Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.09.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 físka 43 r Nýótskrifaður fatahönnuður: I París finnur maður fyrir tískunni. - segir Ragna Fróðadóttir sem vakið hefur athygli fyrir sérstæða hönnun „Ég ætlaði að sýna kvöldklæðnað, lokaverkefni mitt, en síðan bætti ég við ýmsum einfaldari fatnaði, kannski meiri skvísufotum. Ég hef þó ekki verið að búa til unglingafót heldur föt fyrir konur sem eru eldri en 25 ára,“ segir Ragna Fróðadóttir sem í sumar útskrifaðist sem fata- og textílhönnuður frá Institute Superieur des Arts Appliques í Par- is. Á fimmtudagskvöld var Ragna með sýningu á hönnun sinni í .Loft- kastalanum sem vakti mikla at- hygli. Ragna segir að þessi tískusýning hennar eigi ekki margt sameiginlegt með stóru tískusýningunum í París. „Mig langaði að gera eitthvað virki- lega mikið frá mér sjálfri," segir hún. „Það liggur mikil hugmynda- vinna að baki hverri flík, sérstak- lega lokaverkefnum mínum. Hver flík var lengi í þróun áður en ég varð fyllilega sátt við hugmyndina. Ég teiknaði sama kjólinn aftur og aftur áður en ég var ánægð, síð- an hófst vinnan við efnispruf- ur. Einnig bjó ég kannski til flík úr plasti sem síðan þró- aðist út í satín en ég legg mikla vinnu í efnin,“ seg- ir Ragna. Meðan viðtalið fór fram sat hún með jakka í höndum sem hún saum- aði krosssaum í með > breiðum satínborða. Eins og þeir hafa tekið eftir sem séð hafa flík- ur Rögnu er mikil handa- vinna í hverri flík, hún teiknar á efnið og saumar það síðan út eða þrykkir. Þannig hefur hver flík sína sérstæðu áferð. . . framtíðarstarf. Ég sá einhvem tíma buxur í blaði sem mig lang- aði í, fékk peninga til að kaupa efhi í Toft og settist niður við sauma án þess að hafa gert nokkuð slíkt áður. Þetta gekk upp og buxurnar vöktu at- hygli þó þær væru illa saumaðar. Ég saum- aði líka ferm- X Tl 4 ÍK íngar- fötin mín. Á undan- förnum árum hefur aukist mjög áhugi ungra stúlkna á hönnun- arnámi. „Það er mjög jákvætt því þá getur þetta orðið at- vinnugrein hér á landi. Atvinnumögu- leikar eru ekki mikl- ir núna og hönnuðir verða að vera mjög klárir svo að eftir þeim sé tekið. Sjálf er ég á algjörum byrjend- areit í minni þróun, er ennþá að leita fyrir mér. Þó ég sýni þennan fatnað í dag getur verið að ég verði með allt annars konar föt á næstu sýn- ingu.“ Ragna segir að upphaflega hafi hugur hennar stefnt í búninga- hönnun. „Ég og kærastinn minn, Þorkell Harðar- son kvikmynda- gerðarmaður, ákváðum fyrir nokkrum árum að fara til París- ar. Ég hafði ver- ið þar eitt ár sem skiptinemi og líkað vel. Hins vegar er þar aðeins einn búninga- hönnunarskóli og til að komast í hann þarf maður að hafa talsverða undirbún- ingsmenntun. Ég ákvað því að taka fatahönnun sem undirbúning fyrir búninga- hönnun síðar. Síðan fannst mér fatahönnunin mjög skemmtUegt fag, margt að gerast og allt leyfilegt." Áður en Ragna fór til Frakk- lands fyrst hafði hún verið í tónlistarnámi og hugði á frekara nám á því sviði. „Ég byrjaði reyndar að sauma á mig fót tólf ára gömul og hafði þá hönnun í huga sem A tíma- bUi heill- aði tón- listin mig þó meira. Ég lærði í Tónlistar- skólanum í Reykjavík á ranskt horn, iótti nám- skeið hjá Sinfóníu- hljómsveit æskunnar og hafði hug á að leggja þetta fyr- ir mig. En það breytt- ist og hönn- unin náði aftur yfir- hönd- inni.“ Með Rögnu-stíl Ragna er tæpra 25 ára, uppalin í MosfeUsdal. Hún segir að það hafi ekki verið algengt að unglingar væru að sauma föt en hún var öðru- vísi að því leyti. „Vinkonur mínar sögðu alltaf við mig að ég væri með sérstakan Rögnu-stU en ég veit ekk- ert hvernig hann er. Mér hefur aUtaf fundist gaman að litum og hef verið ófeimin að ganga í litskrúðug- um fötum. Ég kaupi mér þó yfirleitt aldrei föt,“ segir hún. „Maður verð- ur mjög vandlátur þegar maður hef- ur lært hönnun.“ V Ragna tók þátt í samsýningu skól- ans í París í júní sl. og voru föt hennar síðan valin í úrvalssýningu í verslunarmiðstöðvunum Prin- temps og Les HaUes. Sumarið 1994 hannaði hún og saumaði fyrir versl- unina Frikka og dýrið í Reykjavík og einnig starfaði hún sem aðstoðar- manneskja við búninga í kvikmynd- inni Víkingasaga. Þá um vorið að- stoðaði hún einnig japanskan stílista, Hatsue Yokota, fyrir tísku- myndatökur í París. Ragna segist alltaf hafa heiUast af útlöndum og hún hefur ferðast mik- ið. Hún bjó t.d. í Danmörku í eitt sumar. „Ég hef litla trú á að ég geti fest rætur algjörlega á íslandi," seg- ir hún. „Mér finnst gott að vera á Is- landi en ævintýraþráin togar alltaf í mig. Ég fer aftur til Parísar í lok september og ætla að reyna fyrir mér á vinnumarkaðnum að minnsta kosti í eitt ár. Snobb í faginu Institute Superieur des Arts App- liques í París tekur aðeins sextíu nemendur á ári. Námið tekur þrjú ár og segir Ragna að fyrsta árið hafi verið almennt listnám, litafræði, málun og teikning. Þar sem París er ein helsta tískuborgin í heiminum er hönnunarnám mjög vinsælt. „Það er snobb í kringum þetta fag í París. Borgin á sér líka langa sögu sem tískuborg og fatahönnun er viðurkennd grein þar. Maður fann fyrir að hönnuðir eru hefð- bundnir, ekki fríkaðir en framar- lega á sínu sviði. í París finnur mað- ur fyrir tískunni sem gerist ekki annars staðar. Það skiptir miklu máli að vita hvað tíska er og hvert straumar hennar liggja." Ragna segist ekki hafa haft að- gang að frægustu hönnuðum borg- arinnar. „Þetta er lokaður heimur. Það kemst ekki hver sem er inn á tískusýningarnar, Ég fékk boðsmiða á sýningu hjá Vaíentino og það var skemmtilegt. Þar sýndu toppmódel og fræga fólkið horfði á. Helst fór ég þó á sýningar hjá hönnuðum sem enn hafa ekki náð mikilli frægð. í læri hjá meistara í rúmt ár starfaði Ragna hjá japönskum hönnuði, Shinichiro Arakawa, með skólanum. „Ég saum- aði hjá honum og undirbjó með hon- um tískusýningar og var honum til aðstoðar baksviðs meðan á sýning- um stóð. Einnig framleiddi ég skó hjá honum sem meðal annars voru seldir í Frikka og dýrinu. Það er ekki algengt að nemendur séu í vinnu hjá hönnuðum og ef svo er starfa þeir kauplaust. Þetta er stór heimur og fólk er tilbú- ið að leggja ýmislegt á sig til að fá reynslu og kynnast tískuheim- inum. Ég komst í vinnu hjá þessum manni í gegnum ís- lenska vin- konu rnína, Elvu Kára- dóttur, sem er sníða- meistari og hefur starf- að hjá mörgum góðum hönnuðum í París. Það var ómetan- leg reynsla að komast svo nálægt hönnuninni sjálfri og kynnast hugsunum hönn- uðarins. Japanir vinna líka á sér- stakan hátt, þeir flækja svolítið fyr- ir sér hlutina. Ég lærði heilmargt, sem ég ekki kunni, hjá þessum hönnuði. Shinichiro er ennþá ungur að árum en hann á framtíðina fyrir sér því eftir honum er tekið." íslensk hönnun hefur verið að þróast og ungt fólk sækir í að eign- ast sérhqnnuð föt. Ragna segir að ís- lenskir hönnuðir séu að gera töff hluti. „Fötin höfða til ungs fólks og þar er líka góður markaður - unga fólkið er tilbúið að eyða miklum peningum í föt,“ segir hún. - En fyrir hvaða tískuhönnuð í París myndi hún helst vilja starfa? „Ég myndi vilja vinna fyrir Gaultier eða Christian Lacroix - þeir eru æðislegir. En það er bara draumur og það er gott að láta sig dreyma." Myndirnar hér á síðunni eru teknar á sýningu Rögnu Fróða- dóttur í Loftkastalanum á fimmtudagskvöldið. Ragna er til vinstri en Hulda B. Ágústsdóttir skartgripahönnuður til hægri. Sýningunni var ákaflega vel tekið. DV-myndir GVA A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.