Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 19
Jólablað 1972 ÞJóÐVILJINN — StÐA 19. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI TÓKSAMAN ÞENNAN ÞÁTT UM KRISTJÁN FJALLASKÁLD VEIÐI- MAÐURINN Ef dey ég, um mig grafskrift gjörðu með grallaralagi og háum klið, þvi þá skilur mikill maður við, er KRISTJÁN JÓNSSON krýpur að jörðu. (Kristján Jónsson: Lok bréfs til Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar). Kristján Jónsson Fjallaskáld kom i Latinuskólann i Reykjavik árið 1864, þá þjóðkunnur fyrir kvæðið um Dettifoss, ,,Þar sem aldrei á grjóti gráu / gullin mót sólu hlæja blóm". Hann sagði sig úr skóla 1868 og fór úr Reykjavik alfari. Tæpu ári siðar var hann liðið lik á Vopnafirði, þá 26 ára að aldri. Matthias Jochumsson var sam- tiða Kristjáni i Latinuskólanum. Af skiptum þeirra fer ekki mikl- um sögum, að öðru en þvi að þegar Kristján liggur i taugaveiki 1867 yrkir Matthias honum „kraftakvæði”, lánga gaman- rimu, sem birt er i ljóðmælum hans. En Matthias drepur nokkr- um sinnum á Kristján i bréfum sinum á þessum árum, og þá i misjöfnum tóntegundum. Vorið 1864, þegar Kristján geingur undir inntökupróf, skrifar Matthias i bréfi til Stein- grims Thorsteinsson: „Kristján (skáldi, sem þeir kalla) norðan úr Þingeyjarsýslu er hér við latinulærdóm, og vill komast i 2. bekk i vor. Hann er á velli vist ekki ólikur honum Mökkurkálfa sáluga nema hvað Mökkurkálfi var ekki skáld, en Kristján er það og yrkir sumt helviti vel; þó leynist ekki ein- hver heljarskinnsblær á öllu hans athæfi, og þar i premerar sig hans originalitet; en það er eftir að definera Heljarskinn. Þegar hann les upp sinar hamrömmu trölla- þulur gjörir hann það með olymp- iskri ró og kyklópskum eintrjáningsskap og bætir svo við með norðannæðingslegri ataraxia: „Nú er það ekki meira!” ” Sumarið 1868, þegar Matthias er setztur i embætti að Móum á Kjalarnesi, skrifar hann Stein- grimi: „Greyið Kristján 'Jónsson skáldi flæmdist eða sagði sig úr skóla i vor og fór austur á land; Bakkus er hans refsinorn; hann drekkur geyst og ólánlega, auminginn sá arna. Gott efni var hann i skáld áður en hann skemmdi sig.” 1 april 1869, þegar Kristján er að visu látinn, án þess að séra Matthias hafi fregnað það, skrifar Matthias enn i bréfi til Steingrims: „Kristján er fyrir austan, — ég er hræddur um að hann sé bráð- um úr sögunni per Bachum dissolutus atque.” I mai sama vor skrifar séra Matthias i bréfi til séra Eggerts Ó. Briem: ,,Ó, æ, Stjáni greyið dauður! Með hvaða atburðum veit ég ekki, en nær mér var höggvið, enda þótt við aldrei værum vinir. Ég sakna þess, að eiga aldrei von á að heyra neina lffsfrfskandi beinakerlingarbögu, þvi siður hetjulega hróðrargrein, né tröll- aukinn lalshátt frá Kristjáns kraftaskáldskapar tröllabotnum til min kallanda. Kristjáns brjóst- eða höfuð- eða hugarborg var einskonar Goðafoss (eða gat verið það), eða einskonar Þóris- dalur, fullur af forpeskju og fjöl- römmum kröftum; honum var gefið vald á fáránlegu og fágætu orðfæri, sem börðu i mann heiftarheitum tilfinningum. Þó dó hann fyrr en honum auðnaðist að sýna nema aðeins litinn vott þess, sem i hans skapi bjó og fyrir hann hafði borið. En svona deyja og allir miklir Islendingar. Við erum, i samanburði við mennta- menn heimsins, fáeinir auðnu- leysingjar, sem lifa hálfa ævi, og ekki á öðru en vanheilsu, sorg og brennivini, háðung og hákarlsruðum.” Sem kunnugt er,mælti séra Matthias fagurlega efdr Kristján i ljóði, tiu erinda kvæði undir fer- skeyttum hætti sem siðan var kyrjað i samsæti kunníngja hins látna i Reykjavik: Vantar nú i vina hóp, völt er lffsins glima, þann, er yndi og unað skóp oss fyrir skemmstum tima. Nú er harpan hljóð og ein, hryggðarþrumu lostin, aðeins heyrist óma kvein eftir strenginn brostinn. Nær munu fjöllin forn og köld Fróns á norðurjöðrum aftur fylla skarð i skjöld með skáldum slikum öðrum? Skömmu siðarskrifar Matthias i bréfi til Steingrims: „Ég kvað eftir garminn hann Kristján skáld.” Enn er ótalin klausa úr einu bréfi Matthiasar til Steingrims frá skólaárum þeirra Kristjáns, en þar segir: „Hvað á ég meðal annarra orða að segja þér interessant? Kvæði Kristjáns, „Veiðimaðurinn”, segir hann sumum sé frum- kveðið, en ég hef sagt honum að hann hafi haft fyrir sér útlent kvæði og þá hefur hann gengizt við sannleikanum.” Það er „Veiðimaður” Kristjáns, sem Asta Sóllilja i Sjálfstæðu fólki vakir stundum yfir meðan kennarinn dvelur á heimilinu: „Hún hafði ævinlega skilið bæði skáldskap og annað á sinn hátt. Til dæmis er hún háttuð eitt kvöld. Og hún læzt vera farin að sofa einsog alltaf þegar hún er komin uppi, en hún var ekki farin að sofa. Hún var að biða eftir að amma gamla slökti hjá sér. Svo liður og biður. Og þá sér hún útundan sér hvar maður situr uppvið dogg og styður hendi undir kinn, og það er hann, hár hans flóir yfir hönd honum. Hún virðir fyrir sér meitlaðan vánga hans og loðna augabrúnina yfir hinu skoðandi augnaráði, sem öðrum stundum býr yfir hinum heillandi litarljóma als skáldskaparins, og hún sér einnig beran háls hans alt Framhald á 20. siðu. KRISTJÁN JÓNSSON Þessi mynd er úr Sunnanfara, apríl 1913. Henni fylgir svolátandi texfi: ,,Hjer er nú flutt mynd, sem maður hálf- gert býst við að ein- hverjum verði flökurt af,þvímenn eru farnir að verða nokkuð viðkvæmir i seinni tið að þvi er virðist. Myndin er af Kristjáni Jónssyni, skáldi. Hvaða ár hún er tekin er mjer ókunnugt, en Tryggvi fyrv. bankastj. Gunnarsson tók hana af Kristjáni i túnfætinum i Vallanesi. Jeg rakst á hana í sumar sem leið norður á Húsa- vik á Tjörnesi og þótti réttast að halda henni til haga af því að mjer datt i hug að ýmsum kynni að þykja þessi mynd gefa nokkru betri hugmynd um manninn eins og hann gekk og stóð heldur en myndir þær af hon- um, sem allir þekkja, þvi að flestum mun þykja svo sem myndir sem teknar eru á Ijós- myndastofum muni vera teknar frá beztu hlið. Bezta hliðin á mönnum er vitanlega góð, en i þvi að sýna hana eingöngu liggja mikil ósannindi. Á mynd þessari er Kristján alls ekki ,,stilltur upp“ eins og á öðrum mynd- um. Hann er með staupið og pelann i höndunum, svo var hann opt, og munu af skynsemdarfólkinu fáir taka til þess, þó svo hafi verið, og ekki heldur þó Sunnanfari flytji mynd af honum undir þeim kringumstæðum. Mjer finnst mjer hafa aukizt skilningur á Kristjáni af myndinni. Ef til vill fer einhverjum eins”.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.