Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 5
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 SMÁSAGA EFTIR MAXÍM GORKI: DÓRA Sjö menn sjúkir af berklum — og þetta var ærið kenjött fólk: ef likamshiti steig um eitt-tvö strik urðu þeir frá sér af hræðslu, hugarangri, mannvonzku. Berklasýklar hafa hlálega eiginleika: meðan þeir eru að drepa menn, erta þeir lifsþorsta þeirra; um þetta ber vitni aukin frygð samfara berklum, einnig oft og tiðum áköf sannfæring dæmdra sjúklinga, fyrir dauða sinn, að þeir muni læknast. Svo virðist, sem Strúmpél sjúkdóma- fræðingur hafi kallað slikt ástand „berklasjúklinga vonarinnar”. bessum sjö sjúku mönnum á dvalarheimili á Krim þjónaði Dóra, stofustúlka, kona af óþekktu kyni; stundum lézt hún vera eistlenzk, stundum ,,kar- elsk”. Hún talaði ýmist með tart- örskum hreim eða armenskum. Hún var feikistór, gild, en' létt á fæti, snör og liðug i limaburði. A góðlegu hrossandliti hennar svignuðu rauðar varir i feitu brosi, fylltar smyrsli frá þessu sama brosi, sem og augu, annar- legum bláleitum lit. Er hún féll i þanka, dimmdi yfir þessum dauf- legu augum, og sjónir þeirra gerðust þungar sem blý. Hún var fáfróð og einkar flónsk, er hún vildi beita kænsku. Hinir sjúku kölluðu hana eftir þessu — og ekki af ærinni fyndni: — Flón. En slíkt særði ekki hina gildu stúlku, né slökti bros hennar. Af- staða Dóru til sjúklinga markað- ist af litillæti, likt og afstaða móður til barna. Og þegar berkla- veikir karlmenn læstu gráum, sveittum höndum með græðgi um hraustan likama hennar, þrung- inn funheitu blóði, færði hún þess- ar sveittu aumlegu hendur hljóð- lega burt með rauðum hrammi sinum: — Hættið þessu káfi, ykkur er skaðlegt að daðra. Traustir menn sóttust si og æ eftir henni: kaupmenn, verktakar og sterkur, drumbslegur veiði- maður og ekkill. Þeir löðuðust að hriúfri fegurð hennar, þrótti. óþreytanleik i störfum, jafnaðar- geði. Hvern þeirra fýsti að góma þessa góðu, stilltu mannveru sér til vinnu alla ævi. En afstaða hennar til karlmanna minnti á frjálsan mann og auðugan, sem veit ofurvel hvernig og hvenær bezt er að verja fjármunum sinum. Hún hafnaði biðlum með sama kjánalega, róandi brosi og hún hlustaði á endalausar keniar sjúklinga og bægði frá brjósti sinu ósvifnum atlotum þeirra. Henni var jafnvqj funheitt þá daga, er vindur hvein af norðri og myrkur hjúpaði dvalarheimilið, litið hús uppi i fjöllum, mistraðri vætu, og sjúklingar dúðuðu sig ábreiðum og yfirhöfnum. Um nætur, er hún hafði komið okkur öllum i svefn, sveipaði Dóra höfuð sitt svörtum klút með rauðri rós i einu horni, gekk út á hjallann, féll þar á kné, horfandi til himins, baðst fyrir langa stund, andvarp- aði undir glugga hjá mér: — ó, allra heilagasta móðir. . . Kristur, vor Guð! Og þú, mikli bjargvættur, Nikola. . . Á skáldskap, ljóðrænu, örlaði ekki hjá Dóru. Blómum unni hún ekki, þótti að þeim mikil óþrif i herbergjum. Og einhverja nótt, er prestdóttir, deyjandi úr berkl- um í innylfum, hreifst af stór- fengleik himins og stjarna, eyddi Dóra fögnuði hennar með þrem orðum. — Himinn, likastur eggjaköku. Nú kom níundi sjúklingur. Stynjandi, með miklu erfiði, kom hann eftir stiga út á hjallann. Hann hélt sér i enda á handriði og sagði við Dóru: — Hvilik skrautmenni hérna, — afbragð? Þetta var mælt eymdarlega, og fjörlega. Hann brosti, horfði á hina risastóru stúlku, á bungur máttugra brjósta hennar. — Oho, hve hraust, — snörlaði hann, svalg loft ótt og titt. — Jæja, þér læknið mig, ekki svo? — En — auðvitað — sagði Dóra, afskræmandi orð sin á armenska visu. Andlit hans liktist uglu, með kringlóttum kattaraugum, niður- bjúgu nefi, með svarleitum hýjungi af skeggi, andlit illilegt og háðslegt. Frá þeim degi breyttist Dóra svo sem af völdum töfra og okkur sjúklingum mjög i óhag: hún fór að gleyma beiðnum okkar, tók til i herbergjum af hirðuleysi og i flaustri. Sem svar við kvörtunum ogávitum öskraði hún illskulega, og eitthvað likt og ölvað birtist i hrossaugum hennar. Hún varð sem heyrnarlaus, blindaðist og hallaði jafnan höfði til hliðar af alúð, út að þessum hjalla þar sem hinn litli stúdent Filippov lá hóst- andi og ætlaði að kafna, likur uglu. Hverja fristund skundaði hún til hans. En eftir sólsetur faldi hún sig i herbergi stúdents- ins. Og reyndist þá erfitt að kalla hana þaðan. En hann dó. Hann dó með mjög venjulegum hætti: i háði og skopi reyndi hann að blistra óperettu. Hér háði honum hósti. 1 þessu fólst eitthvað óekta, ósvifið, jafn- vel kaldrifjað. En þetta var gert af list. — Hversu likar yður, félagi, þessi litli fáránleiki? —■ spurði hann mig og deplaði kattar. augum sinum. — Hversu likar yður allt þetta: dagur, nótt, fæð- ing, ást, þekking, dauði, ha? Fyndið, ekki satt? N’est — ce pas? eins og Frakkar spyrja. Einkar fyndið fyrir mann tuttugu og sex ára frá fæðingu, — ég segi þetta um sjálfan mig. . . Dóra! Einhvers staðar kvað við hávaði frá matarilátum eða glamur i húsgögnum, Dóra birt- ist, sperrti upp augu, beið i þögn eftir þvi sem þessi maður skipaði henni. — Min ágætasta filakýr, færðu mér vinber, — með hraði! skipaði hann og sagði við mig: — Algjörlega óupplýst og jafn- vel heimsk manneskja. Hann hataði alla sjúklinga og beitti bitru háði gagnvart hinu kátlega i fari hvers og eins. Hann stofnaði til vináttu við mig, þar eð hann unni bókmenntum. Slikt færði okkur nær hvor öðrum — mjög svo. — Bókmenntir eru beztar allra uppfinninga manna, — sagði hann og sleikti varir með grárri tungu, — og þeim mun fjær sem þær eru lifinu, þvi betri. . . Mér virtist sem hann dæi ekki svo mjög af berklum sem af ein- hverju þungu höggi, greiddu sál hans. Hann dó sextugasta niunda dag ævi sinnar á dvalarheimilinu. Og deyjandi hjalaði hann i óráði: — Fima — alla ævi. . . þig eina. . . þig elska ég. . . ætið. ó, Fima litla. . . Ég sat á hvilu hans til fóta, en Dóra stóð við höfðalag stúdents- ins: snökktandi strauk hún hár hins deyjandi með yfrið breiðum hrammi sinum. Undir hönd hafði hún þrýstan éinhvern böggul. — Hvað segir hann, — spurði hún og rétti úr sér óróleg. — Hvað er þetta — Hvima? — Auðsýnilega stúlka eða kona, sem hann hefur elskað, elskar. — Hann? Þessa Hvimu? — spurði hún hátt og hissa. — Nei, hann elskar nú mig. Hann — þeg- ar hann kom — varð ástfanginn af mér. . . Hún hlustaði enn á óráðshjal Filippovs stúdents, lyfti hátt ljós- um brúnum, þurrkaði rakt andlit sitt með svuntu sinni, kastaði böggli i kjöltu mér, sagði: — Þetta eru likklæði hans — buxur, skyrta, inniskór. Og hvarf hljóðlega á brott. Eftir tuttugu minútur hætti Filippov stúdent að tala óráð. Hann horfði ofur alvarlega á dökkan ferning gluggans á hvit- um vegg, andvarpaði, vildi — að þvi er mér virtist — segja eitt- hvað — en kafnaði, og litill likami BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS LAUGAVEGI 103 — SÍMI 26055 hans, tærður allt til beina, réttist hljóðlega. Ég fór að leita Dóru. Hún stóð úti á hjalla, horfði niður eftir, þar sem himinn og haf runnin saman i eitt — reyndust bæði jafn dökk. Hún sneri að mér þykku andliti sinu, og mig furðaði að sjá, hve harðlegt þetta andlit var. — Hann er dáinn. Komið að klæða hann, Dóra. Dóra fór að skrapa fæti, sem væri hún að slétta úr hráka. — Ég vil það ekki — endurtók hún — jafnvel að sjá slikan og þvilikan langar mig ekki. Þér sjá- ið, þvilikur hann er! Hann sagði, að hann elskaði mig, en sjálfur. . . — En þér sáuð, að hann var að deyja. — Nú, og hvað svo? Auðvitað sá ég það — er ég kannske blind? Ég, fyrir mina aura, ég hef jafn- vel keypt líkklæði handa honum. Eg sá strax, þegar hann kom æ, mér flaug i hug. . . hann dæi! Allir deyja. En hvers vegna blekkti hann? Ég,sagði hann, hef aldrei elskað neina stúlku. — Nú, en þarna ertu nú með stúlku. . . Dey þú, en blekktu ekki. . . Hún talaði ekki hátt og virtist ekki hugsa það sem hún sagði. Og skyndilega snökkti hún af slikri kvöl sem hefði hún solgið fulla skál af funheitum vökva og brennt sig til óbóta. — Komið, Dóra! —■ Farið þér, klæðið hann sjálfur, fyrst þér eruð svona góður — En ekki ég. Hvað var hann mér, — dægradvöl? — Ég kann ekki að klæða lik. . . — Hvað varðar mig um þetta? Ég er honum vandalaus. — Já, en hann er nú dáinn. — Nú hvað með það? Þér teljið mig ekki á þetta, ég vil ekki sjá neinn slikan og þvilikan. Blekktu ekki. . . Og hún kom ekki að klæða hinn látna, dvaldist eftir úti á hjalla. Er ég lagði Filippov stúdent til, heyrði ég lágt en átakanlegt ýl. Ég hljóð út á hjalla. Mannlegar verur búa yfir slik- um einstæðum, ólgandi, hams- lausum tárum — þeir tárum grét Dóra, liggjandi á hnjám, lamdi höfði við handrið, glymjandi, grét og veinaði með ópum mælti fáránleg, óeðlileg orð. — Al'hroð.. . . afskræmlingur minn. . . unginn. . . barnið ógleymanalega. . . Kjartan Olafsson þýddi. Húsgagnaverzlunin Bí )S L w 0 Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.