Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 29
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 29 Hungursóttir á íslandi Hér fer á eftir samantekt úr ýmsum annálum um harðærin miklufyrir og um aldamótin 1700. Er þetta tekið úr hinu merka riti prófessor Jóns Steffensen um hungursóttir á íslandi (útgef. Fé- lag áhugamanna um sögu læknis- fræðinnar, Rv. 1972). Prófessor Jón telur að á 7 ár- um, 1696 til 1702, hafi fólkinu i landinu fækkað um að minnsta kosti 3.500 manns. Miðað við manntalið 1703 hafi ibúatalan árið 1695 þvi aldrei verið lægri en 54 þúsund. Þess ber svo að minnast, að nokkrum árum siðar, 1707, herjaði stóra bóla og lagði ótaldar þúsundir að velli. 1696. Fjárfellir og fisklaust fyrir Norð- urlandinu, ,,hvað orsakaði stór harðindi og hallæri manna á með- al, svo margt fólk frá jörðum og bústöðum... uppflotnaði og flúði til annara héraða, út á Jökul, Suð- urnes, vestur á Vestfjörðu... sér bjargar og viðurværis að leita, i stórhópum, hvar af þó margir á vegunum af hungri dóu og á fjöllunum bæja á milli úti urðu”. É. Dóu þá margir af sulti fyrir norðan Vöðluheiði. H. 1 Stranda- sýslu dóu af vesöld nokkrar manneskjur. Gr. Bjargræðis- brestur i öllum sveitum, þó helzt fyrir norðan. Viða urðu bráð-. kvaddar manneskjur F. 1697. Féll þá fólk viða úr mégurð, létust yfir hundrað i Hegranesþingi. M. Mannfall af vesöld i ólafsfirði samantalið 80, Fljótum 84, Tré- kyllisvik 54, i Rifi vestra og á Hellissandi undir Jökli 24, en þó mest mannfallið á Langanesi og þar báðum megin i nálægum sveitum. Setb. Svo skrifast, að i Þingeyjarþingi frá sumarmálum til alþingistima hafi hundrað manns i harðrétti dáið, auk þeirra, sem úti haf orðið. E. Þá drukknuðu eða dóu af voveifleg- um tilfellum i ýmsum stöðum meir en 20 manneskjur, þar að auki féll fátækt fólk af hungri i sumum harðindasveitum F.Gekk hettusótt um landið. Gr., F. 1698. Féll þá margt fólk úr megurð, einkum vestan og norðan M. Harðindi stór um landið af heys og matar skorti. Dó fólk fyrir norðan i hallæri, einninn um Borgarfjörð, helzt á Mýrunum á milli bæja og viðar, svo og lika á Siðu. Setb. Af hallæri dó viða fá- tækt förufólk. F.Mikil yfirferð af norðlenzku fólki suður og vestur um landið. Dóu margir bæja á milli af hungri og klæðleysi.H. 1699. Litið um fisk vestra og harðindi undirJökli, var greint þar hefðu dáið af sulti 70 manns. V. (100, flest aðkomandi utansveitarfólk, segir EJ. 1 Trékyllisvik, að- fangadagskvöldið, jóladag, ann- ars dags og þiðja dags kvöld, urðu bráðkvaddir 4 menn, sitt kvöldið hver þeirra um lestur. Þar i sveit og viðar á Ströndum hafði þar ekki i fyrndinni fólk tiðum sótt- dautt orðið, þvi þegar nokkur varð bráðkvaddur, þá heyrðist ógurlegt hljóð, svo að fjöllin tóku eftir og kölluðu það náhljóð eða nágaul. Manndauði undir Eyja- fjöllum og Snæ.fellsjökli af hall- æri. Á Vatnsleysuströnd urðu 4 menn bráðkvaddir. Sótt mikil i Austfjörðum og þar i sveitum. Setb. 1700. Hneppusótt. Harðindi stór um landið og fiskleysi. Dó fátækt fólk af megurð, bæði á millum bæja og á heiðum og i heimahúsum hóp- um saman, hvað óhægt er saman að reikna. Þá var vegna hungurs etið hrossakjöt á Akranesi af sumum. Var saman reiknað á þvi hausti allt að jólum hefði (hér) sunnanlands bráðkvaddir orðið 12 menn með einni konu, en 7 i Húnavatnssýslu, lika á Vestf jörð- um nokkrir og viðar um landið. Setb.Um sumarið var gerð supp- licatia til kóngs, að hann sæi aumur á eymdarstandi landsins. P.V. Sótt mikil og mannskæð i Fljótsdalshéraði austur, deyði fjöldi fólks... Færði sóttin sig norður eftir og nam staðar á Langanesi, snemma vorsins. Þar dó margt manns. Sjö manneskjur bráðkvaddar, á Skaga 4 á skömmum tima fyrir Ólafs- messu, 2 á Vatnsleysuströnd og 1 á Seltjarnarnesi. V. 1701. Allmikil harðindi i Þingeyjar- þingi með mannfalli, deyði eigi færra en 100 manna, og nokkrir bráðlega. Það fall gekk yfir að framan um veturinn og mjög fram á vorið. Bráðdauði 11 mann- eskja undir Jökli. V. Þá dó og margt fólk úr megurð, bæði i Húnavatns-, og Hegraness- og Vöðlusýslum. M. 1 Þingeyjar- sýslu norðan Vöðluheiði féll fólk i hungri: var fallið i einum hrepp yfir 50 á Hallvarðsmessu (þ.e. 15. mai). P. V.Mannfall i Austfjörð- um og viðar, — eyddust jarðir. Á þessu ári urðu margir menn bráðkvaddir og fengu undarlegan veikleika. Bráðdauðir urðu i Hornafirði 6 menn. Einn maður bráðkvaddur i Seyðisfirði. Einn hljóp fram af björgum i sjó.. Norðurfjörður i Austfjörðum var eyddur af hallæri. Urðu á einni viku á Seltjarnarnesi um haustið bráðkvaddir 2 menn og ein kona, og 2 menn á Strönd suður. Setb.15 menn bráðkvaddir i ýmsum stöð- um. Margir dóu með undarlegum veikleika. F. 1702. Dó fátækt fólk af hallæri og varð úti á þessum vetri um landið nær gjörvallt, á Akranesi 40, Kjalar- nesi 20, einninn Mosfellssveit, Seltjarnarnesi og eigi sizt hér á Álftanesi. Varð bráðkvatt fólk viða um landið, sérdeilis á suður- landinu á umliðnum tveimur ár- um, en á þessum vetri á Suður- nesjum samanreiknaðir karl- menn á sjó og land sem og kven- menn 30 að tölu. Varð fölk bráð- kvatt á Vestfjörðum fyrir norðan Isafjarðardjúp. Setb.l Grunnavik á Vestfjörðum urðu 5 manneskjur bráðkvaddar, ein af þeim hljóp nakin rænulaus út i fjúk og fannst eigiaftur. M.F'iskafli nær enginn um Suðurlandið. Sultur og harð- indi meðal manna. Á Akranesi var mannfall af förufólki. II. Gr. I framangreindu er stuðzt við eftirtalda annála, svo sem skammstafanir visa til: Eyrar- annáll, Fitjaannáll, Grimsstaða- annáll, Hestsannáll, Mælifells- annáll. Annáll Páls Vidalins. Setbergsannáll, Vallaannáll. Fluga Á þiðnu sumri sölnaðra grasa grættu úr augnhári minu örþyt flugna. Horfðum að heiman að strám um helmu á titrandi öx. Á þiðnu sumri sölnaðra grasa greip mig forvitni þess. Ef að ske kynni fluga, sú er hvergi i ótima beið en settist á strá. Sú varð min gleði er sú glævængjuð þó sér i framan fimlegum fótum snyrti væng sinn og væng. pétur páls. Köngulær Hlutverk var mér falið: að hvitta hús, til þess hafði ég skjólu og krús. Skenkti hvitu semi i kollu, hellti siðan vatni úr dollu, hrærði svo sem mest ég mátti með naglaspýtu sem bóndinn átti. Kalkkústur var ljós til reiðu ég rauk með hann og hvitti breiðu. En skildi eftir eyðu og eyðu, þvi eitthvað skreið um þar á vegg. Upp við brúnir þaks við þekju þar var köngulló við klekju. Kolþó brún með börn á baki, bara að lifið ekki saki. Þvi skildi ég eftir eyður, breiður, þar sem köngul bjó sér hreiður. Það sem var þó verst við þetta, þegar ýrðist á þau sletta. pétur páls. Walt Witman: Vopnahlé Það orð svæfir allt dásamlega með sólarlaginu stórkostlegt var striðið en allar dáðir þess og dirfska munu hverfa með timanum algjörlega i gleymsku þvi hendur systkinanna dauðans og næturinnar baða stöðugt bliðlega i blóði þessa saurugu veröld þar til andstæðingur minn er fallinn i valinn maður jafn rétthár til lifsins og ég er dauður ég sé hvar hann liggur með fölt andlitið sem starir formfast i gluggakistunni ég geng nær spenni greipar krýp á kné beygi mig niður og snerti hljóðlega með vörunum heiðarlega andlitið i glerkistunni. Jónas E. Svafár gerði mynd og snaraði úr ensku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.