Þjóðviljinn - 01.05.1975, Side 14

Þjóðviljinn - 01.05.1975, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. maí 1975. Konur i fiskvinnu. Verkalýösmál á íslandi fyrir tveimur öldum Vinnufólk lýsir kjörum sínum eins og þau geröust fyrr á tíð Konglegrar Majestatis háeölavelburðigir Commissarii! Þeir undirokuðu og undirþrykktu islands inn- byggjar, nefnilega vinnu- menn, vinnukonur og uppvaxandi fólk: í einu orði þeir fátæku í landinu, sem stynja undir sínu grátlega ástandi, sem þeir verða að þola af sín- um húsbændum og öðrum þeirra yfirboðurum, inn. senda þessa aumkvunar- lega harmaraust með þessum memorial, til þeirra háu commissions herra, sem af guði og kónginum eru sendir nú í ár til þessa lands, til að yfirvega hvers eins ásig- komulag, í eftirfyigjandi póstum. Geta varla . huliö sinn líkama 1. Ásigkomulag vinnu- manna er þannig, nær þeir eru til eins húsbónda komnir, eru þeir oft og tíðum hjá sumum hverj- um húsbændum lítt haldnir að fatnaði og þjónustu, nokkrir geta varla hulið sinn líkama fyrir klæðleysi, mega ganga að öllu, sem þeim er skipað, so vel í votviðri sem frosti og snjó, fara á kvöldum úr sínum gagn- votum flíkum og stokk- freðnu fötum og mega so að morgni íklæðast þeim sömu aftur, hver af oft hef ur orsakast hinn mesti skaði, og nær þeir eru so á sig komnir, kunna þeir auðveldlega að frjósta bæði á höndum og fótum, sem og skeð hefur. Hvílast á moð- eða marhálmsbálki Þar að auki mega menn kasta sér niður ofan á eina rekkjuvoð með hörðum staurum eður skógarviðarhrisi undir og mjög litlu af heyi ofan á, lika við sjó- siðuna með marhálmi undir rekkjuvoðinni, sem hann má annað hvort kasta sér ofan I óuppbúið, eður sjálfur rifa upp þennan moð- eður marhálms- bálk, sem hann skal á hvilast, er s'o jafn þreyttur nær upp stendur eins og þegar hann leggst niður á kvöldum; og fyrir þessa skuld kviknar ekki mikill kæreiksvarmi milli húsbænda og þénara. Verkfærin þreyta meir en verkið. Verkfæri til þjónustunnar eru so á sig komin, þau eru so þung, óliðug og örðug, að þau þreyta mann meir en sjálft verkið, af sumum húsbændum óaðgætt, hvort þau gagna i erviði eður ei, heldur má þén- arinn, allt, ef það ber nafnið, erfiða með þeim bæði á sjó og landi, eftir hvers stands ásig- komulagi. Skemmt, myglað, músétið En um veiting á matarútlát- um sumra húsbænda verður ei so útfært sem vert er: á sumum bæjum fær vinnumaðurinn um mánuðinn einn fjórðung, sem heita á smjör, til viðbits, hvert ef hreinsast skal fyrir eldnu, rirnar til fjórðaparts, og harðan fisk, sem enginn hugsar að bjóða kaupmönnum, oft og tiðum skemmdan, myglaðan og músétinn. Grautur úr sjó og vatni gefinn á morgna við sjó- siðuna so hrár, að ofan af má hella vatninu nær til fjórða parts og situr þá mjölið eftir. Blautur fiskur, sem gefinn er hjá sumum, bæði hrár og mjög illa til búinn og hreinsaður. Af þessu sprettur oft mögl og kær- tleiksleysi af. undirgefnum. Og Launavinna i nútimamerk- ingu er varla aldargömul á islandi, en með henni hefst hin raunverulega nýöld islenskrar sögu. Og eitt áhrifamesta aflið til heilladrjúgra umbreytinga á þessari nýöld er einmitt verka- lýðshrcyfingin, félagshreyfing þeirra sem aðeins hafa launa- vinnuna sér til lifsuppihalds. Fyrir daga eiginlegrar launa- vinnu á tslandi voru vissulega stórir skarar af fólki sem ekki átti nein atvinnutæki og varð að leita i annarra þjónustu eða lifa á bónbjörgum ella (sem raunar var bannað). Þetta voru þeir undirokuðu íslands fátæklingar, vinnumenn og vinnukonur, sem stóðu að meðfylgjandi klög- unarbréfi vorið 1771. Bréf þetta er merkilegt fyrir margra hluta sakir og þess virði að nútiðarfólk lesi það og hug- leiði lilutskipti genginna kyn- slóða. Hér lýsa þeir sem neðst stóðu i m annfélagsstiganum kjörum sinum og þ'eir biðja um réttingu mála sinna. Bænar- skjal er þetta en ekki kröfugerð — það hefur æfinlega verið þýð- ingarlaust fyrir allslaust fólk sem ekki hefur nein samtök að gera kröfur. Viðtakendur bréfsins, kommissararnir, voru fulltrúar isvokallaðri landsnefnd sem þá var að kynna sér hagi lands og þjóðar, og það barst þeim inn um dyrnar á húsi þvi sem nú hýsir forsætisráðherra Islands. Enginn vcit nú hver bréfið hefur skrifað, en væntanlega er það saman tekið i grennd við Reykjavik. Af bréfinu vprður ljóst aö vinnufólkið fann sárt til um- komuleysis sins gagnvart þjóð- félagslegri rangsleitni og skildi að örbirgð þess skapaði öðrum auö. Með svipuðum skilningi þurfa menn að meta félagslega stöðu sina enn þann dag i dag. hj- soddan aðbúnaður bæði til fatar og matar orsakar margslags sjúkdóma i landinu. Laun: þykir sumum vera of mikiö Hvað þeirra launum viðvikur eru það frá 4—2 rd., sem al- mennilegir vinnumenn fá, og frá 8 til 6 álna vaðmáls af gjald- avoð, eina sokka og neðan við tvenna, so áður nefnt kaup næg- ist varla til klæðnaðar, og hefur þénarinn þá ei meira gott af þvi en húsbóndinn, og þykir þó sum- um húsbændum það vera allt of mikið. Vinnukonur kveljast af kulda. 2. Vinnukonur ganga með sama slag; i sveitum ganga þær að sinum vefum, berar og blóð- ugar á handleggjum, sem þær fá af garninu að draga fyrirvaf- ið i gegnum skilið upp á inn- lenda visu i köldum húsum, oftast á móts við bæjardyrnar. Þar kveljast þær af kulda, og fyrir út- og inngangi fólks geta ei staðið að sinu verki, sem bæði er örðugt og illt. Nær karlmenn eru til sjóar komnir, mega þær ganga út i harðindi á vetrardag og gegna þvi, sem vinnumaður- inn hafði á hendi áður til sjávar- ins fór, og ganga á sama hátt úr snjófötunum að sinum áður- nefndu vefum. Ganga í öllu sem þær megna Við sjósiðuna ganga þær bæði i sölva- og þangfjörur, i blautum fiski og öllu þvi, sem þær megna, bæði úti og inni, með ill- um aðbúnaði og á sama hátt og fyrr segir um vinnumenn hjá sumum húsbændum. Þeirra fæði er enn minna en vinnu- manns. 1 laun hafa þær 4 álnir vaðmáls af gjaldvoð, neðan við eina sokka og eina nýja, 25 fiskav.sem er .traf.og strigi„.og BANDALAG STARFSMANNA RÍKIS OG BÆJA sendir meðlimum sinum og öðrum laun- þegum árnaðaróskir i tilefni 1. mai. V innuvei tendasamband r Islands óskar launþegum til hamingju með daginn. Gleðilega hátið!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.