Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 27
Jólablaft 11)72 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 27. „Kristján er kominn að landi” ukrlslján" komlnn framl Hannbjörg varð en bátnrfnn fórst Talsiód hefðí gefað homíð í veg fyrír hwfeníng bátsveria . 1 Kœnnorgun sáu menn frá kí. ..... ff ' héltlu .fcf6á- brenndu ölllu lauslegu, svo sem belgjum Og stömpum, einnig rifu þeir við innan úr hásetaklefanum. Balið urðu þeir að kynnda stöðugt því eldspýtur þrutu fyrir nokkr- u mdögum. I leiðara blaðsins i dag er nánara vikið að þessum malum. skamm”v“ð"briU “T "" bá* ™,„m seg.um haugabrim Haflrb™rK Ua " -vas" og inu aðvart oe fór hi " ^eRar Vl* °s fier*u S|ysavarnafélag húar i ; , ! :"5:;™ Elde> i "nfnum og „eiri Hafna l>eim a floti. — Bjorgunarmenn hættu sér nú út naðu til batverja og drógu þá að landi, en livo' :nn nnnnsti dratur á björguna rstarfinu hefði bani, og að björgunarmenn úr Hiifnum lögðu hættu við björgunina. Þetta »ar - á hn Kristján, sem vantað hefur •' . m 4h og höldnu á land en • ' lagð, Eins og ”—*• höfnin cf \ ©\**' ^ á" v -utv „ *•; '«///»„. « '*c -3&r ***- 4c//- ^ 'éts'ns^ ti,fl r höfð dags. Þcgar |x*ir ek •- .0 \v Oo :\aú; f/d \á*" . ^o, fd^'oun, ver. Vo - i ÍVÍ* ve/- wéri. vv' Vv®^e rnl'istJtni 7 afi 4/iv •Hr V)í°' I \Vð'"-' N-aV v"”' óð'é'' cV' 6 .v e'-' "\VV SV^ V £° I: W'" \^0‘ , tV\e^° ,v c'>^ct ^ ^S^>,bet iiii — .^sfc- «ía,, Í\Ö ■VpVV VA" Úrklippur frétta úr Pjóúviljanum, er Kristján týndist og fórst siðan i lendingunni. Framhald af bls. 25 Lúðviks á það, að Kristján væri ofansjávar og von hans um að hann kæmi að landi. 1 samtalinu þetta kvöld varð ég i fyrsta sinn var þess, að hann efaðist um afturkomu mannanna, að minnsta kosti lifandi. Hann sagði orðrétt: ,,Það er sárast að hugsa til þess, að þeir verði allir hungurmorða”. Þessi orð skrifaði ég hjá mér að þeim töluðum. Þó hefði þess ekki þurft til minnis mér, svo fast greyptust þau i huga minn, að enn eftir rúm þrjá- tiu ár þegar ég festi þetta á blað, finnst mér rödd Lúðviks hljóma fyrir eyrum mér. Þá sagði hann mér einnig, að hann væri nú að reyna til að fá leitarskip sem leitaði lengra frá landi en hingað til hafði verið gert. Svo örugg var vissa Lúð-‘ viks. Ég gat raunverulega aldrei komið mér til að trúa þvi, að bátur og menn væru horfnir að fullu og öllu. Þó var trú min á afturkomu orðin máttvana. Það var ekki hugboð eða dulvisindi sem héldu við minni veiku von. Þar skildi á milli okkar Lúðviks. Ilans dultrú var til styrktar þvi áliti okkar beggja, að vindstaða og veðurhæð þann tima sem lið- inn var frá þvi báturinn hvarf hefði verið þannig, að ef hann var á reki hjálparlaus, þá hlaut hann að berast æ lengra og lengra frá landi. Þá var einnig augljóst, að báturinn var utan þess svæðis sem leit náði til siðustu dagana, en þá fyrst var hægt að segja, að möguleiki hafi verið til leitar vegna veðurs. Þó illviðri væri flesta dagana frá hvarfi Kristjáns fannst okkur ekki ástæða til að ætla, að storm- ur eða sjór hefði orðið honum að grandi. Við töldum ennfremur að skipverjar mundu ekki enn vera þrotnir að kröftum, þó matar- leysi, svefnleysi, þreyta og kuldi mundu vera farin að leika þá grátt. Við gerðum ráð fyrir að vatnsbirgðir þeirra væru enn nógar, þar sem við vissum ekki betur en að þeir hefðu tekið vatn áður en þeir fóru i róðurinn. Ef svo hefði verið gert, hefði vatnið enzt þeim með sparsemi til enda hrakningsins. Vitanlega var sá möguleiki fyrir hendi, að hið bjargarlausa rekald, sem við töldum bátinn vera, hefði orðið fyrir ásiglingu erlends togara. Þó ■ fannst okkur sá möguleiki fjarlægur. Ég var ekki i léttu skapi þegar ég skildi við Lúðvik rétt um mið- nættið. Leið min heim i braggann lá framhjá glugganum þar sem hauskúpurnar störðu tómum augnatóftum fram á sjóinn. Ég stanzaði við gluggann. Hauskúp- urnar vöktu upp margskonar myndir i huga mér. Ég reyndi að gera mér i hugar- lund hvernig þeim félögum min- um sjómönnunum á Kristjáni mundi liða, ef þeir væru á lifi. Og þeir voru lifandi. Þarna þar sem ég stóð við gluggann fannst mér ég verða þess visari, að þeir væru lifandi. Og þó voru likurnar svo hverfandi litlar til Jþess, að þeir kæmu lifandi að landi. Allri að- stoð og leit var hætt, og þó Lúðvik hefði hug á þvi að halda leit áfram var útlitið langt frá þvi að vera glæsilegt. Mestar likur voru til þess, að ekkert skip fengist til leitar. Mér komu i hug orðin sem ég lét falla við Lúövik Guðmundsson þegar hann kom og sótti lærlegg- inn i geymsluna til okkar. Var eitthvert samband á milli þeirra fyrirburða sem sögð voru i kring um þennan lærlegg og hvarfs Kristjáns? Ég vék þeim möguleika frá mér sem fjarstæðu. Ég hef aldrei verið. og er ekki enn, trúaður á samband við framliðnar sálir, og þvi siður er ég trúaður á það, að framliðnir leiti hefnda þó að ein- hver mistök verði með bein þeirra. Þegar ég fór frá glugganum var ég þess fullviss, að sjómennirnir á Kristjáni væru á lifi. En þegar ég lá vakandi i rúmi minu i bragganum, löngu siðar um nótt- ina, hvarf vissan mér aftur. Svo rann upp morguninn 1. marz. Við vorum öll vöknuð i bragganum en lágum þó kyrr i rúmunum. Það var eins og enginn hefði sig i það framtak að fara i fötin eða segja eitt orð. 011 höfum við áreiðanlega haft hugann við það sama: Burtförina úr bragganum og félagana horfnu. Vertiðarlok hjá okkur á miðri vertið. Snögglega var þögnin rofin. Siguröur Guðmundsson starfs- maður á stððinni hjá Lúðvik snaraðist inn i braggann. Honum var svo mikið fyrir, að hann gleymdi að drepa á dyr áður en hann gekk inn. Hann sagði og bar ótt á: „Kristján er kominn að landi”. Ekkert okkar mælti orð. Eftir dálitla stund segir Sigurður: ,,Trúið þið mér ekki? Þetta er alveg satt. Kristján er kominn að landi”. Vitanlega trúðum við hon- um. En það er eins með góðar fréttir og illar, að þær geta gert mann orðlausan i svip, þegar þær koma óvænt. Ekki veit ég hvernig hugsanir blönduðust hjá þeim hinum. En i huga minum þyrluðust saman hinar ólikustu hugarhræringar. Gleði, gleði-þakklæti, og svo reiði til landhelgisgæzlunnar fyrir slæ- lega leit, til landssimans fyrir tal- stöðvarleysi Kristjáns, og til þess sem öllu ræður fyrir hans aðgerð- ir. Þessar hugsanir ösluðu i gegn um heilabú mitt svo ég mátti ekki mæla um stund. Fyrstu orðin sem frá okkur komu voru þó frá mér. Ég sagði nokkuð snöggt: „Auðvitað trúum við þér, maður”. Þar með losnaði fjöturinn af okkur öllum, nú gát- um við gefið gleðinni útrás og Ieitað nánari frétta. Von bráðar kom Lúðvik Guð- mundsson i braggann til okkar, hann kom beint frá simaviðtali við Hafnir, en þar bar Kristján að landi. Hann sagði að Kristjáni hefði hvolft rétt um leið og allir menn voru komnir frá borði, og nú lægi báturinn á hvolfi i Skipti- vik i Höfnum, þar sem Guðmund- ur hefði stýrt honum að landi. Siðan sneri Lúðvik sér að mér og sagði: „Það var rétt sem ég sagði við þig i samtalinu i gær, Þorvaldur, þeir voru lifandi. Það hefði orðið hroðalegt til þess að vita ef þeir hefðu allir dáið vegna sleifarlags og trassaskapar”. Fleiri og jafnvel þyngri orð voru látin falla, orð sem ég hirti ekki um að skrifa hjá mér, og eru þau þvi fallin mér úr minni. Innan tiðar fóru þeir Lúðvik og Gissur suður i Hafnir að hitta sjó- mennina að máli og gera viðeig- andi ráðstafanir vegna strands- ins. Eftir að þeir fóru fengum við engar frekari fréttir úr Höfnum, nema þær að von væri á skip- brotsmönnunum til Sandgerðis siðla dags. Fréttin um afturkomu Kristjáns barst fljótt um Sand- gerði. Þar eð fyrstu fréttir voru óljósar komu margir að máli við okkur landmennina til að leita frétta og einnig að óska okkur til hamingju með afturkomu félaga okkar. Eins og áður getur átti að fara fram minningarathöfn um þá fé- laga á Krist.jáni klukkan 11 þennan dag. Athöfnin hófst i barnaskólanum á tilsettum tima, ekki minningar- athöfn, heldur þakkargjörð og fagnaðarhátið. Séra Eirikur Brynjólfsson á Út- skálum flutti þakkarræðuna, sálmar voru sungnir og bænir fluttar. Athöfnin fór virðulega fram og varð geðþekk hátiðar- stund. Rétt um það leyti sem fólk var að búast til ferðar að samkom- unni i barnaskólanum bar svo til, að skektu hvolfdi á höfninni j. Sandgerði, hún var á leið frá bryggju H.F. Miðness að m.b. Erling sem lá við festar á höfn- inni. A skektunni voru fjórir menn að flytja netasteina út i Erling. Var skektan yfirhlaðin. Þessir menn voru á henni: Svein- björn Sigurðsson, Valgeir Hannesson, Eggert Magnússon og Magnús Sigurðsson. Sveinb.jörn og Magnús voru ósyndir, Eggert var vel syndur, Valgeir var vel fyrir sig. Magnús var i nýjum tvöföldum oliustakk, loft komst á milli laga i stakknum, sem varð til þess að hann flaut eins og lóðabelgur með fætur niður i sjó upp til mittis, en efri búkur upp úr. Þannig rak hann undan vindi þar til honum var bjargað. Sveinbjörn sökk til botns, en skaut fljótlega upp aftur. Þegar hann kom úr kafinu lók Eggert við honum og hélt á floti við skektuna þar til hjálp barst. Val- geir hélt sig i nálægð þeirra við bátinn. Það sásl úr landi þegar skekt- unni hvoll'di, og var brugðið skjótt við til bjargar. Mótorbáturinn Gunnar Há- mundarson úr Garði var við bryggju H.f. Garðs með vél i gangi. Landlestar Gunnars voru leystar af skyndingu, og hélt hann af stað til hjálpar. Sömuleiðis var farið á uppskipunarhát, sem lá við sömu bryggju, undir forystu Rikharðs Sumarliðasonar Irá Meiðastöðum i Garði landmanns á Gunnari Hámundarsyni. Báðir bátarnir komu nær samtimis að þeim l'élögum við skektuna. Egg- ert og Sveinbjörn voru teknir i uppskipunarbátinn, en Valgeir fór i Gunnar, sem fór siðan og sótti Magnús. Voru þrir menn- irnir vel hressir, þó kaldir væru, en Sveinbjörn var alldasaður og var fluttur á sjúkraskýli Rauða- krossins fyrst i stað. Þetta slys á Höfninni hafði eng- in eltirköst, en það varð þess valdandi að færri fóru á samkom- una i barnaskólanum en annars hefði orðið. Meðal annars lenti ég i þessum björgunarleiðangri með uppskipunarbátnum og tapaði þvi af samkomunni. Skipbrotsmennirnir af Kristj- áni komu til Sandgerðis siðla sama dag. Þeir voru hressir i máli og kátir, eins og áður en þessi 11 daga hrakningaferð þeirra byrjaði. En þó var mikil breyting orðin á þeim. Það var ekki nóg með, að þessir ellefu dagar hefðu tálgað af þeim hold- in. Það var eins og einhver sársauki fylgdi kæti þeirra. Ein- hver þungi, sem lagðist yfir þá; þó þeir væru i fjörugum samræð- um, gat fyrr en varði breiðst skuggi yfir svip þeirra, hláturinn hætti og andsvörin breyttu um tón. Illkynjuð umgangspest (blóð- kreppusótt, að talið var) hafði gengið i Sandgerði rétt áður en hrakningslerð Kristjáns hófst; einhverjir sjómannanna höfðu tekið veikina og verið orðnir heil- brigðir altur áður en róður hófst. Viktor Finnbogason veiktist af pest þessari á öðrum degi hrakn- ings þeirra, harðræði þessara daga kom þvi skiljanlega mjög hart niður á honum. Þrátt fyrir þessi veikindi mun ekki hafa staðið upp á Viktor að leggja fram sitt lið til þeirra verka sem unnin voru um borð i Kristjáni. Lúðvik Guðmundsson gerði iljótlega ráðstafanir til þess, að l'á l)át i slað Kristjáns, svo vertið gæti haldið áfram hjá okkur. Veiðarfærin sem Kristján var með i róðrinum voru i hrúgu á dekkinu (lóðabalarnir voru not- aðir til eldiviðar, þvi kol voru til þurrðar gengin) þegar báturinn kom að landi. Þeim var bjargað eftir að brimrótið i Skiptivik hafði þvælt þeim i harðan hnút. Það varð okkur landmönnunum ná- lægt vikuverk að greiða þann hnút og gera þau upp i notkunar- fært ástand. Bráðlega kom það I ljós, að engan bát var hægt að fá sem til- tækur var að koma i stað Kristjáns. Að rúmri viku liðinni frá aftur- komu Kristjáns að landi, var fé- lagsskapur okkar leystur upp. Vertiðin var búin, ég varð einn eftir á bragganum. Viktor Finn- bogason fór sem sjómaður á m.b. Hafþór i Sandgerði, Hallgrimur Oddsson fór landmaður á m.b. P'ramhald á bls. 60 íslenzkar og erlendar Ai* Bókaverzlun Snæbjarnar i/Sl^icri^ifaKopLri ir Hafnarstræti 4. JUIdgjd ldUdcl\ur \k3mlWJ yA Bókaverzlun í mjög fjölbreyttu úrvali Snæbjarnar Hafnarstræti 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.