Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 13
Jólablað I972IÞJÓÐVILJINN — StÐA 13
Sagt er að Arne Frederiksen sé eini starfandi prentarinn i veröldinni
sem jafnframt er formaður blaðstjórnarinnar.
Henrik Stangerup, hann er
byrjaður að skrifa fyrir okkur
aftur. Ég gæti nefnt fleiri þekkta
blaðamenn og -konur. Við höf-
um greinilega á tilfinningunni að
við erum að fá bezta fólkið aftur.
Svona kom sá og
sigraöi lýðræöiö
Information hefur löngum haft
illt orð á sér i ákveðnum hópum;
blaðið hefur verið ásakað fyrir að
vera tyrfið aflestrár, sóknarblað
menningarsnobba og nöldur-
seggja i röðum háskólafólks. Við
spurðum hvort þvi hefði stafað
bein hætta af árekstrum þess við
aðila, sem hefðu staðið i hótunum
við blaðið eða reynt að leggja það
undir sig með þvi að kaupa það
— Ekki beint, það hefur ýmis-
við höfðum sýnt, að við höfðum
vilja og getu til. Við höfðum
áður fulltrúa i stjórninni og gát-
um svo vorið 1970 hrint hugsjón-
um okkar i framkvæmd. Mark-
miðið var: Lýðræði fyrir alla,
ekki bara blaðamennina. Þá kom
strax fram vandamálið um
eignarformið. Attum við að skrifa
starfsmenn sem einstaklinga
fyrir hlutabréfunum? Það hefði
getað þýtt, að eftir nokkra ára-
tugi sætu einhverjir ellilifeyris-
þegar úti i bæ uppi með hlutabréf,
en nýir starfsmenn ættu engan
hlut. Þetta hefði útrýmt lýð-
ræðinu á skömmum tima. Þess
vegna var ákveðið að mynda
starfsmannafélag, sem allir
starfsmenn blaðsins gengju i og
borguðu ársgjald — 1% af launum
— og hefðu allir eitt atkvæði.
Allir taka þátt I þvi að taka ákvarðanir. Hér er mynd af fundi I skipuiagsnefnd blaðsins, sem fjaliar um
tæknileg og verkstjórnarleg viðfangsefni. Fundunum stjórnar formaður nefndarinnar, Hans Meier
ritstjórnarfulltrúi sem er lengst til hægri á myndinni.
tslenzkum lesendum til
glöggvunar má nefna, að
Politiken og Berlingur eru
stærstu blööin i Kaupmannahöfn
og Jyllands-Posten eitt stærsta
blaðið úti á landsbyggðinni. Og
þegar rætt er um stærð ber að
tiafa i huga að dönsk dagblöð
koma út i 1,8 miljónum eintaka
dag hvern, og af þeim er upplag
Information aðeins 21 þúsund.
Þegar þetta er haft i huga, verður
styrkur blaðsins i dönsku þjóðlifi
enn merkilegri.
— Fjárhagur blaðsins hefur
fram að þessu sifellt verið slæm-
ur, og þegar sérstaklega illa áraði
var algengt, að blaðamenn okkar
væru hreinlega keyptir til stóru
blaðanna, eftir að þeir höfðu
hlotið menntun sina og reynslu
hér..Nú erum við i betri stöðu,
vegur okkar fer greinilega
vaxandi, auk þess sem fjár-
hagurinn er vænlegri. Þetta
þýðir, að nú erum við farnir að
taka menn frá hinum blöðunum,
— sérstaklega menn, sem hafa
verið hjá okkur áður. Ég get tekið
sem dæmi Klaus Rifbjerg, sem
byrjaði hér, skrifaði i Politiken
árum saman, en er nú snúinn
aftur. Sömu sögu er að segja um
annan frægan ungan rithöfund,
legt gerzt, og þá er mér eitt efst i
huga. Og það stendur i beinum
tengslum við lýðræðisstjórn
blaðsins, sem þið vilduð fræðast
um. Arið 1968 urðu dálitil tima-
mót i sögu blaðsins, og þá gerðust
hlutir, sem við vorum bæði
hræddir við og ánægðir með.
Blaðið var einfaldlega að fara á
hausinn. Stofnað var nýtt hluta-
félag til að halda blaðinu á lifi. I
þessu félagi var einn aðalhlut-
hafi, Palle Fogtdal, sem er um-
svifamikill blaðaútgefandi og
gefur m.a. út vinsæl blöð á borð
við Bo bedre, kvennablaðið Evu
ásamt fleiru. Þetta bjargaði
blaðinu; án hans tilverknaðar við
þetta tækifæri væri Information
ekki til i dag. En samtimis höfð-
um við á tilfinningunni, að búið
væri að kaupa okkur, vegna þess
að einn maður átti meira en
helming hlutafjárins. Þetta olli
ýmsum árekstrum og spennu hér
á blaðinu. M.a. vegna þessarar
spennu og að Palle Fogtdal hafði i
nógu að snúast kringum viku-
blaðið NB!, sem fór loks á
hausinn hjá honum, gátum við
stafsfólk Information keypt hlut
hans i blaðinu. Meðan hann var i
stjórn blaðsins, fengum við að
framkvæma sitt af hverju, sem
Þetta starfsmannafélag á, sam-
kvæmt lögunum, ,,að tryggja
félaginu yfirráð yfir a.m.k. 2/3
hlutum hlutafjársins i dagblaöinu
Information h.f.”. Þetta merkir,
að það er alltaf fólkið, sem
starfar á vinnustaðnum, sem á
fyrirtækið og tekur ákvarðanirn-
ar. Þetta þýðir lika, að ef ég segi
upp á morgun og fer, fæ ég ekki
greiddan hlut, ég er bara hættur.
Og á sama hátt öðlast nýr starfs-
maður full réttindi að afloknum
reynslutima, hann þarf ekki að
kaupa sig inn i fyrirtækið. Þetta
er mikilvægur grundvöllur.
— Höfðuð þið einhverjar fyrir-
myndir að þessum lýðræðislega
grundvelli blaðsins, eða er hann
ykkar eigið afkvæmi?
— t aðalatriðum var þetta eigin
uppfinning. Að visu höfðum við til
hliðsjónar dæmi af öðrum blöðum
með svipað eignarform, þar sem
þetta hafði reyndar ekki tekizt
allt of vel. Og hvað varðar at-
vinnulýðræðið höfðum við
ákveðnar fyrirmyndir á nokkrum
þýzkum blöðum og til dæmis á
franska dagblaðinu Le Monde,
sem hafa ýmiss konar fyrirkomu-
lag, sem minnir dálitið á okkar
aðf^rð, en ekki sérlega mikið. Og
okkar íýðræði er miklu viðtækara
en þeirra. A Le Monde er til
dæmis einskonar ritstjórnarlýö-
ræði, en eftir þvi sem ég veit bezt
er það eingöngu bundið við rit-
stjórnina, ekki þannig að allir
starfsmann séu virkir. A Infor-
mation eru milli 110 og 120 starfs-
menn, en af þeim eru
aðeins 30 blaðamenn. Hjá okkur
hefur allsherjarfundur starfs-
mannafélagsins æðsta vald um
málefni blaðsins. Þar eru allar
mikilvægustu ákvarðanir reknar.
þessir fundir eru haldnir árs-
fjórðungslega. Náttúrulega fellur
daglegur rekstur ekki undir neins
konar allsherjarfundi til þess að
annast hann er kosið starfs-
mannaráð, þar sem hver deild
blaðsins á sinn fulltrúa.
Deildirnar eru fimm; ritstjórn,
prentsmiðja, rekstrardeild,
dreifing og hreingerning, og ioks
prófarkalesarar og sendlar. Þar
við bætast fjórir, sem kosnir eru á
allsherjarfundi, þannig að niu
manns eiga sæti i ráðinu. Þetta
starfsmannaráð heldur fundi
hálfsmánaðarlega til að ræða al-
menn vandamál og aðstæöur á
blaðinu. Svo er nú stjórn i hluta-
félaginu; hana verður vist að hafa
að landslögum. Allsherjarfundur
starfsmannafélagsins kemur með
tillögur um hana, sem siðan eru
lagðar fyrir aðalfund hlutafélags-
ins.
Þess má geta, að i núverandi
stjórn sitja 4 fulltrúar frá blaðinu,
2 frá öðrum hluthöfum og lög-
fræðingur fyrirtækisins. Það
vakti athygli i fyrra, að einn
setjari blaðsins var kjörinn for-
maður; auk hans sitja þar fyrir
blaðsins hönd; starfsstúlka i
áskrifendadeild (dreifingu),
blaðamaður i deild erlendra
frétta, og ábyrgðarmaður og
ritstjóri blaðsins, Börge Outze,
sem er sjálfkjörinn.
Allt vald í hendur ráðinu —
nema ritstjórnin
Að lokum ber að nefna eitt
mikilvægasta atriðið, og það er,
að allar ráðningar og brottrekstr-
ar hljóta afgreiðslu i ráðinu. Sé á-
greiningur innan þess, er málinu
skotið til allsherjarfundar. Til
dæmis réðum við fyrir nokkru
teiknarann Klaus Albrechtsen
(sem Þjóðviljinn hefur mikið
skartað meö að undanförnu), en
hann teiknaði fram að þessu i út-
breiddasta dagblað Danmerkur,
Ekstra Bladet. Þvi máli var
skotið til allsherjarfundar, þvi
ekki náðist samkomulag i starfs-
mannaráðinu, við höfðum eigin-
lega ekki efni áaðráðahann. En á
allsherjarfundi fékkst meirihluti
fyrir ráðningu hans. Allsherjar-
fundur útnefnir aðalritstjóra, for-
stjóra o.s.frv. Lausráðnir og
sjálfstæðir (freelance) blaða-
menn, sem sjá blaðinu reglulega
fyrirefni, geta lika verið i starfs-
mannafélaginu, ef mánaðar-
tekjur þeirra ná ákveðnu lág-
marki samfleytt i hálft ár. En
eins og annað lausafólk á blaðinu,
sem ekki er i starfsmannafélag-
inu, hafa þeir aðgang að alls-
herjarfundum, en hafa ekki at-
kvæðisrétt.
Um starfsmannaráðið má enn-
fremur nefna, að meðlimi þess
má aðeins endurkjósa einu sinni.
Ráðið útnefnir eftirlitsmann, sem
er viðstaddur alla stjórnarfundi i
hlutafélaginu. Ráðinu er skylt að
gefa út sérstakt málgagn starfs-
manna, I-avisen, sem kemur út
hálfsmánaðarlega og flytur upp-
lýsingar, fréttir, fjármálayfirlit
og umræður, sem við koma blað-
inu. Fram hefur komið tillaga um
að dreifa þessu blaði lika til hlut-
hafa i blaðinu, sem standa utan
starfsmannafélagsins. Er það i
samræmi við stöðuga viðleitni
blaðsins til að auka samband og
samvinnu við lesendur.
— Starfsmannafélagið hefur
semsé fjármálavaldið og ræður
þvi hverjir skrifa i blaðið, útnefn-
ir ritstjórn. Ritstjórar eru aðeins
valdir til eins árs i senn, og þá má
aðeins endurkjósa 3 ár i röð. Upp
á siðkastið höfum við rætt mikið
Framhald á 47. siðu.