Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 9
Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Stúdentakórinn frá Lundi. Syngja í Reykjavík, Skálholti, Akureyri og Dalvík: Stúdentakórinn í Lundi í heimsókn Stúdentakór Háskólans i Lundi (LUNDS STUDENTSANGFOR- ENING) er á tónleikaferö um Is- land dagana 14.—20. sept. Þetta er fyrsta ferö þeirra til Islands. Kórinn heldur tónleika i Reykjavik, kirkjutónleika i Háteigskirkju sunnudaginn 14. sept. og veraldlega tónleika i hátiöasal Menntaskólans viö Hamrahliö föstudaginn 19. sept. Auk þess heldur kórinn tónleika i Skálholtskirkju, á Dalvik og á Akureyri. Pianóleikari kórsins Viggo Edén heldur einnig pianó- tónleika i Norræna húsinu laugar- daginn 20. sept. en þar leikur hann meöal annars verk eftir Carl Nielsen. A efnisskrá kórsins eru m.a. islensk tónverk: islenskur kirkju- söngur frá miðöldum, Þorlákstið- ir, og tónverk eftir Pál Pamplich- er Pálsson og Róbert A. Ottósson. Stúdentakór Háskólans i Lundi á sér langa og viðburðarrika sögu. Hann var stofnaður áriö 183) sem karlakór Lundarháskóla. Hann er einn af elstu kórum Sviþjóðar. Meðal stjórnenda kórsins hafa verið merkir tón- listarmenn Svia m.a. Otto Lind- blad. Dr. Folke Bohlin hefur verið stjórnandi kórsins siðan 1972, en hann er dósent i tónvisindum við Lundarháskóla og einn af stólp- um sænsks tónlistarlifs. Kórinn hefur ferðast mikið er- lendis, farið 4 tónleikaferðir til Bandarikjanna og siðan Folke Bohlin tók við stjórn kórsins hafa þeirfariðtil Póllands, Englands, Sviss, Frakklands.|,Danmerkur, Noregs og Finnlands'og nú ioks til Islands. Kirkjutónleikarnir, sem kórinn heldur i Háteigskirkju og i Skál- holti eru tileinkaöir minningu tónlistarmannsins og fræði- mannsins dr. Róberts A. Ottóssonar. Hann dó áriö 1974 i Lundi, en þar var hann staddur á visindaráöstefnu i boði Folke Bohlin stjórnanda Stúdentakórs- ins. Kórinn syngur 3 verk, sem tengd eru nafni dr. Roberts A. Ottóssonar. A veraldlegri efnis- skrá kórsins er lika islenskt tón- verk, „Fimm limrur fyrir karla- kór og pianó”, eftir Pál Pampii- chler Pálsson en kórinn hefur flutt það á fjölmörgum tónleikum i Sviþjóð undanfarið. Heimsókn Stúdentakórs Lundarháskóla er lika vinar- heimsókn til Háskóla tslands. Sérstakur fulltrúi Lundarháskóla er próf. Gösta Holm norrænu- fræðingur, sem hefur unnið mikið starf i sambandi við sænsk-is- lenska orðabók. Hann heldur fyr- irlestur um þetta efni i Háskóla Islands þriðjudagsmorguninn 16. sept. Auk þess heldur Folke Bohlin fyrirlestur i guðfræðideild um Gregorssöng á Norðurlöndum og Stig Person formaður kórsins heldur fyrirlestur i læknadeild. Öllum er heimill aðgangur að þessum fyrirlestrum. Heimsókn kórsins til Dalvikur er vinabæjarheimsókn og full- trúar Lundarborgar eru með i förinni. Ingvar Jakobsen og Sverrir Þorláksson matreiöslumenn ausa upp fisk- súpunni i Hótel Holti — Ljósm.-gel Fágætir í Holti Það voru hvorki meira né minna en tiu mismunandi fisk- réttir og froskalæri að auki, sem blaðamenn fengu aö smakka i Hótel Holti einn daginn núna i vikunni. Skúli Þorvaldsson veitingamaður var að kynna rétt- ina sem þeir i Holti hyggjast bjóða uppá á hóflegu verði i fiskréttir hádeginu alla virka daga, en á sunnudögum á hinsvegar aö leggja áherslu á hádegisverð fyrir fjölskyldufólk á sérstöku vildarverði. Eins og Skúli benti á hefur fjöl- breytni i fiskréttum litið aukist þrátt fyrir marga nýja staði sem framreiða fisk, þannig að varla er boðið upp á fleira en ýsu, smá- lúöu, skötusel og sjávarrétti. Meðal þess sem blaðamenn borð- Framhald á bls. 27 Frá sýningu Clapperclaw: Konan átt sér Það var mikiö hlegið og klappað á sýningu Clapperclaw i Félagsstofnun Stúdenta sfð- asta fimmtudagskvöld. Þær fóru aldeilis á kostum, sprell- uðu. sungu^ spiluðu og ræddu málin, eins og þeim einum er lagiðsem hafa eitthvað að segja og vilja koma boöskap á fram- færi. Hvað vilja þær þá segja? Jú, viðfangsefnið i leik þeirra er saga konunnar eöa nánar til- tekið leit aö sögu konunnar, þvi hana er ekki aö finna i sögubók- unum.Þær kalla verkiðBen Her sem auðvitaö minnir okkur á hetjuna Ben Hur sem er aðal persóna i skáldsögu og kvik- mynd með sama nafni, en karl sá er dæmigerð karlhetja sem hvorki skortir hetjulund og krafta, né vilar fyrir sér að kála þeim sem fyrir honum verða. Slikir menn eru vinsælir á spjöldum sögunnar, meðan al- þýðunnar, og þá einkum kvenna er að engu getið. Þær ensku kvinnur leita aö konum i myrkviöum sögunnar og rekast þar á margt fróðlegt. Ýmsir mannfræðingar hafa sett hefur sögu fram kenningar um uppruna mannsins, verkaskiptingu og daglegt llf allt frá Darwin karl- inum til pess fræga Desmond Morris sem skrifaði um nakta apann. Þær stöllur koma með aðrar túlkanir og rekja gang mála allt til vorra daga, er frú Margaret Thatcher birtist með sinn ihaldsboðskap. Járnfrúnni eru gerð góö skil og bent á að það breytir engu þó að kona komist til valda, ef hún gengur erinda ihalds og auðvalds. Stelpurnar tóku frábæra rokksyrpu sem helguð var for- feðrum vorum af apakyni og gengu þar i smiðju pönkara og poppara með tilheyrandi grett- um, sveigjum og beygjum. Niðurstaðan af öllu saman var sú að konur heföu nú verið alls staðar meöal manna og fengist við ýmislegt, þó að þeirra væri aðeins getiö viö liknarstörf (Florence Nightengale), ástir (Kleópatra) og þjónustu (dyggar eiginkonur og mæöur eins og Maria frá Nasaret). Clapperclaw leikflokkurinn kitlaði svo sannarlega hlátur- taugarnar, enda beittu þær alltaf Þær stöllur f Clapperclaw leiddu frú Margaret Thatcher fram á sviðið og gerðu ihalds- og auðvaldsboðskap hennar verð- ug skil. Myndin er all táknræn fyrir stöðu járnfrúarinnar f Englandi, enda hefur hún ekki fært enskum konum neinn sér- stakan fögnuð. ýmsum ráöum til aö koma boö- skap sinum á framfæri, en sjón er sögu rikari. Siðasta sýning þeirra veröur á sunnudagskvöld kl. 20.30 i Félagsstofnun Stú- denta. — ká Toyota 4500 EL með saumaarmi Verð kr. 252.700 Örugglega ein fullkomnasta saumavélin á markaðin- um. 4ra hrada rafeindasaumavél með tölvuhnappa- borði, sem gerir allan saum leikandi létt verk. Toyota saumavélar fyrir alla — Á verði fyrir alla Á greiðslukjörum fyrir alla 2ja ára ábyrgð og saumanámskeið innifalið TOYOTA i verði. Fullkomin viðgerðar- og Varahlutaumbodið varahlutaþjónusta. Ármúla 23 * Sími 81733

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.