífið. Þegar verið var að stofna til íslensku bókmenntaverð- launanna í sína tíð og fjármálaráð- herra, þá Albert Guðmundsson, var meðmæltur þá hitti ég ágætan mann, Helga Hálfdanarson. Hann sagðist vera á móti verðlaununum því þau yrðu bara tilefni rifrildis og þrass. Ég svaraði að það kynni að verða höfuðkosturinn. Það verða aldrei allir sáttir og ég held að gott sé að hleypa af stað rifrildi þótt Menningarverðlaun DV hafi nær alltaf farið friðsamlega fram.“ Thor fagnar því að hafa fengið að fljóta með í gegnum tíðina en hann er eini maðurinn sem hlotið hefur verðlaunin í tvígang í sama flokki. Veiting þeirra hafi orðið vettvangur umræðu um menningu og listir og það sé af hinu góða. -PP Thor Vilhjálmsson. DV-mynd Alls hafa Menningarverðlaun DV verið veitt í sautján skipti. Verð- launin hafa þannig skapað sér fast- an sess í menningarlífi íslendinga og eru orðin langlífari en önnur sambærileg verðlaun hér á landi. Verðlaun í sjö listgreinum Strax á seinustu mánuðum ársins hefst undirbúningur fyrir úthlutun verðlaunanna sem iðulega fer fram á fimmtudegi i þriðju viku febrúar- mánaðar. Verðlaun eru veitt fyrir afrek í sjö listgreinum; bókmennt- um, leiklist, myndlist, tónlist, bygg- ingarlist, kvikmyndun og listhönn- un og eru listamennirnir orðnir vel á annað hundraö sem hlotið hafa Menningarverðlaun DV. Frá upphafi hefur Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur haft umsjón með Menningarverðlaunum DV ásamt með starfsmönnum blaðsins. Hann sagði meðal annars um menn- ingarverðlaunin yfír borðhaldi við afhendingu verðlaunanna árið 1993; „Þetta eru ekki vinsældarkosningar heldur tilraunir til hlutlægs mats á menningarlegu ástandi hverju sinni. Þetta mat hefur tekist framar öllum vonum eins og sést á því að við erum enn að meðan allar aðrar viðurkenningar hafa dottið upp fyr- ir.“ Matargerðarlistin í hávegum höfð Verðlaunin hafa alltaf verið af- hent í veislusalnum Þingholti á Hót- el Holti. Matargerðin hefur alltaf verið I hávegum höfð við þetta tæki- færi ekki síður en önnur list og er ávallt bryddað upp á nýjungum við val á sjávarfangi sem matreiðslu- menn Holtsins framreiða af miklum metnaði. I gegnum tíðina hafa menningarverðlaunahafar og þeir sem standa að verðlaununum snætt skötukjaft, háf, kúskel í ravíólí, skrápflúru, hámeri, kryddlegin svil, ígulkerahrogn og gulllax, svo fátt eitt sé nefnt. Forspárgildi verðlaunanna Menningarverðlaun DV virðast hafa verulegt forspárgildi ef litið er til þeirra þriggja íslensku höfunda sem hampað hafa bókmenntaverð- launum Norðurlandaráðs síðastlið- in átta ár. Allir verðlaunahafarnir hlutu Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir árið áður en þeir hlutu bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Um er að ræða Thor Vil- hjálmsson, sem hlaut bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs árið 1988 fyrir bók sína Grámosinn glóir, Fríðu Á. Sigurðardóttur, sem hlaut verðlaunin árið 1992 fyrir skáldsög- una Meðan nóttin líður, og Einar Má Guðmundsson sem hlaut verð- launin í ár fyrir bók sína Engla al- heimsins. Festa og frelsi í formi Hönnuðir Menningarverðlauna- gripa DB og DV hafa í gegnum tíð- ina margir hverjir farið ótroðnar slóðir. Sumir hönnuðir kjósa að minna á listgreinarnar með formi gripanna, aðrir vilja hafa þá alveg frjálsa í formi. Við afhendingu verð- launanna í ár var farið bil beggja. Um var að ræða eins konar ferða- málverk, þrjár litlar myndir í öskju með tvískiptu loki. í botni öskjunn- ar er málverk með skírskotun til þess flokks sem verðlaunin eru veitt fyrir. Höfundar gripanna eru Sig- rún Eldjárn myndlistarkona og Hlynur Halldórsson, smiður í Mið- húsum, sem skar út í lok gripanna. -PP Menningarverðlaunahafar DV 1995 með verðlaunagripina. í efstu röð eru frá vinstri: Sjón og Andrea Davidsson, sem tók við verðlaun- unum fyrir hönd föður síns, Jans Davidssons. í miðið eru Ragnheiður Jónsdóttir, Viðar Eggertsson, Guðni Franzson, fulltrúi Caput-hópsins, og dr. Maggi Jónsson. Neðstur er Ari Kristinsson. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.