Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 53
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 53.
— Nei, og það er ekki hægt, að
segja, að lesendur sem einstakl-
ingar eða i hópum hafi bein áhrif
á blaðið. En vitaskuld verða
blaðamennirnir fyrir stöðugum
áhrifum af tengslunum við
lesendurna. Lesendur móta
eflaust viðhorf okkar til margra
hluta. Svo við tökum ferskt dæmi,
þá birtum við i sumar nokkrar
greinar um rauðsokka. Þetta
veitti striðum straumum af um-
ræðu inn i blaðið, olli svakalegu
rifrildi i dálkunum. Þetta hefur
auðvitað ýmiss konar áhrif á okk-
ur. bessi atvik komu miklum um-
ræðum af stað hér i blaðinu. Sú
umræða leiddi af sér vissar
breytingar á afstöðu og aðferðum
Informationar i svipuðum tilvik-
um. í þessum skilningi má segja,
að hérna verði frjó vixlverkun.
— Við hjuggum eftir þvi á aðal-
fundinum um daginn, að þú
sagðir Information hafa fleiri
dreifbýlislesendur hlutfallslega
en hin Kaupmannahafnarblöðin.
Hvað veldur þvi?
— Nú er ég reyndar ekki alveg
viss um þetta, viða úti á landi höf-
ur.i við sárafáa lesendur. En
skyringin á þvi, að Information
selst til dæmis mikið I Arósum, er
vafalaust sú, að þar er stór
háskóli. Blaðið er mikið keypt af
námsmönnum alls staðar, og þess
vegna er staða okkar nokkuð
sterk úti á landi, Ég hef ekki
nákvæmar tölur um þetta i heild,
en okkur kom það skemmtilega á
óvart, þegar við uppgötvuðum, að
við höfum fleiri lesendur i
Árósum en Berlingurinn. Þetta
stafar lika af þvi, að allstór blöð
eru gefin út úti á landi, en i Arós-
er til dæmis ekkert blað, sem
hægt er að bera saman við Infor-
mation. Vilji fólk lesa efni af þvi
tagi sem við bjóðum, er þvi ekki
unnt að kaupa neitt annað blað.
Þeir sem hafa áhuga á efni eins
og Berlingurinn birtir, geta alveg
eins keypt Arósa Stiftstiðindi eða
Jyllands-Posten. útkoman er
nokkurnveginn sú sama —.
Politiken er meira lesin i Arósum
en Berlingurinn, enda þótt
Politiken sé minna blað. Hér er
það sama uppi á teningnum, hlið-
stæða Politiken finnst varla i
Arósum. Við erum semsé svo sér-
stætt blað, að dreifingin verður
öðruvisi en á hinum blöðunum.
Framtiö blaðanna
— Nú er sifellt talað um dag-
blaðadauða, — vönduðum blöðum
fækkar en æsifréttablöðin sækja
á. Hvað getur dagblað haft að
leiðarljósi i fjölmiðlunarkerfi
nútimans?
— Ég er ekki viss um, að þið
hafið rétt fyrir ykkur i þvi, að
vönduð blöð einangrist og deyi.
Að nokkru leyti er þetta satt, en
það sem ég held að sé að gerast,
er að dagblöðin eiga enn mjög
erfitt með að átta sig á þvi,
hvernig þau eiga að bregðast við
hljóðvarpi, sjónvarpi, og öllum
þessum öru breytingum i þjóð-
félaginu. Atvinnuástandið á líka
sinn þátt i þessu. Fjölda manns
liður djöfullega i vinnunni, fóikið
hefur varla tima til að éta, það
þjáist af streitu, það hefur ekki
tima til að slaka á yfir dagblaði
það verður að fá allt með hraði.
Fólki er talin trú um, að fréttir
eigi að segjast hratt og fljótt,
hagkvæmnissjónarmið að ráða
alls staðar o.s.frv. Við þessar að-
stæður hefur æsifréttablöðunum
heldur betur vaxið fiskur um
hrygg.
Þetta er bara ein afleiðingin af
brenglaðri hraðatilfinningu fólks,
hagræðingarsjónarmiðum og öllu
þessu kappi, sem svo margir eru
farnir að beita sér gegn. En fram
að þessu hefur vöxtur æsifrétta-
blaðanna verið mjög eðlileg af-
leiðing af þjóðfélagsþróuninni.
Þau hafa lika verið skyndilegur
valkostur við sjónvarpið, þau
hafa getað boðið upp á eitthvað
annað en sjónvarpið, lesendaum-
ræður, u ppslá 11 ar f r é 11 i r ,
hneykslisfréttir o.s.frv. En ég lit
þannig á málin, að morgunblöðin
hafi orðið hrædd við þennan vöxt
siðdegisblaðanna. Oft eru þetta
þeirra eigin blöð, til dæmis hafa
Politiken og Berlingurinn hvort
sitt æsifréttablað, EB og BT, sem
hafa vaxið móðurblöðunum yfir
höfuð. Þetta hefur gert að verk-
um, að morgunblöðin standa
skjálfandi á beinunum vegiia
sinnar eigin stefnu , eru mjög
óviss.
Svo við tökum Politiken, þá vill
það blað halda áfram að vera
virðulegt, gamaldags dagblað
með menningarmálefni, þekktra
rithöfunda sem skrifa i blaðið og
mátulega róttækar umræður. Á
hinn bóginn vill blaðið vera
fjörugt og vinsælt — langar eigin-
lega að keppa dálitið við Ekstra
Blaðið sitt. Og endirinn verður sá,
að blaðið er hvorki fugl né fiskur.
Það gagnar þvi fólki ekkert, sem
vill lesa tæmandi dagblað,
greinargott blað, því Politiken
leyfir sér ekki að vera mjög
tæmandi eða greinargóð lengur.
Og það fólk, sem vill fá létt og
skemmtilegt blað, segir sem svo,
að Ekstra Blaðið sé miklu
fjögurra. Svo að Politiken er hálf-
gerður kynblcndingur, og þetta
bitnar harkalega á sölunni.
Politiken verður að hafa miklu
stærra upplag til að bera sig held-
ur en við. Stefna okkar er að
mörgu leyti þveröfug, okkur
langar að gera blaðið opnara,
vinsælla — en við viljum samt
sem áður vera dagblað handa
þeim sem lesa. Við viljum birta
ýtarlegt efni. Og þótt fólk heimti
að við skrifum örstutt og sam-
þjappað, birtum margar og
stórar ljósmyndir, getum við
ekki orðið við þessum kröfum.
Við erum til i að taka það til at-
hugunar og meðferðar, hvort
blaðið sé á of erfiðu máli, hvort
við notum of mikið af erlendum
orðum, hvort sumar greinar séu
of langar, það getur vel verið að
þær séu það. Við erum lika til við-
ræðna um að fjölga ljósmyndum
og teikningum. Við erum til við-
ræðu um allt sem viðkemur blað-
inu. En grundvallaratriðið verður
alltaf, að hlutverk okkar er að
birta greinargott efni handa
þeim, sem vilja eitthvað annað en
sjónvarp og hljóðvarp.og Ekstra
Blaðið. Eitthvað verður að vera
fyrir utan þessa fjölmiðla og
þeirra aðferðir, og það verður æ
þýðingarmeira. Þessu hvikum
við ekki frá. Við getum rannsakað
hvort unnt er að birta ýtarlegt og
greinargott efni i styttra máli eða
hnitmiðaðra, — en ýtarlegt skal
það vera. Það er að segja, að við
viðurkennum hreinskilnislega, að
fjölmiðlunarheimurinn er breytt-
ur. 1 raun og veru skammast hin
blöðin sin fyrir að fólk skuli þurfa
að lesa þau, sum þeirra að
minnsta kosti. Þessi blöð vilja
ekki kannast við það, að lestur er
enn við lýði.
Alger ringulreið og hræðsla eru
rikjandi. Einmitt þess vegna eru
stóru dagblöðin farin að skipta
sér af myndsegulbandshylkjum
sem einskonar baktryggingu. Til
dæmis er Berlingurinn á kafi i
undirbúningi að framleiðslu á
þessu sjónvarpsefni i hylkjum.
Farið er að ræða i alvöru, hvort
lestur leggist af i framtiðinni,
hvort allt kemur á skerminn
o.s.frv. Kannski fer svo á endan-
um, það má vel vera að við verð-
um að beygja okkur fyrir þvi,
enda þótt ég sé ekki trúaður á
það. En eins og er segjum við:
,,Við skömmumst okkar ekki
fyrir að birta lesefni”. Okkur
finnst nefniíega þvert á móti, að
það sé hlutverk okkar að færa
fólki lesefni; sinna fólki sem
langar að lesa, og sem betur fer
er þetta fólk allmargt. Þess
vegna held ég ekki að vönduð blöð
hrökkvi upp af, einmitt vegna
þess að vöxtur sjónvarps og æsi-
fréttablaða skapar samtimis þörf
fyrir greinargóðar upplýsingar.
Þetta er greinilegt um allan
heim. Til dæmis er hagur Le
Monde i Frakklandi mjög góður.
Það er þörf fyrir þá, sem gefa
sér tima til að útskýra málin al-
mennilega. Vissulega er ágætt að
hafa blöð, sem gefa manni
upplýsingar i einni svipan, i
örstuttum greinum og yfirlitum.
En það er lika mikilvægt, að ein-
hverjir gefi sér tima til að
útskýra almennilega hvað er á
ferðinni. Hvort sem það er
umræðan um Efnahagsbanda-
lagið eða baráttu i Uganda, þá
þarf að koma á framfæri upplýs-
ingum um orsakirnar fyrir þvi, að
það eru skiptar skoðanir um
EBE, — og hvaða ástæður liggja
að baki þvi, að hershöfðingi, sem
að þvi er virðist er sturlaður,
getur gert það sem hann gerir i
Uganda. Þaðerekki vist að málið
sé jafneinfalt og Ekstra Blaðið
segir, að hann eigi 28 ára gamla
ástkonu sem hafi slæm áhrif á
hann. Það gæti verið einhver
spenna i þvi þjóðfélagi sem hér
um ræðir, og þá er verkefnið að
útskýra þessa spennu. Og svona
er þetta á öllum sviðum. Nú er ég
að tala um hvað væri æskilegt,
mér finnst ekki að okkur takist
alltaf að leysa þetta verkefni,
okkur finnst við oft gera
málunum allt of slæm skil. Blaðið
er of litið og fátækt, blaða-
mennirnir of fáir. Þegar ég tala
um vandað blað eins og þörf er á,
á ég ekki endilega við
Information, þvi við höfum ekki
bolmagn til að framkvæma þetta
sem skyldi. En ég er semsé
þeirrar skoðunar, að þörfin sé
mikil á þessu sviði, meiri en upp-
lag okkar sýnir. Ef við hefðum
fjárhagslegt bolmagn og værum
betri blaðamenn en við erum,
gætum við anna'ð þessu verkefni
eins og nauðsyn krefur, og þá
væri upplagið lika stærra. Við
náum auðvitað aldrei 230 þúsund-
um eins og EB, en mun stærra
upplagi en reyndin er i dag. Satt
að segja held ég lika að þróunin sé
i þá átt, þörfin fer sivaxandi.
Viðtalendur:
ólafur herinann torfason og
Þröstur Haraldsson.
Kaupfélag
Vopnfirðinga
Vopnafirði
óskar félagsmönnum
sínum og landsmönnum
öllum
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs
með þökk fyrir
viðskiptin á árinu.
0
n
n
Xv
p