Þjóðviljinn - 29.04.1978, Page 11
Chevrolet
Malibu er
vinsælastur
Segir Grétar Hansson hjá Véladeild
Sambandsins
Þeir eru margir glæsilegir vagnarnir sem StS hefur upp á aö bjóöa. Hér
er einn þeirra Cadillac Seville.
Sá aðili sem stærstan sýningar-
bás hefur á bilasýningunni Auto
’78 er Véladeild Sambands
islenskra Samvinnufélaga'eða
StS. Þeir eru i raun réttri þrir
básarnir þar eð SIS sýnir á báð-
um hæðum i aðalsýningarhúsinu
og svo einnig i sýningarhúsi tvö.
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Grétar Hansson sölu-
stjóra véladeildar Sambandsins
og lagði fyrir hann nokkrar
spurningar sem hann svaraði
góðfúslega. Við báðum hann fyrst
að segja okkur i stuttu máli frá
þvi helsta sem Sambandið hefur
upp á að bjóða og til sýningar er á
Auto ’78.
„Við erum t.d. með hér vinsæl-
asta bilinn sem við seljum. Hann
heitir Chevrolet Malibu og er öll-
um sem hann hafa reynt og séð að
góðu kunnur. Það sem einna helst
greinir hann frá öðrum bifreiðum
okkar er það að hann er ekki með
hinn venjulega fjaðraútbúnað
sem nú tiðkast. Hann er nefnilega
með gorma á öllum hjólum sem
gerirbilinn mjög mjúkan i akstri.
Hann er knúinn hvort sem kaup-
andanum hentar betur 8 eða 6
strokka vél og kostar 8 strokka
billinn um 4.7 milljónir en hinn
minni 4.3 og er hann með svokall-
aðri V 76 vél sem er vinsæl i dag.
Nú,annar bill sem hér er til sýn-
is er Vuxhall Chevette sem er að
minu mati ekki nægilega mikið
selt af miðað við hversu góður bill
er þar á ferð. Hann gefur
japönsku bilunum ekkert eftir
nema siður sé. Hann er meö 70
hestafla vél og kostar um 2.5 milj.
Nú ef við förum siðan i stærri
bilana þá eru það helst Chevrolet
Impala og Chevrolet Capris sem
við höfum upp á að bjóða. Impala
billinn er fáanlegur með öllum
hugsanlegum þægindum, fyrir
utan rafmagn,og kostar þá um 4.7
miljónir en hann er einnig hægt
að fá með rafmagnsupphölurum
á rúðum og sætum o.s.frv. en
kostar þá u.þ.b. 5.5 milljónir.
Sendibila og jeppa erum við
einnig með hér af GMC gerð og
einnig hina vinsælu Pickup bif-
reiðar sem þessa dagana eru
mikið seldar. Sérstaklega eru
sendibifreiðarnar 12manna með
sætum og gluggum vinsælar og
eru það þá helst þeir sem bila-
dellu hafa sem gaman hafa af þvi
að setja undir þá framhjóladrif.”
Þið hafið ykkar „kóng” hér á
sýningunni er ekki svo?
„Jú það er nú rúsinan i pylsu-
endanum. Við erum nýbyrjaðir
að flytja inn alveg nýja gerð af
Olds Mobil sem er knúinn disel*
vél sem, ekki er venjulegt frá
Chevroletverksmiðjunum. Leigu-
bilstjórar hér eru þegar farnir að
taka hann i sina þjónustu og hef-
ur hann reynst einstaklega vel.
Hann er svo til hljóðlaus en það
eru disel bilar yfirleitt ekki. Hann
eyðir mjög litlu, svona þetta 8-10
litrum á hverja 100 km. Hann
kostar til leigubifreiðastjóra um
4.2 miljónir en til almennings
kostar hann 6 miljönir.
Ég held að mér sé alveg óhætt
að segja þennan bil býltingu i
bilaframleiðslu i heiminum.
Hann er einstakur i sinni röð og á
eftir að gera og hefur nú þegar
gert það gott.”
Hvernig list þér á sýninguna?
„Sýningin hefur sannað það að
minu mati að hún hafi átt fullan
rétt á sér. Mér list að öllu leyti
mjög vel á hana en tel það ekki
hafa verið rétt að framlengja
hana.”
Hver er þinn draumavagn hér?
Það er nú bill sem ég þegar á.
Það er bill af GWC gerð og er
hálfgerður station bill. Það er
óhætt að segja að i honum sam-
einist Pickup billinn, jeppinn og
fólksbillinn” sagði Grétar
Hansson að lokum.
SK
Laugardagur 29. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Borgarfulltrúar Alþýöubandalagsins. Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdóttir og Sigurjón Péturs-
son. Ljósm.— eik.
ATVINNUMÁLIN í REYKJAVÍK
Stefna að því að ausa
fé í einkareksturinn
Meirihluti borgarstjórnar
samþykkti tillögur sínar
um stefnumótun í
atvinnumálum
Flestir Reykvikingar muna ef-
laust eftir skýrslu um atvinnumál
i lteykjavik, scm gerð var opin-
ber i s.l. haust. í henni kcmur
berlega fram að Reykjavik
stendur höllum fæti í atvinnulegu
tilliti, þjónustuiðnaður og verslun
hefur vaxið á kostnað fram-
leiðsiuiðnaðar, gróin fyrirtæki
hafa flúið borgina með iðnrekstur
sinn og sterk einkafyrii-tæki hafa
lagt upp laupana þegar erfingjar
taka við rekstrinum.
Þessi skýrsla sem hagsýslu-
deild borgarinnar gerði var þung-
ur áfellisdómur yfir borgar-
stjórnarmeirihluta Sjálfstæðis-
flokksins, sem áratugum saman
hefur hafnað hvers konar stefnu-
mótun eða frumkvæði borgar-
innar sjálfrar i atvinnumálum.
Vanhugsaðar tillögur
Eftir að skýrslan kom fram,
sáu menn þó að við svo búið mátti
ekki standa. Þegar Alþýðubanda-
lagið i borgarstjórn Reykjavikur
hafði tilkynnt að væntanlegar
væru tillögur flokksins að at-
vinnumálum i borginni, tók
borgarstjóri sig saman i andlit-
inu, kallaði blaðamenn inn i
Höfða og kynnti þeim plagg sem
innihélt tillögur hans að stefnu-
mótun i atvinnumálum.
Ekki hafði borgarstjóri fyrir
þvi að kynna borgarráði eða
borgarstjórn þessar tillögur áður
en hann fór með þær i fjölmiðla,
enda var timinn naumur, — til-
lögur Alþýðubandalagsins voru
væntanlegar innan viku, og þvi
hristi hann tillögurnar fram úr
erminni á þennan hátt.
Tillögurnar báru þess fyllilega
merkiaöþær voruunnar i flýti og
litt til þeirra vandað. Þær hlutu
þó mikla auglýsingu i rikisfjöl-
miðlunum auk Moggans, og allir
lofuðu framtak borgarstjóra og
frumkvæði, þegar svo illa horfði i
atvinnumálum borgarinnar.
Minna var hins vegar rætt um
hvað vantaði i þessar tillögur,
hvað þá um tillögur annarra
flokka i borgarstjórn um úrbætur
i atvinnumálum.
Við fyrstu umræðu um atvinnu-
málin, sem fram fór i borgar-
stjórni janúar, lágu fyrir tillögur
frd Alþýðubandalaginu og
Alþýðuflokknum, auk tillagna
borgarstjóra.
Vinnubrögð
meirihlutans
Tillögunum var að vanda visað
til borgarráðs og annarrar um-
ræðu, sem fram fór á fimmtu-
dagskvöldið var. A þeim tima
sem leið milli umræðnanna hafði
borgarstjóri tint eitt og annað úr
tillögum Alþýðubandalagsins og
sett inn i sinar, og að svo búnu
samið frávisunartillögur við til-
lögur Alþýðubandalagsins og
Alþýðuílokksins og kynnt sér
breytingatillögur frá Fram-
sóknarmönnum með nokkuri vel-
þóknun.
Undirrituð nennti ekki að bfða
eftir afgreiðslu borgarstjórnar-
meirihlutans á þessumftillögum á
fimmtudag, heldur fór af vett-
vangi um bálf-tólfleytið. Það er
nefnilega einu sinni regla að allar
tillögur sem koma frá Sjálf-
stæðisflokknum eru samþykktar
með 9 atkvæðum, og öllum tillög-
um minnihlutaflokkanna er visað
frá með þessum sömu 9 atkvæð-
um.
Aðfaranótt föstudagsins
veittu atkvæðin 9 tillögum sinum
að sjálfsögðu brautargengi, en
aukþess samþykktuþaueittbvað
af breytingartillögum Fram-
sóknarmanna, breyttu öðrum og
á endanum greiddu fulltrúar
Framsóknarmanna atkvæði með
tillögum ihaldsins, með sérstakri
bókun.
Fulltrúi Alþýðuflokksins vissi
greinilega ekki hvernig hann ætti
að greiða atkvæði og sat þvi hjá.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
greiddu atkvæði gegn tillögum
borgarstjóra i heild, en
samþykktu að visa einni af tillög-
um Alþýðubandalagsins til
borgarráðs. Þessum mótatkvæð-
um fylgdi eftirfarandi bókun:
„Á fundi borgarstjórnar 15.
desember s.l. boðuðu borgarfull-
trúar Alþýðubandalagsins að þeir
myndu leggja fram itarlegar til-
lögur um atvinnumál i byrjun
þessa árs.
Þær tillögur voru siðan lagðar
fram i borgarstjórn 19. janúar.
s.l.
Þann 10. janúar kynnti borgar-
stjóri á blaðamannafundi tillögur
sinar að atvinnumálum.
Borgarfulltrúír Sjálfstæðis-
flokksins hafa nú lagt fram frá-
visunartillögu við at-innumála-
tillögur Alþýóubandalagsins.
Jafnframt hafa þeir flutt ýmsar
breytingartillögur við tillögu
borgarstjóra, sem flestar hverjar
eru teknar litt breyttar úr tillög-
um okkar Alþýðubandalags-
manna.
Þótt borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins reyni þannig að
bæta fyrir flaustursverk borgar-
stjóra, munum við borgarfulltrú-
ar Alþýðubandalagsins greiða at-
kvæði gegn tillögum borgar-
stjóra.
Þótt einstaka afmarkaðar til-
lögur séu að okkar dómi góðar
(enda margar frá okkur komn-
ar), þá er sú meginhugsun, sem
þar kemur fram um aðstoð við
einkaatvinnureksturinn án aðild-
ar eða áhrifa borgarinnar and-
stæð okkar grundvallarsjónar-
miðum. „Munum við því greiöa
atkvæði á móti tillögunum i
heild.”
Áhrii minnihlutans
Sigurjón Pétursson, borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins vakti
viðumræðuna athygli á þviaötil-
Framhald á 18. siðu
Aöur en borgarstjórnarfundir hefjast er vitaö hvernig afgreiösla ein-
stakra mála veröur.Sé tillagan frá Sjálfstæöisflokknum fær hún 9 at-
kvæöiogersamþykkt, sé hún frá öörum borgarfulltrúum greiöa þessir
sömu 9 atkvæöi gegn henniog hún er felíd. Ljósm.— eik
Borgarstjóri ásaint tveimur em-
bættLsmönnum sinum á biaöa-
mannafundinuin i Höfða I vetur,
þarsem liann kynnti upphaflegar
tillögur sinar i atvinnuináluin.
Ljósm.- eik.