Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 3
Jólablað l<)72 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Barbara
Klias
Daniel
EFNISYFIRLIT
Dóra
Kjartan Ólafsson hefur þýtt úr
rússnesku ævisögu Gorkis, en það
er stærsta verk sem til þessa hef-
ur verið þýtt úr þvi erfiða máli á
islenzku. Hér birtum við þýðingu
Kjartans á smásögu eftir Gorki.
— siða 5
Myndir frá Brekkukoti
Tróels Bendtsen var einn að-
stoðarmanna við myndatöku á
Brekkukotsannál. Hann tók
margar skemmtilegar ljósmynd-
ir sjálfur og hefur góðfúslega
veitt Þjóðviljanum heimild til
þess að velja úr myndasafni hans.
Þær myndir eru birtar á siðu (> og
ln dulce jubilo
Þetta er nafn á smásögu eftir
samstarfsmann okkar Elias Mar
rithöfund. Sagan birtist á siðu S
og í).
Þaö merka blað
Information
Lesendur Þjóðviljans hafa á und-
anförnum árum kynnzt danska
dagblaðinu Information á ýmsan
hátt. Tveir ungir tslendingar,
Þröstur Haraldsson og Ólafur
Torfason ákváðu að kanna þetta
blað, starfsaðstæður, skipulag og
vinnslu blaðsins. Árangur þess
birtist i jólablaði Þjóðviljans.
Þetta efni á erindi til allra þeirra
sem starfa við blöð sem aðra út-
gáfustarfsemi og f jölmiðlun. Siða
11
Hrossasótt og manna
Gunnar Valdimarsson frá Teigi i
Vopnafirði hefur samið þennan
skemmtilega þátt. Hann birtist á
siðu 15.
Kristján Fjallaskáld
Þorsteinn frá Hamri, skáld, er
kunnur af þáttum sinum i útvarpi
um þjóðleg efni. Hér birtist sam-
antekt Þorsteins um skáldið
Kristján Jónsson — nefndan
Fjsölaskáld. Siða 1!)
Viö lög Schuberts
Daniel Á. Danielsson er héraðs-
læknir á Dalvik. Hann gerir ekki
einasta að lækna fólk. Þjóðviljan-
um er ánægjuefni að geta birt i
blaðinu þýðingar Daniels læknis á
textum við lög Schuberts og les-
endum er vafalaust einnig
ánægja að þvi efni jólablaðsins.
Síða 21.
Kristján er kominn
að landi
Þorvaldur Steinason er lesend-
um Þjóðviljans löngu kunnur.
Hér i jólablaðinu birtum við frá-
söguþátt Þorvalds um þann at-
burð er bátsins ,,Kristjáns” var
leitað dögum saman og siðan frá
þvi er hann kom að landi, fórst i
lendingu, en mannbjörg varð.
Siða 25.
Visnaþáttur
Á íslandi er ekki unnt að gefa út
64urra siðna blað án þess að hafa
visnaþátt. Hann finna lesendur i
þessu blaði — alls konar visur um
allt mögulegt. Siða 31.
Verkamaðurinn
Nemendur á 4ða ári i teiknikenn-
aradeild Myndlista- og handiða
skólans fengu það verkefni að tjá
kvæði Steins Steinarr, Verka-
maðurinn, á myndrænan hátt.
Við fengum leyfi til að birta
sýnishorn af vinnubrögðum nem-
endanna. Sjá bls. 32.
Jól í fangelsi
Þáttur eftir Brendan Behan,
irska skáldið, sem lýsir jólavist
sinni i fangelsi.
Handa börnum —
jólaglugginn
t Jólablaðinu er mikið efni handa
börnum. Þar er meðal annarsað
finna nýja og góða islenzka þýð-
ingu á visum Linu langsokks, sem
vikulega heimsækir islenzk börn
um þessar mundir. Þá er i jóla-
glugganum myndagáta og fyrir
hana veitum við verðlaun — þeim
sem ráða hana rétt og það geta
vafalaust einhverjir. Verði þeir
margir verður dregið um verð-
launin úr réttum lausnum. Góða-
skemmtun. — Siða 44, 45, 46, 47 —
Og á siðu 61 er föndur.
Verðlaunakrossgáta
— síða 55
Píanósnillingurinn
Teikningar eftir Wilhelm Busch.
Siða 57
Forsiöan
Barbara Árnason gerði forsiðu-
mynd jólablaðsins. Myndin er
sérstaklega gerð fyrir Þjóðvilj-
ann.
Teikningar
Árni Elfar teiknaði myndirnar i
smásögu Elisar og frásöguþátt
Gunnars i Teigi.
Þorvaldur
Steinn
Troeis
Nýtt hverf i - ný verzlun
KRON VERZLUN
Meö þessari nýju verzlun við Norðurfell
í Breiðholti, stækkar enn verzlunarsvæði
KRON - og þjónustan nær til enn fleirri.
KRO
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS