Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 7
Jólablaft 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Kvikmyndin Brekku- kotsannáll verð- ur að öllu forfallalausu frumsýnd hér heima og i Þýzkalandi um mánaða- mótin janúar, febrúar. Kvikmyndatakan hófst síðari hluta ágústmán- aðar og stóð yfir langt fram í október. Þá héldu leikstjórinn og að- stoðarmenn hans utan til að fella atriðin saman, en hingað kom hópurinn aftur til að taka raddir upp á band, en bæði þurfti að bæta raddirnar og skipta um raddir. Þetta verk tók eina tíu daga. Nú standa málin þannig að myndin er til grófunnin og aðeins eftir að leggja síðustu hönd á verkið. Enn er ekki vitað hvort sett verður þýzkt tal inn á myndina, eða hvort íslenzka talið verð- ur látið halda sér og hafður þýzkur texti þeg- ar myndin verður sýnd í Þýzkalandi. Rætt hefur verið við Leif Þórarinsson um að semja tónlist við mynd- ina sem tæki i heild ca. 20 mínútur í flutningi. Þetta kom fram í spjalli við Helga Gests- son, sem var fram- kvæmdastjóri meðan myndataka fór fram hér. Hann sagði enn- fremur, að myndin yrði eingöngu sýnd í sjón- varpi. Hún er tekin í lit- um og verður sýnd i tveimur hlutum, en heildarsýningartími er um 3 klst. Myndin er gerð af Norður-Þýzku sjón- varðsstöðinni með þátt- töku sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum utan Finnlands. Noregur, Svi- þjóð og Danmörk leggja til visst framlag og ís- land lagði til mannskap, aðstöðu, flugfélögin veittu sérstakan afslátt og menntamálaráðu- neytið veitti fjárhags- stuðning. Þjóðverjarnir lögðu fram fé til sjálfrar kvikmyndagerðarinnar. Síðan skiptist hugsan- legur ágóði eftir vissum reglum þegar sala fer fram. Þjóðverjar hafa söluheimild, án þess að skiptareglu sé beitt, fyrir öll þýzkumælandi lönd. Helgi sagðist álíta að myndin væri vel heppn- uð, húmor mikill og handrit vel unnið. Kostnaður fór fram úr áætlun, en samt er hann ekki talinn svo mikill að r. yndin ætti ekki auð- veldlega að skila hagn- aði þegar timar liða fram. Þessar skemmtilegu myndir sem birtast hér tók Troels Bendtsen, tónl istarmaður, sem vann að gerð myndar- innar. sj. llér eru nokkrir krakkar aö ærslast við Brekkukot. Þar var skilti sem l'lutti þann boöskap aö bannaö væri að lioppa yfir giröinguna að viölagöri 1» króna sekt, Arný Guðmundsdóttir sem annast gcrö bún- inga hjá Sjónvarpinu saumaði og geröi búninga, en citthvaö kom aö ut- an. Þorgcir i Gufunesi lagði til 12 hesta i skreiðarlest. Hér er Þorgeir kom- inn i bæinn meö hross sin og varning. Ilús viö Löngustétt. Björn Björnsson, lcikmyndasmiöur sjónvarpsins var llúsameistarinn og var sam- dóma álit allra aö hann heföi leyst verkefniö fráæbrlega vcl. (ill húsiö við Löngustétt áttu sér fyrir- myndir i gömlu Keykjavik.Þessar forhliðar voru allar rifnar og eyöilagöar að kvikmyndatöku lokinni. Ilér er Álfgrimur 12 ára aö koma meö rauðmaga til Guðmundsen. Alfgrim sem barn lék Þorgils Nikulás Þorvaröarson. Ilér er verið aö „sminka" Thor Vilhjálmsson i Gútcmplarahúsinu, en þar hélt Gúdmundsenverzlunin skemmtun. Konan sem er aö farða skáldið er þýzk og heitir Kluge. MYNDIR: TROELS BENDTSEN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.