Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 4. ^ Guðjón Magnússon Guðjón Magnússon, starfsmanna- stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, til heimiiis að Suðurgötu 7, Reykja- vík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk kennaraprófi frá KI1966, stúdentsprófi frá sama skóla 1968, stundaði nám í uppeldis- fræðum og starfsmannastjórnun við Gautaborgarháskóla 1979-80 og hefur sótt fjölda námskeiða fyrir kennara hér heima og í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Bandaríkjun- um. Guðjón var kennari við Álftamýr- arskólann 1966-81 með hléum, kennari við Kópavogsskóla 1970-72, skóla- og menningarfulltrúi í Kópa- vogi 1981-88 og starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1988. Guðjón sat í stjórn kennarafélag- anna SÍB og LSFK í Reykjavík 1970-79 og í samninganefndum á þeirra vegum auk starfa á vegum BSRB, var landsformaður Round Table 1978-79, var formaður stjórn- ar Unglingaheimilis ríkisins 1983-86, formaður Starfsmannafé- lags Kópavogs 1983-84 og hefur starfað í nefndum á vegum raforku- fyrirtækj a hér á landi og í E vrópu um starfsmannamál. Fjölskylda Guðjónkvæntist 29.12.1968 MargrétiPálsdóttur, f. 11.12.1948, kaupmanni. Hún er dóttir Páls Sæ- mundssonar, forstjóra í Hafnarfirði, og Eygerðar Björnsdóttur húsmóð- ur. Dóttir Guðjóns og Margrétar er Brynhildur, f. 26.9.1972, leiklistar- nemi við Guildhall School of Music and Drama í London. Bróðir Guðjóns er Andrés, f. 28.4. 1952, sálfræðingur í Reykjavík, kvæntur Mörtu Sigurgeirsdóttur hjúkrunarfræðingi og eru börn þeirra Magnús, Sigurgeir og Krist- ján. Foreldrar Guðjóns: Magnús Andr- ésson, f. 24.10.1906, d. 29.6.1972, vélstjóri í Reykjavík, og Regína Guðjónsdóttir, f. 7.7.1914, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Andrésar Jóns- sonar sjómanns og Benediktu Pál- ínu Jónsdóttur en þau bjuggu í Bakkabæ í Bárarplássi við Grund- arfjörð. Regína er dóttir Guðjóns Jónsson- ar járnsmiðs, ogk.h., Halldóru Hildibrandsdóttur Kolbeinssonar, en þau bjuggu í Hildibrandshúsi við Guðjón Magnússon. Fischersund í Reykjavík. Guðjón tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili starfsmanna Rafmagn- sveitunnar í Elliðaárdal á afmælis- daginn milli kl. 15.00 og 17.00. Til hamingju með afmælið 17. september 95 ára 50 ára Jófríður Stefánsdóttir, Stafni, Reykdælahreppi. Anný Helgadóttir, Dalseh 27, Reykjavík. Hallmann Sigurðsson, Birkiteigi 32, Keflavík. . GunnarÞórðarson, 75 ára Jakaseh 28, Reykjavík. Hávarður Emilsson, Gunnlaug Hannesdóttir, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Helgi Þorkelsson, Garðaflöt 13, Garðabæ. Brynhildur Eyjólfsdóttir, Ambjargarlæk, Þverárhlíðar- hreppi. Laugateigi 58, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Borgarvegi 42, Njarðvík. Guðríður Þórhallsdóttir, Barrholti 25, Mosfellsbæ. Sigríður Lena Vilhelmsdóttir, Lækjarfit 7, Garðabæ. Þórhannes Axelsson, Kársnesbraut 111, Kópavogi. Þröstur Reynisson, Furugrund 30, Akranesi. 70 ára Jóna Eliasdóttir, Hjarðarholti 8, Akranesi. Bernótus Kristjánsson, Giljalandi 24, Reykjavík. Elísa G. Jónsdóttir, Haukshólum 3, Reykjavík. Lýður Jónsson, Garðsenda 11, Reykjavík. Þorbergur Einarsson, Víkurbraut 32A, Vík í Mýrdal. 40 ára Hanna Jórunn Sturludóttir, Langholtsvegi 159, Reykjavík. Guðný Hannesdóttir, Sogavegi 40, Reykjavík. Sjöfn Guðmundsdóttir, Fagrahjalla 9, Kópavogi. Þorbjörn Ágúst Erlingsson, Víðimel 38, Reykjavík. Sigrún Karlsdóttir, Vaharbraut 1, Akranesi. 60 ára Skapti Steinbjörnsson, Hafsteinsstöðum, Staðarhreppi. Ása Sigurlaug Halldórsdóttir, Skipasundi 26, Reykjavík. Hún verður að heiman. Þorsteinn Þorgeirsson, Mávahhð 30, Reykjavík. Guðbrandur Magnússon, Hjallalandi 23, Reykjavík. Jónína Helga Jónsdóttir, Barmahlíð 2, Reykjavík. Örn Óskarsson, Fagurgerði 4A, Selfossi. Álfrún Sigurðardóttir, Tunguvegi 1, Reykjavík. Valgeir Jónasson, Sunnuholti4, ísafirði. Kristín Bergljót Jónsdóttir, Logafold 134, Reykjavík. Guðjón Ásmundsson, Hríseyjargötu 6, Akureyri. Valgerður G. Einarsdóttir, Norðurgarði 1, Hvolsvelli. Sigurbjartur Helgason, Álftamýri 36, Reykjavík. Jónína Ásbjörnsdóttir, Eyrarvegi 12, Flateyri. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRADA A VALDA ÞÉR SKAÐA! Forritið Windows95: Tvær bækur þegar komnar - eftir Sigvalda Úskar Jónsson og Baldur Sveinsson Notendur nýja hugbúnaðarins Windows 95 á Islandi ættu að geta haft lesefni um forritið til að læra að nota þaö. Þegar eru tvær bækur komnar á markað, annars vegar Bókin um Windows 95, eftir Sigvalda Óskar Jónsson, og hins vegar Litla bókin um Windows 95, eftir Baldur Sveinsson. Bókin hjá Sigvalda er mjög vegleg, um 200 síður að stærð, en eins og titill síðarnefndu bókar- innar ber með sér er meira um hand- bók að ræða en hún er 50 síður að stærð. Báðar bækumar eru seldar á almennum markaði auk þess að verða notaðar í kennslu. Sigvaldi Óskar sagði við DV að bókin sín hefði verið í vinnslu í marga mánuði og sífellt hefði hann þurft að gera breytingar um leið og Microsoft gerði breytingar á forrit- inu. Það er Tölvufræðslan á Akur- eyri sem gefur bókina út en Sigvaldi hefur áður ritað bók um Windows 3.1. Hún kom út haustið 1992, einnig hjá Tölvufræðslunni. Bók Sigvalda er ætluð byrjendum en víða er farið dýpra í efnið þannig að hún ætti einnig að nýtast þeim V' Sigvaldi Óskar Jónsson gluggar í Bókina um Windows 95. DV-mynd BG Baldur Sveinsson með eintak af nýju handbókinni um Windows 95. DV-mynd ÞÖK sem þegar hafa náð nokkurri leikni í tölvunotkun. í bókinni er farið í öryggisafritun gagna, þjöppun diska, nettengingar, póstkerfi og fax, upp- setningu mótalda, tengingar við Int- emet, margmiðlun með Windows 95 auk þess sem verkefni og yfirlit yfir valmyndir fylgja. Sigvaldi er rafmagnsverkfræðing- ur og einn eigenda tölvuverkfræði- stofunnar Prím. Hann hefur mikla reynslu í tölvukennslu hjá Tölvu- fræðslunni á Akureyri ásamt stundakennslu við Háskóla íslands í tölvufjarskiptum og þekkingarkerf- um. Litla bókin Baldur Sveinsson er kennari og deildarstjóri tölvudeildar við Verzl- unarskóla íslands. Bókin hans verð- ur seld á almennum markaði en Baldur hyggst nota hana til kennslu í Verzlunarskólanum. Baldur sagði við DV að bókin væri handhæg til notkunar fyrir framan tölvuskjáinn, jafnt fyrir nemendur sem almenna tölvunotendur. Baldur gefur bókina út en henni er dreift af Oífset-fjölritun. -bjb Undirskriftasöfnun gegn SVR-hækkuninni: Fólk þyrptist að til að skrifa undir Sjálfboðahðar á vegum íbúasam- taka Grafarvogs söfnuðu milli 300 og 400 undirskriftum á fyrsta degi und- irskriftasöfnunar samtakanna gegn fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur, SVR, sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Friðrik H. Guðmundsson, formaöur íbúasam- takanna, segir að af öllum þessum fjölda hafi aðeins 5-10 neitað að skrifa undir. „Söfnunin gekk mjög vel. Það þyrptist að okkur fólk sem kom úr strætó og vildi fá að skrifa undir. Viðbrögðin voru mjög góð og fólk þakkaði okkur fyrir það framtak að koma mótmælunum af stað. Svo höf- um við dreift hstum út um alla borg og allir em mjög fúsir til að taka þátt í þessu,“ segir Friðrik um undirtekt- ir strætisvagnafarþega á Hlemmi á fyrsta degi söfnunarinnar á fimmtu- r dag. Undirskriftirnar verða afhentar borgarstjóra fyrir borgarstjómar- fund fimmtudaginn 21. september og stendur undirskriftasöfnunin fram að þeim tíma. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.