Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Blaðsíða 15
Helgin 13.—14. september 1980 .ÞJÓÐVILJINN — SiÐA 15 Spjallaö við undramanninn Kasparov: Ég gæti sigrað Karpov Frá því að skáklistin fékk á sig núgildandi og viðurkennt form getur saga hennar greint frá örfá- um einstaklingum sem ótrúlega ungir að árum náðu slikum tökum á listinni að undrabörn gátu kall- ast. Morphy, Capablanca, Reshevsky Pomar og Fischer eru þau nöfn sem flestir kannast við þó sjálfsagt megi tilgreina nokkur önnur. Svo virðist sem 17 ára gamall sovéskur skákmaður, Harry Kasparov, sé þegar búinn aö koma sér i þennan hóp svo fá- heyrð eru afrek hans. Bobby Fischer var 15 ára gamall þegar hann öðlaðist stórmeistaranafn- bót, sá yngsti frá upphafi vega. Til skamms tima voru þeir Spasski og Karpov þeir skák- meistarar sem næstir komu hvað aldurinn snertir, þeir voru rétt innan við tvitugtKasparov á hinn bóginn var 16 ára gamall þegar hann var biiinn að uppfylla öli skilyröi til að öðlast stórmeist- aranafnbót þegar komið var undir þaö siðasta á sterku alþjóö- legu móti sem haldiö var i heima- borg hans, Baku,nú i ár. Þegar er farið að tala um hinn unga meist- ara sem arftaka Karpovs heims- meistara enda hefur raunin orðiö sú siðustu tvö árin að hvert af- rekið hefur rekið annað og hann hefur bætt sig i næstum hverju móti. Þaö var siðla árs 1978 sem pilturinn vakti fyrst verulega athygli. A úrtökumóti þar sem valinn var einn skákmaöur til keppni á skákþingi Sovétrikjanna ’78 hlaut hann 8 1/2 v. af 9 mögu- legum og sigraöi meö miklum yfirburðum. Fáir áttu von á stór- afrekum frá hans hendi á Sovét- meistaramótinu þvi keppendur voru svo sannarlega ekki af verri endanum. Hann gerði sér þó litið fyrir og komst þegar i hóp efstu manna og jafnvel þó hann yrði að gefa eilitiö eftir á lokasprettinum fékk hann þó 50% vinninga og skaut aftur fyrir sig mörgum heimsþekktum meisturum. Meöal fórnarlamba hans var einn fremsti stórmeistari Sovétrikj- anna, Lev Polugajevskl. Næsta mót var haldið I Júgó- slaviu, nánar tiltekiö i bænum Banja Luka og þegar spurðist um úrslit rak menn i rogastans. Kasparov sigraði, hlaut 11 1/2 v. af 15 mögulegum og varð 2 vinn- ingum fyrir ofan næstu menn, stórmeistarana Anderson og Smejkal. Petrosjan hlaut 9 vinn- inga og varö i 4. sæti og Adorjan hafnaöi I 5. sæti með 81/2 vinning. Slðan hefur pilturinn teflt mikið og eins og áöur sagði, bætt sig með hverju móti og er nú svo komiö að hann er farinn að ógna alvarlega hinum þrönga hóp sterkustu skákmanna veraldar. A heimsmeistaramóti ungl- inga, sem haldiö var i Dortmund i lok ágústmánaðar var Kasparov meöal keppenda. Þátttaka hans mótaöi að miklu leyti keppnina, þvi það var eins og 1. sætið væri bókað fyrirfram. Sú varð raunin á, Kasparov hlaut 10 1/2 v. af 13 mögulegum og varö 1 1/2 v. á undan næsta manni, Englend- ingnum Nigel Short, sem einnig er látið mikiö meö þessa dagana. Sá sem þessar linur skrifar var aðstoðarmaöur fulltrúa Islands, Jóns L. Arnasonar og gat þvi náið fylgst með helstu einkennum Kasparovs. Sagt er aö skákmeistarar hegöi sér á mjög mismunandi hátt þegar skák er I gangi. Sumir hverjir setjast niöur og frá 1. leik standa þeir ekki upp fyrr en 5 klst. setunni er lokið. Góð dæmi eru Fischerog Botvinnik. Aðrir eins og t.a.m. Smyslov, taka sér tiðum sæti fyrir framan sýn- ingarborðið þegar andstæðingur- inn á leik og reyna að átta sig á möguleikum stöðunnar. Flestir reyna að verða sér úti um ein- hverja hvild, reika um salinn eiga jafnvel orðaskipti við næsta mann, lita yfir öxl hugsandi kepp- enda o.s.frv. Kasparov er i þeim hópi og rúmlega það. Hann stendur upp eftir hvern einasta leik, ef siðustu minúturnar eru undanskildar, gengur þvers og kruss um skáksalinn með höfuð undir bringu, rekst annaö veifiö á þá sem á vegi hans verða. Þegar andstæðingurinn hefur leikið er eins og hann gripi andann á lofti, siðan sest hann og þá er allt sett i gang á nýjan leik. Hann eyðir jafnan iitlum tima og þegar hann hefur náð frumkvæöinu leikur hann mönnunum hratt, næstum þvi hranalega á milli þess sem hann gefur andstæöingnum litt vinsamlegar augnagotur. Fyrir utan skákboröið er þetta hinn allra þekkilegasti piltur. Hann er svartur á brún og brá með stórt nef og gyðingalegt enda af ætt- kvisl Daviös. Ökunnugir myndu halda hann vera mun eldri, þvi sumir keppenda mótsins á svip- uöu reki og hann voru eins og peð i samanburði. Hann sást oft niðri lobbii á kvöldin, tefldi forgjafa- skákir við aðra þátttakendur mótsins og haföi af flestum þeirra drjúgan skilding. Avallt var hann klæddur gallabuxum enda þykir það hin mesta lúxusvara þar austur frá og ófáanleg i verslun- um. Þaö var komið undir það sið- asta I mótinu og sigur Kasparovs tryggður þegar ég kom að máli við hann og bað um viðtal sem reyndist auðsótt mál. Undir handleiðslu Bot- vinniks Ég er fæddur I Baku 17. mars 1963. Foreldrar minir voru báöir verkfræðingar en föCsur minn missti ég þegar ég var 8 ára gamall. Skák komst ég fyrst I kynni viö i heimahúsum þegar ég sá foreldra mina aö tafli. Ég hygg að ég hafi að mestu lært mann- ganginn meö þvi að fylgjast meö þeim. Um gjörvöll Sovetrikin eru sérstakar æskulýöshallir ná- tengdar skólunum og þar kynntist ég hinsvegar skákinni aö ein- hverju gagni. í æskulýðshöllun- um getur hver fundið eitthvaö viö sitt hæfi og skáklistin átti snemmahugminnallan, þóaðrar iþróttagreinar kæmust vissulega aö. Skákmót voru tiö og ég tók miklum framförum. 7 ára var ég 3. katagoriu skákmaöur (3. flokks), 8 ára 2. katagoriu, 9 ára 1. katagoriu og 10 ára gamall gat ég fariö aö keppa um titilinn: „Sovéskur meistari”. Ég vann þann titil 14 ára og ku vera sá yngsti frá upphafi. Snemma árs 1963 var ég valinn i Botvinnik skólann en i hann komast efnilegustu skákmenn Sovétrikjanna hverju sinni. Ég var viöloðandi þennan skóla I 5 ár, en 1978 var honum lokað, sennilega vegna tilrauna Bot- vinniks með skáktölvur sem tóku æ meiri tima. Við vorum kaliaðir þrisvar sinnum i skólann ár hvert og vorum þá undir handleiðslu Botvinniks 2 vikur i senn. Vinna samastóö af fræðilegum athugun- um, æfingaskákir voru tefldar og Botvinnik fór i gegnum þær skákir sem við höfðum nýverið teflt. Sumir komu einungis með sinar bestu skákir og voru fyrir vikið sendir heim aftur til aö ná i hinar! Þarna var mikil áhersla lögð á likamsrækt, okkur var t.a.m. otaö út I sundlaug og þrælað i knattspyrnu svo eitthvað sé nefnt. Botvinnik byggði þjálf- unina úpp á afar skipulegan hátt og þær vinnuaðferöir sem hann uppálagði hafa komið mér að góöum notum æ slöan. 1 dag hef ég 2 þjálfara,Sakharov og Nikitin. Sakharov, sem einnig býr I Baku, safnar fyrir mig öllu þvi sem bitastætt getur talist um • skák. Þar er um aö ræöa móta- töflur og skákir frá nýjustu mót- um, athyglisverðum greinum um hitt og þetta viökomandi skák og siöan rennum við i gegnum þetta saman. Nikitin býr hinsvegar i Moskvu, en kemur til Baku þrisvar á ári og dvelst þá 1 mánuð i senn. Ég er kominn á föst laun hjá rikinu og hljóða mánaöar- greiðslur uppá 200 rúblur, sem mér skiist aö sé eitthvað skárra en góöur verkfræöingur fær. I ólympíuliði Sovétríkj- anna Það eru allar likur á þvi að ég tefli fyrir hönd Sovétrikjanna á Ölympiumótinu á Möltu I haust. Þegar er búið að velja mig, Karpov og Polugajevski. Senni- lega bætast svo við Petrosjan, Tal og Geller. Það er vitaskuld mikill heiður að tefla I sliku liöi þvi ganga veröur framhjá mörgum frábærum skákmeisturum. Frammistaöa min á Evrópu- meistaramóti landsliða i Sviþjóð hefur sennilega vegið þungt á metunum þegar liðsmenn hafa veriö valdir. Ekkert er ákveöið með næstu mót nema hvað ég mun tefla á Sovétmeistaramótinu sem haldið verður i Vilnus i desembermánuði. Sama verður uppá teningnum þar eins og með Ölympiumótið, færri komast aö en vilja og margir öflugir stór- meistarar verða að tefla I undan- rásum. Samkeppnin er geysihörö. Fischer sá besti — Aljékin lærimeistarinn. Já mikil ósköp, Bobby Fischer er sterkasti skákmaður allra tima. A þvier enginn vafi. Aljékin er hinsvegar sá skákmaöur sem höfðað hefur hvað mest til min. Still hans samtvinnaðist af eilifri leit aö leikfléttum og svo af- bragðsgóðum skilningi á stöðu- baráttu. Af honum má geysimikiö læra. Kortsnoj Kortsnoj mun að minu viti ávinna sér réttinn til að skora á Karpov en þegar út i þaö einvigi er komið held ég hann eigi enga möguleika og Karpov muni vinna á mun auðveldari hátt en siðast. Hvaö viövikur málum Kortsnojs þá koma þau auðvitaö skák ekkert viö, þetta er einhver póli- tik og ég hef ekki áhuga á slíku. Ég mun að sjálfsögðu reyna aö knýja dyra hjá Karpov og tel mig jafnvel i dag eiga örlitla mögu- leika á þvi að sigra hann. Askor- endaeinvigin sem slik virðast mér krefja á um sterkar taugar hjá þeim sem svo langt komast. Unglingurinn á bak viö skákmeistarann 1 Sovétrikjunum er auðvelt að vera unglingur. T.a.m. i Baku sem er fremur nýtiskuleg borg er slatti af diskótekum og um allt land má finna popphljómsveitir. Nei, nei ég reyki hvorki né drekk. Vodka? Tja, jú það kemur ör- sjaldan fyrir. Aðaláhugamál mitt fyrir utan skákina er bókalestur og bókasöfnun. Hemmingway á veglegan sess I þeim efnum og eftirlætis ljóöahöfundur minn er Jevtusjenko. Laxness þekki ég af orðspori en hef lesið litiö eftir hann. Eftirhreytur Viðtalinu var lokiö og ég þakkaði Kasparov kærlega fyrir. Sjálfsagt er þessi frásögn bæði þurr og leiðinleg. Hugur minn hvarflaði heim til Islands og mér datt i hug að spyrja: Skyldu iþróttamenná Islandihvar i flokki sem þeir standa einhvern timann fá sambærilega aðstoð og þjálfun sem þessi piltur?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.