Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLAÐIÐ DSQDVIUINN 32 SÍÐUR Helgin 13.—14. september 1980. — 208. — 209. tbl 45. árg. Nýtt og stœrra selst betur og betur Lausasöluverð kr. 400 Fræöimenn snúa baki viö kenningum Siguröar Nordals Opna Helgi Ólafsson ræöir viö skáksnillinginn Kasparov Bls. 15 Austurlanda- stúlkur á íslenskum hjúskaparmarkaöi Bls. 13 Árni Bergmann skrifar um bókina um Sœvar Ciesielski Bls. 12 Hánefsstaöa- ættin Bls. 23 r Iþróttagetraun Bls. 24 I Sameiginleg spimiingaskmjm eftiriitsmönnum ríkisins: Beðið um að fyllt sé í fimmtíu göt Óskaö svara frá stjórn Flugleiða jyrir nœsta ríkisstjórnarfund á þriðjudag Báðir eftirlitsmenn rikis- stjórnarinnar með rekstri Flug- leiða, þeir Baldur óskarsson ■yfirskoðunarmaður rikisreikn- inga, og Birgir Guðjónsson, deildarstjóri i samgönguráðu- neytinu, afhentu I gær Erni Johnson, stjórnarformanni Flugleiða, samhljóða álitsgerð um fjárhagsskýrslu stjórnar félagsins. t álitsgeröinni er m.a. skrá yfir 50 spurningar og at- hugasemdir við fjárhags- skýrsluna, sem óskað er eftir aö stjórn Flugleiöa veiti svör og nánari skýringar við og leggi fram eftir heigina. Rikisstjórnin mun fjalla um málefni Flug- leiða á þriðjudaginn og taka ákvarðanir um aðgerðir af sinni hálfu. 1 sérstakri álitsgerð sem lögð er fram ásamt spurninga- og at- hugasemdaskrá eftirlitsmann- anna tveggja er að finna mat Rúnars Jóhannssonar , rekstrarhagfræöings og löggilts endurskoðenda hjá Rikisendur- skoðun, á skýrslu Flugleiða um fjárhagsstöðu félagsins, og at- hugasemdir við hana. Rúnar Jóhannsson var af eftirlits- mönnunum fenginn til þess að fara yfir skýrslu Flugleiða og samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans lýsir hann m.a. þvi áliti að upplýsingar um fjárhagsstöðu Flugleiða og afkomuhorfur á næstu 12 mánuðum séu ekki varfærnislega unnar. A fundi Steingrims Her- mannssonar samgönguráð- herra með þingmannanefndinni um Flugleiðamálið i gær voru lagðar fram ýmsar álitsgerðir sem eftirlitsmennirnir hafa af- hent ráðherrum á siðustu dög- um, auk spurninga- og athuga- semdaskrárinnar og álitsgerðar Rúnars Jóhannssonar. óskað er skriflegra svara frá Flugleiðum við atriðunum 50 en i þeim mun vera spurt nánar um eigna- matið, bókfærðan kostnað, bók- færðar tekjur, rekstraráætla- anir, hótelnýtingu, farþegaspár, samskipti og eignayfirfærslur milli FÍugleiða og Air Bahama, og Flugleiða og Arnarflugs o.s.frv. Segja má að spurn- ingarnar snerti alla forsendur Flugleiða fyrir eignamatinu og fjármagnsstöðu fyrirtækisins næstu 12 mánuði. Vonast er til að svör stjórnar Flugleiða fylli götin á fjárhagsskýrslunni sem virðast vera fjölmörg. Stjórn Flugleiða lagði sl. mánudag fram skýrslu um fjár- hags- og eignastöðu sina, sem m.a. sýndi stórbætta eiginfjár- stöðu þrátt fyrir bullandi tap á árinu og 900 miljón króna hagn- að á heildarrekstri næstu 12 mánuði miöað við að flug til og frá Luxembourg félli niöur.ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.