Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1972
wm
FISKISTÚLKAN
(Das Fischermádchen)
Þú fagra fiskistúlka,
fleyt þinum bát i vör —
komdu til min, og hönd i höndu
við hjölum frjáls og ör.
Þinn koll mér hneigðu að hjarta,
vist hræðistu ekkert þar:
þig hefur ósmeyka einatt
annazt hinn tryllti mar.
Með stormi, fjöru og flóði,
ég finn mins hjarta sjó,
og fjölmörg fögur perla
þar felst i djúpsins ró.
(Heine)
SCHWANEN-
GESANG
KVEÐJA
(Abschied)
Far vel! Þú glaða og broshýra borg, farvel!
Nú skeiðar hinn fótvissi fjörgapi minn,
svo far þá vel borgin min, hinzta sinn.
Ég felldi vist aldrei mörg tár á þin torg,
og tárast ei heldur af skilnaðarsorg.
Far vel, þú glaða og broshýra borg, farvel!
Far vel, þið grænkandi garðar og tré, farvel!
Ég þeysi um bakka þinn, breiðelfan ströng,
hér bergmála klettar minn skilnaðarsöng.
Þið heyrðuð vist aldrei neinn hryggðarbrag,
og hér skal ei kyrjað útfararlag.
Far vel, þið grænkandi garðar og tré, farvel!
Far vel, þið táturnar þekkui þar, far vel!
Já, horfið þið út yfir ilmgarðsins flos,
i augunum glettnar, með lokkandi bros!
Sem áður, ég veifa og horfi frá hlið,
en hest minn ég spora, ég sný ei við.
Far vel, þið táturnar þekku þar, far vel!
Far vel, kæra Sunna, nú sezt þú i ró, far vel!
Enn kviknið þið, stjarnanna blikandi bál,
þið brosið frá himninum við minni sál,
og hvert sem ég reika um veraldar veg,
er vís ykkar samfylgd og óþreytanleg.
Far vel, kæra Sunna, nú sezt þú i ró!
Far vel, þú smáljórans glampandi gler, farvel!
Nú kveikirðu ljós þitt, er kvöldskiman dvin,
i kofann sinn bjóða mér vinahót þin.
Ég minnist, hve fram um hér leið min oft lá,
— mun langt, þar til má ég þig aftur sjá?
Far vel, þú smáljórans glampandi gler, farvel!
Far vel, þið stjörnur, og byrgið nú brár! Farvel!
Þó heilli mig títt ykkar heimsljósa íans,
nær hjarta er brosmilda smáljórans glans,
en hérskal ei tefja, þér framhjá ég fer,
ei fylgd þarf aðra, hve trygg sem er!
Far vel, þið stjörnur, og byrgið nú brár! Farvel!
(Hellstab)
HNATTBERINN
(Der Atlas)
Jeg ólánsamur Atlas, jeg ólánsaraur Atlas!
veröld harms, já, alla veröld harmsins
hlýt að bera,
já, veröld harms hlýt að bera,
ég ber það sem að bært er ei,
og heljarþunginn mitt hjarta sprengir.
Þú hjartað stolt, þú valdir sjálft þann veg!
þú vildir unað þinn,
um eilifð unað,
eða um eilifð harminn,
um eilifð harminn,
hjartað stolt, nú þjakar þig sá harmur.
Jeg ólánsamur Atlas,
jeg ólánsamur Atlas!
sem alla veröld harmsins hlýt að bera,
sem veröld harms hlýt að bera,
sem alla veröld harmsins hlýt að bera!
(Heine)
VIÐ HAFIÐ
(Am Meer)
Að yztu rönd öll unnin skein
i aftanljómanum rauða.
Við sátum þögul og saman ein
hjá sjómannskofanum auða.
En þokan hófst, varð sollinn sær,
á svifi var már yfir bárum.
Og bládjúp augun ástarskær,
augun þin, fylltust af tárum.
Ég sá þau falla, ég féll á kné,
þau féllu á hönd þina, tárin.
Ég drakk þau öll, við hrannaðan Hlé,
af hvitri mund þinni, tárin.
Frá þeirri stundu ört þver mitt lif,
af þrá ég dey i sárum —
þær undir veitti ólánsvíf
og eitraði sinum tárum.
(Heine)