Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Ingólfur Margeirsson skrifar frá Noregi Eftirmenntun blaðamanna Hvaða krofur um menntun á að gera til blaðamanna? Hve þýð- ingarmikil er eftir — og framhaldsmenntun blaða- manna? Og ekki síst — hverjir eiga að borga slíka eftirmenntun/ útgefendur, ríkið eða blaðamennirnir sjálfir? Dagana 26.-28. ágúst var hald- in samnorræn ráöstefna i Fredrikstad, Noregi undir heitinu „Eftirmenntun blaöamanna á Noröurlöndum”. Af hálfu Blaöa- mannafélags tslands sátu ráö- stefnuna Friöa Björnsdóttir, rit- ari Bl, Sigurjón Jóhannsson kennari viö Norska Blaöamanna- skólann í Osló, Gunnar Kvaran nemandi á siöara ári viö sama skóla, og undirritaöur. Ráö- stefnan var haldin aö „Institutt for Jornalistikk”, i nýreistu húsi. Stofnunin tók til starfa i haust og starfrækir margvisleg eftir- menntunarnámskeiö fyrir blaöa- menn. Fjölmargir þættir varöandi menntunarmál blaöamanna voru rædd á ráöstefnunni og engan veginn fært aö gefa tæmandi mynd af þeim umræöum i blaöa- grein. Ég mun þvi leitast viö aö kasta ljósi á þau meginþemu sem i fyrirrúmi sátu og leitast viö aö setja þau i samhengi viö mennt- unarstööu Islenskra blaöamanna. En hvaö er þá eftir- og fram- haldsmenntun blaöamanna? Trygve Moe, formaöur „Norska Blaöamannasambands- ins”, sem hélt ágæta framsögu- ræöu um menntunarmál norskra blaöamanna, skilgreindi eftir- menntun sem „endurnýjun á grunnþekkingu á sérsviöum” og framhaldsmenntun sem „hag- nýta notkun þekkingar á sviöum sem viökomandi blaöamaöur hef- ur ekki sérhæft sig i”. Þetta viröist nokkuö þokukennt en I rauninni er þessi akademiska skilgreining talsvert tæmandi. Ef viö litum á námskeiö þau sem t.d. eftirmenntunarskól- inn 1 Fredrikstad hefur á boöstól- um komumst viö aö raun um aö hér er um aö ræöa 3—5 daga nám- skeiö i ýmsum greinum blaöa- mennsku. Þannig inniheldur námsskráin m.a. námskeiö i viö- skiptafræöi, byggingar- og borgarskipulagi, rannsóknar- og skilgreiningsblaöamennsku, myndstjórn, útvarps- og sjón- varpsfréttamennsku, blaöaum- sjón og ritstjórn, viötalstækni og málbeitingu, framsetningu blaöaefnis (þám. ljósmyndun, umbrot og still), heimildasöfnun og heimildanotkun, frétta- mennsku úr atvinnulífinu, sam- vinnu og skipulagningu ritstjórn- ar, — svo eitthvaö sé nefnt. Viökomandi blaöamaöur sem sækir um sltk námskeiö getur þvi bæöi endurnýjaö kunnáttu sina á sinu sérsviöi eöa kynnt sér nýjar greinar blaöamennsku sem ekki teljast til hans eigin sérsviös. Breytt viðhorf til blaðamennsku En til hvers I andskotanum þurfa blaöamenn aö endur- mennta sig? Læra þeir ekki fag sitt best á blööunum? Og falla þeir ekki alltaf i sama vanafariö og streituna þegar af námskeiö- inu kemur? Trygve Moe sagöi einfaldlega aö reynslan væri mikilvæg en ekki fullnægjandi. Hann færöi rök fyrir þessu. Hann benti á, aö I fyrsta lagi heföi blaöamennska sem starf gjörbreyst á siöustu 15—20 árum. Nú væri ekki lengur litiö á blaöamennsku sem milli- bilsástand á starfsævi, stökk- bretti inn i stjórnmálalifiö, eöa til annarra metoröa. Blaöa- og fréttamennska væri hins vegar I auknum mæli aö þróast frá ihlaupavinnu til lifsstarfs og blaöamenn geröu æ meiri kröfur til atvinnu sinnar. Onnur rök: útvarp og ekki sist sjónvarp hafa gjörbreytt frétta- flutningi og skapaö sérhæfingu innan ýmissa greina blaöa- mennsku. Séö i viöara samhengi má segja aö f jórar orsakir liggi til grundvallar á breyttum viöhorf- um til blaöamennsku aö mati Moes. Sú fyrsta er breytingin á grunnmenntun blaöamanna sem einkum átti sér staö á sjöunda áratugnum, fjölhæfari menntun og námsmöguleikar I þjóöfélag- inu yfirleitt, breyttir fjölmiölar og aö siöustu, æ minni itök stjórn- málaflokka i blööum. Þetta leiöir til þess aö blaöa- menn gera siauknar kröfur til aö stjórna þróun blaöamennskunnar sjálfirog lita æ meira á hana sem sjálfstætt fag og ævistarf. Hvað kröfur á blaðamaðurinn að gera til sjálfs sín? Allt þetta er gott og blessaö. En þá vaknar spurningin: Hvaöa kröfur á blaöamaöurinn aö gera til sjálfs sln i sibreytilegum fjöl- miölaheimi og þar sem kröfur um hraöar og skilmerkilegar upplýs- ingar fara sivaxandi? Trygve Moe taldi upp nokkrar slikar. Blaöamaöurinn veröur 1 fyrsta lagi aö hafa góöa grunn- menntun aö baki. Hann veröur aö kunna sjálfa iönina, þ.e.a.s. hin daglegu vinnubrögö. Þá veröur hann aö gera sér grein fyrir hlut- verki sinu og hlutverki press- unnar sem slfkrar. Hann veröur aö axla þá ábyrgö aö leiöa opin- bera umræöu og mynda skoöanir almennings. Blaöamaöur sem skilgreinir og gagnrýnir veröur einnig aö þekkja heimildir sinar til fullnustu og hafa til aö bera heiöarleika og góöa dómgreind. Aö áliti Moes, er blaöamaöur- inn brúarsmiöur. Hann byggir brú milli forystumannanna og lesendanna, og öfugt. Þess vegna er þaö mikilvægt aö blööin séu ekki skrifuö á sérfræöingamáii né textinn umljúki sig dularfullu rósamáii hinna innvigöu. Þaö er blaöamannsins aö koma þýö- ingarmikilli sérhæfingu til fjöld- ans. Aö þessum punktum saman- lögöum ályktaöi Moe, aö blaöa- mennska væri ævilangur skóli og samspil miili daglegs starfs og menntunar (náms). Og enn- fremur, aö þjóöfélag I þróun gæti ekki umboriö staönaöa blaöa- mennsku. Athyglisverðar tölur Fróölegt var aö athuga tölur þær, sem Norömenn lögöu fram varöandi almenna menntun norskra blaöamanna. Könnun þessi var gerö af Norska Blaöamannaskólanum i fyrra og sýnir eftirfarandi: 9 ára grunnskóli (Gagnfræöapróf) 12.0% Stúdentspróf (eöa samsv.próf) 39.6% Hvað er nú það? Háskólapróf I (BA-próf) 33.3% Háskólapróf II, (Magisterspróf eöa æörigráöa) 11.8% ósvaraö 4.1% M.ö.o. er 50% eöa helmingur norskra blaöamanna meö enga aöra menntun en stúdentspróf eöa samsvarandi menntun. Þaö væri gaman aö bera þessa grunn- menntun norskra blaöamanna saman viö almenna menntun félaga I Blaöamannafélagi ts- lands. Eins og stendur gerir Bí engar lágmarkskröfur til inntöku nýrra félaga aörar en þær aö viö- komandi sé fastráöinn til blaöa- mennskustarfa. Þaö eruþvifyrst og fremst útgefendur sem bera ábyrgö á menntunarstigi BI, þar sem þeir ráöa blaöamennina. Og þaö er aö Utgefendum sem spjótin beinast varöandi eftirmenntun blaöamanna Hver borgar brúsann? Endurmenntun blaöamanna kostar peninga. Hver á þá aö borga? 1 fyrsta lagi veröur viökomandi blaöamaöur aö hafa tryggingu fyrir þvl aö hann haldi fullum launum meöan hann er á námskeiöum. Eftirmenntunar- námskeiö 1 Skandinaviu eru ókeypis, einnig uppihald. Feröir' innan þess lands þar sem nám-' skeiö er haldiö eru einnig greidd- ar af viökomandi riki, en blaöa- maöurinn, ef erlendur er, þarf aö borga feröir sinar til námslands- ins. Islenskir blaöamenn þurfa þvi aö punga út töluvert meiri fararpeningum en starfsbræöur þeirra á Noröurlöndum. En raunhæf framkvæmd eftirmenntunar liggur fyrst og fremst I höndum útgefenda. Eru þeir viljugir aö veita viökomandi blaöamanni fri I þann tlma er námskeiöiö stendur yfir? Heldur blaöamaöurinn fullum launum? Og eru útgefendur fúsir aö greiöa aukakostnaö samfara námskeiö- inu? (feröakostnaö, aukastarfs- kraft o.s.frv.). Á ráöstefnunni voru menn á nær einu máli um aö feröakostn- aöur skyldi borinn uppi af útgef- endum og rlkinu. Aftur á móti kom upp ákveöinn ótti aö útgef- endur heföu hönd i bagga meö hvaöa endurmenntun blaöa- maöurinn skyldi fá. Eftir- menntun einstakra blaöamanna yröi aö vera þeirra einkamál en ekki útgefenda. En þá geta útgef- endur sagt sem svo: Ef viö leggj- um peninga I menntun starfs- manna okkar, þá viljum viö ilka ákveöa hvaö sé blaöinuheillavæn- legast aö þeir nemi. Þessum rökum var svaraö á þá leiö, aö vinnuveitendur blaöa- manna og rikissjóöir sem styrkja eftirmenntun blaöamanna, yröu aö skilja nauösyn þess aö fjár- festa i menntun blaöamanna, og aö hún yröi aldrei raunhæf nema blaöamaöurinn sjálfur veldi sitt áhugasviö. Besta fjárfestingin hlyti alltaf aö vera i manneskjum. Dæmigert væri aö rikisstyrkir til blaöa rynnu aö mestu leyti til vélakaupa eöa endurnýjunar vélarkosts. Rökum útgefenda aö eftirmenntun þýddi glataöan vinnutima viökomandi blaöa- manns, meöan á námskeiöinu stæöi, var svaraö meö spurningu: Er blaöamönnum borgaö fyrir vinnutima eöa raunhæfa vinnu sem þeir skila af sér? Ef hiö slö- ara er aöalatriöiö, þá má búast viö aö aukin menntun og þekk- ing skili verömætari hugsun á pappirinn. Aöalatriöiö varöanai endurmenntun blaöamanna er bvi aö koma útgefendum (sem oft hafa sáralitla þekkingu eöa skiln- ing á blaöamennsku) I skilning um gildi góörar menntunar blaöamanna. Tvær þversagnir Séblaöaö I skýrslum norrænu sendinefndanna, kemur i ljós aö flestir sem sækja um eftir- menntun, eru blaöamenn á aldrinum 30—35 ára. Finnska sendinefndin geröi einnig um- sóknir um eftirmenntun aö um- ræöuefni. Finnarnir bentu á, aö þeir sem sæktu um eftirmenntun væru yfirleitt yngri blaöamenn meö góöa menntun aö baki. Þeir yngstu sem nýbyrjaöir væru 1 starfi eöa hinir eldri sem lengi væru búnir aö sitja fyrir framan ritvélina heföu minni áhuga. Þvi næöi ekki eftirmenntunin til þeirra sem mesta þörf heföu fyrir hana, þeas. þeirra sem þarfn- ast aukinnar menntunar, og leirra sem þurfa endurnýjunar- menntunar viö. Sé þetta vaxandi tilhneiging má búast viö aö eftir- menntun veröi til þess aö breikka enn meira menntunarbil blaöa- manna. önnur þversögn sem kom I ljós: Eftirmenntunarskólarnir i Skandinaviu veita blaöamönnum smárra sveita- og héraösbiaöa forgang, þar eö álitiö er aö „dreifbýlisblaöamenn” þurfi meira á menntun aö halda en blaöamenn stórra borgarblaöa. Keynslan er hins vegar sú aö minnstu blööin hafa ekki svigrúm né fjárráö til aö missa menn sína á námskeiö, meöan stórborgar- blööunum munar ekkert um aö sjá af nokkrum starfsmönnum i smátima. Útkoman er þvi sú aö flestar umsóknir berast frá full- trúum stærstu blaöanna. Hvar standa islensk- ir blaðamenn? Menntunarmál islenskra blaöa- manna eru heldur bágborin. Sér- menntun I blaöamennsku er engin á Islandi, ef frá er talin fjölmiöla- fræöi sem hluti af þjóöfélagsfræöi viö Háskóla Islands. Þar er hægt aö taka 19 stig af 90 stigum sem þurfa til BA-prófs. Blaöamanna- félag Islands hefur stöku sinnum efnt til blaöamannanámskeiöa en hefur aö ööru leyti ekki látiö menntunarmál blaöamanna til sin taka. Aö visu var ákvæöi sett inn I samning BI og Félags blaöa- útgefenda, 23. nóv. 1979, þess efnis, aö samningsaöilar væru sammála um aö athuga eftir- menntunarmál blaöamanna svo og skiptingu kostnaöar viö styttri námskeiö sem félögum B1 gæfist kostur á aö sækja i nágrannalönd- unum. Tveir menn frá hvorum aöila voru I nefndinni sem ljúka átti störfum fyrir 31. desember I fyrra. Hins vegar hefur hvorki heyrst hósti né stuna frá þeirri nefnd. Hvaöa möguleika eiga þá Islendingar á menntun og eftir- menntun i blaöamennsku? Fjölmargir erlendir háskólar veita menntun i fjölmiölafræöum, sem einkum fæst viö hina fræöi- legu hliö blaöamennskunnar. Af blaöamannaskólum skal einkum nefndur Norski Blaöamannaskól- inn I Osló sem veitir einum Islendingi viötöku á ári. Blaöa- mannaskólar i Sviþjóö og Dan- mörku eru einnig opnir Islenskum umsækjendum en krefjast full- kominnar þekkingar i sænsku/dönsku. Varöandi eftir- menntun má nefna aö Institutt for Journalistikk I Fredrikstad er opiö islenskum blaöamönnum til umsóknar og jafngilda Islenskar umsóknir norskum. FOJO (Fortbildning av Journalister) er stofnun innan Lýöháskólans i Kalmar I Svlþjóö og rekin af rik- inu. FOJO hefur séö um eftir- menntun sænskra blaöamanna en eftir samtöl viö forráöamenn þessarar stofnunar varö Islenska sendinefndin þess visari aö skól- inn stæöi einnig islenskum blaöa- mönnum opinn. Þá má nefna, aö i kjarasamningi BI og útgefenda, fallast útgefendur á aö veita ein- um starfandi blaöamanni á ári fri á fullum launum til aö sækja blaöamannaskóla I Arósum, Dan- mörku — I allt aö þrjá mánuöi. Framtiöarmarkmiöiö er aö sjálfsögöu Islenskur blaöa; mannaskóli, sem veitt gæti grunnmenntun i helstu greinum blaöamennsku. En á meöan hann. hefur ekki risiö af grunni hlýtur þaö aö vera eitt af verkefnum Blaöamannafélags Islands aö veita félögum sinum tæmandi upplýsingar um menntunar- og eftirmenntunarmöguleika er- lendis. Samtimis veröur. félagiö aöhvetja félagsmenn til aukinnar menntunar og stuöla aö þvi aö opna augu Utgefenda fyrir nauö- synhaldbetri þekkingar Islenskra blaöamanna. Ég held aö hvorki blaöamenn né lesendur mundu tapa á þvi. Osló, 5. sept. 1980

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.