Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 25
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA ,25. Þorvaldur Steinason skrifar hér frásögn af þeim atburði er vélbáturinn Kristján fórst f marzmánuði 1940. Báturinn var týndur vikum saman en mannbjörg varð að lokum, og allan feril málsins rekur Þorvaldur í greininni. Þorvaldur Steinason. 2. marz 1940 gat að lita i Reykjavik'urblöðunum stórar fyrirsagnir yfir þverar siður: „Mótorbáturinn Kristján kominn að landi”. Sama dag var annars staðar i blöðunum önnur fyrirsögn, litt áberandi: „Bát hvolfir i Sand- gerði”. Þar sem ég var i nokkurri beinni snertingu við þá atburði sem nefndar fyrirsagnir greina frá, er eftirfarandi frásögn færð i letur. Veturinn 1940 var ég beitninga- maður á M/b Kristjáni R.E. 90. Aðrir b.eitniIjgamenn voru: Gissur Kristjánsson, landformaður og eigandi bátsins, Hallgrimur Oddsson og Sigurjón Viktor Finn- bogason. Sjómenn á Kristjáni voru: Guð- mundur Bæringsson formaður, Kjartan Guðjónsson vélamaður og hásetar: Eyjólfur Gislason, Haraldur Jónsson og Sigiirður Guðmundsson. Braggi sá sem Kristján til- heyrði var á efri hæð i norðurenda verzlunarhúss á Loftsstöðinni i Sandgerði; þáverandi eigandi var Lúðvik Guðmundsson útgerðar- maður m/b Kristjáns. Siðar varð þessi hluti Sand- gerðis eign H/f Garðs. Verzlunar- húsið er nú horfið, það brann fyrir nokkrum árum. Beitningarpláss tilheyrandi Kristjáni var i skúrbyggingu áfastri húsasamstæðu H/f Miðness. Skúr þessi var lélegur, hélt vart vatni og alls ekki vindi eða snjó. Hann var óupphitaður eins og flestir beitningaskúrar f Sandgerði voru á þeim tima. Oft var þvi ærið kalt að standa við beitningu i skúrnum á harð- fosinni linu þegar frostvinda- strokan stóð þar i gegn og hlóð snjósköflum á borðin og linuna, sem við vorum að vinna við. Viktor Finnbogason hafði misst framan af visifingri annarrar handar. Á þeim fingri mæðir alla jafna mikið viðlinubeitningu.Þar sem nú Viktor varð að beita fingurstúf með þunnu skinni i stað fingurgóms, varð hann fljótt sár- hentur. Hann hafði þvi hug á að komast á sjóinn, þar bagaði fingurstúfur- inn hann minna. Eyjólfur Gisla- son vildi gjarnan komast i land til beitningar Þeir ákváðu þvi að skipta um störf. Þegar lagt var að stað i róður 19. febrúar létuþeir verða af þess- um skiptum, Viktor fór á sjóinn en Eyjólfur i land. Þannig atvik- aðist það, að Viktor lenti i þessum hrakningaróðri en Eyjólfur slapp. Sennilega hafa þessi verkaskipti þeirra orðið til þess, að allir skip- verjar Kristjáns komust lifandi að landi. Eyjólfur hafði verið berklasjúklingur og meðal ann- ars legið langdvölum á heilsuhæli vegna lungnaberkla. Hætt er þvi við, að hann hefði ekki þolað það harðræði sem varð hlutskipti þeirra manna sem i þessum hrakningum lentu. Kristján fór i róðurinn kl. 1 að* faranótt 19. febrúar. Þá var hæg- viðri, en frekar þungbúið loft. Klukkan 6 um morguninn fórum við landmennirnir til vinnu okkar. Linan var öll i stokk, þvi landlega hafði verið undanfarna daga. Beitningin tók þvi ekki langan tima þennan dag. Þegar henni var lokið lá engin vinna fyrir hjá okkur þar til báturinn kom úr róðri undir kvöld. Það var venja i Sandgerði, að landmenn skiptust á um „útkik” sem kallað var. Það var að fylgj- ast með þvi þegar bátarnir komu að landi og gera félögum sinum viðvart þegar bátur þeirra kom inn innsiglinguna. „útkikkið” kom i minn hlut þennan dag. Veð- ur var kyrrt fram eftir degi, aust- an átt með smá-éljum, en þegar liða tók að kvöldi herti vind og þétti élin. Eftir venju átti Kristjáns að vera von með fyrstu bátum. Bát- arnir komu að landi hver af öðr- um, siðdegis og fram eftir kvöldi, en ekki bólaði á Kristjáni. Þegar liða tók á kvöldið fórum við landmennirnir að verða óró- legir. Þá var einnig komið foraðs- veður af austri, rok og snjókoma með töluverði frosti. Við vorum þá allir komnir á ferð landmennirnir og höfðum samband við sjómennina á 'bát- unum jafnóðum og þeir lentu, en þaðan var engar fréttir að hafa af Kristjáni, þvi þeir höfðu verið á öðrum slóðum. Þrir þeirra formanna sem fyrstir komu að landi voru heima- menn i Sandgerði, þeir bjuggu töluverðan spöl frá höfninni og bröggunum, en sváfu þó heima þegar i landi var verið. Við Gissur landformaður fórum til viðtals við þessa formenn. Hjá þeim fyrsta fengum við engar upplýsingar. Hjá þeim næsta sem var Jón Jóhannsson fengum við skýrar fréttir það sem þær náðu. Hann sagði okkur, að Kristján hefði byrjað lagningu um það bil þegar hann var hálfnaður að leggja sina linu. Hann hefði þvi litið séð til Kristjáns á meðan á linudrætti stóð. Aftur á móti gat hann þess, að annar bátur hefði áreiðanlega legið samhliða Kristjáni með alla sina linu. Sá þriðji sem var Stefán bróðir Jóns, sagði að þeir á Kristjáni hefðu átt eftir að draga svo sem fjögur fimm bjóð þegar hann fór fram- hjá þeim á leið til lands. Hann sagði einnig að annar bátur hefði veriðsamhliða Kristjáni með alla sina linu, og átt eftir að draga svipaða linulengd og Kristján. Eftir tilvisan bræðranna fórum við Gissur til viðtals við skipverja á þeim bát sem næstur var Kristjáni. Við höfðum reyndar áður haft tal af formanninum á þeim bát, en hann þóttist enga vitneskju hafa um Kristján. Nú fórum við til vélamannsins á þessum bát. Hann sagði okkur að siðast þegar þeir sáu til Kristjáns hefðu þeir átt eftir að draga um það bil eitt bjóð, þá hefðu þeir tekið eftir þvi, að vél Kristjáns var ekki i gangi. Formaðurinn sagðist ætla að athuga hvort um alvarlega bilun i vél Kristjáns væri að ræða, þegar hann hefði lokið drætti sinnar linu. Þegar linudrætti var lokið hjá þeim var komin dimmviðris hrið svo Kristján var þeim horfin. Ekki virtist hann heldur hafa gert neina leit að ráði að Kristjáni. Þó þetta væru ekki beint góðar fréttir þá gaf þessi vitneskja okkur þá von að engin ástæða væri til ótta um Kristján að svo komnu máli. Það var aflands- vindur, og með þeirri vindstöðu var ekki hætta á þvi, að hann ræki á land þó hjálparlaus væri með bilaða vél, á meðan að sú vindátt héldist. Einnig stóðu vonir til þess, að Kjartan, sem var þaulreyndur vélamaður, kæmi vél bátsins i lag, svo þeir kæmust að landi án annarra aðstoðar. Það var tilgangslaust fyrir okkur að vera allir á „útkik” i einu. Við skiptum þvi vöktum, þannig að tveir voru á vakki úti við tvo tima i senn. Foraðsveður, austan hvassviðri með þéttum hriðaréljum svo vart rofaði á milli, hélzt alla nóttina. Sama veðurlag var allan næsta dag. Frost var með ólikindum mikið I svo ákafri snjókomu. Strax þegar ljóst varð af degi, var leit hafin að Kristjáni, þó litið yrði úr á sjó sökum dimmviðris. Þá voru fjörur gengnar frá Garð- skaga að Reykjanestá án annars árangurs en að styrkja okkur i þeirri trú að Kristján væri enn ofan sjávar. Næstu daga voru enn gerðar til- raunir til leitar á sjó, þó torgæf væri, og hindraðist að jafnaði vegna dimmvirðris. Einnig voru gengnar fjörur. . Eftir þvi sem dögunum fjölgaði frá þvi Kristján fór i róðurinn dofnaði trú flestra á afturkomu báts og manna. En trú Lúðviks Guðmundssonar á afturkomu var þó vakandi. Hann var óþreytandi við að undirbúa og skipuleggja leit að bátnum. Einn morgun árla i bliðviðri fóru allir Sandgerðisbátar til leit- ar; þeir röðuðu sér niður með litlu millibili og sigldu þannveg frá landi, að óhugsandi var annað en þeirsæju bátinn ef hann var ofan- sjávar á þvi svæði sem þeir sigldu yfir. En þvi miður entist ekki bjartviðri til leitar nema til há- degis, þá var komin dimmviðris hrið svo þýðingarlaust var að halda leit áfram. Fullvist má telja, að ef veður hefði haldizt sæmilega bjart fram undir kvöld hefði útivist Kristjáns og hrakn-- ingum verið lokið. En á landleið fengu bátarnir dimmviðri svo vart sást út fyrir borðstokk, en veðurharka var engin. Þetta var siðasta leit að Kristjáni sem nokkurt skipulag var á. Eitthvað munu þó varð- skipin hafa sveimað um hafið eftirþetta, þó til litils gagns yrði i sambandi við Kristján. Lúðvik Guðmundsson var sann- trúaður á samband við aðrar vits- munaverur en þær sem við höfum daglega fyrir augum og eyrum. Hann leitaði á miðilsfund, hvort einhverjar fréttir væri þaðan að hafa af skipverjum Kristjáns. Ekki bar sú, eða þær, tilraunir árangur i augum allra. En fyrir Lúðvik var fréttin frá þeim fund- um mikils virði. Svarið sem gefið var, var á þá leið, að við skips- höfn Kristjáns væri ekki hægt að hafa samband, þvi þeir væru ekki komnir á það svið. Fleiri gerðu tilraunir til þess að hafa samband við Kristjánsmenn á miðilsfundum. Frá einum slik- um kom sú frétt, að náðst hefði samband við alla skipverja á Kristjáni sem framliðnar verur. Miðilsfundurinn, sem haldinn var að tilhlutans Lúðviks styrkti hann i þeirri von eða vissu að Kristján væri ofansjávar og menn allir lifandi. Og á meðan að svo var, var alltaf einhver von um að þeir kæmu lifandi að landi. Fyrir okkur landmennina á Kristjáni var ekkert að gera, nema að biða, biða þess sem verða vildi. Loks var svo komið að flestir voru búnir að gefa upp alla von. En einn var að minnsta kosti undan skilinn — Lúðvik var enn að reyna að fá skip til leitar þegar allir aðrir voru búnir aö ákveða að leit skyldi hætt. Minningarathöfn um þá félaga sjómennina á Kristjáni var ákveðin i barnaskóla Sandgerðis kl. 11 fyrsta marz. Þann dag var afráðið að vertið yrði lokið hjá okkur landmönnum og leiðir skildust. Árið 1940 var hlaupár, febrúar hafði 29 daga. Siðdegis 29. febrúar höfðu þau verið á skrifstofunni hjá Lúðvik Guðmundssyni: Giss- ur Kristjánsson, Hallgrimur, Eyjólfur og ráðskonan Valgerður Þórarinsdóttir frá Bjarnastöðum i Selvogi. Þau ætluðu öll að fara alfarin úr Sandgerði daginn eftir, 1. marz, að aflokinni minningar- athöfninni. Þá átti einnig að flytja á braut eftirlátnar eigur sjómannanna frá Sandgerði. Þar með voru gerðar siðustu ráðstafanir, að talið var, gagnvart liðinni vetrar- vertið á Kristjáni R.E.90. Ég hafði ákveðið að verða kyrr i Sandgerði þar til venjulegri vetrarvertið væri lokið, og taldi þvi fara bezt á þvi að tala við Lúð- vik þegar næði væri komið siðla kvölds. Mér var vel ljós hin sterka trú Framhald á bls. 217'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.