Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 47

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 47
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN —f StÐA Í7. INFORMATION Framhald af 13. siðu. um, hvort allir starfsmenn eigi að hafa ihlutunarrétt um það, sem stendur i blaðinu, eða hvort rit- stjórnin eigi að vera þar einvöld. En lögin kveða núna á um, að starfsmannafélagið „hafi engin áhrif á stefnuna i ritstjórn blaðs- ins. Aðalritstjórarnir bera fram- vegis sem hingað til fulla ábyrgð á henni”. Þab er semsé ofan i kaupið aðalritstjórnin, sem er hér úrslitaaðilinn og ákveður stefn- una, i samræmi við lögfest mark- mið blaðsins. Þetta þýðir, að við á aðalritstjórninni höfum valdið, komi til ágreinings. En i reynd er það þannig, að á ritstjórnarfund- unum, sem eru öllum opnir, blaðamönnum sem öðrum starfs- mönnum, er stefnan ákveðin og blaðið skipulagt dag frá degi. Auðvitað gerist það stundum, að ritstjórinn tekur af skarið, en stundum er lika kosið um málin og við hlýðum úrslitunum. En áhrifa allra starfsmannanna á stefnu blaðsins gætir i þvi að þeir velja hverjir skuli verða ritstjór- ar og hverja ráða skal til blaða- mennsku. Ritstjórnin gat ekki ráðið Klaus Albrechtsen upp á eigin spýtur. Enda þótt hann sé frábær starfskraftur, hefði svo getað farið, að hann hefði ekki verið ráðinn. Hugsjón og raunveruleiki — Hvað um almennt launa- jafnrétti? — Við höfum gert viljasam- þykkt um jöfn fyrir mismunandi vinnu, en við höfum ekki jafn- launakerfi ennþá. Við höfum gert ýmsar ráðstafanir, til dæmis breytt visitöluuppbótinni, þannig að lægstlaunaða starfsfólkið fær hæsta uppbót, en það hæstlaun- aða þá lægstu. Þetta er talsvert mikilvægt. I kjarasamningum höfum við leitazt við að fram- fylgja reglunni um að hækka lægsta kaupið mest. Við höfum semsé þreifað okkur áfram i átt til launajafnréttis og munum áreiðanlega halda þvi áfram, en það er auðvitað erfitt i þessu þjóðfélagi. Það sem mér finnst skemmti- legast við þetta er, að hér er um venjulegan vinnustað að ræða, hér vinnur venjulegt fólk. Þetta er ekki fyrirtæki, sem skapað er af eintómum hugsjónamönnum. Hér eru venjulegir prentarar, blaðamenn og aðrir starfsmenn, — sumir eiga hús og bil, aðrir ekki, sumir eiga erfitt með að greiða húsaleiguna og þurfa á meiri peningum að halda, en öðr- um gengur betur. Og það má segja, að þetta væri allt saman auðveldara, ef hér væru 100 hug- sjónamenn, sem hefðu ákveðið að gefa út blað. En á hinn bóginn er þetta nær raunveruleikanum og forvitnilegra að reyna þetta á venjulegum vinnustað, þar sem vinnur venjulegt fólk með venju- legar þarfir. Og þetta hefur i för með sér, að þótt menn séu sam- mála um ágæti launajafnréttis, þá verður að þreifa sig áfram með það. Og nú verður að hafa i huga, að ég er að tala um launa- jafnrétti á dálitið annan hátt en venjan er i þjóðfélaginu. Hér er til dæmis launajafnretti milli kvenna og karla. bað sem ég á við eru jöfn laun fyrir alla, hvort sem maður er aðalritstjóri eða sendill — allir leggja sitt af mörkum til blaðsins, og það á að vera vinnustundafjöldi eða eitt- hvað annað, sem ákvarðar hver launin skuli vera, en ekki hvað maöur gerir. — En eruð þið ekki bundnir af almennum kjarasamningum? — Bæði já og nei.Hvað varðar prentarana, þá höfum við eigin samninga, sem kveða á um, að þeir skuli fá sem svarar meðal- launum prentara i Kaup- mannahöfn. bað eru engir heildarsamningar við blaða- menn; við getum borgað þeim það sem við viljum. En það er aug- ljóst, að við veröum-að taka dálit- ið tillit til þess, hvað sami maður gæti fengið i laun annars staðar. Blaðamennirnir hér eru talsverð- ir hugsjónamenn, þvi hér starfa blaðamenn, sem gætu fengið hærra kaup annars staðar. En samt eru ákveöin takmörk fyrir þvi, hve munurinn má vera mik- ill. Á hinn bóginn getég fullyrt, að hvað snertir yngstu blaðamenn- ina, sem eru nýkomnir til starfa. þá eru þeir vel borgaðir hérna. Þeir njóta þeirrar reglu okkar að hækka lægstu launin. — Og hver er svo reynslan af framkvæmd lýðræðisins á blað- inu? — Stundum er það erfitt, stundum er þaö timafrekt, en þrátt fyrir erfiðleika er reynslan i grundvallaratriðum mjög já- kvæð. Formaður blaðstjórnar, Arne Frederiksen prentari, sagði á nýafstöðnum aðalfundi hluta- félagsins, að efasemdarmenn hefðu haldið þvi fram, að allt mundi fara i vitleysu, ef allir fengju að ráða um allt. Áðrir heldu þvi fram, að það yrði sama forystusveitin, sem öllu réði, eins og ekkert hefði breytzt. Við höf- um sýnt fram á, að hvort tveggja er rangt, að minnsta kosti hvað okkur varðar. Ég hef orðið undir i atkvæðagreiðslum á allsherjar- flmdum og aðalfundum, sömu- leiðis forstjórinn og margir aðrir. Samt gengur allt prýðilega, — maður er náttúrlega hálffúll i nokkra daga, ef tillaga, sem manni hefur sjálfum litizt vel á, hefur mætt andstöðu meirihlut- ans. Þetta hefur ákveðin vanda- mál i för með sér, en lýðræðis- grundvöllurinn sjálfur hefur ekki skapað vandamál. Þvert á móti hefur fyrirtækinu vegnað miklu betur en nokkru sinni áður i sögu þess. — Var eitthvað um, að fólk hætti á blaðinu út af þessu nýja fyrirkomulagi? — Nei, á þessum tveim árum hafa að visu örfáir hætt, en það hefur verið af öðrum ástæðum. Til dæmis fékk einn ágætur utan- rikismálasérfræðingur okkar áhuga á að setjast á skólabekk og gerði það. Nei, það hefur enginn hætt út af vaxandi lýðræði. Aftur á móti hafa margir viljað koma til okkar vegna þess; blaðamenn annars staðar frá, margir veru- lega góðir, hafa sótt um vinnu hér nýlega. Fréttaöflun, fjáröfl- un og efling útgáf- unnar — Hvers konar samband hafið þið við útlönd? Eru margir erlendir á ykkar vegum, sem þið fáið efnið beint frá? — Stundum höfum við haft fasta fréttamenn erlendis. Nú sem stendur höfum við þó ekki neinn fastráðinn. Hálft annað ár höfðum við mann i New York, sömuleiðis mann i Paris i hálft annað ár, eitt ár mann i London . Allir þeir starfsmenn, sem við höfum haft erlendis, eru fast- ráðnir hér núna. Svo að það má segja að okkar aðferð sé að senda fólk út af örkinni um skeið, svo það kynnist einhverju svæði vel> siðan köllum við það heim og get- um hagnýtt okkur þekkingu þess Það er ekki flókið mál að setja upp siðurnar i Information. Þar eru yfir- leitt engar myndir, fyrirsagnirnar á svipuðum Ietrum, dálkabreiddir nær alltaf þær sömu o.s.v.frv. og reynslu varðandi þessi svæði. Vissulega langar okkur að senda fólk út um allar jarðir aftur, en þvi miður höfum viðekki haft efni eða möguleika á þvi undanfarið. En svo höfum við auðvitað föst sambönd við fjölda manna, sem ekki hafa það að aðalatvinnu að skrifa fyrirokkur. Við köllum það fastan „free-lance”, eða fasta, sjálfstæða blaðamenn. Við höfum einn i Bonn,stúlku i Róm, fulltrúa i mörgum fréttastofum i Banda- rikjunum, einn fastan/lausan i Peking, annan i Hong Kong, austurevrópusérfræðing með miðstöð i Vinarborg. Svo höfum við fjöldann allan af lausum og föstum fréttamönnum út um hvippinn og hvappinn. Information ér það danskra blaða, sem i hlutfalli við saman- lagðan ritstjórnarkostnað ferð- ast mest. Það eru alltaf ein- hverjir á ferðalagi. Hin blöðin eyða meiru, en það fer oft i iþróttahátiðir og þess háttar. Við erum með marga raunsanna ferðalanga. Við forvitnumst um fjárhag blaðsins, sem oft er stærsti leyndardómurinn við alla blaða- útgáfu. (Hvaða islenzkt blað birtir t.d. eins og Information mánaðarlegt uppgjör um afkomu blaðsins á útsíðu?) Knútur tekur strax að ryðja úr sér tölum, dengir yfir okkur reikningsyfir- litum og fjárhagsáætlunum, bendir okkur á hvað einstakir dálkar hafi kostað i framleiðslu þann daginn og virðist yfirleitt engu hafa að leyna. Ekki er ástæða til að þreyta lesendur með talnaflaumi, en við birtum þær forvitnilegustu. — Flest dönsk blöð fá yfirleitt um 50% af tekjum sinum fyrir auglýsingar, við fáum aðeins 23%> á þann hátt. Það er ein skýringin á þvi , að blaðið er tiltölulega dýrt. En þetta gefur okkur meiri möguleika með efnið og aukið sjálfstæði. Ritstjórnin hefur til umráða rúman þriðjung allra út- gjalda blaðsins. 1 júli siðastliðinn notaði hún kringum 330 þúsund danskra króna (u.þ.b. 4 milj. isl . kr.). Af þvi eru föst laun tæplega 2/3 hlutar. Svo við tökum utan- rikismálin, sem blaðið leggur mikla áherzlu á, nam kostnaður við keyptar greinar, þ.e.a.s. fyrir utan föst laun blaðamannanna sjálfra, milli 5 og 6 þús. d.kr. (ca. 60—70 þús. isl. kr.). Annar mikilvægur hluti blaðs- ins, menningarmálin, kaupir efni fyrir 12 þús. d.kr. (tæplega 150 þús. isl. kr.) i þessum eina mán- uði. Samanlagt eyðum við u.þ.b. 25 þúsund d.kr. til kaupa á að- sendu efni, og það verður að telj- ast tiltölulega mikið. Svo höfum við fastan gjaldalið, sem nefnist ferða- og fréttaritarareikningur.t júli var hann óvenju hár, eða 38 þús. d. kr. , en það stafar af þvi, að þá höfðum við staðsetta menn á Grænlandi, i Bandarikjunum og nokkrum Evrópulöndum. Yfir- leitt er enginn hörgull á aðsendu efni, enda þótt okkur gangi illa að keppa við stærstu blöðin, sem geta greitt ofsafjárhæðir fyrir stuttar greinar eftir fræga menn. Samt sem áður eru margir, sem vilja frekar skrifa fyrir okkur. I sambandi við fjárhaginn má loks nefna, að við höfum látið gera fyrstu þriggja-ára - áætlunina um afkomu blaðsins. Þar kemur m.a. fram, að upp- lagið verður að aukast um a.m.k. 1000 á ári, eigum við að halda i horfinu. Nú höfum við annað árið i röð getað sýnt fram á fjárhags- legan bata; auglýsingjatekjur fara heldur hækkandi, öfugt við það, sem gsrist á hinum blöð- unum; upplagið eykst. Samt sem áður förum við varlega i sakirnar, rætt er um nauðsynlega endurnýjun prentvéla, prentar- ana vantar sturtuböð, á einum stað þarf að gera við gólfið o.s.frv. — Nú gefið þið út fleira en Information? — Já, við erum eiginlega með tvö útgáfufyrirtæki. Annað hefur verið starfrækt árum saman og gefur út blaðið Kommunen (hlið- stætt islenzka blaðinu Sveitar- stjórnarmál); það kemur út hálfsmanaðarlega og skilar dálitlum hagnaði. Svo höfum við minna forlag, sem er meira i anda Informationar, það hefur gefið út nokkra bæklinga, grafik- myndir, eftir þekkta listamenn og siðast nýstárlega bók um iþróttir. (Þvi má skjóta inn i að iþrótta- þáttur Informationar, sem hóf nýlega göngu sina, er dálitið sér- stæður sökum mjög þjóðfélags- legs inntaks). Og við höfum i hyggju að gefa út bók á græn- lenzku með greinaflokkum þeim, sem við höfum birt um Grænland i sumar. Þetta er litið fyrirtæki og á ekki að verða stórt, það er nóg af útgáfufyrirtækjum i Dan- mörku. En við höfum áhuga á að koma stöku sinnum á framfæri i samþjöppuð ormi einhverju sem snertir það, sem við erum að fást við daglega. Þetta er allt fremur óvist ennþá, gæti þróazt i ýmsar áttir, en við erum hræddir við að ráðast i of mikið, til að dreifa ekki kröftunum um of. Við erum litið fyrirfæki og höfum margt annað að gera. Það er samt fullur áhugi fyrir þessu, en fyrst um sinn verða það varla meira en 2 eða 3 bækur á ári. Betra, betra, betra — Er það rétt aö þið haldið sér- staka ritstjórnarfundi, það sem eingöngu eru ræddar leiðir til að gera blaðið betra? — Já, — þ.e.a.s. , að i öllum deildum fyrirtækisins, lika hér á ritstjórninni , eru til svokallaðar framtiðarnefndir, sem gera framtiðaráætlanir eða koma með hugmyndir. Það snýst ekki allt hérna um ritstjórnina og stefnu blaðsins, eins og þið kannski haldið. I prentsmiðjunni er rætt um, hvort kaupa skuli nýja prentvél, ein deildin telur sig vanta sturtuböð, annars staðar þarf að endurbæta gólfið. Svo reynum við að safna öllu saman og ákveða okkur. Ef ekki verður af kaupum á prentvélinni, hvernig á þá að ráðstafa fénu? Framtiðarnefndirnar hafa lagt fram sinar hugmyndir, og siðan er það starfsmannafélagsins að ákveða. Annars vegar er nauð- synlegt að tryggja starfsfólkinu almennilega vinnuaðstöðu, og hins vegar þarf að tryggja að blaðið fari batnandi — og seljist þeim mun betur. Þvi ef upplagiö Hvttd kosta reykingar auk heilsutjóns Ef þú leggur andvirði eins • sígarettupakka á dag inn i \ bankabók, þá átt þú næga \ peninga fyrir ferð til útlanda, eftir eitt ár, eða nýjum bil eftir 10 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.