Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1972 Viðskulum byrja þessa frásögu með þvi að hverfa afturtil að- fangadagskvölds jóla árið 1929. Þá er drengurinn aðeins fimm ára snáði, og hún amma hans tekur hann með sér til aftansöngs i Reykjavikur-dómkirkju. f fljótu bragði skyldi maður ætla, að meira en fjórum áratugum siðar þætti slikt naumast frásagnar- vert eða þess umkomið að varð- veitast á bók. Enda er það mála sannast, að i endurminningu þess manns sem eitt sinn var þessi drengur, lifir ekkert frá þessari jólamessu utan eitt einasta sálmalag, sem hann minnist ekki að hafa heyrt fyrr en þá. Hann kannaðist þá þegar við lög eins og Heimsum ból, 1 Betlehem er barn oss fætt, t dag er glatt, og meira að segja Ó hve dýrðlegt er að sjá; gat jafnvei farið með eitthvað af textum þessara sálma. En þarna heyrði barnið nýtt lag, sem hann hafði ekki áður heyrt og vissi ekki hvað hét. Og það sem gerði þetta hvað eftirminnilegast var það, að þegar barnið spurði ömmu sina á heimleiðinni hvað nýja lagið héti, þá gat jafnvel ekki hún með alla sina þekkingu á guðsorði gefið honum neitt svar. Hún sagði eitt- hvað á þá leið: Það var enginn nýr sálmur, væni minn. Þar með var það útrætt, alltént i bili. Að likindum hefur verið stjörnubjartur himinn þessa nótt. En borgarbarn á sjötta ári virðir ógjarna fyrir sér himininn og stjörnudýrðina, sjóndeildar- hringur þess er jarðbundnari en svo. Hins ber að minnast, sem frekar styður likindin um heið- skira næturhvelfingu þetta sinn, að frostbitra var mikil og ökkla- djúpur snjór; kristallar hans sindruðu i stillilogni, og þeirra dýrð var á sinn hátt stjörnudýrð. Gamla konan haltraði með sveinstaulann sér við hönd heim á leið, upp Bókhlöðustig; og það var mikil kyrrð á Reykjavikur- götum þessara ára, næstum enginn á ferli, sizt á kvöldi eins og þessu. Mér er svo voða kalt á tánum, amma min, segir drengurinn. Rólegur, gæzkan, svarar hún. Við erum bráöum komin heim. Andartaki siðar segir drengurinn: Amma... Hvað, væni minn? spyr hún. Vist var sungið nýtt lag i kirkjunni. Jæja, góði, segir amman. En af hverju viltu þá ekki segja mér hvað það hét? sífrar snáðinn. Amma hans gegnir þessu relli fáu sem engu. En þar sem þau eru nú komin i brekkuna ofan- verða og eiga eftir skamman spölinn frá Miðstræti, vekur gamla konan athygli drengsins á húsinu til hægri; þó ekki húsinu öllu, heldur kjallaradyrunum, og samt ekki dyrunum fyrst og fremst, heldur lyklinum sem stóð i skránni. Þetta virtist vera gluggalaus og dimmur kjallari, en fyrir honum voru engu að siður mikilfenglegar dyr, rauð- málaðar, og til frekari áherzlu enn mikilfénglegri lykill sá, sem að þeim gekk, stór og fagur- gljáandi, úr eir — jafnvel skira- gulli. Veiztu hver á heima þarna? sagði gamla konan við drenginn. Það vissi drengurinn ekki og hafði máski takmarkaöan áhuga á þvi vegna kuldans á fótunum. Þarna býr, sagði amma hans, þarna býr hún Grýla. Og Grýla, hún tekur börn sem eru óþæg og fer með þau i kjallarann þarna og aflæsir með stóra lyklinum... En, bætti gamla konan við, hún tekur ekki þig; ég sé um, að hún taki ekki þig, þvi þú ert stilltur og vænn — eða ertu það ekki? Innan stundar voru þau amman og drengurinn komin upp i litla kvistherbergið á Grundarstig átta, þar sem bæði var notaleg hlýja frá kolaofni, og gervijólatré með alvörukertum, og eitthvaö heitt i svanginn og bragðgott i munninn, og friður, lika guðsorð, einskonar áframhald messu; jól. Amma...sagði drengurinn. Já hvað, væni minn? sagöi hún og kveikti ljósin á jólatrénu; það stóð á borði, og jólalöber undir. Amma, var hún Grýla lika i kirkjunni? En sú spurning, tautar gamla konan við sjálfa sig og þetta var ekki ætlað sem svar. Var hún Grýla kannski komin heim á undan okkur? Spurðu ekki svona kjánalega, Lilli minn, segir amman. En af hverju var lykillinn i skránni? spyr barnið. Gamla konan svaraði ekki. Þetta var mjög fagurt jóla- kvöld, þeim mun fegurra sem lengra leið að árafjölda. Nú var gleymdur kuldinn á leiðinni upp Bókhlöðustig. En það var samt ekki fyrr en mörgum árum siðar, að drengurinn gerði sér þess ljósa grein, að fegurð þessarar hátiðar var ekki einvörðungu fólgin i þvi sem augað sá eöa eyrun heyrðu, heldur fyrst og fremst i þvi sem stendur hverju barni næst: til- finningunni fyrir öryggi og vissunni um væntumþykju ein- hvers. Það hvorttveggja átti eftir að verða þessum dreng mjög dýr- mætt siðar. Þekkir þú Grýlu afskaplega vel, amma? hélt barnið áfram að rella. Við skulum ekki tala um Grýlu á jólunum, gæzkurinn, ekki meira, sagði gamla konan i senn ákveðin og mild. En ég vildi ég gæti sagt þér hvað lagið hét sem þú varst að spyrja um. Ég man það núna, það var sunginn sálmur sem ekki er oft sunginn, en ég bara kann hann ekki, og ekki lagið heldur. Þá yar barið laust að dyrum, og inn komu hin börnin á loftinu; og þetta urðu mjög gleðileg jól. Það má teljast einskonar nauö- synlegur millikafli þessarar frá- sögu, þegar ömmudrengurinn var orðinn helmingi eldri, kominn á ellefta ár. Þá hafði gamla konan kostaðhanda honum um meira en tveggja ára skeið einkakennara, svo hann gæti lært að spila á litla stofuorgelið, sem hún móðir hans hafði látið eftir sig þegar hún dó frá honum ársgömlum. Hér i sögunni var svo komið, að barnið þurfti ekki lengur aö leita til ömmu sinnar gömlu um neina vitneskju varðandi sálmlög, né heldur annað sem viðkom músik; og hann var þónokkuð mikill með sig, þá þegar, vegna allrar þeirrar þekkingar sem honum fannst hann búa yfir i þeim efn- um. Nú vissi hann að sjálfsögðu mætavel hvað lagið hét, þetta lag, sem sungið var i kirkjunni forð- um á aðfangadagskvöld jóla, og “ r- pn —I bu . .. 1 , 1 hann vissi ekki aðeins hvaö það hét: hann gat spilað það lika, og það var með léttari lögum sem hann réði við á hljómborðinu. Það hét ,,Sjá, himins opnast hlið”, var númer 79 i sálmabókinni hennar ömmu hans, en bar eitthvert út- lenzkt nafn i nótnabókum. Laglina þess var lika eilitið öðru- visi i söngvasafni Bjarna Þor- steinssonar en hún var i kóralbók Sigfúsar og siðar Páls. Þessi ein- falda tónsmið var með aðeins einu b-i, og hvað var það á mótsvið Heims um ból eins og sá sálmur var raddfærður i orgel- skólanum hans — með fimm b- um? En einnig þá þraut var krakkinn nú tekinn að glima við, endaþótt langt væri þangað til að þeirri æfingu kæmi samkvæmt fyrirsögn kennara hans, sem tók vitaskuld allt i réttri röð. En hvaðsem leið öllum freistandi tilraunum og nfðþungum æfing- um, þá var það mála sannast, að einfaldleiki slikur sem gamla sálmalagsins sem hann hafði fyrst heyrt i kirkjunni forðum, stóð að mörgu leyti hjarta hans nær en sitthvað annað i tónlist, þegar á þessum bernskuárum hans. Það var ekki texti sálmsins sem slikur; hann gaumgæfði ekki þannig hluti fyrr en mörgum ár- um siðar, heldur var það eitthvað allt annað: lagið eitt og sjálft. Útlenzki lagboðinn var meira að segja fráhrindandi i augum barnsins. Honum var það nánast undrunarefni á þessum tima, að lagið skyldi bera útlenzkt nafn: In dulci jubilo. Hvað merktu þessi orð? Honum kom ekki til hugar að spyrja neinn, þvi þetta skipti ekki svo ýkjamiklu máli fyrir hann. Má vera, að hann hafi þó reynt að þýða lagboðann upp á eigin spýtur og á þann hátt sem nær- tækastur var: In: Sjá. Dulci: Himinn, Jubilo: Opnast. En um þetta er enginn til frásagnar lengur; hann man það ekki sjálfur. Hverfum nú fram til ársins 1949. Tveir áratugir eru liðnir frá þvi aðfangadagskvöldið forðum i Reykjavikur-dómkirkju, já, næstum upp á dag, þvi nú er Þor- láksmessukvöld; og þó er heilög- um Þorláki varla sungin messa hér i þeim stóra stað þar sem pilt- urinn dvelst, þvi að þetta er Parfsarborg. Og ekki mun hann fara með ömmu sinni gömlu i kirkju framar; hún hefur nú um mörg ár hvilt undir torfunni sinni norður á eyju yzt i höfum. Það er mikið vafamál, að hann stigi yfir- leitt fæti inn fyrir kirkjudyr á þessum jólum, fremur en endranær, þó svo það komi fyrir að hann leiti stöku sinnum á vit háttðleika kaþólskrar messu- gerðar, og þá einna helzt á fæðingarhátið Jesú Krists. En hann hefur ekki uppi neina sér- staka ráðagerð um það. Veðráttan i þessari suðlægu borg er mild og hlý, þótt um hávetur sé, og litil hætta er á þvi, að neinum verði hér kalt á tánum. Það ýrir hlýju regni, og úðinn sveipar ljósadýrð heims- strætanna þeim gagnsæja hjúpi sem þekkjanlegur er af viðfræg- um málverkum. Fólkið verður sem annarlegar ævintýraverur, ekki hvað sizt i augum þess sem er útlendingur og kannast hér ekki við nokkurn mann; og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.