Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 45

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 45
Jólablað I!)72 ÞJÓDVILJINN — StDA 45 1 Þú getur búiö til gott leiksvið úr venjulegum pappakassa. Hann þarf að vera ca. 35—40 cm hár. og dálitið breiðari. 1. klipptu eða skerðu lokið af, en botninn skaltu ekki snerta; hann myndar sviðsgólfið. Sviðsopið skerð þú úr hlið kassans. 2. Svo skaltu mála kassann að utan með skemmtilegum litum. Að innan skaltu mála veggina Ijósbláa og gólfið brúnt. 3. Fortjaldið klippirþú úr taui eða plasti, Hafðu bútana báða svo langa að hægt sé að falda þá að ofan. Þar saumar þú marga litla gardínuhringi fasta. 4. Gerðu tvö lítil göt efst á kassann við sviðsopið. Settu gardínuhringina upp á snúru og bintu snúruna fasta í götin. Nú geturðu dregið tjaldið frá og fyrir. LEIKSVIÐIÐ JÓLASVEINN í HEIMSÓKN Öli litli var inni hjá móður sinni og var að hjálpa henni við baksturinn. Pabbi Óla var á sjó, þó að það væri aðfangadagur. óli var duglegur drengur , skolhærð- ur og með litið kartöflunef. Þegar Óli var búinn að hjálpa mömmu sinni, eins og hann þurfti, fór hann að taka til i herberginu sinu. Hann gat meira að segja sett jólaskrautið upp hjálparlaust. Þegar óli var búinn að ganga frá, fór hann að glugganum til að athuga, hvort hann sæi nokkuð til jólasveinsins. Jú, þarna var hann að ganga inn um hliðið. En þá kom óhappið fyrir, það sló eldingu niður. Jólasveininum varð svo bilt við, að hann datt og lenti með andlitið á grindverkinu. Jólasveinsgreyið fékk glóðar- auga. Óli tók sprettinn út, til að hjálpa jólasveininum. „Meiddirðu þig?” spurði Óli „Ertu sjónlaus eða hvað?” sagði jólasveinninn og benti á augun og nefið á sér, sem var bogið. „Komdu inn og fáðu þér kaffi!” sagði Óli og þeir gengu inn. Jólasveininum var fært kaffi frá móður óla. Hann var alveg hissa, er hann sá sykurinn látinn i kaffið hjá sér. Hann reyndi að nota tækifærið og veiða sykurinn upp úr bollanum, þegar móðir Óla sneri sér undan, en það bar engan árangur. Aumingja jólasveinninn varð alveg forviða og hélt bara að hann væri að drekka galdrakaffi. „Ég held að ég hafi enga lyst á kaffinu”, sagði hann. „Ég er oröinn svo voðalega saddur, en þakka ykkur fyrir”. „Viltu horfa á sjónvarpið með mér?” spurði Óli. Jólasveinninn varð nú mjög hissa. „Hvað er sjónvarp”? spurði hann. „Það er tæki , sem myndir koma fram á,” svaraði Óli. „Ó já! ” sagði jólasveinninn , sem þóttist skilja. Þeir gengu inn i stofu og kveiktu á sjónvarpinu og horfðu á það til klukkan fimm, en þá voru jólamyndirnar búnar. Nú fór jólasveinninn, en áður en hann fór gaf hann Óla jólapakka. Þegar klukkuna vantaði tuttugu minútur i sex kom pabbi Óla heim og klukkan sex heyrðist sunginn sálmur , sem heitir „Heims um ból”. Um klukkan sex fóru allir i jólafötin og nokkrum minútum siðar settust allir við borðið og i'óru með bænina. Guð gaf þá góð jól. Þessi saga er eftir Eðvarð Ingólfsson, Hellisbraut 16, Hellissandi. Við þökkum Eðvarði kærlega fyrir þessa skemmtilegu sögu. VERÐLAUNAGETRAUN Lausnir öskast sendar fyrir 21. desember. Dregið verður 22. des- ember. Veitt verða þrenn bókaverðlaun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.