Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 16

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Side 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.—14. september 1980 Helgin 13.—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Rœtt við Sveinbjörn Rafnsson prófessor og Oskar Halldórsson lektor um fornleifarannsóknir á söguslóðum Hrafnkelssögu og ný viðhorf varðandi söguna r I i f Nýlega hafa farið fram forn- leifarannsóknir á söguslóðum Hrafnkelssögu sem vakið hafa töluverða athygli. Þær hafa leitt í Ijós að i Hrafnkelsdal og grennd var mikil og þétt byggð til forna# að því er best verður séð. Þetta stingur i stúf við það sem ýmsir fræðimenn, svo sem Sigurður Nor- dal/ hafa haldið fram þegar þeir fjölluðu um sannfræði sögunnar. Þeir sem stóðu að þessum forn- leifarannsóknum voru þeir Sig- urður Þórarinsson prófessor, Sveinbjörn Rafnsson prófessor og dr. Stefán Aðalsteinsson. Þarna komu því saman sérfræðingar i þremur fræðigreinum: jarðfræði, fornleifafræði og búfjárfræði. Þjóðviljinn fékk þá Sveinbjörn Rafnsson og óskar Halldórsson lektor, sem hefur skrifað mikið um Hrafnkelssögu undanfarin ár, til að setjast niður um stund í her- bergi óskars i Árnagarði og fræða okkur um þessar rannsóknir og nýjustu viðhorf varðandi Hrafn- kelssögu Freysgoða. Kortlagning og tímasetning Blm: I hverju voru þessar fornleifarann- sóknir fólgnar, Sveinbjörn? Sveinbjörn: Þær beindust einkum aö þvi ab athuga hverjar eru byggöarleifar — eins og viö köllum þær — á slóöum Hrafn- kelssögu. Náöi rannsóknin til Hrafnkels- dals, Brúardala og Vesturöræfa. Viö mæld- um og teiknuöum og skráöum sagnir heimamanna um þær. Til þess aö reyna aö timasetja byggöarleifarnar boruöum viö í þær en timasetning út frá gjóskulögum er mjög auöveld á þessum slóöum eftir tlma- tali sem Siguröur Þórarinsson hefur manna mest unniö aö. Þarna eru tvö ljós einkenn- islög sem veröa tímasett meö vissu. Hiö eldra er frá Heklugosi, sem taliö er aö hafi oröiö 1104, en hitt er úr Oræfajökulsgosi ár- iö 1362. Ekki þurfti alls staöar aö bora, þvf aö sums staöar má sjá rústir I böröum og þurfti þá ekki annaö en aö skafa lauslega i þau til aö sjá lögin. Markmiö rannsóknanna var fyrst og fremst aö kortleggja rústirnar og timasetja þær. Blm: Heyrst hefur aö þiö hafiö m.a. notaö sérstaka ljósmyndatækni? Sveinbjörn Rafnsson: Sá sem setti saman söguna hefur veriö mjög staökunnugur I Hrafnkelsdal. (Ljósm.: gel). Óskar Halldórsson: Skv. nýju sagnfestunni er skáldskapurinn i sögunum meira skáld- skapur fólksins, skáldskapur sem veröur þegar saga gengur munnlega i marga ætt- liöi. (Ljósm.: gel). Hrafnkelssaga í nýju ljósi Sveinbjörn: Já, viö tókum myndir úr lofti meö svokölluöum innrauöum filmum, en þær skrá breytingar á blaögrænu gróöurs- ins betur en venjulegar filmur. Meö þeim má sjá blæbrigöi I gróörinum, en þau hald- ast mjög lengi vegna llfrænna eiginleika jarövegsins og rakastigs hans. Meö svona filmum má finna gömul bæjarstæöi, tún og bithaga. Á annan tug byggðarleifa i Hrafnkelsdal Blm: Hverjar eru svo helstu niöurstööur? Sveinbjörn: Viö erum aö sjálfsögöu ekki búnir aö vinna úr gögnunum til fullnustu, en þó má segja aö þarna I Hrafnkelsdal hafi fundist á annan tug byggöarleifa sem eru eldri en frá 1104. A Brúaröræfum fundust hins vegar 5 svona gamlar rústir. Bim: Er Ijóst hvort rústirnar eru af bæj- um eöa seljum? Sveinbjörn: Eins og gefur aö skilja er erfitt aö sjá þaö á yfirboröinu þó aö sums staöar sjáist furöumikiö af þessum leifum. Þaö er vitaö um Hrafnkelsdal aö þar voru sel á sföari öldum. En viö höfum kallaö þetta byggöarleifar af því aö við höfum ekki getaðskilgreintnákvæmlega hvort um sel eöa bæi er að ræöa. Blm: Eru nöfn á þessum rústum I daln- um? Sveinbjörn: Já, yfirleitt en hversu gömul þau eru skal ég ekki segja um. Gos lagði dalinn i eyði Blm: Lifa ennþá munnmæli meðal heimamanna um þessa elstu byggö I daln- um? Sveinbjörn: Siguröur Þórarinson sýndi fram á þaö I Arbók Fornleifafélagsins 1976 aö gífurlegt eldgos heföi oröiö á ofanveröri 15. öld nálægt Vatnajökli og llklega I Kverk- fjöllum. Þetta gos hefur haft mikil áhrif á NA-landi. 1 Hrafnkelsdal er öskulagiö frá gosinu mjög þykktog þaö hefur einnig lagst yfir noröanveröa Múlasýslu, Þingeyjar- sýslu og allt vestur I Eyjafjörö. Þetta gos hefur örugglega gert Hrafnkelsdal óbyggi- legan um langa hrlö. A 18. öld trúöu menn aö dalurinn heföi lagst I eyöi I Svarta dauöa, en hann byggöist aftur upp úr 1770 og eftir þaö voru tveir bæir I dalnum. Blm: Eru þessar fornleifarannsóknir þær fyrstu sem gerðar eru I Hrafnkelsdal? Sveinbjörn: Ariö 1890 fór Siguröur Vigfússon fornleifafræöingur I Hrafnkels- dal og gróf I svokallaöan Hrafnkelshaug og fann þar bein tveggja manna. Á slöustu öld fannst einnig I dalnum vlkingaaldarsverö en ekki er ljóst hvar. A Efra-Jökuldal hafa einnig fundist heiðnar grafir og viö athug- uöum litillega leifar af einni sllkri niöur viö Jökulsánna. Þá má geta þess aö Daniel Bruun teiknaöi I byrjun þessarar aldar upp rústir af tveimur bæjum I Hrafnkelsdal. Menn slógu þvíföstu Blm: Nú var ritgc-rö Siguröar Nordals um Hrafnkelssögu talin valda tlmamótum er hún kom út 1940 og er t.alin einn af horn- steinum svokallaðrar bókfestukenningar. En þeirsem gagnrýndu Sigurö bentu m.a. á að hann heföi ekki kannaö nógu vel staö- hætti á söguslóöum, þegar hann renndi stoöum undir kenningar sinar. Er þetta réttmæt gagnrýni? óskar: Ég hygg aö hann hafi ekki rann- sakaö dalinn og fornleifar hans hafa ekki verið kannaöar fyrr en nú. Menn slógu þvl hins vegar föstu, af þvi aö dalurinn var lengi I eyði, aö byggö heföi aldrei veriö mikil I honum og þvl gekk Sigurður Nordal m.a. út frá. Blm: Menn hafa ályktaö aö Hrafnkels- dalur hafi veriö eins og hver annar afdalur? Óskar: Já, og verib heppilegur fyrir hug- myndaflug skálds til aö láta sögu gerast þar. Annars er nokkuö langt slðan aö bent var á aö dalurinn væri vel byggilegur. Sér- staklega man ég eftir aö skömmu eftir aö ritgerö Nordals birtist skrifaöi Aðalsteinn bóndi á Vaöbrekku svar viö henni, þar sem hann sýndi fram á aö dalurinn heföi upp á aö bjóöa nægileg skilyrði fyrir byggö. Heimamenn vissu þetta og siöar hefur Sig- uröur Þórarinsson gert grein fyrir því aö úrkoma I dalnum er mjög lltil. Hann er I úr- komuhléi Vatnajökuls og eins og á öörum svæöum norðanvert viö þann jökul er þar tiltölulega þurrt og snjólétt. Bændur um þessar slóöir hafa látiö fé sitt ganga aö miklu leyti úti. Blm: Er þetta þá gósenland fyrir fjár- búskap? óskar:Ég hygg þaö án þess aö ég sé ná- kunnugur á staönum. Þarna eru miklar heiöar aö dalnum og þess vegna þurftu heimalönd jaröa ekki aö vera ýkja stór. Skógarleifar eru ennþá I dalnum, hann er fallegur og hefur litiö vel út meöan landiö var óþreytt. Blm: Kippir þetta ekki stoöum undan margri fræöiritgeröinni? óskar: Segja má aö skoöanir fræöi- manna hafi breyst töluvert eftir aö ritgerö Siguröar Nordals birtist. Menn fóru aö líta meira á Islendingasögur sem höfundar- verk, en aö sama skapi losnaöi þá um tengsl sagnanna viö upphaflegt lif i landinu aö dómi þeirra. Flestir fóru aö llta á Hrafn- kelssögu sem skáldskap höfundar, aö at- buröir hennar heföu ekki getaö gerst og aö llfsskilyröi á slóðum sögunnar hafi ekki veriö þau, aö svona saga gæti hafa gerst þar. Landnáma og Hrafnkelssaga Blm: Nú ert þú sérfræðingur I Landnámu, Sveinbjörn. Ein af röksemdum Nordals fyrir þvl aö Hrafnkelssaga sé llk- lega skáldsaga er sú aö hún stangist veru- . lega á viö Landnámu. Ert þú sammála þessu? Sveinbjörn: Allur slikur samanburöur er afstæður og þaö er afskaplega erfitt aö meta svona frásagnarheimildir þegar þeim ber ekki saman. Ekki er hægt aö slá neinu föstu. Sé aldur þessara heimilda athugaöur viröistLandnámustofn vera eldri en Hrafn- kelssaga en fyrst og fremst eru þessar bæk- ur góöar heimildir um sinn ritunartima. óskar: Auövelt er aö benda á mismun milli þessara tveggja verka I smærri atriö- um, svo sem nöfnum og staösetningum. Hins vegar hef ég álitiö aö engu aö slöur mætti lesa dálltiö svipaöa niöurstööu út úr Landnámu og Hrafnkelssögu. Báöar heim- ildirnar gera ráö fyrir þvi ab Hrafnkell hafi verið mikill höföingi og Hka hef ég reynt aö lesa útúr þeim aö hann hafi ekki veriö þaö i upphafi. Ætt hans eða konu hans, er ekki rakin til höfðingja. Landnáma segir aö hann hafi komiö seint út og flust I afdal. Samt gerir Landnáma ráð fyrir honum sem einum af mestu höföingjum á Austurlandi. Og þá spyr maöur sig: Hvaö geröist? Ekki er f jarri aö geta sér til að átök hafi orðið, en Islendingasögurnar fjalla oftast um átök. Hrafnkelssaga fjallar um valdabaráttu þar sem Hrafnkell sigrar. Aö þessu leyti eru Landnáma og Hrafnkelssaga ekki ólíkar I niöurstööum. Ný sagnfestukenning Blm: Er hinn svokallaöi „Islenski skóli” eöa bókfestukenning kannski aö renna sitt skeiö á enda meöal fræöimanna? Óskar: Það er nú erfitt aö segja. Ég held aö best sé aö tala gætilega um þaö efni. Ég hygg þó aö á slöasta áratug hafi menn gefiö meiri gaum að munnmælafræðum og séu byrjaöir aö hagnýta þau viö rannsóknir á Islendingasögum. Þetta hafa sumir viljaö kalla nýja sagnfestukenningu en Islenski skólinn tók eiginlega viö af gamalli sagn- festukenningu sem geröi ráö fyrir þvi aö sögurnar væru sagnfræöi aö meira eöa minna leyti. Hin nýja sagnfesta telur hins vegar ekki ástæöu til aö trúa öllu sem stendur i munnmælum. Munnmæli eru þess eðlis aö þau breytast I skáldskap. Megin- munurinn á þessari hyggju og islenska skólanum er sá aö hann gerði ráö fyrir höf- undarskáldskap, en skv. nýju sagnfestunni er skáldskapurinn I sögunum meira skáld- skapur fólksins, skáldskapur sem veröur þegar saga gengur munnlega I marga ættliöi. Blm: Nú skrifabir þú formála fyrir skóla- útgáfu aö Hrafnkelssögu á sinum tima þar sem þú hældir kenningum Siguröar Nordals um söguna á hvert reipi. Hefuröu skipt um skoðun? óskar: Já, ég læröi þær þegar ég var i skóla og þaö kemur fram I fyrstu prentun þessarar skólaútgáfu. Nokkru slöar laum- aöi ég inn I þennan formála dálitilli klausu þar sem efasemdirnar eru komnar i ljós. Eftir aö ég varö kennari viö Háskóla Islands tók ég aö rannsaka Hrafnkelssögu nokkru nánar og birti niöurstöðurnar i bókarformi fyrir fjórum árum. Samkvæmt þeim er frumefni sögunnar munnmæli frá söguöld um Hrafnkel Freysgoöa. Rannsóknir Sveinbjarnar og félaga leiöa fram ný og merkileg rök sem styrkja áöurnefndar niö- urstööur. Einarsvarða og Freyfaxahamar Blm: Hefur höfundur Hrafnkelssögu ver- iö staökunnugur I Hrafnkelsdal? Sveinbjörn: Já, sá sem setti saman sög- una hefur veriö mjög staökunnugur þar. Sagan gerist að hluta á Vesturöræfum, en þar er hin svokallaða Einarsvaröa, sem ber hátt á jökulöldu þarna á öræfunum. Þar átti Einar smalamaöur, sem sagan greinir frá, að vera heygður. Vib skoðuöum umhverfiö og gátum ekki betur séö en ritari sögunnar heföi veriö vel kunnugur á þessum slóöum. Blm: Nú hefur veriö deilt um örnefni eins og F'reyfaxahamar. Sveinbjörn: Já, Siguröur Vigfússon vildi hafa hann viö svokallað Faxagil, sem er skammt fyrir ofan Aðalból, en Jón Jó- hannesson taldi hugsanlegt aö landslag sem lýst væri I sögunni viö Freyfaxahamar væri i Glúmsstaöadal, sem er afdalur frá Hrafnkelsdal. Annars staöar væru ekki hamrar fram I ár. Þaö er nú samt hamar þarna á einum staö fram með Hrafnkelu, sem rennur eftir Hrafnkelsdal. Blm: Þú hefur einnig nefnt, Óskar, aö orðalagsmunur sé i handritum sögunnar. 1 einu handriti sé þannig til oröa tekiö aö Freyfaxahamar sé fram með ánni. Getur þaö átt viö þennan hamar, sem þú nefndir, Sveinbjörn? Sveinbjörn:Landslagiö mælir ekki I gegn þvi þó aö margt sé mögulegt i þessum efn- um. óskar: Mig langar til að spyrja Svein- björn um eitt. Hvernig voru staöhættir fyrir ofan þennan hamar? Sveinbjörn: Þar er bæjarrúst. Óskar: Já, 1 Hrafnkelssögu stendur: „Þeir leiöa nú hestinn ofan eftir vellinum”. Völlur er tún. Hvergi stendur i sögunni aö þetta hafi endilega veriö heima á Aöalbóli. Einnig stendur i sögunni aö þar fyrir fram- an hafi verið hamar viö ána og i henni hylur djúpur. Er þetta ekki svona? Sveinbjörn: Jú, þaö stendur heima. Áhrif Sigurðar Nordals Blm: Sumir hafa haldið þvi fram að Sig- urbur Nordal hafi veriö svo áhrifamikill og glæsilegur málflytjandi aö nemendur hans hafi beinlinis verið undir ofurvaldi hans meöan hann lifði og hvorki getaö né kannski þorað aö andmæla kenningum hans I einu eöa neinu. Óskar: Ég á ekki svo gott með aö dæma um þetta því aö ég var aldrei nemandi Sig- urðar. Hann var hættur kennslu þegar ég var hér I Háskólanum. En hitt tek ég undir að Sigurður var frábærlega glæsilegur mál- flytjandi og áhrifamikill persónuleiki svo aö þetta er ekki ólíklegt. Þar ab auki er hægt aö fullyrða aö hann haföi ákaflega mikil áhrif á skoðanir manna, ekki bara á þessari sögu heldur islenskum fornritum almennt. Við látum nú þessu spjalli viö þá Svein- björn og Óskar lokiö en þess má geta aö lokum aö þremenningarnir, sem könnuöu byggöarleifar á söguslóöum Hrafnkels- sögu, hyggjast birta niðurstöður slnar á bók. — GFr/gb Byggöarleifar innan viö Faxagii. Einarsvaröa. Allir staöhættir eru I samræmi viö söguna. Þrándarstaöir i Hrafnkelsdal. A annan tug rústa frá þvi fyrir Heklugos 1104 fundust i daln- um. PMiMHtJ I ,,Þá mælti Þorgeir: Svo er nú komiö kosti yöar, Hrafnkell.” — Eftir Gunnlaug Scheving. „En hann var þá svo styggur, aö Einar komst hvergi I nánd viö hann”. Myndin er eftir Gunnlaug Scheving og birtist f Hrafnkötluútgáfu Halldórs Laxness á strfösárunum. Innan viö Faxagil f Hrafnkelsdal.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.