Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 17
Jólablaf) 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17.
Hrossasótt og manna
Framhald af 15. siðu.
Kvalirnar stillast
Það var eins og kvalir skepn-
unnar færu að stillast stuttu eftir
inngjöf, og ég lofaði henni að vera
áfram i garðinum, þvi vorsólin
var farin að brjótast fram og
myndaði polla og læki úr snjón-
um. Eftir klukkutima mátti sjá i
garðinum hér og þar svarta gljá-
andi hrossataðsköggla, og það
rauk upp af þeim nýjustu.
Það er svo i raun og veru fyrir
utan ramma þessarar sögu, að ég
gaf hryssunni fleytifulla flösku af
sama undrameðalinu tveim tim-
um siðar, enda gafst það milli-
liðalaust og án formála og fyrir-
hafnar, en nú var aftur á móti
ekki fyrirhafnarlaust að fá mer-
ina til þess að taka inn meðalið
sitt, og virðist mér óþægðin i
þessu stórlynda hrossi vaxa i
réttu hlutfalli við batnandi heilsu.
bað er lika utan ramma þessarar
sögu að öll fjölskylda min fékk
nokkuð einstæð laun fyrir lifgjöf-
ina frá þessari óþægu hryssu, þvi
hún leyfði okkur öllum að sjá,
þegar hún kastaði mánuði siðar
og eignaðist mósótta hryssu með
snjóhvita leista og sokka á fótun-
um og: „fjallahryssan kvika,
keika, kumraði slitur vöggu
ljóðs”.
Nýting dýrmætrar
reynslu
Þess er aftur á móti skylt að
geta, vegna þeirra, sem kunna að
telja þetta tilviljun, að tveimur
árum siðar bjóst ég til suður-
göngu, til að vinna fyrir mér. Ég
skildi konu og börn eftir, og var
Sólveig bóndinn og húsfreyjan.
Þá bar svo til að Hallgrimur á
Þorbr., aðfluttur nágranni,
hringdi, og spurði Sólveigu hvort
Gunnar hefði ekki skilið eftir nein
meðul við hrossasótt. Hún svar-
aði erindi mannsins stutt og lag-
gottj hann skyldi bara pissa i
flösku og henna úr henni fullri
gegnum nösina á hrossinu og þar
með væri þvi bjargað. Það reynd-
ist lika svo, og lifir það ennþá.
Lækning
tiginna manna
Aftur á móti tilheyrir það innri
kjarna þessarar sögu, að bæta
hér við frásögn major Booth af
þvi, þegar vinur hans Sverrir
Tryggvason i Viðihlið við Mývatn
læknaði brezkan aðalsmann þar á
staðnum, það var að visu ekki
hliðstæða við hrossasótt, sem
þjáði þetta stórmenni, en það var
sótt samt, og miklar innvortis
kvalir fylgdu. Arnþór Björnsson
hótelstjóri vildi sækja lækni
handa hinum tigna gesti, en
Sverrir taldi það óþarfa og bauðst
til að lækna manninn. Setti hann
nú fætur undir sig og hvarflaði
frá, en kom að vörmu spori að
rúmi sjúklingsins með þær
stærstu pillur, sem hann hafði
augum litið; hann tók þó pillurnar
með góðu og var albata daginn
eftir.
Aðalsmaðurinn kallaði nú
Sverri lifgjafa sinn á sinn fund og
spurði hvernig hann hefði vitað að
þessar pillur byggju yfir þvilikum
lækningarmætti. Sverrir leit beint
framan i hann með augum, sem
eru eins og tveir himnar laugaðir
af morgunsól, og sagði: ,,Ég er
margbúinn að reyna þessar pill-
ur, þvi ég gef kindunum minum
þær alltaf þegar þær fá drullu”.
Niðurlag eftir
ófínt orð
Nú get ég ekki sagt góða nótt á
eftir þessu ófina orði, og væri það
lika ódrengskapur gagnvart
Sverri að afgreiða hann á þennan
hátt, þvi einn mesti gróði fjöl-
skyldu minnar af kynnum við
major Booth er i þvi fólginn, að
Sverrir i Viðihlið varð fjölskyidu-
vinur okkar á Teigi, og er það til
marks um þá vináttu sem Brian
Booth rækir við Sverri, að þegar
fyrrverandi ambassador Breta
kom með frú sina til að heilsa og
kveðja Vopnafjörð, þá bauð hann
Sverri til veizlu, sem haldin var
af majornum og þeim Bustarfells
hjónum Elinu og Einari. En veizl-
an var haldin til heiðurs þessum
góðu og hlýlegu gestum, og þar
sagði Brian okkur m.a. þessa
sögu, við mikinn fögnuð þeirra
hjóna, sem þótti merkilegt að
frétta hvernig islenzkir bændur
fara að þvi að lækna brezka
aðalsmenn á sóttarsæng. Nú vildi
svo til að sambassadorinn var
ekki heill heilsu og þurfti að
ganga snemma til hvilu, en hann
mátti ekki af Sverri sjá, heldur
varð hann að frétta af viðgangi
hverrar andategundar og plöntu á
islandi. Gerðist þá mál þeirra
mjög latínuskotið, en Sverrir sat
á rúmstokknum hjá gestinum til
miðnættis. Hafði hann þá gefið
góð orð um að fylgja þeim hjón-
um um Mývatnssvæðið tveim
dögum siðar, og við það stóð
hann.
Enda þótt náttúrubörn eins og
Peter Scott, major Booth og
Wattson, sem þekktur er vegna
Coll i ng w oodm y nda n na o.fl.
gjafa, hafi uppgötvað Sverri og
velji hann til fylgdar sér og sinum
vinum, þá ætti hann að leysa
stærri hlutverk i hinni nýju og
mikilvægu atvinnugrein, sem
móttaka ferðamanna óumdeilan-
lega er. Hef ég þá i huga sögu af
þvi, þegar hann eitt sinn fylgdi
ferðamannahóp upp á f jall eitt við
Mývatn, til þess að sýna mið-
nætursólina i unaðslegri kvöld-
bliðu. itölsk liruprinsessa gafst
upp i miðjum hliðum og heimtaði
að vikingurinn bæri sig upp á
hæstu brún, hvað hann gerði. Þar
sá hún svo einar tvær miðnætur-
sólir og ennþá fleiri morgunsólir.
Einmitt svona geta sögur end-
að, sem fara vel, enda vona ég að
einhverjir skilji nú, að læknis-
dómarnir eru margir og stundum
nær okkur en við höldum, og
stundum verður náungi okkar
bezti læknirinn.
V erkalýðsf élag
Norðfirðinga
óskar félögum sinum og öðru landsfólki
GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS.
V erkalýðsf élag
Norðfirðinga
Neskaupstað.
STilHREIN
HÚSI JÚPÍTERS OG MARZ
KIRKJUSANDI SÍMI 35005
Seljum stálhúsgögn frá verkstæði
Margar gerðir af borðum og stólum
Mikið úrval af áklæði
Mikið úrval af harðplasti
Mjög hagstætt verð
SÓLÓ-húsgögn
IIÚSI JÚPÍTERS OG MARZ
KIIIKJUSANDI SÍMI 35005
Enn nýjungar frá
ÆS5)
„Læra má af leik”
u
NÝTT!
LEGO TANNHJÓL
Þroskandi skemmtun fyrir
unglinga á vélöld.
Ný tækifæri til þjálfunar i—i
og þátttöku i tækni nútímans. I
NÝTT! LEGO DUPLO
Stórir LEGO-kubbar
fyrir yngstu börnin.
Einkum ætlaðir ungum börnum,
som enn hafa ekki náð öruggri
stjórn á fingrum sínum
miM
Njótió góórar skemmtunar heima.
AÐALSKRIFSTOFA
REYKJALUNDI,
Simi 91 66200
Mosfellssveit
SKRIFSTOFA
i REYKJAVÍK
Bræðraborgarstíg 9
Simi 22150